Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 1
Ptoirp^iWííiÍ MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 31. AGUST 1991 BLAÐ í EanEHicAZAL A KJARVALSSTOÐUM Frá sýningu ! Liége, Belgíu, 1989. Philippe Cazal er einn þeirra frönsku listamanna sem hvað mestrar athygli njóta um þessar mundir. Á þessu óri eru verk hans þannig sýnd á einum sex einkasýn- ingum og tíu samsýningum, og ein einkasýningin opnar á Kjarvalsstöðum í dag. Cazal er sérstakur listamaður. Viðfongs- efni hans eru listaheimurinn og listamenn, og alltþað saman- safn af klisjum og kenjum sem þar er að finna. Með Ijósmynd- um sínum og áritunum býður hann óhorfandanum að ganga inn í og uppgötva heim listarinnar, á sama hótt og auglýsinga- stofa kynnir nýjar vörur. Og hann hefur gert auglýsingatækn- ina að viðfangsefni og leggur mikið upp úr þróun ímyndarinn- ar; sækir í glæsileikann og lúxusinn sem mó finna í lífi nútima- mannsins. Rétt eins og hjá mólaro hefðbundinna mólverka er ekkert háð filviljun í verkum hans; uppbygging, lýsing, búning- ar, allt skal það ganga upp, vera fágað og aðlaðandi. Með verkum sínum, hvort sem það eru myndirnar á veggjunum, sýningarskrár eðci boðskort, leitast Cazal þó við að skapa sérstakan heim, og verkin hafa öll óritun hans; merki sem auglýsingastofa hannaði, og einnig vörumerkið: Listamaðurinn í umhverfi sínu. Hann hefur valið kampavínsglasið sem fylgi- hlut, það er tókn munaðar og hverfuls augnabliks birtunnar (á sýningunni eru seld nokkur glös með nafni listomannsins ógreiptu), og gyllti skrautpappírinn sem hylur tappann og hálsinn ó kampavínsflöskum er sjálfstætt tókn fyrir list hans og það sem hann er að fást við. Sýningin ó Kjarvalsstöðum er unnin í samvinnu við fjögur listasöfn í Frakklandi sem halda sýningar á verkum Cazals ó árinu. Morgunblaðiö/Einar Palur IUMHVERFISINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.