Morgunblaðið - 27.07.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.07.1991, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991 Einráður athafnamaður Ekki er heldur vafí á því að með tilkomu Söngskólans hafa miklu fleiri en áður fengið tækifæri til að stunda söngnám en ella. Frá því 1973 hafa að sögn Garðars um eitt þúsund einstaklingar stundað nám við skólann um lengri eða skemmri tíma, á hveiju ári eru nemendur um 150 og frá upphafi hafa 84 lok- ið 7. stigi, um 20 hafa lokið söng- kennaranámi og 5 hafa útskrifast sem einsöngvarar. Þessar tölur segja ekki alla söguna því allur sá fjöldi sem stundað hefur söngnám við Söngskólann hefur m.a. skilað sér inn í kórana og vafalaust er þar komin ein ástæðan fyrir sífellt öflugra starfi á þeim vettvangi og auknum gæðum kóranna og kröfum sem til þeirra eru gerðar. Það má lengi velta því fyrir sér hvar íslensk sönglist væri stödd ef eldhuginn og athafnamaðurinn Garðar Cortes hefði ekki tekið til hendinni og framkvæmt áhugamál sín. Oft í óþökk þeirra sem vildu heldur sjá sjálfa sig í sama hlut- verki og einnig vegna þess að marg- ir líta það hornauga að Garðar hef- ur ekki þrætt viðtekna refilstigu um stjórnkerfíð, ekki gengið með bænarsvip milli pólitíkusa og kynnt hugmyndir, né hefur hann hirt um að „sósíalísera“ með áhrifamönnum — hann viðurkennir að þetta sé galli, kannski hefði ýmislegt gengið fyrr og betur ef svo hefði verið — hann hefur einfaldlega framkvæmt og komið hlutunum á þann skrið að ekki var hægt að horfa framhjá þeim lengur. Líkt og títt er um marga lista- menn er Garðar oft sagður egóisti og vinir hans telja það einmitt hans stærsta kost um leið og andstæð- ingar hans fínna það honum helst til foráttu. Það þýðir reyndar ekki að spyija Garðar um andstæðinga hans og biðja hann að ræða þá „staðreynd" að hann sé umdeildur. Hann kannast ekki við andstæðinga sína, segist ekki vita hveijir „þeir“ séu, — „hveijir eru þessir ÞEIR sem allir eru alltaf að tala um?“ spyr hann á móti. „Ég hef aldrei hitt þá. Og hvað segirðu, er ég umdeild- ur?“ Og svo skellihlær hann og virð- ist standa nákvæmlega á sama. Kannski er það einmitt þess vegna Bestu listamennimir... tækifærum „Það á enginn rétt á neinu í listum af þeirri einu ástæðu að hans tími sé kom- inn,“ segir Garðar ákveðinn. „Listamenn fá tækifæri útá hæfileika sína og ekkert annað. Ég hef verið í þeirri stöðu að velja listamenn til starfa hér í óperunni. Ég reyni að velja besta fólkið, það sem ég tel hæfast til að syngja, stjórna og kenna af þeim sem völ er á. En ég viðurkenni það fúslega að ég hef mína skoðun, mitt persón- ulega mat, og það kann að vera að einhveijir séu ekki alltaf sam- mála mati mínu. En það verður að hafa það, því ég er í þessari stöðu en ekki „þeir“.