Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 8 B Samsýning sex lisfamanna í nýja Vetrargarðinum PERLUR í PERLUNNI Óvenjulegt umhverfi gefur sumar- sýningunni i Vetrargprði Perlunnar skemmtilegan svip. Á myndinni má sjá verk Sigurðar Örlygssonar í forgrunni og lágmynd Huldu Hákon í bakgrunni. Fyrsta sumarsýningin í Vetrargarði Perlunnar sem opnuð var sam- hliða vígslu útsýnishússins stendur nú yfir og eru þar sex listamenn sem sýna verk sín á hliðum hitaveitugeymanna sem um leið eru innveggir Vetrargarðsins. Listamennirnir sex sem taka þátt í þess- ari sýningu eru þau Ingunn Benediktsdóttir glerlistamaður, Ása Óla.fsdóttir veflistakona, málararnir Hulda Hákon, Jón Óskar, Sigurð- ur Örlygsson og Ragnheiður Jónsdóttir grafíklistamaður. Istuttu spjalli við einn af Iista- mönnunum, Ingunni Bene- diktsdóttur, kom fram að veit- ingastjóri Perlunnar, Bjami I. Árna- son, hafi boðið sexmenningunum að verða fyrstir til að sýna í þessu skemmtilega húsnæði og jafnframt óskað eftir því að sýningin væri fjölbreytt og sýndi ólíkar greinar innan myndlistarinnar. Ekki verður annað sagt en það hafí tekist því verkin eru ólík en eiga þó það sam- eiginlegt að vera stór og grípandi, enda rýmið óhemjustórt og hátt til lofts og hætt við að litlar myndir hyrfu í skuggann fyrir gljáandi tönkunum og langvöxnum hita- beltistrjám. Engu að síður er ljóst að frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir myndverkum í þessu rými þar sem innveggir tankanna eru sérút- búnir svo hengja megi á þá lista- verk og ljósabúnaði þannig komið fyrir að veita megi birtu á þau. Þegar gengið er inn um aðaldyrn- ar í Vetrargarðinn blasir við fram- lag Sigurðar Örlygssonar til sýning- arinnar, stórt málverk sem reyndar brýtur af sér lögmál málverksins ’pví skúlptúrar gera þar vart við sig; eitt af þeim verkum sem Sig- urður hefur vakið athygli fyrir á undanförnum árum þar sem hann er óhræddur við að leggja undir sig stóra fleti, stærri en svo að stofu- veggir landans taki við þeim. En þarna nýtur verkið sín vel. Ása Olafsdóttir sýnir þijú vef- listaverk, Litbrigði, Sólarmegin og Þurrkur. Ása hefur um árabil verið meðal okkar fremstu veflista- manna, hún hefur haldið á annan tug samsýninga frá .1981 og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Næstur verður fyrir Jón Óskar sem sýnir eitt þeirra verka sinna sem unnið er í vax og lit; tækni sem hann hefur vakið hvað mesta athygli fyrir á undanförnum árum. Hulda Hákon sýnir tvö verk, samsettar lágmyndir unnar í tré,' og Ragheiður Jónsdóttir sýnir þrjú grafíkverk. Ingunn Benediktsdóttir á þrjár seríur glerlistaverka, sem sett eru saman úr munnblásnu steindu gleri sem síðan er blýlagt eftir kúnstarinnar reglum. Það er nánast óþarft að tíunda feril þessara ágætu listamanna svo gott orð sem þeir hafa getið sér hver á sínu sviði á undanförnum árum. Salarkynnin í Vetrargarðin- um ættu þó að gefa áhorfendum tækifæri til að skoða verkin frá fersku sjónarhomi því það er ekki oft sem tækifæri gefst til skoða listaverk frá jafnmörgum hliðum, ofan jafnt sem neðanfrá, og gefur þetta rými sýningunni og verkunum sjálfum óvenjulegan og skemmti- legan svip. Áð sögn aðstandenda sýningarinnar virðast margir gesta Perlunnar ekki hafa áttað sig fylli- lega á því að hér væri um sýningu Moigunblaðið/Einar Falur að ræða, þar