Morgunblaðið - 18.08.1991, Page 17

Morgunblaðið - 18.08.1991, Page 17
---SPNNE17AGUR 18. AGOST 1991--------------------------------------------------------------~B ^17 Gunnlaugur Stefán Baldurssson arkitekt: — Reiturinn hefur algera sérstöðu sem gott opið svæði inni í miðjum bæ með ósnortna náttúru, sem fær að njóta sín áfram í skipulaginu. gætu haft aðstöðu til frístundaiðk- ana eða aðra svipaða félagslega notkun. Byggðin í kring eru frá tveimur byggingartímabilum. Fyrir sunnan er gamli bærinn, sem teygir sig upp eftir Reykjavíkurvegi. Hinum meg- in,- það er við Arnarhraun og Smyrlahraunið, var byggt á fimmta og sjötta áratugnum. — Skipulagi nýja svæðisins er ætlað að brúa bilið á milli þessara tveggja eldri svæða, segir Gunnlaugur. — Nýja byggðin á að falla inn í gömlu byggðina í Hafnarfirði, svo að úr verði ein heild. Þar tek ég mið af þeirri húsagerð, sem til var hér á landi áður fyrr, ekki einungis í Hafnarfírði heldur t. d. í Vestur- bænum í Reykjavík, á Akureyri og víðar. Þetta kemur m. a. fram í efnisnotkun. Fyrir fram er ákveðið, að viss áferð verði á húsunum að utan. Þau eiga að verða með bár- uðu áli eða tréklæðningu. Gunnlaugur var spurður að því, hvort hann væri að innleiða báru- járnsmenninguna aftur hér á landi og svaraði hann þá. — Já og ástæð- an fyrir því er í fyrsta lagi sú, að ég vil halda í hefðina. Hér voru öll hús með bárujárni allt frá lokum síðustu aldar og þar til steypan var innleidd eða í um 50 ár. í öðru lagi hentar bárað ál mjög vel í íslenzkri veðráttu. Einnig er hugsanlegt, að húsin verði með tréklæðningu. — Þetta verða mjög nútímalegar byggingar en með ákveðnu innslagi frá hafnfirsku umhverfi, heldur Gunnlaugur áfram. Hann telur sig ekki vera að taka áhættu með því að hanna með þessum hætti á ís- landi nú og segir: — Ég er sann- færður um, að fólk á eftir að taka þessu útliti vel, en það kann að taka einhvern tíma. Skilningurinn á þessu fari vaxandi hér og þá sér- staklega hjá yngra fólkinu. Hallandi þök Þök húsanna verða með töluverð- um halla eða frá 25 gráðum og allt upp í 45 gráður. — Þök hér á landi verða að hafa halla, segir Gunnlaugur. — Ég tel, að reynslan sé búin að_ sýna það að flöt þök hæfa ekki íslandi. Fjöldi bílastæða á svæðinu er mjög rúmur, en alls eru fyrirhuguð 147 bílastæði á svæðinu fyrir þær 66 íbúðir, sem þarna eiga að rísa eða 2-3 bílastæði á íbúð. Þar að auki er gert ráð fyrir gestastæðum á svæði, sem bærinn leggur til. Athygli vekur, að sameiginlegt loftnetskerfi fyrir útvarp og sjón- varp verður lagt í hverfið. Lóðarha- far eiga að nýta sér það og gera ráð fyrir því í lögnum sínum innan- húss. Rafveita Hafnarfjarðar mun leggja loftnetskapal um leið og raf- magnsheimtaug. Vegna sérstöðu skipulagsins og til þess að tryggja sterkan heildar- svip á væntanlegri byggð eru skipu- lagsskilmálarnir ýtarlegir. — Mark- miðið er að hafa þarna nokkuð þétta byggð með tilliti til þess, að opin svæði eru umhverfis, segir Gunn- laugur. — Markmiðið er líka að móta sérstakt andrúmsloft í hverf- inu, en að mínu mati hefur það verið vanrækt um