Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 B 7 kenningar Freuds nema rétt upp að vissu marki vegna þess að hann var ekki á höttunum eftir draumaráðn- ingu heldur list-og listin lætur ekki leysa sig upp í útskýringar, því þá hættir hún einfaldlega að vera list. En fyrir níu ára gömlum syni sínum, Jimmie, sem heimsótti hann til Par- ísar og var innan um alla súrrealis- tanna, útskýrði Max súrrealisma með einföldum orðum sem börn skilja á eftirfarandi hátt: „Súrreal- ismi er nákvæmlega það sem franska orðið segir til um: handan við eða yfir veruleikanum. Þegar þú ferð að sofa, hættir þú alls ekki að hugsa. Andinn er glaðvakandi. Þig dreymir. Margir trúa því, að draum- ar séu einhvers staðar óralangt í burtu og af hinu vonda ... Þeir eru erkióvinir allra kjánalegra boða og banna, sem fundin hafa verið upp af idjótum þeim er stjórna heiminum. Með myndlist sinni og skáldskap eru súrrealistarnir í rauninni ekkert að gera annað en að sigla til nýrra stranda, í áttina að heimsálfu sálar- innar .. .svipað og Kólumbus." Myndlistarsagan sýnir, að barátta ir hans verið stimplaðar sem úrkynj- uð list, átti hann því ekkert lengur til föðurlandsins að sækja. Það tókst að útvega honum vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, því hann var í hópi þeirra lista- mennta- og vísinda- manna sem taldir voru mikilvægir og bjarga þurfti undan bjrálæðinu í Evrópu (sama gilti ekki um fyrstu eiginkonuna, sem endaði líf sitt í Auschwitz). Á flóttaleiðinni til Am- eríku kynnist hann Peggy Gugg- enheim, sem safnaði myndlist, og flugu þau saman til New York árið 1941, gengu í hjónaband sem entist þó stutt af því að Max hóf svo til strax að líta aðrar konur hýru auga, en á meðan allt lék í lyndi í byijun óku þau um Arizona, Nýju Mexíkó og Kaliforníu. Fyrstu myndina sem Max Ernst málaði í Ameríku nefndi hann „Napóleón í óbyggðum." Með- an á hjónabandinu stóð var Peggy Guggenheim ötul við að greiða götu eiginmanns síns í New York, en þegar til skilnaðarins kom reyndi hún að fá öllum dyrum á hann lokað í listaheiminum- og í heimsfrægu myndlistarsafni sínu breytti hún Úr bókinni „Maximiliana", leyniskrift, sem hver á að skilja er tákn kann að lesa, að sögn höfundar. Frakklandsgarðurinn. listamanna við yfirráðin í listaheim- inum hefur aldrei gengið alveg upp, engri einni listastefnu hefur heppnazt að fara með afgerandi sig- ur af hólmi. Listastefnurnar hafa bara einfaldlega komið og farið, hver stefnan vikið fyrir annarri eins og sekúnda fyrir sekúndu í rás tímans. Súrrealisminn gerði á sínum tíma tilkall til æðstu metorða hann leitaðist meira að segja við að verða lífsstefna er næði inn á öll hugsan- leg mannleg svið. Súrrealistagrúpp- unni stjórnaði André Breton með harðri hendi. í Parísardagblöðunum var iðulega spurt hvort ekki væri rétt að skjóta súrrealistanna, ekki aðeins þótti list þeirra tortryggilega heldur voru þeir og meint vinstri- sinnaðir í stjómmálaskoðunum. Súr- realistarnir voru í reynd persónulega sundurlyndir. Eluard veigraði sér við að líkja eftir dálæti Bretons á Trot- sky, krafðist þá Breton að grúppan sniðgengi Eluard (sem heldur mátti ekki nefna stalínisma í eyru Ernsts án þess að styggja vináttuna), varð þetta pólitíska röfl til þess að Max Ernst sneri baki við grúppunni á árinu 1938. Er seinni heimsstyijöldin brauzt út var Max Ernst hnepptur í franskt varðhald vegna þýzks þjóðernis síns. í Þýzkalandi nazismans höfðu mynd- áherzlunum í óhag súrrealismans. Max Ernst tók saman við nýja konu, sem var listmálari, Dororthea Tanning að nafni. Settust þau að í Sedona í Arizona, afksekktum stað þar sem landslagið minnti á súrreal- isma í málverkum og þar hlaut hann bandarískan ríkisborgararétt. Fyrsta yfirlitssýning á verkum Max Emst í Þýzkalandi var haldin í fæðingarborg hans, Brúhl-tilefnið sextugsafmæli listamannsins árið 1951, reyndist þetta vera algjörlega misheppnað fyrirbæri og fjárhags- legt fíaskó. Árið 1958 gerðist hann franskur ríkisborgari. Því miður er flest mikilvægt enn ósagt í þessari grein, sem er nú þegar orðin of löng og enn þá einu sinni verður að treysta á talmál meðfylgjandi mynda. Hver og einn skrifari getur skrifað um Max Ernst með sínum hætti og hendir enginn fullkomnar reiður á honum .. .sagði enda listamaðurinn þetta sjálfur um sig í lokin: „Það má vel vera að list- málarinn vilji vita, hvað hann vill ekki. En vei honum, vilji hann vita hvað það er sem hann vill. Listmálar- inn er glataður þegar hann fínnur sjáifan sig. Fyrir Max Ernst eru það ómakslaun lífs hans, að honum tókst að finna ekki sjálfan sig.