Morgunblaðið - 11.08.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.08.1991, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1991 —F Opið ídag kl. 13-15 2ja herb. Flyðrugrandi. Sérl. glæsi- leg 2ja-3ja herb. 65 fm íb. á 1. hæð m/sórgarði í suður. Parket á gólfum og vandaðar innr. Laus strax. Ákv. sala. Hamraborg - Kóp. Glæsil. 61 fm íb. á 5. hæö í lyftuh. Stór- ar suöursvalir. Fallegt útsýni. Bílskýli. Laus strax. Ásbúð - Gbæ. Falleg ca 75 fm íb. á jaröh. Sérinng. og sér- garður. Sérþvottahús. Góð staösetn. Áhv. 2,1 millj. 3ja herb. Við Skúlagötu. 3ja-4ra herb. 100 fm íb. á 1. hæð. Útsýni yfir sjóöinn. Afh. tilb. u. trév. Áhv. Byggsj. 6,7 millj. Eiðistorg. Glæsil. ca 90 fm íb. í lyftuh. Góöar innr. Sólstofa og sér- svalir í suður. Áhv. Byggingasj. 1,7 millj. Verð 8,2 millj. Hafnarfjörður. 3ja-4ra herb. íb. í nýju húsi við Lækjargötu. Afh. tilb. u. trév. Lyklar og teikn. á skrifst. 4ra—6 herb. Unnarbraut. Góð ca 100 fm íb. á jaröhæð (aöeins niðurgr.). Skiptist í: Forst., rúmg. eldh., geymslu og þvhús, baðherb., 3 svefnh., hol og stóra stofu. Verð 6,8 millj. Dalsel. Vorum að fá í einkasölu mjög fallega 101 fm nt. 4ra herb. íb. á l. hæð. Sérbúr og þvherb. Suðursv. Upphitaö bilskýli. Verð 7,2 millj. Engjasel. Falleg 102 fm íb. á 3. hæð. Mjög rúmg. svefnherb. Sérþv- herb. í íb. Suðursv. Gott útsýni. Bílskýli. Verö 7,2 millj. Álfheimar Vorum að fá í einkasölu glæsil. 110 fm íb. á jarðh. Ný endurn. eldh., eikarpark- et á allri íb. Húsið er nýmálað og í góðu ástandi. Verð 7,2 millj. Melabraut. Góö 100 fm efri sérhæð í tvíbh. ásamt stórum bílsk. 3 svefnherb. Suöursv. Áhv. byggsj. 2,7 millj. Verð 9,3 millj. Seltjarnarnes. Góð 100 fm jarðh. í tvíbýlish. við fallega vist- götu. Góður sérgaröur meö undirstöð- um fyrir sólstofu. Bílskplata. Hús í góðu ástandi. Áhv. 3,5 millj. Verð 8,5 millj. Skólavörðustígur. Nýl. falleg og björt 103 fm íb. á efstu hæð. Fallegar innr. Parket. Suðursv. Gott útsýni. Áhv. byggsj. 1,6 millj. Verð 7,9 millj. Unnarbraut - Seltj. Stórglæsil. 110 fm neðri sérh. í nýl. tvíbýlish., ásamt 30 fm bílsk. íb. skiptist m. a. í 3 herb., stofur og hol. Skjólsæll og gróinn suðurgaröur. Húsið er nýmál- að og í mjög góðu ástandi. Áhv. 3 millj. langtlán. Stærri eignir Valhúsabraut. Lagl. ca 130 fm eldra einbhús á tveimur hæðum ásamt nýl. 60 fm tvöf. bílsk. Húsið er talsv. endurn. Stór og falleg eignarlóð. Bollagarðar. Gott enda- raöh. á tveimur hæðum ásamt baö- stofulofti og innb. bílsk. alls um 215 fm. Gott skipulag, parket á gólfum. Skjól- sæll suðurgarður. Laust strax. Víkurströnd. Glæsil. einb- hús á einni hæð auk kj. u. hluta húss- ins. Séríb. í kj. Rúmg. bílsk. Alls 280 fm. Húsið byggt 1982. Verð 17,0 millj. Seltjarnarnes. Glæsil. vandað ca 240 fm hús á tveimur hæð- um á sunnanverðu Nesinu. Vandaöar innr. Stór sólstofa með nuddpotti. Stór verönd. Gróin garður. Fallegt útsýni. Ákv. sala. Verð 17,5 millj. Vesturfold. 