of í nýrri hverfum á höfuðborgarsvæðinu. — Þarna verða engin háhýsi, segir Gunnlaugur ennfremur. — Hæstu húsin verða 3 1/2 hæð og mynda eins konar hiygg í miðju svæðisins, en út við jaðrana verða húsin lægri líkt og byggðin um- hverfis. Þar verða húsin því víðast hvar tvær hæðir. AIls er þarna gert ráð fyrir 19-22 íbúðum í sérbýli og 44 íbúðum í ijölbýli. — Ég er að reyna að innleiða nýtt form hér á landi, sem felst í því að blanda saman fjölbýli og sérbýli, svo að sérbýlið verði ekki eins einangrað og hér hefur tíðkazt, heldur Gunnlaugur áfram. — Á neðri hæðunum tveimur er sérbýli, það er hið klassíska raðhús en á efri hæðunum verða svo íbúðir í mismunandi stærðum. Eftir því sem ég bezt veit, er þetta nýtt á Islandi. Á neðri hæð raðhússins verða stofa og eldhús en svefnherbergi á efri hæðinni. Inngangur inn í raðhú- sið er beint frá opnum bílastæðum. Stigahúsið er eingöngu fyrir efri hæð og ris og verður eins o'pið og hægt er, eins og glerjaður stigi. Efri fbúðirnar hafa allar stórar sval- ir hver fyrir sig en raðhúsin lokaðan garð í suðvestur, sem gengið er út í beint úr stofunni. í gegnum hverfið liggur aðal- gata, sem á að leysa umferðai’vand- ann á mjög auðveldan hátt. — Þessi gata á að hafa visst yfirbragð svip- að því og við þekkjum af fjölbýlis- húsum í gamla vesturbænum í Reykjavík, t. d. við Ljósvallagötu og Ásvallagötu. Þar verður byggðin því tiltöiulega þétt, segir Gunnlaug- ur. — Mér finnst Vesturbærinn inn- an Hringbrautar vera eina svæðið Skipulagssvæðið séð frá Reykjavíkurvegi. Sérbýlisliúsin, sem næst standa, líkjast húsagerð í gamla bænum. Við aðalgötu er gei-t ráð fyrir sérstæðu samblandi af sérbýli og fjölbýli. Byggðin við aðalgötu skapar andstöðu við ósnortna náttúru opna svæðisins. á höfuðborgarsvæðinu, sem er virkilega borgarlegt og með eigið yfirbragð. Útisýningar á reitnum Einarsreitur er síðasti heilllegi fiskreiturinn í Hafnarfírði og gert *' er ráð fyrir, að hann verði verndað- ur, sem sögulegar minjar og fái að njóta sín ásamt svæðinu í kring. — Á reitnum má kom fyrir ýmsum útisýningum, svo sem á höggmynd- um, segir Gunnlaugur. — Reiturinn hefur algera sérstöðu sem gott opið svæði inni í miðjum bænum. Kostir þess felast einkum í legunni auk þess sem nágrenni hans er ósnort- inn hluti af náttúrunni. Skipulagið gerir jafnframt ráð fyrir göngustíg- um, sem tengir þetta svæði við tvö græn svæði, Hellisgerði og Kletta- hraun. Húsin næst gjótunum við reitinn eiga að standa á súlum og neðsta hæð þeirra verður dregin aðeins inn, þannig að svæðið fær svo að segja að vaxa inn í húsin, sem verða með trépöllum, sem eiga að ganga yfir í hraunið. — Svæðið á að fá að njóta sín algerlega eins og það er og yfirbragð þess á að halda sér, bæði á reitnum og í gjótunum og hrauninu þar í kring, segir Gunn- laugur. — Það verða ákvæði um, að öll hús, sem liggja að reitnum, þurfa að taka tillit til þessa í samráði við þann landslagsarkitekt, sem verður fenginn til að útfæra þetta svæði nánar. Þannig er ekki gert ráð fyr- ir girðingum á milli húsagarðanna og reitsins, að minnsta