Morgunblaðið - 31.08.1991, Page 4
4 B______________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991_
m'ííiiiiiim.Miiiii.mmi. ð -....m. > ííít *»»i. mifi^ ^ 7 '
GRAFIKÞRIARI
NORRÆNA HÚSINU
Sýningartímabil Norræna hússins haustið 1991 hefst með sýningu
á grafíkröðum norrænna listamanna. Á sýningunni er einn fulltrúi
frá hverju Norðurlanda auk þess sem gestur sýningarinnar er Heien
Frankenthaler frá Bandaríkjunum.
Ein af myndum Sigurðar Guómundssonar
etta er í annað sinn sem
„grafíkþríár", eins og sýn-
ingin nefnist, er á vegum
Norræna hússins. Fyrsta
norræna grafíkþríárið var haldið
árið 1988 að frumkvæði Knuts
Ödegárds þáverandi forstjóra nor-
ræna hússins svo og dr. Ólafs Kvarns
listráðunautar hússins, í samvinnu
við félagið íslensk grafík.
Það er athyglisvert við þessa sýn-
ingu að enginn norrænu listamann-
anna sem þar sýna hefur grafíkina
sem aðaltjáningarform.
Norræna húsið og félagið íslensk
grafík vilja með þessum þriggja ára
sýningum sýna íslenskum áhorfend-
um hluta af því fjölmarga athyglis-
verða sem er á seyði í norrænni
grafík og um leið auka áhuga og
skilning á grafík sem tjáningarformi
í norrænni samtíðarlist.
Á fyrra grafíkþríári völdust lista-
menn sem þekktir voru aðallega á
sviði grafíklistarinnar og þá var
þemað „manneskjan" en í þetta sinn
er um að ræða „abstrakt metafor"
þar sem listamennimir leita í nátt-
úruna á óhlutbundinn hátt.
Gestur sýningarinnar er Helen
Frankenthaler en hún er fædd árið
1928 í New York. Hún hefur numið
hjá Horace Mann og Brearley, Dal-
ton-skóla og í Bennington College.
Síðan m.a. hjá Rufíno Tamayo, Paul
Feeley, Wallace Harrison og Hans
Hoffmann. Hún hefur kennt við
ýmsa skóla og má þar nefna Yale
University, Princeton University og
Hunter College. Helen Frankenthal-
er hefur tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum og haldið einkasýn-
ingar frá árinu 1950 um allan heim.
Hún var m.a. valin einn af fjórum
fulltrúum Bandaríkjanna á 33. al-
þjóðlegu listsýninguna í Feneyjum
árið 1966. Einnig átti hún verk á
sýningunni American Art Now á
heimssýningunni í Montreal 1967.
Fulltrúi Islendinga er Sigurður
Guðmundsson. Sigurður er fæddur
í Reykjavík árið 1942 og er án efa
einn okkar fremsti og þekktasti
myndlistarmaður. Hann nam við
Myndlista: og handíðaskóla íslands
1960-63. í framhaldi af því fór hann
til Hollands þar sem hann nam við
Academi 63, Haarlem 1963 og við
Ateliers 63, Haarlem 1970-71.
Hann er einn af stofnendum Gall-
erí SÚM, nýlistasafnsins í Reykjavík
svo og IN-OUT-CENTER í Amster-
dam. Sigurður hefur hlotið ýmsar
viðurkenningar fyrir list sína og má
þar nefna að árið 1980 hlaut hann
PSI-styrk New York og 1985 Prins
Eugene orðuna í Stokkhólmi. Hann
hlaut Henrik-Steffens-verðlaunin
1989.
Sigurður hefur haldið margar
einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga. Hann hefur meðal ann-
ars verið fulltrúi íslendinga á listsýn-
ingunni í Feneyjum og á sýningunni
„Scandinavia today“ í Guggenheim-
safninu 1982-83. Hann var valinn á
sýningu í Van Gogh Museum, Amst-
erdam: „De Nederlandse identiteit
in de kunst na 1945“.
Fulltrúi Dana á sýningunni er Per
Kirkeby en hann er fæddur árið
1938 í Kaupmannahöfn. Hann lauk
cand. mag.-prófi í náttúrufræði árið
1964 frá Kaupmannahafnarháskóla.