184 fm einbhús á einni hæð m/innb. bílsk. Fullb. aö utan, fokh. að innan. Til afh. strax. Verö 9,3 millj. Áhaldaleiga . Rót- gróið fyrirtæki sem er vel búið tækjum. Traust viöskiptasamb. RUNÓLFUR GUNNLAUGSS0N, rekstrarhagfr. KRISTJÁN V. KRISTJÁNSSON, viðskiptafr. Ilmsögn fagmanna um astand fasteignar ættl á% allt aö líggja lyrir viö söln segir Árni Þór Árnason byggingatæknifrædingur í ár hefur viðrað betur til viðgerða og viðhalds á húseignum utan- húss en oft áður, enda gjarnan talað um þetta sem eitt mildasta og sólrikasta sumar aldarinnar. Hvort sem það er vegna veðurblíðunn- ar eða aukins skilnings hjá fólki á nauðsyn þess að halda eignum sinum við, þá hafa framkvæmdir af þessu tagi verið meira áberandi í ár en oft áður. Otrúlega víða má sjá menn í stigum eða á vinnu- pöllum við verk af þessu tagi, allt frá einfaldri málun, er húseigend- ur sinna gjarnan sjálfir og upp í meiriháttar viðgerðir þar sem kalla verður til iðnaðarmenn eða verktaka, sem sérhæft hafa sig til slíkra verka. Einnig er hugsanlegt að mikil umræða um þessi mál í fjöl- miðlum hafi haft hér einhver áhrif. Fjöldi nýrra fyrirtækja hefur líka skotið upp kollinum á síðustu miss- erum og bjóða fram þjónustu sína á þessum sviði. Sum þeirra hafa gefið út bæklinga, sem dreift hefur verið í hús, þar sem þjónustan er kynnt og lögð áherzla á mikil- vægi þess, að hús- eignum sé vel við haldið og viðgerð- um sinnt áður en í óefni er komið. Ekki ósjaldan kemur það fyrir, að eigandi húseignar eða íbúðar þarf að grípa til meiri háttar við- halds eða viðgerða á eign sinni, enda þótt hann hafi aðeins átt hana tiltölulega skamman tíma, kannski eitt ár eða jafnvel skemur. Slíkt er ávallt alvarlegt fjárhagslegt áfall fyrir viðkomandi, því að flestum reynist það ærinn baggi að fjár- magna sjálf fasteignakaupin. Þeir eru því yfirleitt engan veginn í stakk búnir til að ráðast í kostnað- arsamar viðgerðir kannski aðeins hálfu ári eftir kaupin. Mikilvægur en vanræktur þáttur — Þessum mikilvæga þætti fast- eignaviðskipta er allt of lítill gaum- ur gefinn, sagði Árni Þór Árnason, byggingatæknifræðingur hjá bygg- ingaþjónustunni Tóftir hf. í Kópa- vogi, í viðtali við Morgunblaðið. — Skýringin er auðvitað sú, að tækni- legt og faglegt mat á ástandi og gæðum fasteigna er alls ekki á færi hvers sem er og mér er til efs, að fasteignasölur almennt hafi á að skipa sérmenntuðu fólki til slíkra starfa, enda er þjónusta þeirra fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis en ekki tæknileg. Ámi Þór Árnason er fæddur 1947 og alinn upp í Reykjavík. Hann lauk prófí frá Tækniskóla íslands í ársbyijun 1977. Síðan hélt hann til Svíþjóðar, þar sem hann starfaði í um tvö ár. Eftir að hann sneri heim, hefur hann einkum unnið við eftirlit og stjórnun ýmissa byggingaframkvæmda og má þar nefna Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, háspennulínur í eigu Landsvirkjunar, verzlunarmiðstöð- ina Kringluna, verksmiðjubyggingu í Portúgal o. fl. — Það er alls ekki ætlun mín að draga einhvern ákveðinn hóp til ábyrgðar í þessu efni, segir Árni Þór ennfremur. — Ég vil miklu fremur freista þess að benda á leið til úrbóta. Með því að láta kunnáttu- menn skoða hveija eign, sem er að fara í sölu og gefa umsögn sína um hana, mætti draga stórlega úr óvæntum og þungbærum atvikum af þessu tagi. Þegar