Morgunblaðið - 31.08.1991, Side 2

Morgunblaðið - 31.08.1991, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 B 3 Cazal segir að á sýning- unni sé safn verka sem tengist hugtakinu „Annars vegar - Hins vegar“, en það er ein- mitt yfírskrift sýningarinnar. „Ég tek öll þessi verk og bý til úr þeim fímm sviðssetningar fyrir söfnin sem þau eru sett upp í. Hér á Kjarvalsstöðum má sjá eina af mögulegum túlkunum - ég lít á verkin sem eina heild. Sviðssetn- ingarnar eru mjög ólíkar milli ein- stakra safna, svo verkin verða í raun aldrei þau sömu.“ Cazal talar um að listaverkið tengist lífí listamannsins og það sé mjög mikilvægt að á bakvið sköpunina er öll listasagan saman- komin; þekking á henni sé nauð- synleg til að geta brotið listina upp. „I þessu samhengi er nauðsyn- legt að benda á að öll mín verk, sem og sýningamar í heild, hafa marga lestrarmöguleika. Þeir möguleikar eru sjálfsagt fleiri fyr- ir fólk sem talar sama mál og ég og kemur úr sama umhverfí, en allir áhorfendur hafa þó marga og ólíka möguleika á að lesa úr verkunum. Sumir hafa sagt að verkin samanstandi alltaf af mynd og texta, og þegar ekki er mynd þá er texti alltaf mynd í sjálfu sér. Þannig er alltaf samspil texta og myndar.“ — Áttu við að ytra form text- ans sé mynd í sjálfu sér? „Hvert form og hver einstök samstilling í verkunum ákvarðar merkinguna. Árið 1985 ákvað ég að gera nafn mitt að vörumerki og fékk auglýsingafyrirtæki til að hanna merkið. Með þessu er ég vitaskuld að bijóta upp, setja spumingarmerki og velta fyrir mér hugmyndum um áritunina á listaverkum, sem er mjög gömul hefð. Af leikaraskap er ég auðvitað að nota mörg sjónræn tákn, sem gefa fleiri en einn möguleika á undirskrift listamannsins. Þannig var það annar einstaklingur sem bjó til vörumerkið sem ég set á verkin mín. Ég nota líka kampaví- nið og kampavínsglösin sem eins- konar áritun, þau eru hjálpartæki mitt sem listamanns. Ég er þannig alltaf að hugsa um táknin í um- hverfí okkar, og hef búið mér til eitt sem á uppruna sinn að rekja til pappírsins um tappann í kampa- vínsflösku. Við stækkun les maður það tákn á allt annan hátt. Á sama tíma snertir þetta tákn spumingar um smekk manna, og sýnir ákveðna afstöðu sem er dæmigerð fyrir heim listarinnar. Samhliða því að gera vörumerki úr nafninu, bjó ég til slagorðið eða undirtitilinn: Listamaðurinn í um- hverfi sínu. Það gerir það að verk- um að rétt eins og með auglýsing- ar, skapast viss lesháttur á verkin, sem tengist slagorðinu. Og í dag getur listamaðurinn í rauninni ekki verið til, nema til sé ákveðið umhverfí fyrir hann; ákveðinn vilji fyrir listina.“ — Er þetta á einhvern hátt uppreisn, eða leið til að nálgast leshátt áhorfenda í dag? „Þetta er miklu pervertískara en það!“ Cazal brosir og bætir við: „Listaverk hafa fleiri en eitt merk- ingarsvið og það er alltaf undir hverjum einstökum áhorfanda komið hvaða skilning hann leggur í það sem hann sér, og hvaða þekk- ingu hann hefur á list og menn- ingu. Auðvitað geta allir lesið þetta sjónrænt, og þessi verk hafa öll þann karakter að þau gætu öll hafa verið til áður: sem eitthvað á götunni, sem auglýsingaskilti - útlit verkanna á ekki að koma neinum á óvart - en þau hafa samt fleiri merkingarsvið. Ég vinn aldrei með tilbúna