Per Kirkeby er sjálfmenntaður á
myndlistarsviðinu. Hann tengdist
Den Experimenterende Kunstskole
frá árinu 1962, hélt sína fyrstu eink-
asýningu árið 1965 og fékk upp úr
rþví þriggja ára ríkisstyrk til listiðk-
unar. Hann var félagi í Trækvogn
13 og kvikmyndahópnum ABCinema
og Ijölþjóðahópnum Fluxus. Kirkeby
er einnig mikilvirkhr rithöfundur og
greinahöfundur. Árið 1982 varð
hann félagi í Dönsku akademíunni
og 1988 var hann ráðinn prófessor
við Staatliche Hochschule fiir Bild-
ende Kunste í Frankfurt.
Olav Cristopher Jenssen er fulltrúi
Norðmanna. Hann er fæddur í Sortl-
andi árið 1954 en býr nú og starfar
í Berlín.
Á árunum 1973-76 nam hann við
Handíða- og listiðnaðarskóla ríkisins
í Ósló. Var við nám í Norsku lista-
akademíunni 1980-81. Hann hefur
haldið margar einkasýningar og tek-
ið þátt í fjölmörgum samsýningum.
Fulltrúi Svía er Max Book en
hann er fæddur árið 1953 í Láng-
sele. Hann er mikilvirkur málari,
búsettur í Stokkhólmi. Getrud
Sandqvist listfræðingur segir í sýn-
ingarskrá: „Max Book hefur áhuga
á árekstrum og lymskulegum gildr-
um milli mismunandi myndhefða
samtímans, því sem hann kallar
„hlaup“. Sem gagnrýninn áhorfandi,
svo að segja bakdyramegin, gerir
hann samsettar myndir sem líta út
fyrir að vera „réttar" og bendir
þannig allan tímann á muninn milli
sannleika og sennileika." Hann hef-
ur tekið þátt í fjölda samsýninga og
haldið einkasýningar frá árinu 1979.
Fulltrúi Finna er Jukka Makela
en hann er fæddur í Jyváskylá árið
1949 en býr og starfar í Helsing-
fors. Hann nam á árunum 1967-68
við Listiðnaðarskólann í Helsingfors.
Árið 1968-72 nam hann við skóla
fínnsku listaakademíunnar í Hels-
ingfors.
Hann hefur verið valinn sem full-
trúi fínnskrar nútímamálaralistar á
margar samsýningar á Norðurlönd-
um svo og sýningar í Frakklandi,
Póllandi, Japan, Bandaríkjunum,
ísrael, Austurríki og Þýskalandi.
Verk hans er að finna í helstu söfn-
um Norðurlanda og víðar.
Dr. Ólafur Kvaran, Edda Jóns-
dóttir frá félaginu íslensk grafík og
Lars Áke Engblom forstjóri Norr-
æna hússins völdu listamenn og verk
á sýninguna. Að þessu sinni var
ákveðið að velja þekkta nútímalista-
menn sem nota grafík sem miðil til
að víkka út listsvið sitt.
Einar Örn Gunnarsson
Eitt af verkum Per Kirkeby.
TÓNLEIKAR
Í SEPTEMBER 1991
Laugardaginn 31. ágúst
íslenska óperan, kl. 17.00.
Andreas Schmidt, bariton.
Rudolf Jansen, píanó.
Ljóðasöngvar eftir Schumann,
m.a. Dichterliebe.
Sunnudaginn 1. september
íslenska óperan, kl. 17.00.
Andreas Schmidt, bariton.
Rudolf Jansen, píanó.
Lóðasöngvar eftir Schumann,
m.a. Dichterliebe.
Þriðjudaginn 3. september
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, kl.
20.30.
Bjöm Árnason, fagott.
Hrefna Eggertsdóttir, píanó.
Verk eftir Devienne, Spohr, Piemé,
Neumann og Tansmann.
Selfosskirkja kl. 20.30.
Orgeltónleikar.
Orthulf Prunner leikur öll orgelverk
Mozarts.
Föstudaginn 6. september
Hafnarborg kl. 20.00.