fasteign er seld, þá koma þar yfirleitt við sögu svo sem kunn- ugt er seljandi, fasteignasali og svo kaupandi. Eðli málsins samkvæmt hefur kaupandi mestan áhuga þess- ara þriggja á ástandi og gæðum þeirrar eignar, er um ræðir hverju sinn, þó svo að hina tvo skipti það einnig miklu máli, að allt komi fram, er máli skiptir um ástand eignarinn- ar. Flestir sem keypt hafa fasteign, kannast við svofellt ákvæði í kaup- samningnum: “Eignin er seld í því ástandi, sem hún er í og kaupandi hefur kynnt sér við skoðun og sætt sig við að öllu leyti.“ — Skoðunin felst þá gjarnan í einni eða tveimur heimsóknum kaupandans sjálfs, þar sem gengið er úr skugga um, að almennt ástand eignarinnar sé við- unandi svo sem að eldhús og bað séu á sínum stað og þokkalega útlít- andi, gler í gluggum í lagi o. s. frv., segir Árni Þór. — Iðulega.kemur það svo fyrir, að væntanlegur kaupandi lætur hrífast af atriðum, sem snerta gæði og ástand sjálfrar húseignarinnar sáralítið, heldur Árni Þór áfram. — Þar má nefna fagurt útsýni, falleg- an garð eða jafnvel glæsilegt innbú seljandans. Þetta er auðvitað síður en svo regla. Stundum eiga kunn- áttumenn í hlut eða viðkomandi er svo heppinn að þekkja eða hafa aðgang að kunnáttumanni, sem svarað getur spumingum um þau fjöimörgu byggingartæknilegu at- riði, er máli_ skipta. Að áliti Árna Þórs er venjulegt íbúðarhúsnæði í sjálfu sér ekki ýkja flókið byggingarlega séð, að minnsta kosti ekki í augum fag- manna og sjaldnast leiðir hinn al- menni húseigandi hugann að þeim þætti, að minnsta kosti á meðan húsnæðið virðist vera í góðu lagi. — Staðreyndin er hins vegar sú, að flestir alvarlegir byggingagallar og skemmdir eru þess eðlis, að er- fitt getur verið að greina slíkt, sérs- taklega á byijunarstigi og þá er það alls ekki á færi annarra en kunn- áttumanna, segir Árni Þór. Árni Þór Árnason Reglunbundin skoðun nauðsynleg Víða erlendis t. d. í Bandaríkjun- um er það svo, að ferill fasteignar, sem á að selja, er rannsakaður, áður en til sölu kemur. Þá er fagað- ili, sem er óháður viðkomandi fas- eignasölu, fenginn til að skoða eign- ina og gefa síðan álit sitt á henni, þar á meðal hvort hún sé haldin einhveijum göllum. — Þetta eykur að sjálfsögðu öryggi í fasteignaviðskiptum, segir Árni Þór. — Kaupandinn fær þá strax að vita, hvort eitthvað sé að eigninni og hvað það er og þá er ekki heldur hægt að væna seljand- ann um, að hann hafi vanrækt upp- lýsingaskyldu sína. Sá kostnaður, sem hlýzt af þessu, sparast annars staðar. Málaferlum vegna galla í fasteignakaupum myndi fækka stórlega en þau eru ekki bara kostn- aðarsöm heldur einnig tímafrek og reyna oft mjög á aðilana. Að mati Árna Þórs verður aldrei bent nægilega rækilega á þá stað- reynd, að skemmdir og galla á fas- teignum er bezt að uppræta þegar í upphafí bæði eignanna vegna og eins til að halda viðhaldskostnaði í lágmarki. — Byggingaskemmdir og gallar eru gjarnan þess eðlis, að hvort tveggja magnast í öfugu hlut- falli við tímann, sem líður, án þess að nokkuð sé gert til þess að vinna gegn þeim, segir hann. — Sem dæmi má nefna, þegar fólk fær ^yitneskju um steypuskemmdir