“ — Trúirðu því að sú niðurstaða verði alltaf ofaná að þeir sem séu Fagmennska eða — En ræður fag- mennskan alltaf ferð- inni? Er ekki hætta á því í okkar litla sam- félagi að fagmenn- skan verði blandin kunningja- og vina- tengslum? „Það getur vel ver- ið. En ég held að það sé ekkert meira hérna en annars staðar. Og þetta er á vissan hátt eðlilegt. Maður vinn- ur með einhveijum, metur hann sem lista- mann og manneskju og leitar því eðlilega til hans aftur þegar að næsta verkefni kemur. Þetta stafar m.a. af því að vinnan snýst að svo miklu leyti um samvinnu. Þetta gerist alls staðar í leikhús- heiminum af þessari sömu ástæðu. Ef þú veist af einhveiju góðu, þekk- ir það, þá leitarðu eftir því aftur. Svo það er ekki hægt að ásaka stjórnendur fyrir að sækjast eftir sömu kröftunum aftur og aftur, jafnvel þó þeir séu orðnir kunningj- ar eða vinir manns. Svo framarlega sem þetta er gert af einlægni og heiðarleika, og kunningsskapur er ekki tekinn fram yfir hæfíleika ann- ars staðar, þá er óhjákvæmilegt að listamenn þekkist og viti af hver öðrum. En þetta er svo hægt að kalla ýmsum nöfnum einsog við sem hann hefur náð markmiðum sínum. Hann sér ekki and- stæðinga sína, sér ekki hindranimar, vex ekkert í augum, hrífur fólk með sér og gerir að dyggum stuðningsmönnum og aðrir, „þeir“, sitja eftir utan þeirrar slóðar sem hann ryð- ur og vildu kannski helst fá að vera með og minna sífellt á að nú sé komið að þeim, þeirra tími sé kom- inn, þeir séu búnir að bíða nógu lengi. Biðin eftir bestir á hveijum tíma fái tækifærin? „Ég sé ekki betur. Ef ég lít yfír farinn veg þá hef ég alltaf valið það besta eftir því sem ég hef haft vit á og kunnáttu til að meta. Ég hef aldrei skilið eftir neina betri nema mér hafí hreint og beint yfír- sést. En ég geri líka það sem ég veit að allir leikhússtjórar gera. Þegar þeir eru komnir með lista- menn inn í húsið til sín sem þeir vita að er fullkomlega óhætt að veðja á, eru „the sure thing“, þá hendi ég þeim ekki út til að gera tilraun með einhveija aðra sem ekki eru jafn öruggir." klíkuskapur þekkjum, t.d. klíkuskap og kunn- ingsskap." — Hvarflar stundum að þér að sá afrakstur sem Söngskólinn hefur skilað hafí komið aftan að þér? Að söngvararnir séu orðnir of margir miðað við fjölda tækifæra? „Nei, alls ekki. Það eru svo marg- ir sem hafa þessa köllun og þrá að verða söngvarar. Þeir leita þess vegna eftir því að fá kennslu og segja: Gerðu mig að söngvara. En það eru bara örfáir útvaldir. Allir geta lært að syngja. Mjög margir geta lært að syngja þokkalega og stór hópur getur lært að syngja vel og nýtist því ágætlega í kóra og minni hlutverk í óperum, en það eru aðeins örfáir sem eru útvaldir til þess að syngja aðalhlutverk í óperum. Þó við leggjum saman Söngskólann og söngdeildir allra tónlistarskólanna þá er langt frá því að við sköpum ástand sem ekki verður ráðið við. Margir þeirra sem koma úr söngnámi hafa hins þannig mat á sjálfum sér að það er ekki í sam- ræmi við þær kröfur sem óperur, sinfóníuhljómsveitir og aðrir gera til einsöngvara. Auðvitað eru mjög margir sem halda að þeir séu færir um að gera hlutina og ég í hlut- verki óperustjóra verð að grann- skoða hug minn gagnvart og taka ákvörðun af eða á. Slíkur dómur getur verið mjög harður fýrir við- komandi. Ég geng ekki upp að hon- um og segi: Þú ert ekki nógu góð- ur. En það felur kannski það í sér að hann fái aldrei aðalhlutverk við óperuna þó hann geti verið mjög góður í allan annan söng í óperu. Auðvitað getur mér skjátlast en þannig er það til komið að margir gráta þá staðreynd að hafa ekki fengið stóru tækifærin og náð settu takmarki. Sumir eiga auðvitað framtíðina fyrir sér og ef þeir eru ungir og halda áfram námi, þá eru allar líkur á því að þeir fái tækifær- in seinna eins og fjölmörg dæmi sanna.