Morgunblaðið - 27.07.1991, Síða 8

Morgunblaðið - 27.07.1991, Síða 8
MÖkhu.N'BLADlD LAÚGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991 á b o o O) Q. c Vj O) c .O t?5 s_° CO 'O .i= OO ■ c 0) r\ í í tertubroddi: „Borðsam- félagið" eftir Katharinu Fritsch. T.h. „Vasa- upphafningar" eftir Önnu og Bernhard Blume. T.v. „Ein öld tileinkuð J.W. Goethe" eftir Hanne Darboven. X T I H ýtt nútímalistasafn hefur verið opnað í Þýskalandi, og þar með er g Frankfurt am Main orðin mesta myndlistarsafnaborg landsins. Museum fúr Moderne Kunst, skammstafað MMK, mun vera fyrsta ^^AH listasafnið í Þýskalandi, sem sinnir eingöngu samtímamyndlist. ^H „Tertusneið" hefurþað verið nefnt vegnaytri lögunar sinnar; hús- ^ iðerafmarkaðafþremurgötum, Domstrasse, Berliner og Braubac- hstrasse og myndar því grunnflatarlega séð þríhyrning. Byggingin vekur engu minni at- hygli en listaverkin sem hún hýsir, og gerir hún reyndar sjálf þá kröfu að vera tekin sem listaverk. Gámafyrirkomulagið sem svo mörg söfn byggja á var ekki lagt til grundvallar í þessu tilviki. Austurríski arkitektinn Hans Hollein er skrifaður fyrir húsinu; byggingar- kostnaður nálgaðist 69 milljón mörk. Forsögu máls er þannig að rekja, að á áttunda áratugnum kom fram „hugmyndin um söfnin á bökkum árinnar Main“. Markmið hugmyndarinnar var að prýða borgina menning- arlega séð, með listasöfnum o.s.frv. en ekki bara eintómum peningahöllum; Frankfurt þessi er íjármagnsmiðstöð í Evrópu og hefur því vel haft efni á rósum í hnappagatið á undanförnum árum. í lok nefnds áratugar var þegar farið að hugsa til safns, er einbeitti sér að list samtímans. Stórhugurinn kom úr kolli eins manns, Hilmars Hoffmanns, sem lengi vel réð menningarmálum borgarinnar. - Á árunum 1980-82 vargrunnurinn lagður að núverandi myndasafni með því að borgin festi kaup á samtals 84 „höfuðverkum" amerískrar og evrópskrar myndlistar sjöunda og áttunda áratugarins úr eigu iðjuhöldsins Karls Ströher í Darmstadt, sem lést 1977. Safn sitt vildi hann gefa Darmstadt eftir sinn dag, en þó með þeim skilmála að byggt yrði sérstaklega yfir verkin. Af einhverjum ófrum- legum ástæðum létu ráðamenn í Darmstadt þetta gullna tækifæri sér úr greipum ganga þannig að erfíngjar Ströhers fengu umráð yfir listaverkunum og voru ekki seinir á sér að koma þeim í verð. Umrætt myndverkasafn er e.k. fyrinnynd Ludwig-safnsins í Köln, og Einar Guðmundsson skrifarfrá Frankfurt: M* MUSEUM FUR ODERN KUNST Safnið sjólft og aóalinngangur þess. í dag er það óborganlegt fyrir öll venjuleg helstu listasöfn heims. - Efnt var til alþjóð- legrar samkeppni meðal útvaldra arkitekta um byggingu safnsins; 1983 var gert kunn- ugt að Hollein hefði orðið hlutskarpastur. Byggingarframkvæmdir hófust í júní 1987; en árið áður voru fest kaup á stórverki eftir Joseph Beus sem þá var sjálfur nýlátinn, Blitzschlag mit Lichtschein auf Hirsch („Eld- ingarsláttur með hjört í leiftrinu“), og var sérstaklega hannað rými fyrir þetta verk á allra síðustu stundu - einu salarkynnin sem sérlega voru teiknuð fyrir ákveðið listaverk. - Síðla árs ’87 tók svo nýr maður við list- rænu stjórninni, Jean-Christophe Ammann, sem áður hafði verið forstöðumaður Kunst- halle í Basel í áratug. Það er persónulegur smekkur Ammanns, sem ræður vali þeirra listamanna hverra verk skreyta opnunar- hátíðina: Armajani, Bacon, Balkenhol, Baumgarten, Bayrle, B & H Becher, Beus, A & B Blume, Boltanski, Clemente, Darboven, De Maria, Förg, Fritsch, Hártter, Hendricks, Johns, Judd, Kasseböhmer, Kawara, Klein, Klemm, Lichtenstein, M. Merz, Mucha, Nau- man, Oldenburg, Paik, Palermo, Poseneske, Rauschenberg, Richter, Roehr, Rosenquist, Ruff, Ruthenbeck, Schnabel, Segal, Slom- inski, Stella, Stumpf, Trockel, Turrel, Viola, Wall, F.E. Walther, Warhol, Watts, Zaugg. Verkum alls þessa listafólks er komið fyrir á samanlagt 4000 m! sýningarflötum. 