Morgunblaðið - 27.09.1991, Page 6
6 B
MOKGUNBLMHÐ FÖSTUDAGUR 07!. SEPTEMBER 1991
Dr. Dyanne Affonso, prófessor
við Kaliforníu-háskólann í San
Francisco, sem er hér á landi í
boði Hjúkrunarfræðideildar Há-
skóla íslands, segir að það megi
ekki gera lítið úr þeim þunglyndi-
seinkennum sem fylgja þungun og
fæðingu. Hún segir að það sé mik-
ilvægt að taka á þessum einkenn-
um áður en þau þróast í geðræn
vandamál og jafnvel sjálfsvíg. Ný-
leg rannsókn sem hún gerði í
Bandaríkjunum sýndi fram á að
allt að 40 prósent mæðra hafa
þunglyndiseinkenni þremur mán-
uðum eftir faeðingu barnsins.
Þetta er miklu stærra hlutfall en
áður fyrr var haldið. Dr. Affons
fékk áhuga á þessu verkefni eftir
fæðingu fyrsta barns síns. Hún
uppgötvaði þá að hún fór í gegnum
allskonar tilfinningabreytingar og
var alls ekki eins ánægð og hún
hélt hún myndi verða.
Það eru ýmsar gretnar innan
læknisfræðinnar sem hafa rann-
sakað þau áhrif sem konur verða
fyrir þegar þær ganga með börn
sín og fæða þau. Kvensjúkdóma-
fræðin leitar að ýmsum líffræðileg-
um og hormónalegum skýringum.
Sálfræðin leitar að alvarlegum
hegðunar- og skapbreytingum og
hjúkrunarfræðin rannsakar til
dæmis hvernig konan aðlagast og
spjarar sig yfir þetta tímabil.
Dr. Affonso segir að allar þessar
fræðigreinar hafi aflað mikilvægra
.upplýsinga, en henni fannst tími
til kominn að rannsaka áhrif þung-
unar og fæðingar á konurnar út frá
hugmyndum allra þessara fræði-
greina. Hún rannsakaði 202 konur
sem voru allar að eignast sitt
fyrsta barn og höfðu ekki verið
þunglyndar áður. Konurnar voru
giftar, þrítugar og vel menntaðar
í fullri vinnu. Börnin komu ekkert
á óvart heldur var tilkoma þeirra
fyrirfram ákveðin og báðirforeldrar
tilbúnir að fara út í barneignir. Hún
byrjaði að rannsaka konurnarstrax
eftir að þær vissu að þær voru
ófrískar og lauk svo rannsókninni
þremur mánuðum eftir að barnið
var fætt. Samkvæmt öllum kenn-
ingum áttu þessar konur ekki að
verða þunglyndar.
En annað kom í Ijós. Af þessum
202 konum urðu tíu konur svo
þunglyndar að þær þurftu á geð-
rænni hjálp að halda og langflestar
konurnar fengu þunglyndisein-
kenni meðan á meðgöngu stóð.
Um 40 prósent voru komnar með
þunglyndiseinkenni á mjög háu
stigi þremur mánuðum eftir fæð-
ingu barnsins. Miklu hærra hlut-
fall en gert var ráð fyrir. Dr. Af-
fonso segir að ef hún hefði haldið
rannsókninni lengur áfram þá er
hún nokkuð viss um að þung-
lyndiseinkenni þessara kvenna
hefðu þróast út í þunglyndi.
„Konur mega ekki halda að
þetta sé afbrigðilegt heldur er
þetta eðlileg afleiðing þungun-
ar,“ segir Dr. Alffonso. En það
mikilvægasta er að konur taki
eftir og fylgist með þessum
breytingum og tali um þær við
lækna og hjúkrunarfólk.
„Eitt vandamálið er hvað
þessi þunglyndiseinkenni eru
falin og það getur verið erfitt
að koma auga á þau,“ segir Dr.
Affonso. „Margar þunglyndar
konur vakna á hverjum morgni
á venjulegum tíma, hugsa um
börnin, og um heimilið eins og
ekkert hafi í skorist." En þær
láta sínar eigin þarfir sitja á hak-
fæðingu
Fjörtíu prósent mæðra fó einkenni
ÞAÐ AÐ verða pirruð út í allt og alla, áhyggjufull og kvíðin, þola ekki líkama sinn
og gráta af minnsta tilefni er nokkuð sem allflestar ófrfskar konur þekkja. Þetta eru
bara eðlilegar afleiðingar þungunar sem lagast með tímanum. En þetta eru líka fyrstu
einkenni þunglyndis sem getur orðið sjúklegt ef ekkert er að gert.
anum. „Og það er einmitt þetta
sem vinir og vandamenn ættu að
taka eftir,“ segir Dr. Affonso. Þeg-
ar konan hættir að hugsa um sjálfa
sig og einangrar sig er það merki
um að eitthvað sé að.