hluti, „ready mades“, ef ég nota eitthvað sem má kaupa á markaði, þá er það einungis sem hjálpartæki við uppsetningar. Ég bý allt til sjálf- ur, en verkin líta bara út eins og hlutir sem fólk kynni að rekast á í verslun. Þegar ég vinn til dæmis með myndmál auglýsinga, þá nálgast ég mynd- málið eins og ég mög- ulega get, en varast þó alltaf að verða sjálfur hluti af því. Þessi verk fæðast hvert af öðru, ýta hvert öðru áfram, en þau eru aldrei háð hvert öðru. Þeim má alltaf raða upp á nýj- an hátt, svo ég gef einhveija grunnmerk- ingu með þvi í leið- inni.“ Ljóst er að Cazal notar sér myndmál fjölmiðla, búðar- glugga, tískusýninga og auglýsinga hvers- konar, hann tekur það ekki hrátt upp, heldur snýr út úr því. Þá er hann mjög upptekinn af glæsileika og lúxusnum í samfélaginu. En má tala um boðskap í verkunum eða lætur hann áhorfandanum al- veg eftir að lesa slíkt út? „Hvert verk hefur ákveðna grunnmerkingu. Hver sýning er túlkun á verkum og þeirri vinnu sem bak við þau liggur. Munurinn á mér og öðrum listamönnum sem vinna með „installasjónir" er kannski þessi mikli möguleiki á að binda ólík verk saman í eina heild. Ég leik mér með umhverfið, fyrir mér eru allar aðstæður og allir staðir góðir til að koma verk- um fyrir í. Eg næ alltaf yfírhönd- inni yfír umhverfínu. Ég get nefnt að innan tíðar mun ég opna sýn- ingu í prentmyndastofu í París. Umhverfíð þar, og öll þessi tæki sem eru notuð í auglýsingariðnað- inum, verða bara eins og hvert annað umhverfí í sýningarsal. Þá má ekki gleyma því að titlar verkanna hafa afgerandi hlutverki að gegna. Og ekki síður nöfn sýn- inganna." Cazal talar um að listamaðurinn megi aldrei vanrækja eitt eða neitt í vinnu sinni: „Ekki vinnuna við að búa listaverkið til, og hann má ekki vanrækja sjálfa listmiðlunina; umhverfið, og hvemig verkum hans er komið á framfæri. Því reyni ég að vanda jafn mikið til boðskortanna á sýningarnar sem listaverkanna sjálfra. I þeim skiln- ingi að umhverfið skipti svo miklu máli, hef ég stundað það að taka eldri verk eftir mig og umskapa þau í ljósi breyttra tíma, nýrra upplifana. Verkið verður aldrei endurtekning, heldur alltaf ný túlkun. Ég endurnýja mig í minni eigin vinnu.“ — Ber það ekki vitni um full- komnunaráráttu? „Ætli ég geri mig ekki nútíma- legan með þessu“, segir hann og brosir. „Ég hef mjög gaman af að leika með það sem ég hef einu sinni skapað.“ Hann bendir á vegg sem skiptir salnum á Kjarvalsstöð- um í tvennt; verið er að veggfóðra hann með sérstökum pappír sem er hluti af sýningunni: „Ég nota mikið veggfóður sem einskonar skraut, það truflar lestur verkanna og ég hef gaman af því. Áður voru veggimir hvítir, hálf „mínim- al“, en eftir að pappírinn er kom- inn "á eru þeir orðnir barrokk! Rýmið .hefur þrátt fyrir það ekk- ert breyst í sjálfu sér. Ég óttast ekkert að takast á við fræg tákn, eins og keðjuna. Vitaskuld er hún frægt og til- komumikið tákn; nægir að minn- ast á elskendur sem eru hlekkjað- ir saman, og aðra sem eru hlekkj- aðir við lífið. Með því að setja keðjuna upp í myndum með þess- ari fjarlægð, og á þennan fagur- fræðilega hátt, • birtist táknið í nýju ljósi sem fallegur hlutur.“ - efi % f * y ? 