Morgunblaðið - 11.08.1991, Qupperneq 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1991
Fljótasel — raðh.
Glæsil. raðhús á 2 hæðum ásamt
bílskúr, samt. 260 fm. Tvennar svalir.
Mögul. á góðri 2ja herb. séríb. í kj.
Ákv. sala.
Bæjargil — einb.
Glæsil. einb. í smíðum. Afh. fokh. inn-
an, fullb. utan. Verð 10,5 millj.
Vallargeröi — sérh
Nýkomin í sölu mjög góð 4ra herb.
neðri sérhæð í tvíb. Mikiö endurnýjuð.
Allt sér.
Jöklafold — 4ra
Glæsil. nýl. 110 fm 4ra herb. íb. ásamt
21 fm bílsk. Vönduð fullb. eign. Mögul.
skipti á nýl. 3ja herb. íb.
Vesturberg — 4ra
Mjög góð 4ra herb. íb. á 2. hæð. Mjög
ákv. sala. Áhv. ca. 1 millj. veðdeild.
Verð 6,5 millj.
Asparfell — 4ra
Góö 107 fm 4ra herb. íb. á 3. hæð í
lyftuh. Húsvörður.
Vesturberg — 4ra
Góð ca 100 fm íb. á 4. hæð. Mikiö út-
sýni. Áhv. ca 600 þús. húsnæðislán.
Háaleitisbraut — 4ra
Góð 4ra herb. íb. á 4. hæð. Svalir útaf
stofu. Mikið útsýni.
Álftamýri + bílskúr
Mjög góð 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð
ásamt bílsk. Mjög falleg eign og góð
sameign. Ákv. sala.
Þverholt — 3ja
Nýkomin í sölu glæsil. ný 80 fm 3ja
herb. íb. á 3. hæð í lyftuh. Bílskýli.
Áhv. ca 4,7 millj. húsnl. Ákv. sala.
Seljabraut — 3ja—4ra
Nýkomin í sölu mjög falleg og björt íb.
ásamt bílskýli. Sérþvherb. Ákv. sala.
Verð 6,6 millj.
Hraunbær
Mjög góð 91 fm 3ja herb. íb. á 3. hæð.
Mikið útsýni. Áhv. ca 3,0 millj., mest
veðd. Verð 6,5-6,6 millj.
BlönduhlíÖ — 3ja
Góö 3ja herb. íbúð á 2. hæð töluvert
endurn.
Rauöarárstígur — 3ja
Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð. Áhv. 3,8
millj. þar af veðd. 3,6 millj. Ákv. sala.
Álfholt — Hf. — 2ja
Ný, glæsil. og rúmg. 2ja herb. íb. á 3.
hæð. Til afh. 1. ágúst fullbúin m/par-
keti og flísum. Kaupandi þarf ekki að
bera afföll af fasteignaveðbréfum (hús-
bréf). Hagstætt verð 6,6 millj. fullklár-
uð, eða 5,6 tilb. u. tréverk.
Meistarav. — einstaklíb.
Nýkomin í sölu góð einstaklíb. í kj. á
þessum eftirsótta stað. Parket. Ákv.
sala.
Hveragerði
Sumarbústaður
Nýkominn í sölu 36 fm sumarbústaöur
í Gufudalslandi í nágr. Hverageröis.
Heitt vatn, rafm., heitur pottur.
Hveragerði/Reykjavík
Mjög gott einbhús í Hveragerði, fæst í
skiptum fyrir íb. í Rvík. Allt kemur til
greina. Uppl á skrifst.
Heiöarbrún
Fallegt nýl. 117 fm einb. ásamt stórum
bílsk. Gróin lóð.
Lyngheiði
Ca 190 fm fokh. einb. á einni hæð
ásamt bílsk. Járn á þaki. Pússað aö
utan, lóö grófjöfnuö.