Margar konur þjást í mörg ár
af ýmsum þunglyndiseinkennum
og vita ekkert af þeim. „Það hefur
oft komið fyrir mig að eftir fyrir-
lestra sem ég hef haldið koma
konur til mín með tárin í augunum
og segja að ég hafi verið að lýsa
reynslu þeirra og tilfinningalífi
seinustu árin. Þær segjast hafa
haldið að þær væru latar og algjör-
ir aumingjar, kvíðnar út af engu
og alltof stressaðar."
Til þess að koma í veg fyrir
þunglyndi eftir fæðingu er mikil-
vægt að nota þungunartímann til
að fræða konur um það hvernig
streita og álag virka. Þá geta þær
verið á varðbergi og tekið þær
ráðstafanir sem með þarf í tæka
tíð, segir dr. Affonso.
Hjónabandið breytist
„Margir sem eru að eignast sitt
fyrsta barn sjá fyrir sér heimilislífið
í einhverjum hillingum. Allir eru
hamingjusamir, barnið dásamlegt,
foreldrarnir ástfangnir og lífið ynd-
islegt. Þegar svo foreldrar komast
að raunveruleikanum fer þeim ekki
að lítast á blikuna," segir Dr. Aff-
onso. „Það er miklu betra að for-
eldrar geri sér Ijóst að hjónaband-
ið breytist og að þau tali um það
sín á milli hvernig þau ætli að taka
á breytingunum áður en barnið
fæðist."
Það kom fram í rannsókninni
sem Dr. Affonso gerði að þegar
barnið er orðið tveggja til þriggja
mánaða gamalt fara áhrifin af
breyttum hjónabandsaðstæðum
að gera vart við sig. Móðurinni
finnst enginn skipta sér af henni
og pabbanum finnst hann vera
gleymdur. Foreldranir hafa eytt
öllum kröftunum í barnið en gleymt
að gera eitthvað fyrir þeirra tilfinn-
ingasamband. Álagið á báða aðila
er mikið og þörfum þeirra er ýtt
til hliðar.
Ef foreldrar horfast ekki í augu
við þetta aukna álag getur það
orðið enn meira og það verður
erfiðara fyrir báða aðila að aðlag-
ast nýju lífi. Oft er ekki mikill tími
eftir fyrir dauðþreytta foreldra til
að hugsa um hjónabandið. „En það
er eins mikilvægt og að hugsa um
barnið," segir Dr. Affonso.
Eiginmennirnir skipta
miklu máli
Eitt af því sem Dr. Affonso
komst að er að konur kvarta mikið
undan eiginmönnunum. Segja að
þeir séu tillitslausir gagnvart til-
finningum þeirra og breyttum þörf-
um. Sumar konur verða svo við-
kvæmar að ýmislegt sem eigin-
mennirnir segja í gríni geta þær
bara alls ekki tekið sem grín. „Æ
elskan mín hvað þú ert orðin feit,“
segir Alfonso að sé algeng athuga-
semd frá eiginmönnum sem mörg-
um konum svíður undan í marga
mánuði.
„Skilningur og stuðningur eigin-
manna getur skipt sköpum og
hreinlega bjargað þeim konum
sem eiga erfitt," segir Dr. Affonso.
Á hinn bóginn getur lítill stuðning-
ur og skilningur af hálfu karlanna
haft úrslitaáhrif og ýtt undir að
konur leggist í varanlegt þung-
lyndi. „Það er mjög mikilvægt að
menn hugsi ekki um fæðingu
barnsins sem kvennamál heldur
líka sitt mál vegna þess að afleið-
ingarnar hafa bein áhrif á líf
þeirra," segir Dr. Affonso.
En mennirnir geta ekki enda-
laust verið elskulegir og látið þarf-
ir kvennanna skipta meira máli.
Dr. Affonso vinnur nú að nýrri
rannsókn þar sem hún rannsakar
áhrif barnsfæðinga á feður. Hún
segir að fyrstu niðurstöður sýni
að körlum finnist þeir fjarlægjast
konu sína og einangrast. Ef ekki
er eftir þeim tekið draga þeir sig
oft út úr fjölskyldulífinu og leiðast
út í ýmislegt til að ná athygli. Hún
segir að það þurfi að gera miklu
fleiri rannsóknir á tilfinningum
karla því hingað til hafi þeirra
reynsla næstum ekkert verið könn-
uð.
Þórunn Bjarnadóttir