Tríó Reykjavíkur og Julius Baker,
flauta og Leon Spierer, fíðla.
Verk eftir Martinu, Mozart og
Brahms.
Laugardaginn 7. september
Seltjarnarneskirkja kl. 15.00.
Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar
íslands.
Stj. Leon Spierer.
Serenade e. Dvorák, Menúettar
og tríó e. Schubert o.fl.
Mánudaginn 9. september
Hafnarborg kl. 20.30.
Hulda Guðrún Geirsdóttir, sópran.
Jón Rúnar Arason, tenór.
Hólmfríður Sigurðardóttir, píanó.
Aríur og dúettar e. Lehár, Puccini
o.fl.
Þriðjudaginn 10. september
Selfosskirkja kl. 20.30.
Orgeltónleikar.
Karen De Pastel frá Vín leikur
orgelverk frá 18. öld.
Fimmtudaginn 12. september
Kirkjubæjarklaustri.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stj. Guðmundur Óli Gunnarsson.
Föstudaginn 13. september
Laugalandi í Holtum.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stj. Guðmundur Óli Gunnarsson.
Laugardaginn 14. september
Þorlákshöfn.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stj. Guðmundur Óli Gunnarsson.
Sunnudaginn 15. september
Vestmannaeyjar.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stj. Guðmundur Óli Gunnarsson.
Mánudaginn 16. september
íslenska óperan kl. 20.30.
EPTA-píanótónleikar.
Nína Margrét Grímsdóttir.
Þriðjudaginn 17. september
Selfosskirkja kl. 20.30.
Orgeltónleikar.
Bjöm Sólbergsson leikur vinsæl
orgelverk frægra höfunda frá J.S.
Bach fram til 20. aldar.
Laugardaginn 16. september
Kirkjuhvoli kl. 17.00.
EPTA-píanótónleikar.
Nína Margrét Grímsdóttir.
Ehnmtudaginn 19. septemb-
Háskólabíó kl. 20.00.
Sinfóníuhljómsveit Islands — kynn-
ingartónleikar.
Stj. Petri Sakari.
Þættir úr verkum sem verða á efnis-
skrám vetrarins.
Sunnudaginn 22. september
Bústaðakirkja kl. 16.00.
10 ára afmælistónleikar
íslensku hljómsveitarinnar.
Innlend verk sem hljómsveitin hefur
frumflutt.
Þriðjudaginn 24. september
Selfosskirkja kl. 20.30.
Orgeltónleikar.
Staffan Holm frá Svíþjóð leikur bar-
okktónlist.
Fimmtudaginn 26. september
Háskólabíó kl. 20.00.
Sinfóníuhljómsveit íslands' (Chan-
dos-tónleikar).
Stj. Petri Sakari.
Haust, forl. op. 11, Gömul norsk
rómansa op. 51 e. Grieg, Sinfónína
nr. 3 e. Madetoja.
Sunnudaginn 29. september
Listasafn íslands kl. 20.30.
Blásarakvintett Reykjavíkur, Guðný
Guðmundsdóttir, fiðla, Gunnar
Kvaran, selló, Helga Ingólfsdóttir,
semball, Pétur Jónasson, gítar, Kol-
beinn Bjarnason, flauta.
Tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson;
Blásarakvintett (frumfl.), Nýtt verk
tileinkað Karli Kvaran (frumfl.) f.
einleiksfiðlu, Solitaire, f. einleikss-
elló, Strönd f. sembal, Jakobsstigi
f. gítar og Flug íkarusar f. flautu.
Tónleikaskrá þessi er unnin á
skrifstofu Samtaka um byggingu
tónlistarhúss og byggist á upplýsing-
um sem berast í tæka tíð, bréflega
eða í síma 29107. Auk þess sem
skráin birtist hér, er henni einnig
dreift víðar, m.a. til annarra fjölm-
iðla og aðila sem starfa að ferðamál-
um.
Tónlistardeild Ríkisútvarpsins
hefur óskað eftir að fram komi, að
lesið er beint upp úr þessari skrá í
útvarpsþáttum deildarinnar. Skráin
er birt með fyrirvara um breytingar.