Morgunblaðið - 17.08.1991, Side 4

Morgunblaðið - 17.08.1991, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 FRONSKU ÞÝÐINGAR VERÐLAUNIN 1991FYRIR SNORRA-EDDU VIÐTAL: ELÍN PÁLM ADÓTTIR Morgunblaðið/ÁSÆ Dr. Francois-Xavier Dillmann, þýðandi Snorra- Eddu Þýðingarverðlaunin frönsku komu í ár í hlut Francois-Xavier Dillmanns fyrir þýð- ingu hans á Eddu Snorra Sturlusonar úr frummálinu. Þessi verðlaun eru veitt einu sinni á ári af Félagi þýðenda í samvinnu við Samtök bókmenntamanna í Frakkl- andi fyrir fyrsta verk þýðanda, annað árið fyrir bókmenntaverk og hitt fyrir fræði- rit. Bókin kom út í febrúar sl. í bókaflokkn- Viðtal VÍð þýðandann um Dögun þjóðanna hjá bókaforlaginu Francois-Xavier Dillmann ■ Gallimard. Seldust3000eintökuppáþrem- ur mánuðum, sem kom útgefendum mjög á óvart, svo strax varð að prenta meira. Sjá útgefendur fram á að áhugi á Snorra Eddu verði ekki minni á næsta ári vegna Víkingasýningarinnar miklu, sem þá verð- ur efnt til í Grand Palais í París. Francois-Xavier Dillmann er nú staddur á íslandi til að grúska í Árnasafni vegna væntanlegrar þýðingar á Heimskringlu, sem hann er að undirbúa fyrir sama útgefanda. Mun fyrsti áfangi af þremur, sem nær frá Yngl- ingasögu til sögu Ólafs Tryggvasonar, væntanlegur eftir tvö ár. Er því óhætt að kennsla tvo tíma á viku. Dillmann útskýrir í hverju sérstaðan er fólg- in. „Aðrir háskólar kenna norræn fræði almennt, frá upphafi og til dæmis fram til Halldórs Laxness eða samtíma höfunda. En hjá okk- ur er eingöngu fengist við forn- norræn fræði, sem þá er hægt að einbeita sér að.“ Og þegar hann er spurður um áhugann á slíku námi segir hann að fyrsta árið hafi aðeins verið einn nemandi, en í vetur fimm.„Þar er um að ræða mjög vel menntað og gott fólk, m.a. prófessora í háskóla sem eru að bæta þessu við sig.“ En hvemig stendur á þessum áhuga Dillmanns á Snorra og Eddu hans, svo að hann eyddi 2-3 Georges Dumezil, sem fjallaði mikið um samband goðsagna í rit- um sínum og honum er þessi þýð- ing á Snorra-Eddu tileinkuð. Þarna stundaði ég nám í rúna- fræði og fornleifafræði og byrjaði á forníslensku. Það er gaman að hugsa til þess að fyrsti kaflinn sem ég fékk þar til að þýða var um dauða Baldurs í Snorra-Eddu. Þarna urðu fyrstu kynni rnín af fomsögunum á frummálinu. Því næst fór ég til Þýskalands og lagði stund á norræn fræði og germ- önsk og fékk stöðu við háskólann í Munchen. Á árinu 1980 varð ég styrkþegi hjá C.N.R.S., sem er frönsk rannsóknastofnun og fór þá til Kaupmannahafnar til þess samkvæmt fornnorrænum bók- menntum. Ég var í Árnasafni í 5 ár, 1980-85, og lauk svo doktors- prófi í Caen 1986. Þá fór ég til Islands og var hér á árunum 1986-88. Að sjálfsögðu fór ég í nám í íslensku fyrir útlendinga til að ná betra valdi á málinu. Ég lærði þó kannski mest á því að tala við þá ágætu fræðimenn sem eru í Árnastofnun." Því má skjóta hér inn í að Fran- cois-Xavier Dillmann átti fleiri erindi til íslands. Hérna gekk hann í hjónaband 1987. Kona hans Cla- ire, sem er hagfræðingur að mennt, talar líka nokkra íslensku, enda vann hún í leikskólanum Tjarnarborg. Hún er líka ættuð frá Norður-Frakklandi, frá borg skammt frá Dunkerque. Er þetta í fyrsta skipti sem Snorra-Edda er þýdd á frönsku? Dillmann segir að 1756 hafi sviss- neskur maður, Mallet, þýtt Gylfaginningu í Kaupmanna- höfn.„Sú þýðing hafði mikil áhrif á þeim tíma, var mjög mikilvæg fyrir frumrómantíkerana. Það var líka fyrsta þýðing á Gylfaginningu á eitt hinna útbreiddu evrópsku tungumála. í kjölfarið komu ensk og þýsk þýðing, sem byggðar voru á henni. Og um miðja 19. öld var gerð önnur frönsk þýðing á Gylfaginningu. Lítið annað hefur verið þýtt úr Eddu síðan.