Borgarhraun
Glæsil. vandað einb. á einni hæð ásamt
tvöf. bílsk. samtals ca 190 fm. Parket.
Arinn í stofu. Falleg gróin lóð.
Kambahraun
Mjög gott einb, á góðum stað. Bílsk.
Garöhýsi. Heitur pottur. Hentar vel fyr-
ir húsbréfakaupendur. Verö 9,3 millj.
Borgarhraun
Glæsil. 227 fm einb. m. tvöf. bílsk.
Áhv. 5,5 millj.
679111
Ármúla 8, 2. hæð.
Árni Haraldsson Igf.,
Hilmar Baldursson hdl., Igf.
Simatími 1-3
Sogavegur
Til sölu mikið endurn, 172 fm
keðjuhús, ásamt bílskúr. Ákv.
sala. Verð 11,8 millj.
Þverársei — einb.
Glæsilegt og vel staðsett ca 300
fm einb. á tveimur hæðum. Tvöf.
bílskúr. Góður arinn í stofu. Skjól-
pallur i garði. Ákv. sala.
Mánabraut
Nýkomið í sölu mjög gott 134 fm
einbýli ásamt 26 fm bílskúr. Fal-
legur gróinn garður. Hiti í stétt-
um og innkeyrslu. Möguieg skipti
á 5 herb. eign helst í Vesturbæ,
Kóp.
Bakkagerði — einb.
Gott hús á einni hæð ásamt bílsk.
Eign sem gefur mikla mögul.
Verð 10,8 millj.
A þessari mynd má sjá Iengst til vinstri Turnhúsið í Neðsta-Kaupstað, sem hýsir Sjóminjasafnið. Til hliðar er Krambúðin, sem nú er bú-
staður bókavarðarins á Isafirði. Lengst til hægri er svo Fáktorshúsið, en þar býr nú Jón Sigurpálsson, safnavörður á Isafirði. A milli íbúð-
arhúsanna sér í Tjöruhúsið, sem er elzta hús á Islandi nú, byggt 1736.
Þverskuröiir islenskr-
ar byggingarlistar frá 18
og 19. öld á ísafiröi
Neósli-kaupstaóur best varó-
veitta og athyglisveróasta
samstæóa húsa frá upphafi
timburhúsbygginga á Islandi.
eftir Úlfor Ágústsson
ÆT
Asíðari hluta einokunartímans
nánar tiltekið 10. apríl 1765
ákvað stjóm Almenna verslunarfé-
lagsins sem þá fór með umboð Is-
landsverslunarinnar, að framvegis
skyldu Eyrarbakki og allar Vest-
fjarðahafnir hafa vetursetumenn,
eða búfasta kaupmenn, en áður
voru verslunarstaðir eingöngu
reknir að sumrinu.
Þá um vorið var sent efni til
byggingar íbúðarhúss faktors á
verslunarsvæði félagsins í Neðsta-
kaupstað á Skutulsfjarðareyri þar
sem nú heitir ísafjörður.
Þá hafði þegar verið byggt þar
pakkhús með íverustað verslunar-
stjóra ásamt eldhúsi fyrir hann og
verslunarþjóna sem sváfu á loftinu.
Þetta hús er í dag kallað tjöru-
hús byggt 1736 og er elsta hús
sem við líði er á íslandi í dag.
Næsta elsta húsið er krambúðin
byggð 1761, en í henni var verslað
farm á þessa öld.
Árið 1785 bættist svo fjórða
húsið við á lóðinni, Tumhúsið, en
það er sagt dæmigert vömhús frá
þessum tíma og voru slík hús flutt
tilsniðin til íslands og Grænlands
á þessum árum. í kring um 1870
er komin sporbraut vagna upp í
húsið af hafskipabryggju, sem
byggð var út frá því vestanverðu,
en þar voru skip losuð beint á
vagna nærri hálfri öld áður en slíkt
tíðkaðist í Reykjavík.
