Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 —f" “ ' ' ------------------------UÍ'H .! I' R !Ua I UILA.I'IV il 'V O Án titils, (1920). Pieta, eða bylting að næturlagi,“ (1923). Hér segir stuttlega frá tveimur viðamiklum myndlistarsýn- ingum í Stuttgart á verkum súrrealistans Max Ernst, í Staatsgalerie og Wúrtembergischer Kunstverein. Tilefnið er það, að hundrað ár eru liðin frá fæðingu list- amannsins, sem leit fyrst heimsins ljós 2. apríl 1891 í smábænum Brúhl nálægt Köln í Þýzkalandi. Þetta til- efni var notað til að koma á fót yfir- litssýniiígu á verkum listamannsins, sem hugsuð var sem farandsýning og hóf hún göngu sína í Tate Gall- ery í London. Viðkomustaðir eftir Stuttgart: Dússeldorf og París. Og því er verið að segja frá þessu, að þetta ár, 1991, er eins konar Max Emst ár í Evrópu hvað tíðni sýninga á verkum hans viðkemur, hann heyr- ir til hópi merkustu myndlistar- manna aldarinnar. Framlag hans er enn athygli og umhugsunar virði ■þótt vikið hafi það fyrir hávaðanum af nýjasta nútíma. Með farandsýn- ingunni er einmitt verið að leggja áherzlu á mikilvægi Max Ernst í list- asögunni og reyndar er tilgangur aðstandenda sá, að minna á stöðu hans meðal Picassó, Matisse, Duch- amp, Mondrian eða Beckmann, sem eins af frumheijum myndlistar ald- arinnar. Max Emst stundaði ekki akadem- ískt nám í myndlist og var því í dipló- musjúkum augum Þjóðveija amatör, en samkvæmt raunverulegri og upp- haflegri merkingu orðsins, elskaði hann það sem hann fékkst við. Þann- ig hugsaði Max Emst til dæmis ávallt fyrst og fremst um myndlist ,sína, peningar voru aftar í hagsmun- aröðinni ólíkt því sem var hjá Salvad- or Dali (sem einnig er titlaður súr- realisti), reyndar voru þessir lista- menn kviðmágar, þannig að ekki er út í hött að nefna þá í sömu setning- unni. Faðir Max Emst var skólastjóri og kennari við daufdumbraskóla, en reyndar listmálari í eðli sínu í frí- stundum. Það olli erfiðleikum þegar sonurinn fékk þá hugmynd í kollinn, að hann væri í heiminn borinn til að gerast listamaður, var reynt að bæla þá hugmynd niður með valdi, skrifar Max síðar í sýningarbók undir yfirskriftinni „Sannleiksvefn- aður og lygavefnaður.“ Hann lauk jiefðbundinni skólagöngu í Brúhl, og áfram hélt nám við Háskólann í Bonn, þar sem hann lagði stund á málvísindi, heimspeki, sálarfræði og listasögu. í tengslum við sálfræði- námið komst hann í beina snertingu við sérkennilega myndlist geðsjúkra. Var hann einn af fyrstu listamönn- um sem komst í snertingu við sál- fræðikenningar Freuds. Þess er getið í æviágripi Max Emst, að einn bezti vinur hans, bráð- skarpur, rósrauður páfagaukur hafi dáið aðfaranótt 5. janúar 1906. Var það honum reiðarslag, að finna dauðan fuglinn um morguninn og samtímis tilkynnti faðir hans að dóttir væri fædd. Þessi tvö atvik tengdi hann saman í huga sér, og gerði systur sína ábyrga fyrir dauða fuglsins. Seinna meir birtust í mynd- um hans verur, sambland af fuglum og fólki: fígúrur eins og „Loplop,“ „Yfirfyglið Homebom," að ógleymdri „Oreiðu, systur hans, kon- unni með hundrað höfuðin." Þannig tengdi hann saman ólíka veruleika með aðferð collage-tækninnar. Hvernig hann komst á lagið með að beita eollage-tækni, rekur hann til endurminningar úr æsku sinni: Fað- irinn Phillip hafði gert nákvæma eftinnynd af málverkinu Disputá ’eftir Rafael. í þessu málverki Rafa- els koma fyrir andlit meintra óvina kirkjunnar, þeirrar kaþólsku. Phillip breytti myndinni með því að setja andlit eigin fjandmenna í stað hinna upprunalegu. Um stríðsárin, 1914-1918 segir þetta: „Max Ernst dó 1. ágúst 1914. Hann lifði upprisu sína 11. janúar 1918, ungur maður sem vildi rann- saka furður samtíðar sinnar. Oft leitaði hann ráða hjá hjá erninum, sem klakið hafði úr fósturlífseggi hans. Má sjá ráðgjöf fuglsins í verk- um hans...