Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 Eg hef aðallega ver- ið í málverkinu síðan ég hætti í skóla,“ segir Val- garður. „Eg man nú ekki hvers vegna ég fór í grafík á sínum tíma, en ekki í málun, en ég held mig hafi bara langað til þess. Og mér fannst það fínt.“- — En málningin tók síðan völdin af prentsvertunni. „Það var ekkert meðvitað. Ég fór til New York í framhaldsnám í graf- ík. En eftir eina önn í skóla í Brook- lyn færði ég mig inn á Manhattan, og þá breyttist allt viðhorf mitt til myndlistar. Ég get ekki kallað það beint opinberun, en þar breyttist ýmislegt. Maður kynntist nýju fólki, nýjum viðhorfum, og tók sjálfsagt mið af þeim hræringum sem voru í kring; nýjum áhuga á að mála myndir. Að vera í kringum svona mikið af list, í hræringunum miðj- um, og hitta svona mikið af alls- kyns fólki hefur vitaskuld áhrif. Þá fannst manni kannski að grafíkin væri ekki eins merkileg og eitthvað annað, þótt hún sé vitaskuld góð útaf fyrir sig. Það er bara ekki fyr- ir mig að byggja listina einungis á grafík. Á þessum tíma gjörbreyttist allt mitt viðhorf til þess sem mér þótti gott og gilt áður.“ Hinn munúðarfulli og Ijúfi þáttur — En fannst þér þú ekkert vera einangraður þegar þú komst aftur heim? „Jú, jú. En ekkert þannig að það væri neitt mannskemmandi. Auð- vitað er gott að hafa aðgang að sem fjölbreytilegustum hlutum, en þó verður það hversdagslegt líka. Áhuginn á að gera eitthvað þarf alltaf að koma innanfrá. Það er ekki hægt að gera þær kröfur að hér sé sama gróska og í borg eins og New York, en þar fannst mér eftirtektarvert hvað var gríðarlega mikið af færu fólki. Svo færu að margt sem manni þótti gott hér heima steinlá við samanburðinn! Valgarður Gunnarsson Morgunblaðið/Einar Falur Maður reynir eins og maður get- ur að tína út það sem hentar manni til að læra af og notfæra sér. Ég hef fyrst og fremst áhuga á fólki sem málar myndir; málar myndir á ákveðinn hátt og hefur áhuga á ákveðnum hlutum í myndlistinni. Fyrir mér er það fólk sem málar ekki beint rómantískt, heldur þar sem efniskenndin, eða hinn munúð- arfulli og ljúfi þáttur skiptir máli.“ — Málarar sem eru ekki með nein læti? „Engin læti, og mála heldur ekki í mjög stórum einingum. Ég gæti nefnt menn eins og Philip Guston og Milton Avery. Og eldri meistara eins og Bonnard og Vuillard. Það skiptir ekki máli hvað þeir mála, heldur meðhöndlun þeirra á fletin- um. Þeir máluðu kannski tré, garð eða hús, eitthvað hversdagslegt. Richard Dibecorn, amerískur ab- straktmálari, er einn enn sem ég held uppá. Hann hefur málað mjög falleg verk.“ — Þú leggur mikið upp úr feg- urðinni? „Já, en orðið fegurð hefur reynd- ar næstum neikvæða merkingu í dag. Ég legg upp úr list fyrir aug- un, ekki bara fyrir vitsmuni. Mér Ég held þaó skipti ekki máli hvorteitt- hvað þekkjanlegt sé á myndfletinum. Þó fletirnir séu næstum tómir, þá er eitthvaó þarna. Þótt verk eigi aó flytja boðskap, eitthvað félagslegt eða slíkt, þá er það algjört aukaatriði; ágætt að hafa boð- skapinn með, en hann er alls ekkert aðalatriði og hefur aldrei verið Birgitta Óskarsdóttir sýnir í Ásmundarsal: > ■ LIA LISTGREIN Birgitta Óskarsdóttir opnaði í fyrradag sýningu á ljósmyndum í Asmundarsal. Myndirnar sem hún sýnir eru stórar og svarthvítar; teknar innandyra í New York, og eru að hluta til útskriftarverk- efni frá Pratt Institute í þeirri sömu borg, en Birgitta lauk þar námi í vor. I haust heldur hún aftur vestur um haf, og hyggst reyna fyrir sér í faginu í Los Angeles: „Helst byija sem aðstoðar- maður hjá ítölskum eða frönskum ljósmyndara; þeir evrópsku eru mun listrænni en Bandaríkjamennirnir", segir hún. Birgitta hóf námið í Kansas, var þar einn vetur í frétta- ljósmyndun, en færði sig síðan upp til New York, og lagði í þijá vetur stund á „listræna ljós- myndun“. Hún segist sýna svart- hvítar myndir, það sé sitt uppá- hald, nema í landslagi: „Þá tek ég í lit, mér fínnst það eiga betur við. Og sérstaklega hér heima, lit- irnir eru svo sterkir: grasið er skærgrænt og himinninn ákaflega blár. Myndimar sem ég sýni núna eru hinsvegar flestar teknar inn- andyra og í stúdíói, og með sér- stakri og tilbúinni lýsingu. í sum- um eru myndir teknar ofan í aðrar myndir, til að ná fram sérstökum áhrifum, en hinsvegar eru þetta allt venjulegar stækkanir af fílm- um á pappír. Ég er gamaldags á þann hátt að ég vil stækka mynd- imar sjálf, geri það á hefðbundinn hátt, og leik engar kúnstir með fílmumar." Birgitta er ánægð með skólann, segir að ljósmyndadeildin sé fá- menn, kennarar góðir, og áhersla lögð á að einstaklingurinn og hæfíleikar hans njóti sín semb- est.„Maður var vakinn og sofinn í þessu; þannig vann ég mikið á kvöldin og nætumar. Þá var mað- ur einn með sjálfum sér í myrkra- herberginu, og eins myndaði ég gjarnan á þeim tímum, því módel- in em yfirleitt samnemendur sem höfðu ekki annan tíma aflögu til að sitja fyrir.“ — Hver em þín helstu áhuga- svið í ljósmyndun? „Mér finnst mjög gaman að gera svona myndir eins og ég sýni, þetta eru eiginlega gallerímyndir. Eins hef ég áhuga á að fara út í auglýsingaljósmyndun. Mig vant- ar ennþá sitthvað í tækni, ég fer til Los Angeles í haust, og ætla að reyna að komast að sem aðstoð- armaður hjá ljósmyndara þar og læra meira. Ég er samt búin .að læra margt, og það er ekki síst mikilvægt að í listaskóla kynnist maður sjálfum sér mjög vel. Ég vildi ekki skipta á þessu námi og einhveiju venjulegu fagi í háskóla. Ég ætlaði fyrst í Háskólann hér, en í fögum eins og læknisfræði eða tannlækningum læra menn námsgreinar bara utan að, og fá aldrei tíma til að setjast niður og hugsa um hvað þeir séu að gera og hvað þeir vilji. Myndirnar mín- ar allar sprottnar úr mínum eigin hugarheimi, þær eru mín sköpun." — Og þú ert komin heim með myndirnar, til að sýna þær fólki. „Já, mig langar til að vita hvað fólki hér fínnst um þær. Svo er gott að sýna myndirnar sínar, maður fær meiri fjarlægð á þær og kemst kannski betur frá þeim. Síðustu árin hefur verið mjög lítið af ljósmyndasýningum hér heima, og það er tími til kominn að ljós- myndun sé tekin sem listgrein; málverk og skúlptúrar eru ekki einu myndlistgreinarnar, ljós- myndun er það líka.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.