Mikill uppgangur var í verslun
á svæðinu á þessum ámm með
aukinni getu Islendinga til fisk-
veiða. Neðsti-kaupstaður var í
höndum útlendigna til ársins 1883,
að Ásgeirsverslun kaupir allar
eignirnar. Þessi hús standa öll enn
í dag og hafa verið að heita má í
samfelldri notkun alla tíð. í fakt-
orshúsinu bjuggu fram undir 1920
faktorar eigenda stöðvarinnar, en
venja var að eigendur byggju ekki
á staðnum, nema ef til vill 'yfír
sumarið. Hélst sú venja eftir að
húsin komust í eigu Ásgeirsversl-
unar, því Ásgeir G. Ásgeirsson,
sonur stofnandans Ásgeirs Ás-
geirssonar bjó í Kaupmannahöfn
líkt og faðir hans gerði seinni hluta
æfí sinnar. Allan þann tíma var
tengdasonur Ásgeirs eldra Árni
Jónsson faktor og bjó han í húsinu
til dauðadags.
Þegar veldi Ásgeirsverslunar
leið undir lok, en þar var talinn
mestur auður á einni hendi á ís-
landi. Um síðustu aldamót keyptu
Hinar Sameinuðu íslensku verslan-
ir eignimar og ráku frá 1918-1927
að Samvinnufélag isfírðinga tók
við. ísafjarðarkaupstaður var aðili
að samvinnufélaginu þannig að
þegar það leið undir lok komust
eignimar í eigu bæjarins.
Nú er nýr faktor kominn í fakt-
orshúsið. Það er Jón Sigurpálsson,
sem sér um minjasöfn og listasafn
bæjarins. Hann tók við 1984 og
hefur haft umsjón með endurbygg-
ingu húsanna í umboði bæjarsjóðs,
sem þó er ekki lengra í burtu, en
að vera á mörkum Miðkaupstað
og Hæsta-kaupstaðar samkvæmt
eldri skilgreiningu.
Húsin voru friðlýst 1975 og hóf
þá Rúrik Sumarliðason að.vinna
við faktorshúsið. Amór Stígsson
og Jón Sigurpálsson tóku svo við
1979 og hafa unnið að endurbót-
um, en Hjörleifur Stefánsson arki-
tekt hefur séð um tæknilega ráðg-
jöf og arkitektavinnu.
Krambúðin hefur verið notuð
sem íbúðarhús mest alla þessa öld,
og nú búa þar Jóhann Hinriksson
bókavörður ásamt fjölskyldu sinni.
Tumhúsið var opnað sem sjó-
minjasafn 1987 á vegum Byggða-
safns Vestjarða og er það álit
manna sem til þekkja, að það sé
merkilegasta sjóminjasafn Islend-
inga í dag.
Nú er unnið að endurnýjun
Tjöruhússins, og er ráðgert að þar
verði veitingaaðstaða í framtíðinni.
Húsin eru að sögn Jóns Sigur-
pálssonar öll byggð í germönskum
miðaldastíl og má sjá stílinn víða
í yngri byggingum á ísafírði.
Hann álýtur að Skutulsíjarðar-
eyri sé auðugasta safn um íslensk-
an arkitektúr frá seinni hluta
síðustu aldar sem til er, en mikið
af húsum frá þeim tíma em til
staðar í góðu viðhaldi.
Þótt húsin séu ólíkrar gerðar
um margt, eiga þau það öll sameig-
inlegt, að vera smíðuð úr stöðluð-
um einingum frá timburverksmiðj-
um Danakonungs í Danmörku,
Noregi og Svíþjóð.
Tjömhúsið og Tumhúsið eru
stokkahús, það eru bjálkahús, þar
Afstöðumynd af Neðsta-Kaupstað, þar sem öll fjögur, gömlu og sögufrægu húsin sjást, það er Faktors-
húsið, Turnhúsið, Krambúðin og Tjöruhúsið.