Morgunblaðið - 31.08.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.08.1991, Qupperneq 1
EmiESl C A Z A L MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 BLAÐ A KJARVALSSTOÐUM Frá sýningu í Liége, Belgíu, 1989. Morgunblaðið/Einar Falur Philippe Cazal er einn þeirra frönsku listamanna sem hvað mestrar athygli njóta um þessar mundir. Á þessu ári eru verk hans þannig sýnd á einum sex einkasýn- ingum og tíu samsýningum, og ein einkasýningin opnar á Kjarvalsstöðum í dag. Cazal er sérstakur listamaður. Viðfangs- efni hans eru listaheimurinn og listamenn, og allt það saman- safn of klisjum og kenjum sem þar er að finna. Með Ijósmynd- um sínum og óritunum býður hann áhorfandanum að ganga inn í og uppgötva heim listarinnar, á samo hátt og auglýsinga- stofa kynnir nýjar vörur. Og hann hefur gert auglýsingatækn- ina að viðfangsefni og leggur mikið upp úr þróun ímyndarinn- ar; sækir í glæsileikann og lúxusinn sem má finna í lífi nútíma- mannsins. Rétt eins og hjá málara hefðbundinna málverka er ekkert háð tilviljun í verkum hans; uppbygging, lýsing, búning- ar, allt skal það ganga upp, vera fágað og aðlaðandi. Með verkum sínum, hvort sem það eru myndirnar á veggjunum, sýningarskrár eða boðskort, leitast Cazal þó við að skapa sérstakan heim, og verkin hafa öll áritun hans; merki sem auglýsingastofa hannaði, og einnig vörumerkið: Listamaðurinn í umhverfi sínu. Hann hefur valið kampavínsglasið sem fylgi- hlut, það er tákn munaðar og hverfuls augnabliks birtunnar (á sýningunni eru seld nokkur glös með nafni listamannsins ágreiptu), og gyllti skrautpappírinn sem hylur tappann og hálsinn á kampavínsflöskum er sjálfstætt tákn fyrir list hans og það sem hann er að fást við. Sýningin á Kjarvalsstöðum er unnin í samvinnu við fjögur listasöfn í Frakklandi sem halda sýningar á verkum Cazals á árinu. LISTAMAÐURINN í UMHVERFISÍNU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.