“ Nú berst talið að áhuga Frakka á íslenskum fræðum áður fyrr og Dillmann segir að hinn voldugi maður Mazarin kardináli, guðfaðir Loðvíks 14., sem stjórnaði Frakka- ríki á meðan konungurinn var of ungur, hafi reynt að fá íslenskan mann, austfirska skáldið Stefán Ólafsson, til starfa í bóksasafni sínu sem enn er til í París. Var Ole Worm í Kaupmannahöfn beð- inn um að útvega íslenskan fræði- mann. Af því varð þó ekki að Stef- án kæmi þangað. En Stefán varð fyrsti maður til þess að þýða Völu- spá á latínu. Hann þýddi líka Snorra-Eddu. Á 18. öld var Hann- esi Finnssyni, síðar biskupi, boðið að gerast þýðandi norrænna fræða í París, en hann kom heldur ekki. Kveðst Dillmann ætla að reyna að rannsaka nánar áhugann í Frakklandi á norrænum fræðum á þessum tíma og hversvegna sóst var eftir þessum íslendingum þangað. Snorra-Edda með skýringum Það var svo meðan Francois- Xavier Dillmann var á íslandi að bókaútgefandinn Gallimard kom að máli við hann og bað hann um að þýða Eddu og hóf hann verkið hér á árunum 1986-88. Hann kveðst ekki eingöngu hafa farið eftir einni útgáfu heldur athugað fleiri gerðir textans til þess að reyna að komast nær frumriti Snorra.„Þessari þýðingu fylgja margar skýringar, enda er hún ekki eingöngu ætluð til lestrar, heldur einnig til nota fyrir þá sem stunda norræn fræði eða t.d. goða- fræði ýmissa þjóða. Ég útskýri nöfn og siði, sem eru séríslensk eða sérnorræn, til þess að hjáipa lesendum til að skilja hvað þar er á ferðinni. Og ég reyni að gera grein fyrir heimildum Snorra, t.d. þegar hann vitnar í Eddukvæðin." Francois-Xavier Dillmann þýddi ekki alla Snorra Eddu, eins og hún kemur fyrir. Hann kvaðst hafa þýtt Gylfaginningu í heild og frá- sagnir úr Skáldskaparmálum í óbundnu máli. Hins vegar gat hann ekki þýtt hluta af bundna málinu vegna þess að það hefði krafist enn meiri skýringa, sem ekki rúmuðust í þessari ritröð. Síðar þyrfti að þýða t.d. Háttatal í vísindalegri útgáfu. Ritröðin sem nefnist Dögun þjóðanna hjá Gal- limard-forlaginu er ný. Henni stjóma tveir franskir rithöfundar, þeir Jean Marie Clezio og Jean Grosjean. í fyrra komu þar út þýðing frá Mið-Ameríku og þýðing úr latínu um Frakkakonunga eftir Grégoire af Tours. I ár kom sam- tímis Snorra-Eddu þýðing á hinu finnska Kalevala. Gallimard hyggst halda áfram þessari ritröð og á næstunni er væntanleg t.d. Danasaga Saxos og síðan Heims- kringla í þýðingu Dillmanns. Undirbýr þýðingn á Heimskringlu Heimskringlu munu einnig fylgja skýringar, eins og Eddu, og hefur Francois-Xavier Dill- mann dvalist á íslandi að undan- förnu til þess að fara yfir útgáfur af Heimskringlu í Ámastofnun til undirbúnings þýðingunni, og einn- ig fornar þýðingar á fleiri málum, en Heimskringla hefur aldrei verið þýdd á frönsku í heild. Ólafs saga helga hefur tvisvar verið þýdd. „Það koma upp mörg vandamál þegar þýða á Heimskringlu", segir hann.„Til dæmis dróttkvæðu vís- umar. Ég hefi ekki enn gert upp við mig hvernig ég þýði. þær. Mér fínnst mjög mikilvægt að geta komið til Islands og leitað ráða hjá froöum mönnum hér um tor- skildar vísur. Það er líka gott að fá vitneskju um hvað menn em að gera í fræðunum, svo ég kem á hveiju sumri í 5-6 vikur. Ég frétti til dæmis núna að ný útgáfa af Heimskringlu sé að koma hér út með nútímastafsetningu. Yfír- leitt er einnig gaman að koma hingað til þess að viðhalda talmál- inu. Mér finnst ég skilja mun bet- ur fomíslenskuna eftir að hafa lært nútímaíslensku, hið lifandi tungumál.“ Loks er þýðandinn spurður hvernig honum líki við Snorra eft- ir þessi nánu kynni og hann svar- ar:„Ég ber mikla virðingu fyrir Snorra, bæði sem ritsnillingi og sagnaritara. Hvað varðar Eddu hans, þá er mest um vert að hann hefur þar varðveitt fomar goð- sagnir, sem em helstu heimildir um norræna goðafræði."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.