1 Éj 1 Kfl; j ' -v fJ Birgir Andrésson opnar sýningu í dag ó'Kjarvalsstöðum sem hann nefnir Nólægó. Morgunblaðið/Einar Falur FURÐUFUGLAR OG FRÍMERKI Birgir Andrésson sýnir á Kjarvalsstöðum BIRGIR Andrésson myndlistarmaður hefur undanfarin þijú ár leitað fanga í gömlum Ijósmyndum og og teikningum, og grafið upp myndir af „annars vegar“ fólki. Þetta voru förumenn, listamenn, sjómenn, drykkj- umenn, hugsuðir, rithöfundar, skáld og fræðimenn margs konar sem áttu það tvennt sammerkt að hafa verið uppi á síðari hluti 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. og að hafa verið utangarðs í samfélagi þess tíma. Myndirnar hefur Birgir stækkað upp og endurunnið án þess þó að breyta útliti þeirra og sýnir á Kjarvals- stöðum á sýningu sem hann opnaði þar í dag. etta er eins konar portrettsería og er kannski dálítið merkilegt því hér eru komnar á einn stað myndir af flestu því fólki sem skar sig úr og sögur voru sagðar af fyrir um 80-120 árum,“ segir Birgir Andr- ésson um sýningu sína. Mannamyndirnar eru 60 talsins og kallar Birgir þennan hluta sýningarinnar Annars vegar fólk og vísar þá til þess að þetta var vissulega fólk sem ekki fór sömu vegi í lífinu og samferðamennirnir, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hinn hluti sýningarinnar eru myndir af íslenskum frí- merkjum sem Birgir hefur málað á stórar fólíur og birtir hverja mynd í þrennu lagi, þremur mismunandi litum. Frí- merkin, segir Birgir, eru frá Alþingishátíðarárinu 1930 og hann segir áhuga sinn á frímerkjunum hafa vaknað útfrá vangaveltum um hvers konar ímynd íslendingar viidu hafa af sjálfum sér á þessum tíma.. og hvaða ímynd við vild- um að aðrir hefðu af okkur. Þessar myndir eru kópíur af kópíum af einhveiju sem í rauninni hefur aldrei verið til nema sem ímynd í huga þjóðarinnar. Ég er ekkert frábrugðinn öðrum í því að ég er alltaf að leita að sérstöðu. Ég kalla þessa sýningu Nálægð og vísa þá til þess að ég er að reyna að komast nálægt þeirri sér- stöðu sem þetta ákveðna fólk hafði á sínum tíma og einn- ig þeirri sérstöðu sem það vildi skapa okkur gagnvart umheiminum. Ég hef gruflað töluvert lengi í ýmsum þáttum íslenskrar þjóðmenningar sem hægt er nýta sér á „mód- ern“ hátt; leita að einhveijum sérkennum á okkur sem þjóð sem hægt er setja fram á myndrænan hátt. Það er alls ekki hugsunin á bakvið þessar mannamyndir að draga fram einhveija furðufugla fyrri tíma. Þama er fólk sem á sínum tíma — og líklega enn í dag — væri af- skrifað sem aumingjar og rugludallar, en margir þessara einstaklinga voru miklir hæfíleikamenn sem fundu sig ekki í samfélaginu. Engu að síður er einhver sérstakur innileiki I mörgum sögum sem sagðar eru af þessu fólki og ég hef vissulega sterka samkennd með því. Sú tilfinning er þó ekki kveikjan að þessu verkefni, öllu heldur má segja að samkenndin hafí kviknað eftir að ég fór að safna saman þessum myndum og kynna mér sögu þessa fólks.“ Birgir er ekki tilbúinn að samþykkja þá tilgátu að í „furðufuglum" fyrri tíma sé að fínna fyrirrennara lista- manna dagsins í dag. Samfélagið hafi hreinlega ekki gert ráð fyrir þeim og sé orðið umburðarlyndara. „Eg held að þetta fólk sem þama um ræðir hefði einnig verið afskrifað í dag og lokað inni. Sá er mesti munurinn að í dag eru svona einstaklingar teknir úr umferð. En auðvitað spyr maður sjálfan sig stundum eftir að hafa eytt í þetta ómæld- um tíma og fjármunum: hvernig í andsk . .. datt mér þetta í hug?