“ Max Ernst var skot- grafahermaður í fyrri heimsstyijöld- inni, staðsettur við Verdun, en það er ljós í þessu myrkri stríðsáranna, og það kom frá Zúrich, og þetta Ijós var Dada. Að heimsstyijöld lokinni kvæntist hann gyðingi og settist að í Köln, var sjálfur kaþólskur að uppr- una og hjónabandið því e.k. trú- flokka-collage. Varðandi hugsanlega skýringu á því, hvers vegna súrreal- simi festi -aldrei rætur á íslandi, er það e.t.v. að segja, að íslendingar voru ekki lengur kaþólskir, vitaskuld er þetta órökstudd fullyrðing, skal játað, en verður látin duga að sinni: Súrrealismi þrífst ekki í jarðvegi mótmælendatrúar. Ögn öðruvísi en segir í orðabókum á íslandi og víðar („dadaismi: óvita- stefna, óvitastíll, stefna sem kom upp í bókmenntum og listum á árum fyrri heimsstyijaldar og varð nokk- urs konar uppgjafar- og stjórnleys- ingahreyfíng í bijáluðum heimi þar sem listin skyldi vera merkingarlaus og óskiljanleg") var dadaismi hreyf- ing í bókmenntum og listum sem fram kom í Ziirieh árið 1916 og spratt upp af mótmælum gegn stríði og þjóðernisrembu. Rétt er það, að merkingu orðanna var sagt upp og snúið var upp á myndlistina, en frá- leitt er að telja að þarna hafí verið óvitar á ferð. Undir merkjum Dada voru listamenn er höfðu mótandi áhrif á myndlistina eins og hún legg- ur sig. Það fólst hins vegar í eðli stefnunnar, að þegar hún hlaut opin- bera viðurkenningu var hún þar með komin í sjálfheldu, varð því sem hreyfing ekki langlíf. Ásamt vinum sínum stofnaði Max Emst kölnar- útibú Dada (1919) og nefndi sjálfan sig Dadamax. Haldnar voru dada- sýningar í Köln, sem meðvitað gengu Vox Angelica (engilsröddin). Úr collage-skáldsögunni: „Ágæt- Andapáfinn, (1941/42) isvikan, eða sjö höfuðelimentin,2 (1934) þvert á viðteknar, borgaralegar hug- myndir um list og orskökuðu opinber hneyksli. Arið 1922 yfirgaf Max Ernst Þýzkaland og hélt til Frakklands. Köln var of þröng fyrir þá list sem hann fékkst við að skapa, í París voru aftur á móti vænlegri skilyrði menningarandrúmslega séð, París þá enda heimsborg í listum. í Köln skildi hann eftir sig konu og son, hann var enginn fjölskyldumaður heldur einskyldumaður, Max Ernst var eiginlega engu trúr nema list sinni — eiginkonum og ástkonum var hann víst aldrei nokkurn tíma trúr. Slitnað hafði upp úr Kölnar- hjónabandinu vegna framhjáhalds listamannsins (hömlur borgaralegs siðgæðis voru ekkert uppáhalds- konfekt dadafólksins, og enn síður súrrealistanna), kunningsskapurinn við Eluard-hjónin, skáldið Paul Elu- ard og graðvaglið Gölu hjálpaði þama til við að setja endahnút. Gala reyndi að koma Louise Ernst til við Paul eiginmann sinn, en tókst ekki að koma ástarsambandi þar á. En henni tókst heldur betur að ná í skottið á Max, sem flutti inn til þeirra hjóna í París og hélt við frúna á meðan eiginmaðurinn tók að sér vojörshlutverkið. Milli Max Ernst og Paul Eluard ríkti ævilöng vinátta. Gala tók síðar saman við Salvador Dali og varð heimskunn við hlið hans. Til Parísar kom Max Ernst aura- laus og með ólöglegum hætti — gekk í ýmis tilfallandi störf án þess að hafa nauðsynlegt atvinnuleyfi, vann m.a. við að frarnleiða skran handa túristum en málaði hvenær sem næðisstund gafst. Á fyrsta Par- ísarárinu varð til sú fræga mynd Le Rendes-vous des Amis, sem aila jafna er hægt að ganga að vísri í Ludwigsafninu í Köln, jafnframt lagði hann hönd á plóginn við tímari- tið Littérature sem André Breton gaf út, var og einn af upphafsmönn- um súrrealistahreyfíngarinnar, Bre- ton samdi stefnuyfirlýsingu fyrir hreyfínguna árið 1924, „þar sem megináherzlan er lög á ósjálfráðu skriftina sem aðferð til að opna myndforðabúr undirmeðvitundar- innar sem óháðast vitsmunalegri stýringu“ (tilvitnuð orð eru úr frétta- tilkynningartexta). „Max Ernst var löngu fyrir tilurð súrrealismans orð- inn það sem súrrealisti þarf að vera: hagvanur sitthvoru megin landa- mæra hins innri og ytri heims, mitt á milli draums og veruleika.“ Þegar Dada var ekki lengur við lýði tók súrrealisminn við og súrreal- istamir voru heillaðir af kenningum Freuds, sérstaklega draumatúlkun hans. Max Emst aðhylltist þó ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.