Morgunblaðið - 27.07.1991, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 27.07.1991, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27: JULÍ 1991 B 5 Yasumasa Morimura: Dóttir listasögunnar: A prinsessa; blönduð tækni, 1990. eldur, 1989. Bakvið má sjá myndir eftii en hann sagði að hinar myndirnar, sem eru með dempraðri litum, væru mun vinsælli í Japan og hofðuðu meira til þarlendrar fagurfræði. Það er einstakt tækifæri að fá þessa sýningu hingað, og við hefð- um aldrei getað lagt út í það á eig- in spýtur. Þetta er vitaskuld lang- stærsta sýning á japanskri nútímal- ist sem hefur komið hingað, hún tekur yfir allt húsið og mér finnst hún njóta sín afskaplega vel hér. Þessir stóru salir og hráir gangarn- ir bjóða upp á skemmtilega umgerð fyrir verkin.“ -1 Tomiaki Yamamoto: New York altaristafian (miðhlutinn); blönduð tækni, 1988. í Kaoru Hirabayashi: 51 hljóð - Kanji; akrýl og tré á striga, 1986. Morgunblaðið/Einar Falur Sýning í Gallerí einny einn s IGallerí einn einn við Skólavörðustíg stendur nú yfir sýning á olíumálverkum Helga Arnar Helgasonar myndlistar- manns. Helgi er fæddur 23. apríl árið 1960 og nam við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands á árunum 1982-1986. Hann erbúsett- ur í Járna í Svíþjóð þar sem hann vinnur að list sinni. Helgi hefur haldið nokkrar einkasýning- ar, þar á meðal í Gallerí Kretsen í Söder Tálje árið 1990 auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. - Hver eru tildrög sýningarinnar? Þar sem ég hef búið lengi erlendis og ekki heimsótt Island nema einu sinni á því tímabili þá ákvað ég að reyna að koma hing- að. Ég hef saknað landsins og nálægðarinn- ar við hafið mikið og þá sérstaklega fjalla- sýnarinnar því að þar sem ég bý byrgja trén fyrir útsýnið að miklu leyti. Ég ákvað að nota tækifærið jafnframt til þess að sýna verk mín. Kannski er að finna í þessum verkum mínum einhveija heimþrá. - Á hvaða tímabili eru myndirnar unnar? Ég byrjaði á skissubók á gamlaársdag síðastliðinn á leið minni frá Járna til Lund- ar. í reynd sæki ég efnivið þessara mynda í þá bók. Myndirnar eru því allar unnar eft- ir áramót. - Er mikill munur á aðstöðu listamanna í Svíþjóð og á íslandi að þínu mati? Ja, ég held að það sé auðveldara að kom- ast af í Svíþjóð, laun eru almennt betri og orkan fer þá ekki eingöngu í það að vinna fyrir salti í grautinn með einhveiju öðru en myndlistinni. Ég hef t.d. komið mér þannig fyrir að ég hef ágæt laun og stuttan vinnutíma. Ég bý á gömlu prestsetri í útjaðri Járna og þar erum við tvær fjölskyldur sem rekum heim- ili fyrir fimm þroskahefta karlmenn. Vinnu- tíminn er mjög fijáls og því hef ég megnið af tíma mínum til að sinna myndlistinni. - Hvað heldurðu að hafi helst haft áhrif á það að þú fórst út á myndlistarbrautina? Ég hélt lengi vel að ég yrði sjómaður og byrjaði snemma til sjós. Ég hafði aldrei hugsað mér neitt annað en var þó alltaf teiknandi. Eftir nokkurra ára veru á sjónum þá hætti ég og fór að vinna á Kópavogshæli. Þar komst ég í kynni við ungan myndlistar- skólanema sem hvatti mig til að þreyta inn- tökupróf við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Það var ekki fyrr en eftir prófið sem ég fann að þetta var það eina sem ég gat hugs- að mér að gera. - Telurðu að vera þín á sjónum móti á einhvern hátt verk þín? Hún hefur átt stóran þátt í því að móta mig sem manneskju og þar af leiðandi hefur hún áhrif á allt sem ég geri. Viðtal: Einar Örn Gunnarsson - efi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.