“ Að fara eða vera — En helst okkur á bestu söngv- urunum? Fara þeir ekki allir utan þar sem tilboðin eru stærri og glæsi- legri. „Nei, okkur helst ekki á öllum. LJOSMYNDIR Börkur Arnarson opnaði í gær sýningu á verkum sínum í listhúsinu Nýhöfn í Hafnarstræti, sýningu sem hann kallar einfald- lega Ljósmyndir. Börkur útskrif- aðist nýverið með BA-gráðu í ljós- myndun frá London College of Printing, en áður starfaði hann um skeið sem ljósmyndari við Morgunblaðið. Myndirnar á sýn- ingunni eru unnar á fjölbreytilegri hátt en fólk hér á að venjast með ljósmyndir; þannig notast Börkur nokkuð við grafíktækni og nær fram mismunandi áferð með því að nota fjölbreytileg efni, en segir samt að þetta séu bara ljósmynd- ir; myndir sem verða til þegar Ijós fellur á silfur fílmunnar. „Allt eru þetta myndir frá síð- asta vetri,“ segir Börkur; „ein- hverskonar rannsóknir á því sem mig langar að gera. Myndirnar sjálfar eru engar tilraunir, en ég reyni ýmislegt við vinnslu þeirra. Barkar Arnarsonar í Nýhöfn Þá er einn hluti sýningar- innar útskriftarverkefni mitt frá í vor. Þetta eru í raun fímm mismunandi verk, eða seríur, og ég hengi þau upp þannig að hvert og eitt fái notið sín. Kannski er ákveðin hefð fyrir því að í galleríum eigi að fýlla veggina, en heild- arsvipurinn skiptir máli og því þarf að vinna með rý- mið.“ — Þú beitir hugmynda- fluginu óspart á myndim- ar. „Að sjálfsögðu. Engin myndanna er skyndimynd eða augnabliksmynd eins og fólk þekkir best, þær eru ekki teknar af ein- hveiju sem er til staðar í um- hverfi okkar. Ég stilli myndefninu upp og set það saman, það er minn tilbúningur og ég tek síðan Morgunblaðið/Einar Falur mynd og kem því fýrir á filmunni.“ „Þetta er þá ekki ljós- myndun í þessum venju- lega skilningi? „Fólk sér ljósmyndir í hveiju horni: í Mogganum, á strætisvögnum, á komflexpökkum, og er svo vant því að stundum gleymisý að það era ljós- myndir. I rauninni era mín- ar myndir ljósmyndir rétt eins og það, enda kalla ég sýninguna bara Ljósmynd- ir. En ég er klár á því að mörgum þeim sem kall- amá„hefðbundna“ ljós- myndara, þykir lítið til um það þegar farið er að brengla klassískar aðferðir við vinnslu á myndum. Ég stækka þannig meðal annars á málma og plast, vinn með myndir á Machint- osh tölvu, og eyðilegg aðrar mynd- ir að vissu leyti. Kannski er í mér löngun til að sýna að það er hægt að gera ákaflega margt með ljós- myndun.“ — Nú hefur lengi verið deilt um það hvort ljósmyndun sé list, hver er þín skoðun á því? Börkur segist ekki viss um hvort hann eigi að blanda sér í þá um- ræðu, þetta sé skilgreiningaratr- iði, þótt hann vilji meina að ljós- myndun sé ekki list. „Þetta er svo gríðarlega umfangsmikið svið, all- ir taka myndir, allt er það ljós- myndun og engin leið að kalla það allt saman list. En þetta getur líka verið ákveð- in feimni við að kalla sig lista- mann“, bætir hann við og brosir. „Ljósmyndarinn getur þó verið skapandi, rétt eins og listamaður- inn, en kokkurinn vinnur líka skapandi starf, hann setur sitt verk bara ekki í ramma, heldur á disk.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.