“ — hs HREIN FORM OG HÖRÐ EFNI I NÝLISTASAFNINU stendur nú yfir sýning Jóns Sigurpálsson- ar myndhöggvara á fimm skúlpt- úrum sem hann hefur unnið á undanförnum tveimur árum. Jón segir skúlptúra sína fremur vangaveltur um form en að í þeim felist fígúratívar upplifanir. Jón er ekki margmáll um verkin sín eða vinnu sína, hæglátur og varfærinn í orðavali og verkin bera á sinn hátt persón- unni vitni; í þeim er ákveðin þyngd og erfítt handverkið er unnið af natni. Efniviðurinn er kröftugur, tré, jám, stál, steypa, gler svo hugmynd- aflugið eitt nægir ekki til að koma verkunum í sitt endanlega form. „Ég vinn verkin í huganum og skissa á blaði svo þau eru nánast tilbúin þegar ég byija smíðina. Þau breytast ekki mikið í smíðinni. Þó kemur það reyndar fyrir með ein- stöku verk. En ég hef afskaplega gaman af smíðavinnunni enda er vinnustofan mín fyrst og fremst verkstæði." Jón stundaði nám við Myndlista- skóla Reykjavíkur 1974-1978, Myndlista- og handíðaskóla íslands 1976-1978 og framhaldsnám í Hol- landi við De Vrije Academie Den Haag 1978-1982 og eftir það við Rijksakademie van Beeldende Kunsten Amsterdam 1982-1984. Hann hefur haldið átta einkasýning- ar hér heima og í Danmörku og Hollandi og tekið þátt öðmm átta samsýningum, á íslandi, Danmörku, Hollandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Jón hefur verið búsettur á ísafírði frá því hann lauk námi og starfar þar sem umsjónarmaður Byggða- safns og Listasafns ísafj arðar og hefur einnig umsjón með uppbygg- ingu friðlýstra húsa þar í bæ. Jón er einnig einn af stofnendum og eig- endum Gallerísins Slunkaríkis sem er eitt af örfáum (ef ekki hið eina) galleríum utan Köfuðborgarsvæðis- ins sem tekist hefur að skapa sér fastan sess með sýningum á nútíma- myndlist. Um verkin á sýningunni núna segir Jón: Þetta hefur þróast í þá átt hjá mér að blanda saman ólíkum efnum innan hvers verks og ég leyfí , Morgunblaðið/Einar Falur Jón Sigurpólsson myndhöggvari sýnir skúlptúra til 8. september í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í Reykjavík. þeim að standa eins og þau koma fyrir — ég ríf ekki efnin niður — til að gefa áhorfandanum fijálsar hend- ur með túlkun sína og upplifun. Ég hef ekki gefið þessum verkum titla þó ég hefði gjaman kosið það en mér finnst verkin ekki gefa tilefni til slíkra stikkorða. Þetta eru fyrst og fremst formfræðilegar vangavelt- ur um uppbyggingu verkanna, bæði innan verksins sjálfs og líka í heild sinni. Þannig að þetta eru hrein abstrakt verk.“ Skúlptúrar Jóns bjóða því upp á sjálfstæða túlkun hvers áhorfanda fyrir sig og eitt verkanna þar sem Jón teflir saman járni, tré, striga, steinsteypu og olíu vakti þá spurn- ingu hvort náttúran væri honum hugstæð. „Þetta eru allavega ekki umhverf- isvæn verk — olían finnst mér falleg í sjálfu sér þó hún sé kannski ekki geðfellt efni. En þannig upplifí ég þetta, efnin sjálfí áferð þeirra og útlit, hafa í sér ákveðna tilfinningu og þegar ég horfi í olíuna er ég heillaður af dýptinni og svartnættinu sem í henni býr. Ég skal játa það að þegar ég vann þessi verk fannst mér yfir þeim nokkur drungi og svartsýni en núna þegar ég sé þau komin inn í