en ákveður að skjóta öllum viðgerðum á frest í eitt eða tvö ár vegna slæms árferðis. Þá vaknar það oft upp við þann vonda draum, að skemmdirnar hafa tvöfaldazt frá því, sem var. Bezt væri að koma á reglubund- inni skoðun fasteigna, t. d. á 4- 5 ára fresti eftir atvikum. Með því móti myndi hinn almenni hús- og íbúðareigandi fírra sig alvarlegum áföllum og stórum ijárútlátum. — Þetta þykir ekki aðeins sjálfsagt hvað snertir bflana okkar, heldur er það hreinlega lögbundið, segir Árni Þór. — Það er áberandi, að fólk hér skipar hlutum í vissa röð. Fyrstur kemur bfllinn, síðan húsið og loks heilsan. Þegar grannt er skoðað, sjá allir, að það er lítið vit í þessu. Auðvitað ætti röðin að vera önnur. Þá telur Árni Þór, að sá sem kaupir íbúð í blokk, eigi að geta snúið sér til stjómar húsfélagsins þar og fengið hjá henni upplýsingar um ástand húseignarinnar að utan og sameignarinnar yfírleitt. — Ef þetta væri reglan, yrðu stjórnir húsfélaganna í blokkum sér örugg- lega enn frekar meðvitandi um nauðsyn þess að halda sameigninni í góðu ástandi, segir Ámi Þór. Að mati hans er mikil nauðsyn á því, að fyrirtæki í viðgerðaþjón- ustu og byggingariðnaði taki að sér í ríkara mæli en hér hefur tíðkazt að skoða og gefa rökstutt álit á fasteignum . — Slík fyrirtæki em vissulega til hér, segir hann. — Þau hafa þó einkum unnið að faglegri úttekt á opinbemm byggingum og stærri blokkum. Það hefur hins vegar ekki verið venja, að seljendur eða kaupendur jafnt á einstökum íbúðum í blokk eða raðhúsum og einbýlishúsum snúi sér til slíkra aðila. Úr þessu þarf að bæta. — Hér má skjóta^ því inn, að íbúðarhúsnæði okkar íslendinga er tiltölulega ungt að árum, segir Árni Þór. — Það hefur því ekki kallað á viðhald í sama mæli og tíðkazt víða erlendis, þar sem íbúðarhúsnæðið er eldra. Á næstu ámm má hins vegar gera ráð fyrir, að aldur hús- eigna hér fari að segja meira til sín en verið hefur. Það er því enn frek- ari nauðsyn á því en verið hefur, að kaupendur á eldra húsnæði gæti að sér. Skoðunin skiptist í þijú þrep Hugmynd Árna Þórs og félaga hans er sú, að það verði reglan, að fagmenn skoði fasteignir, áður en þær fara í sölu. — Slíkri skoðun mætti skipta í þijú þrep eftir ástæð- um hveiju sinni, segir hann. — Fyrsta þrepið fæli í sér grunnskoð- un. Þar yrði fyrst og fremst um sjónmat að ræða, en t. d. ekki far- ið út í brot eða rif af neinu tagi. Slíkri grunnskoðun myndi fylgja skrifleg skýrsla og ef til vill ljós- myndir. Hugmyndin er sú að staðla eitthvert skoðunarform gegn föstu verði, sem væri hnitmiðað en jafn- framt ódýrt. Með slíka umsögn í höndunum ættu hlutaðeigandi aðilar að vera miklu betur í stakk búnir til að meta raunverulegt verðgildi eignar- innar og hættan á deilum og mála- ferlum síðar myndi stórlega minnka. Ég hef líka trú á því, að með tímanum nái menn slíku valdi á grunnskoðuninni, að frekari skoð- í þessu húsi voru miklar rakaskemmdir, sem ókleift var fyrir leik- mann að sjá. Skoðun og umsögn kunnáttumanns hefði leitt kaupand- ann í allan sannleika um ástand eignarinnar. eftir Magnús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.