“ Hollenski myndlistar- maóurinn Douwe Jan Bakker. Morgunblaðið/Einar Falur LANDSLAG IGEGNUM LINSU Douwe Jan Bakker sýnir í Nýlistasafninu Hollenski myndlistarmaðurinn Douwe Jan Bakker opnar sýningu á verkuni sínum í Nýlistasafninu í dag. Bakker er mörgum íslenskum myndlistarmönnum að góðu kunn- ur en hann sýndi fyrst í Nýlistasafninu 1971 og hefur komið hingað margsinnis síðan og sýnt tvisvar, í Gallerí Suðurgötu 7 1981 og aftur í Nýlistasafninu 1985. Bakker er fæddur í Hollandi 1943. Hann stundaði list- nám sitt í Eindhoven og Den Bosch. Myndsköpun Bakkers hefur um langa hríð tengst tungumálinu og merkingu en hér verður undirritaður að játa sig kominn út á hálan ís þar sem fullur skilningur á tveggja áratuga starfi listamanns fæst ekki í stuttu spjalli innan um örlítið brot af myndum hans. Bakker hefur sökkt sér niður í langtímaverkefni og sýnir þá gjarnan hluta af heildinni á sýning- um hveiju sinni. Svo er einnig núna. Dæmi um slíkt er verkefnið Yfir 500 tungumálsverk. „Þau eru eins konar hlutir sem sýna hlut- verk tungumáls, hugsunar og at- ferlis. Þau ganga þó lengra og fara yfir á það svæði sem stendur utan við orðaforða okkar. Verkin forma það sem ekki er hægt að tjá með tungunni. Þau hafa sýni- lega vísun til hluta sem við þekkj- um úr okkar daglega umhverfi, en eru okkur þó fullkomlega ný og hafa gildi okkur áður óþekkt," seg- ir Eggert Pétursson í grein i Tima- ritinu Teniiigi frá 1989. Bakker segir að tengsl hans við ísland séu sterk. Hann kynntist fyrst íslenskum listamönnum í Hollandi u' kringum 1970, lista- mönnum se"m voru fremstir í SÚM hreyfingunni. Bakker nefnir bræð- urna Kristján og Sigurð Guð- mundsson og Hrein Friðfinnsson og fyrir atbeina þessara vina sinna hafí hann orðið þátttakandi í SÚM hreyfingunni á Islandi. Verk Bak- kers sem tengjast íslandi eru m.a. ljósmyndaröð af íslenskum sveita- bæjum og landslagi. Verkið var birt i hollenska arkitektúrtímarit- inu Forum 1975 og nefndist „Um hið sérstaka framlag íslands og íslensks samfélags^ til sögu bygg- ingarlistarinnar.“ Árið 1985 sýndi Bakker í Nýlistasafninu verk sitt A Vocabulary Sculpture in the Icel- andic Landscape. Verkið tók tvö ár i vinnslu og er samansafn 72 ljósmynda af atriðum úr íslensku landslagi. Bakker segir að tungumálið sé ekki lengur hans meginviðfangs- efni en þó sé það aldrei langt und- an og verk hans á hveijum tíma hafi sterk tengsl við fyrri verk sín, séu eins konar rökrétt framhald, „ ... það kemur fyrir að ég legg frá mér hugmynd vegna þess að hún gengur ekki upp fyrir mér, en verkin eru svo tengd innbyrðis að slík hugmynd finnur sér örugg- lega farveg seinna þegar ég er farinn að fást við eitthvað annað.“ Bakker sýnir núna í Nýlistasafn- inu ein 170 minnisblöð auk þess sem hann sýnir verk og ljósmyndir í sal á efri hæð. Bakker segir eftir- farandi um verk sín. „Eg kalla þessi minnisblöð Anakrónísk blöð og ég byijaði að vinna svona 1978 þar sem ég klippi út skissurnar mínar og lími þær upp á pappír og ramma inn.“ Þannig má segja að þrátt fyrir nafngiftina sé hér um að ræða mótaðri myndverk en svo, að titillinn Minnisblöð sé fylli- lega réttmætur. „Þessar myndir eru teiknaðar með kúlupenna og eru allar frekar litlar en innan þessa litla forms gerist ýmislegt og ég vil gjarnan líta á þær sem linsur sem hægt er að skoða landslag í gegnum. Hver einstök teikning er þannig gluggi að landslagi ef grannt er skoðað, en auðvitað er hægt að skoða þessar teikningar á annan hátt og skynja þær ýmist sem fal- legar eða ljótar, allt eftir smekk hvers og eins.“ Á efri hæðinni gefur að líta litla skúlptúra festa á vegg í salnum en hina vegginá prýða ljósmyndir. Bakker segir um skúlptúrana sem skiptast í tvo hluta, annar helming- urinn grár og þykkur, hinn litaðir gulur og grár á þunnt karton, að þeir séu jarðbundnari og þyngri í forminu. „Liturinn hefur ekkert tilfinningalegt gildi, grái liturinn er hlutlaus en sá guli gefur form- inu léttara ýfirbragð án þess að þar sé um einhveija yfirlýsingu að ræða af minni hálfu.“ hs •»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.