þennan sal hef ég ekki þessa tilfinningu lengur. En þetta er engin stofulist og ég reikna ekki * með að fólk vilji kaupa þessi verk til að hafa heima hjá sér. Til þess eru þau í fyrsta lagi of stór og einn- ig eru þetta það harðneskjuleg efni að passa tæpast í stofur fólks. En ég get vel séð þessi verk fyrir mér í stærri byggingum og einnig úti, þau þeirra sem þola veður og vinda. Gallerí Slunkaríki Ekki er hægt að skiljast svo við Jón að spyija hann ekki lítillega út í rekstur Slunkaríkis en galleríið þeirra ísfirðinga á einmitt 6 ára af- mæli á þessu ári. „Við erum fjögur af stofnendum Slunkaríkis sem störfum að því ennþá. Nú stendur yfír hundraðasta sýningin í gallerí- * inu og rekstur þess hefur gengið ágætlega með því að sníða sér stakk eftir vexti. Þessi rekstur hefði auð- vitað aldrei gengið ef ekki hefði notið við stuðnings bæjaryfírvalda á ísafírði og einnig er Félagsheimila- sjóður mikilvægur fyrir okkur þar sem úr honum er greiddur ferða- kostnaður fyrir listamenn úr Reykja- vík sem sýna úti á landi. Stefna okkar hefur verið að fá yngra fólk til að sýna og alveg frá fyrstu.tíð höfum við fundið fyrir áhuga á Isafírði fyrir sýningunum í Slunka- ríki. Meðaláhorfendafjöldi á sýningu er 150-200 manns sem auðvitað gefur engan þverskurð af myndlist- aráhuga ísfirðinga. Hann er sjálf- sagt jafnmargbreytilegur og fólkið sjálft en það er ákveðinn hópur sem sækir sýningarnar hjá okkur og ég held að þetta fólk myndi sakna þess ef Slunkaríki legðist af.“ Ekki er að heyra á Jóni að slíkt standi til, enda þrífst Slunkaríki ágætlega og ætti fyrir löngu að hafa orðið öðrum hvatning til að reyna slíkt hið sama víðar útum land. — hs Tónleikar í Hafnarborg TRÍÓ REYKJAVÍKUR ÁSAMT LEON SPIERER OG JULIUS BAKER ÖNNUR tónleikaröð Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg í Hafnarfirði hefst með tónleikum næstkomandi föstudagskvöld, 6. september, klukkan 20.00. Ásamt meðlimum tríósins, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Halldóri Haraldssyni píanóleikara, koma tvéir kunnir hljóðfairaleikarar fram: fiðluleikár- inn Leon Spierer, fyrsti konsertmeistari Fílharmóníuhljómsveitar Berlínar, og flautuleikarinn Julius Baker, en hann var fyrsti flautu- leikari við Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar og fleiri virtar hljómsveitir. Á efnisikránni eru verk eftir Martinu, Mozart og Brahms. ♦ samtali við Guðnýju og Gunnar kom fram að efnisskrá tónleik- anna er fjölbreytt: „Tónlist frá þessari öld, Vínarklassík og rómantík. Við byijum á sónötu fyr- ir tvær fiðlur og píanó, eftir tékk- neska tónskáldið Martinu. Hann samdi geysilega mikið af kammer- tónlist og smærri verkum, en hefur lítið verið leikinn hér, þrátt fyrir að mörg verka hans hafi orðið mjög vinsæl. Þar leikur Spierer með okk- ur, en í næsta verki, hinum fræga Flautukvartett Mozarts, leika þeir báðir, Spierer og Baker. Að lokum leikum við svo mjög stórt kammer- verk, Píanókvartett í A-dúr eftir Brahms, en við vitum ekki til þess að hann hafi verið ieikinn áður hér á landi. Það er geysilega fallegt og majgnað verk.