Morgunblaðið - 27.09.1991, Side 5

Morgunblaðið - 27.09.1991, Side 5
' MoSÍÍÍMIjíÖÍÐ' Pöy-riírDAÓ{M‘27VÍÖ91 1 8 B 5 l Morgunbl aðið/Bj arni æðingur hreinsar húð viðskiptavin- ð húðinni alveg frá unglingsárum. Hvað á að gera? En hvernig eiga karlmenn þá að hirða húðina? „Þeir verða í fyrsta lagi að fá leiðbeiningar um hvaða húðgerð þeir háfa,“ svarar Þórdís Björns- dóttir. „Þeir geta fengið faglega leiðbeiningu hjá snyrstistofum og snyrtivöruverslunum. Feit húð lýsir sér þannig, að húðin glansar og gjarnan eru bólur og fílapensl- ar í andlitinu. Þurr og viðkvæm húð er aftur á móti með þurrku- bletti, jafnvel flögnuð og oft glitt- ir í háræðarnar. Flestir Islending- ar — hvort sem um er að ræða karla eða konur — eru með bland- aða húð, svokallaða T-húð, því hún er feit í kringym nef, höku og enni en þurr annars staðar. Þegar búið er að skilgreina húðina er rétt að fara að huga að andlitsvatni og rakakremi. Karlmenn setja ilminn af kremun- um oft á tíðum fyrir sig, en benda má á að nú eru komnar á markað- inn snyrtivörur sem sérstaklega eru ætlaðar karlmönnum. Eftir rakstur á morgnana er bómullarhnoðra með andlitsvatni strokið yfir húðina áður en raka- kremið er borið á. Andlitsvatnið hreinsar betur en vatn og það lokar svitaholunum þannig að óhreinindi eiga ekki eins greiðan aðgang að húðinni. Ef menn eru með þurra og viðkvæma húð er til dæmis betra að nota rakspíra í kremformi heldur en venjulegan rakspíra því hann þurrkar og get- ur ert húðina enn meir. Og hjá þeim sem eru með feita húð hreinsar andlitsvatnið óæskilega fitu.“ Þórdís bendir á að fæstir karl- menn láti uppi að þeir hafi áhyggj- ur af því að verða hrukkóttir en fyrir þá sem vilji sporna við hrukk- um sé til augnkrem og uppbyggj- andi andlitskrem. Þó ættu menn undir 25 ára aldri ekki að nota slík krem. Rakakrem geti þeir hins vegar farið að nota frá unglings- árunum. Þá telur hún mikilvægt að þeir sem stunda Ijós noti raka- krem, en þá sé mjög gott að hreinsa húðina fyrst með andlits- vatni áður en kremið er borið á. Húðhreinsun á snyrtistofum kostar á bilinu 1700-2300 kr. Þórdís segir að ungt fólk á aldrin- um 12-20 ára þurfi ef til vill að koma einu sinni í mánuði og láta hreinsa húðina. Sé það aftur á móti með mjög slæma húð geti verið nauðsynlegt að koma einu sinni í viku í 2-3 skipti. „Ef húðin er mjög slæm," seg- ir Þórdís, „getur verið um húð- sjúkdóma að ræða, sem hvorki snyrtifræðingar né snyrtivörur ráða við. í þeim tilvikum vísum við viðskiptavinunum eindregið til húðsjúkdómalæknis." Tíkurnar Saga, Limra, Þula og Stemma ásamt eiganda sfnum, Guðrfði Valgeirs- dóttur sem rekur hundagæslu- heimilið á Arnar- stöðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg HUNDALÍF Á HÓTELI Guðrfður fer út að ganga með hundana á hverj- um degi þegar veður leyfir. Hér viðrar hún St. Bernharðs-tíkina Jósefínu Bóna- parte, sem var gesturá hunda- hótelinu. Hundaeigandi kemur með nýjan gest á hótelið, og þær Þula og Stemma taka á móti honum. Þegar hundaeigendur fara í frí getur verið vandkvæðum bundið að koma hundinum í gæslu. Það er áreiðanlega erfiðara að fá hundapíu en barnapíu, og þvf hafa bæði einkaaðilar og félaga- samtök tekið saman höndum og opnað gæsluheimili fyrir hunda meðan eigendurnir fara í frí. ^^Arnarstöðum í Flóa eiga Hundaræktarfélag íslands og Hundavinafélag íslands hús- næði þar sem rekið er hunda- gæsluheimili. Reksturinn er í hönd- um Guðríðar Valgeirsdóttur og fjöl- skyldu hennar. Heimilið hefur verið rekið í átta ár og að sögn Guðríðar er langmest að gera á surmrin. „Það er mikilvægt að tala við hundana sfna og sína þeim blíðu,“ segir Guðríður og bætir við: „Samt má ekki gleyma að vera húsbóndi og sjálfum sér samkvæmur f samskiptum við dýrin.“ « FRAWCAISE Vision ’92 heitir nýja línan í hártískunni frá Haute Coiffure Francaise. Hárið er fremur stutt í vetur, þó mismunandi stutt eins og sést á meðfylgjandi myndum. í vikunni kynntu meðlimir Haute Coiffure á íslandi línuna fyrir blaðamönnum Daglegs lífs. í samtökunum eru af íslands hálfu: Bára Kemp, Lovísa Jónsdóttir, Hanna Kristín Guðmundsdóttir, Elsa Haraldsdóttir, Svava Har- aldsdóttir og Dúddi. Hárgreiðslumeistararnir segja að lína þessi hæfi öllum aldri og að hægt sé að útfæra hana á margvíslegan hátt. Vision '92 byggist upp á mjúku permanenti og stórum, mjúkum lokkum. Hárið á einnig að vera gljáandi og til þess að fá þá eigin- leika fram á að nota froðu, vax og hárlakk. Það sem er einnig mikilvægt við nýju línuna er að nota krullujárn. Litir í hári eru mjög eðlilegir, þó með tónbrigðum. Þá er lögð áhersla á að konur eigi að vera kvenlegar. Á sýningunni var einnig sýnt það nýjasta í hártísku herra og þar var áherslan lögð á að þeir séu herralegir. Sem sagt skýrar línur milli karla og kvenmanna. VENUS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.