49 er ekki há tala nafna í alþjóðlega myndlistar- manna- og kvennaheiminum. Lét forstöðu- maður MMK hafa það eftir sér strax í opnun- arræðu við vígslu hússins, að í rauninni væri MMK þegar orðið of lítið. Með tiikomu J.C. Ammann að stjórnveli breyttust áherslur í innkaupamálum safnsins, þar sem hann persónulega sækist mest eftir samtímalist, þeirri list sem er að koma fram en ekki þeirri sem þegar er orðin söguleg. Til þess að brúa bilið milli sjöunda áratugar- ins (þar sem eru verk úr myndasafni Strö- hers úr geira popplistar og mínimalisma) og þess tíma sem nú ríkir, stillir Ammann upp verkasamstæðum, t.d. ljósmyndaröð af þýsk- um húsum eftir Bernd og Hilla Becher er spanna tímabilið 1965-1990; þá eru dagsetn- ingamálverk On Kawara frá árunum 1966- 1990; einnig í þessu sambandi er nefndur myndaflokkur eftir Gerhard Richter, „18. október 1977“, sem vísartil Baader-Meinhof og minnir á óþægilegheit í þýskri sögu. Af upptalningu þykir sýnt, að Ammann leggur mikla rækt við konseptúalisma. Það ber vart fyrir augu „bullandi" málverk, því að í list- heimsmynd forstöðumannsins fer lítið fyrir litadýrð á lérefti: hann er mest fyrir objektal- ist og rýmisverk, og greinilega er hann stór- hrifinn af ljósmyndinni sem fullgildu tæki myndlistarmannsins. Sýningarsvæði MMK er á þremur hæðum. Fyrst er komið inn í viðhafnarsalinn á jarð- hæðinni þar sem í fyrirrúmi eru ljósmynda- verk eftir Thomas Ruff, yfirstærðarportrett af ungu fólki. Safngestum er óhætt að horfa til lofts, arkitektinn er ekkert þar að delera, þaðan kemur einungis birta, það er ekkert „ferlíki" sem stingur í augun. Ameríska popp- listin sem ætla hefði mátt að sæti í öndvegi er uppi á efstu hæð; það er ekkert vandamál fyrir fatlaða í hjólastólum að nálgast hana, eða fara milli hæða og reyndar hvert sem er í völundarhússlegri byggingunni. En þeir sem hafa látið fæturna bera sig um gólf og stiga- ganga geta á endanum tyllt sér niður í „Lestr- arsal Sacco og Vanzetti", sem reynist vera verk eftir Siah Armajani. Það hefur áður verið sagt fráþessum listamanni í Morgun- blaðinu; hann er Persi, búsettur í Banda- ríkjunum og gerir verk fyrir almannafærið - fólk áttar sig oft ekki á því, að um list er að ræða þar sem fer verk eftir Siah Armaj- ani. í þessu listaverki geta safngestir lesið dagblöðin, gluggað í nýjustu listtímaritin, skrifað bréf með gulum blýöntum sem eru á boðstólum, eða bara hugsað um öll hin lista- verkin í safnhúsinu. í MMK er meintri listasögu ekki þröngvað upp á safngesti; ljóst þykir að ekki vakir fyrir J.C. Armann að sýna sögulegt sam- hengi eða þróun í myndlistinni eftir 1945, heldur vill hann einfaldlega vera í miðri hring- iðunni, ef svo má að orði komast. Athyglis- vert er, að í MMK hefur verið tekin upp sú stefna að fá verk að láni frá listamönnum, þannig að verkin á veggjunum era ekki endi- lega fastlímd og til óendanlegrar frambúðar. Og haldi tíminn áfram að líða, verður skipt um verk í MMK eftir þörfum; MMK gæti vel orðið alvöru nýlistasafn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.