“ I fyrsta og síðasta verkinu leikur Guðný á lágfiðlu, en það er ekki hennar venjulega hljóðfæri. „Það kemur vitaskuld til af því að það er ekki pláss fyrir tvær fiðlur. En ég hef gert töluvert af því að leika á lágfiðlu á tónlistarhátíðum erlend- is, og síðan hef ég haft þetta með í kammertónlist. Það er spennandi og munurinn er helst sá að lágfiðl- an er stærri!" Tríó Reykjavíkur var stofnað formlega árið 1988, og hefur síðan leikið á fjölda tónleika hér heima og erlendis. I fyrra var tríóið með Julius Baker Leon Spierer tónleikaröð, ferna tónleika, í Hafn- arborg og þetta verða fyrstu tón- leikarnir á öðru starfsárinu þar. „Við fáum gesti til liðs við okkur á fyrstu og síðustu tónleikunum í vetur,“ segja Gunnar og Guðný. „Þetta er alltaf viss áhætta, við höfum ekki neinn tryggan fjárhag, en í fyrra gekk þetta mjög vel og við komum eiginlega út á sléttu. Við vildum þó gjarnan fá áskrifend- ur, og erum þessa dagana að bjóða því fólki áskrift sem hug hefur á. Samstarfið við Hafnarborg hefur verið einkar ánægjulegt, og höfum við mætt þar miklum velvilja og skilningi. Við vonum að þessar tón- leikaraðir öðlist þar fastan sess, og Tríó Reykjavíkur ekki síst hjá Hafnfirðingum. Stað- urinn er þegar orðinn vinsæll hjá myndlistarfólki, og við viljum einnig vekja athygli tónlistarunnenda á honum.“ Þau tala um að ef þau ætli sér að starfa reglulega sem tríó, þar sem þetta er vitaskuld unnið í hjá- verkum með annarri tónlistariðkan og kennslu, þá sé nauðsynlegt að þau skapi sér sjálf starfsgrundvöll, eins og til dæmis með því að standa fyrir tónleikaröð sem þessari. „Við reynum bæði að skapa okkur starfs- grundvöll hér heima og erlendis. Þetta krefst mikillar vinnu og ögun- ar og nauðsynlegt að hafa eitthvað til að stefna að. Með svona tónleika- haldi hefur gamall draumur ræst að því leyti að við getum bæði ráð- ið efnisskránni og gestum. Það er afskaplega fullnægjandi að hafa slíka möguleika.“ — Nú leika kunnir hljóðfæraleik- arar með ykkur. „Já, og við vonum virkilega að þessir góðu gestir verði til þess að fólk flykkist á tónleikana. Það er líka nauðsynlegt að auka samstarf íslenskra tónlistarmanna við útlönd — við erum frekar einangruð hérna.“ Guðný bætir við að þau Gunnar hafi tekið þátt í tónlistar- hátíðum erlendis, leikið þar með fyrsta flokks folki og kynnst mörg- um, og allir sýni mjög mikinn áhuga á því að koma til íslands. Þau tala um að það þarfnist mik- illar og nákvæmrar skipulagningar að fá starfið í tríónu til að falla að öðrum verkefnum sem eru á döf- inni. „Við erum þannig alltaf á kafi í vinnu, en það er afskaplega gam- an fyrir okkur að geta verið saman í þessu. Þetta er mikil vinna, en- hún gefur manni mikið; í þessari tónlist er maður að fást við svo mikla andlega fjársjóði." Gunnar segir að sér finnist það forréttindi að fá að vinna að tónlist, en það sé vitaskuld mjög krefjandi um leið: „En ætli það sé ekki alltaf þannig að maður þarf að hafa mest fyrir 4>ví sem gefur manni mest. Það er sérstakt við kammertón- list hvemig hægt er að fá hlutina til að ganga upp í svona þröngum hópi; það er bæði skemmtilegt og þroskandi. Menn skiptast á skoðun- um og stefna að sameiginlegu markmiði. En menn þurfa að vera samstilltir, og viljinn til að láta starfið ganga vel skiptir gríðarlega miklu. Það getur sparað mikla æf- ingavinnu ef hljóðfæraleikararnir em á sömu bylgjulengd.“ - efi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.