sem verkin virðast eiga ágætlega heima í þessu um- hverfi og er því ástæða til að hvetja áhugasama til að skoða sýninguna áður en henni lýkur í lok september. hs MYNDLISTAR HÁTÍÐ í NÝBORG Þórdís Alda Sigurðardóttir innan um ísetningarverk sitt Heimur fullur af brauði, sem hún sýnir á myndlistarhátíð í Nýborg í Danmörku. Þrír íslenskir myndlistarmenn taka þátt í Myndlistarhátíð sem nú stendur yfir í Nýborg á Fjóni í Danmörku. Þetta eru þau Grím- ur Marínó Steindórsson og Þór- dis Alda Sigurðardóttir sem sýna skúlptúra og Jón Baldvinsson sem sýnir málverk. Hátíðin stendur út ágústmán- uð en myndlistarmennimir þrír eru komnir aftur til íslands eftir að hafa tekið þátt í undirbúningi að hátíðinni og fylgst með opnun hennar. Þórdís Alda sagði í samtali við Morgunblaðið Vað tvö ár væru liðin frá því að hug- mynd þessi hefði fæðst hjá mynd- listarmönnum í Nýborg og hefði félag myndlistarmanna þar í bæ haft veg og vanda af undirbúningn- um með dyggum stuðningi bæjaryf- irvalda. Þórdís sagði að skipulag allt hefði verið til hinnar mestu fyrirmyndar og gætu íslendingar margt lært af þessu dæmi Dananna þar sem myndlistarmennirnir hefðu séð um framkvæmdahliðina en bæjaryfir- völd tekið að sér fjármögnun og <kostnaðarhliðina. „Ferðamálayfir- völd bæjarins tóku síðan að sér alla kynningar- og útgáfustarfsemi fyrir hátíðina svo þama lögðust allir á eitt og vafalaust hagnast bæjarfé- lagið á þessu þar sem hátíðin verð- ur til þess að fleiri ferðamenn en ella staldra við í bænum, en Nýborg er feijustaður við Stórabelti svo gegnumstreymi ferðafólks er mikið um bæinn,“ sagði Þórdís. Ekki hafði Þórdís tölu á fjölda þátttakenda í hátíðinni en auk heimamanna og danskra lista- manna var listamönnum frá ýmsum löndum boðið til þátttöku svo þeir skiptu nokkrum tugum. „Sambandi íslenskra myndlistannanna barst bréf þar sem íslenskum myndlistar- mönnum var boðið að sækja um þátttöku og síðan voru þátttakend- ur frá hveiju landi valdir af sér- stakri dómnefnd hátíðarinnar." Þórdís sagði að þátttakendúr væru blandaður hópur atvinnu- manna í myndlist og áhugafólks úr röðum heimamanna. „Það var litið svo á að þarna gæfist ungum og upprennandi myndlistarmönnum spennandi tækifæri til að kynnast atvinnumönnum víða að og taka þátt í hátíðinni með þekktum og Skúlptúrar í stál og brons sem Grím- ur Marínó Steindórsson sýnir í Ný- borg. gamalgrónum listamönnum. Sýn- ingarstaðir eru dreifðir um allan bæinn, bæði utan og innan dyra svo segja má að bærinn sé allur undir- lagður af hátíðinni þennan mánuð. Þarna lögðust allir á eitt, fyrirtæki og opinberir aðilar og mér fannst sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig svona samvinna getur átt sér stað með svo góðum árangri. Ég er sannfærð um að þetta hefði ekki verið framkvæmanlegt nema fyrir ákveðni og jákvæðni bæjaryf- irvaldanna. Það má kannski nefna nýafstaðna listahátíð í Hafnarfirði sem sambærilegt framtak af hálfu sveitarfélags utan Reykjavíkur hér á íslandi.“ Þórdís sagði að í lok ágúst yrði haldið uppboð á öllum listaverkun- um sem á hátíðinni væru og gengi hluti andvirðis þeirra upp í kostnað vegna sýningarinnar verkanna á hátíðinni „og ef verkin seljast spar- ast flutningskostnaðurinn heim aft- ur auk þess sem allir fá eitthvað fyrir sinn snúð“. hs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.