Morgunblaðið - 27.07.1991, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JULI 1991
OO
NÚTÍMALIST Á KTARVALSSTÖÐU
D
SKILGREIND við-
horf/Breytileg lífssýn
nefnist yfirgrips-
mikil sýning á jap-
anskri nútímalist
sem stendur nú yfir
á Kjarvalsstöðum.
Hingað er sýningin
komin fyrir tilstuðl-
an Sezon-nútíma-
listasafnsins, og
hefur hún einnig
verið sett upp í Dan-
mörku, Svíþjóð og
Finnlandi. Verkin
eru eftir tólf lista-
menn sem allir eru
kunnir í heimalandi
sínu og hafa hlotið
hrós fyrir afrek sín
og frumleika. Einn
þeirra, Kazumi
Nakamura, færði
Listasafni Reykja-
víkur eitt verka
sinna á sýningunni
að gjöf.
Gunnar B. Kvar-
an, forstöðumaður
Listasafns Reykja-
víkur, segir að það
kunni að koma ein-
hveijum á óvart að
verkin séu ekki
austrænni en raun
ber vitni, en vest-
rænna áhrifa hefur
gætt mikið í jap-
anskri list síðustu
áratuga. „En þegar
maður fer síðan að
skoða verkin betur
og velta þeim fyrir
sér, þá má alltaf sjá
skuggann af jap-
anskri hefð í bak-
grunninum," segir
Gunnar. „Japanskir
listamenn eiga það
kannski sameigin-
legt með íslenskum
kollegum að þetta
eru jaðarsvæði í list-
heiminum, svæði
þar sem listamenn
hafa ekki skapað
sér myndmál, eins
og ákveðnir ein-
staklingar hafa gert
í Evrópu, heldur
hafa þeir tileinkað
sér myndmál sem
þeir umbreyta síðan
persónulega, og þá
grípur menningin
einnig á vissan hátt
fram fyrir hendur
þeirra. Þetta kemur
vel fram í skúlptúr-
um eins og hjá
Endo, og í „New
York altaristöfl-
unni“ hjá Yama-
moto. Efnistök
þeirra og hugmynd-
ir eru öðruvísi en við
þekkjum úr vest-
rænu listasögunni.
Það er líka at-
hyglisvert að þrátt
fyrir að verkin séu
ólík, þá fjalla þau
oft um eigið efni.
Endo er þannig með
þessa trjáboli, en
Kazumi Nakamura: And-tvístrun, þrjú tungumál; olía á striga, 1990.
Shinro Ohtake: Málverk fyrir naglnbox skipasmiðs; blönduð tækni,
1987-88.
Toshikatshu Endo: Gosbrunnur - Verk í níu hlutum; Tré, tjara o
Mika Yoshitzawa.
hann umbreytir efninu með því að
kveikja í þeim. Inntak verksins er
því kannski þessi umbreyting efnis-
ins, frá því að vera náttúrulegur
trjábolur, yfir í að vera brenndur
tijábolur. Þannig fer verkið gegnum
ákveðið tímaferli, og það má sjá
hér í fleiri verkum. Verk Ohtakes
eru til dæmis samsett úr ólíkum
efnisþáttum, en yfirleitt eru það
gömul efni, eða efni sem er um-
breitt með tjöru, fernis og slíku til
að fá einhverskonar tíma, aldur eða
frásögn inn í sjálf verkin. Eg er
enginn kunnáttumaður um jap-
anska list í víðu samhengi, en þetta
eru þau áhrif sem ég skynja í þess-
um listaverkum."
Þá bendir Gunnar á að einn tólf-
menninganna, Hirabayshi, notar
hinn hefðbundna grafíska leturstíl
í myndir sínar, en á fijálslegan
hátt; með einhverskonar samruna
leturs og myndlistar.
„Kannski er niðurstaðan af laus-
legri skoðun á verkunum sú að þau
eru yfirleitt mjög vitsmunaleg.
Þetta er engin „konkret póesía“ eða
ókeypis uppstilling, þetta er ekki
„bara“ mynd af einhveiju, heldur
er í flestum tilfellum um að ræða
myndir sem er búið að hugsa mikið
um og listamaðurinn er búinn að
velta fyrir sér virkni viðkomandi
myndmáls. Morimura vinnur til
dæmis með sjálfsmyndir, við þekkj-
um mýmörg dæmi um sjálfsmyndir
úr listasögunni allt frá miðöldum,
en myndir hans verða fullkomlega
nýtt innlegg í sögu sjálfsmyndarinn-
ar þegar hann setur andlit sitt inn
í þekktar listsögulegar myndir. Á
sama tíma og hann vitnar í listasög-
una og umbreytir henni, er hann
að gera myndir af sjálfum sér. Flest
verkin eiga það þannig sameiginlegt
að myndmótunarferli þeirra er flók-
ið og meðvitað."
Gunnar segir að gaman hafi ver-
ið að ræða við listamanninn Naka-
mura sem gaf Listasafni Reykjavík-
ur málverkið „And-tvístrun, þijú
tungumál", því hann skilgreindi
sköpun sína ítarlega og var með
athyglisverðar kenningar um sam-
band forms og hluta. „Hann var
mjög meðvitaður um fagurfræðileg-
ar forsendur litarins og sagði að
þessir sterku litir væru mjög evr-
ópskir fyrir sér. Þessvegna hafi
hann meðal annars ákveðið að gefa
okkur þessa mynd sína með sterku
litunum. Hún hlyti að höfða betur
til litaupplifunar Vesturlandabúa,