kosti ekki í venjulegum skilningi. Hugsanlegt er þó, að þarna verði limgerði úr víði. Hluti af byggðinni á að verða fyrir gamalt fólk. — Ég vil ekki aðeins blanda byggðinni saman heldur einnig fólkinu, segir Gunn- laugur. — Eg er mjög andvígur byggingum eins og þeirri, sem nú er að rísa upp í Hraunbæ, þar sem gömlu fólkið er hrúgað saman upp í turn í útjaðri borgarinnar og það einangrað frá öðru mannlífi. Neðsta hæðin á húsunum við Einarsreit þarna gæti reynzt mjög heppileg fyrir gamalt fólk, sem vill halda áfram að vera þátttakendur í eðli- legu mannlífí. Gunnlaugur telur, að sé allur reiturinn tekinn með, þá sé nýtipg- arhlutfallið á svæðinu svipað og á svæðinu umhverfís. — En einmitt vegna þess að þarna er mikið opið svæði, er hægt að hafa þarna nokk- uð þétta byggð, segir hann. — Ég tel, að staðurinn sé slíkur, að eftir- spurn eftir Ióðum þarna hlýtur að verða mikil. Því verður að gera ráð fyrir, að þær verði fremur dýrar. En framkvæmdir þarna má gera ódýrari með því að hafa þær sem mest á einni hendi til þess að ná niður kostnaðinum. Alverktaka kæmi þarna því mjög til greina og það væri ekki rétt að deila þessu svæði niður á of margar hendur. ítölsk byggingarhefð til fyrirmyndar Gurinlaugur var að lokum spurð- ur að því, hvert hann sækti helzt fyrirmyndir sínar varðandi skipu- lagsverkefnið og svaraði hann þá. — Ég er mjög hrifinn af því, hve Italir bera mikla virðingu fyrir sínum gömlu borgum og byggingar- hefð. Þeir vita, að þegar byggja á við það gamla verður það að gerast á réttan hátt og með virðingu fyrir hefðinni. Auðvitað er ekki hægt að byggja nú eins og gert var á fyrri öldum heldur samkvæmt kröfutfl' nútímans. Það þarf að finna aðferð- ir, þar sem það nýja tekur tillit til þess gamla og' það vil ég að haft sé að leiðarljósi, þegar ný hús verða reist í eldri byggð. í þessu sambandi má reyndar minnast á, að umhverfismál í heild eru mikið umræðuefni í fjölmiðlum. Skipulag og arkitektúr aftur á móti ekki að neinu gagni. Að vísu eru viss tískufyrirbrigði oft ræki- lega kynnt í fag- og myndatímarit- um, oftast með tilheyrandi yfíiv' borðskenndum gauragangi. Aldrei er hins vegar talað um samhengið, hvernig bygging fellur inn í um- hverfið og grundvallaratriði í skipu- lagi og arkitektúr eru nánast ekk- ert rædd. Á þessu þyrfti að verða bót. Gott húsnæði 150-200 fm skristofuhúsnæði' óskast til kaups á góðum stað í borg- inni, Fleiri stærðir koma til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 17.00 22. ágúst nk. merkt: „Rétt eign - staðgreiðsla - 8094“. Hafnarfjördur Raftækjaverslun Vorum að fá til sölu rótgróna sérverslun sem verslar með Ijósavörur og raftæki. Um er að ræða góða staðsetn- ingu í hjarta bæjarins. Verslunin er í eigin húsnæði sem einnig er til sölu eða leigu. Upplýsingar í Valhús-fasteignasölu. Bátur Til sölu fiskiskipið Kristín HF-12 6886 árg. 1980 svo og bátaskýli við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Allar upplýsingar gefur: Valhús fosteignasala, simi 651122. Sveinn Sigur jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.