Morgunblaðið - 27.09.1991, Qupperneq 8
8 B
I*--------
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991
Morgunblaðið/KGA
„Það er ekki hægt að greina
grenilúsina með berum augum,
en nú er rétti tíminn til að úða
fyrir henni,“ segir Pétur l\l. Óla-
son.
plöntunum. Öll beð þarf að hreinsa
af illgresi fyrir veturinn. „Bæði
munar miklu að þurfa ekki að byrja
á því að hreinsa arfa strax á vorin
og svo er gott að taka hann áður
en hann sáir sér. Allt gras og arfa-
plöntur lifa af veturinn og eru til-
búnar að sá fræi að vori ef ekki
hefur verið hreinsað í garðinum
um haustið. En aðalatriðið er að
reyta arfann jafnóðum allt sumar-
ið, gæta þess að taka hann um
leið og hann kemur upp úr mold-
inni og myndar fræ. Með því að
gera þetta svona er það lítil vinna
þegar fram í sækir að hirða um
beðin og það tekur kannski tvö ár
að hreinsa garðinn alveg af arfa.
Það er ekki gott að gera þetta í
skorpuvinnu og taka beðin vand-
lega kannski tvisvar yfir sumarið.
Þá býður maður heim þeirri hættu
að arfinn nái að sá sér hvað eftir
annað og ekki ræðst við neitt. Ég
mæli ekki með því að fólk noti illgr-
esislyf nema það kynni sér sér-
staklega vel hvernig á að fara með
þau og tel ekki rétt að nota mikið
af þeim tegundum sem hafa lang-
varandi áhrif."
Pétur leggur einnig áherslu á
að fólk skilji vel við matjurtagarð-
inn fyrir veturinn. „Það er ágætt
að stinga hann upp og setja í hann
lífrænan áburð að hausti. Hann
skolast ekki burt yfir veturinn held-
ur nýtist næsta sumar. Það er líka
mjög gott að setja húsdýraáburð
í beð, sérstaklega þar sem gróður-
sett hefur verið í sumar og moldin
er leirkennd eins og í mörgum
nýjum hverfum, t.d. í Grafarvogi
og Ártúnsholti. Þetta dregur úr
frostlyftingu, en leirmold lyftist
mikið í frosti.“
Haustlaukar
„ Nú er rétti tíminn til að setja
niður haustlauka hafi fólk hugsað
sér það. Túlipanar, páskaliljur og
krókusar eru meðal hinna fallegu
vorboða sem þarf að huga að
þessa dagana. Pétur segir að eftir
svona gott sumar eigi ýmsir laukar
frá því í fyrra góða möguleika á
því að koma til næsta vor. „Þarna
getur verið um að ræða t.d.
ákveðnar tegundir af túlipönum og
páskaliljum, sem og ýmsa smá-
lauka. Það er því best að láta þá
eiga sig nema ætlunin sé að færa
þá eða rýmka um þá.‘‘ Varðandi
hvernig best sé að bera sig að við
að gróðursetja haustlauka segir
hann: „Þumalputtaregla er að
setja mold sem nemur tvöfaldri
þykkt lauksins ofan á hann, en
þetta getur verið breytilegt eftir
tegundum og því rétt að afla sér
upplýsinga í hverju tilfelli fyrir sig.
Það er að sjálfsögðu smekksatriði
hversu langt bil fólk vill hafa á
milli til dæmis túlipana, en oft er
miðað við að í þyrpingu séu það
eins og 10 sm. Það er ekki verra
að þekja svo yfir með mosa eða
hrísi ef fólk hefur tök á, en það
er ekki nauðsynlegt."
Texti: Elísabet M. Jónasdóttir
Arfann burt
Það þarf að huga að fleiru en
Þaó er að mörgu að hyggja
í garðinum er hausta tekur.
Ef vei ó að standa að verki
þarf að skipuleggja haustvinn-
una tímanlega svo ekki verði
farið of seint af stað. Það
þarf að skilja vel við fyrir
veturinn svo ónægjulegt verði
að byrja vorverkin. Við fengum
Pétur N. Ólason í gróðrarstöð-
inni Mörk til að segja okkur
fró nokkrum lykilatriðum um
garða og gróður þegar sól tek-
ur að lækka á lofti.
það sem sígrænar plöntur þarfn-
ast, til dæmis í langvarandi frost-
um. Gallinn við yfirbyggingu, sem
er eins og indíánatjald í laginu, er
sá að allt vatn rennur af og nýtist
plöntunni ekki. Á hinum Norður-
löndunum er mikið gert af því að
skýla sígrænum plöntum með
grenigreinum sem stungið er niður
umhverfis plönturnar. Það gefur
mjög góða raun, en hér á landi
höfum við ekki alltaf jafn góðan
aðgang að greni og íbúar þar,“
segir Pétur.
Grenilús
Pétur segir að eins og veðráttan
hafi verið seinni hluta sumars
megi jafnvel búast við mikilli grenil-
ús í haust. „Til að koma í veg fyrir
skemmdir af völdum hennar er
mikilvægt að úða plönturnar til
vonar og vara núna, það gerir þeim
ekkert nema gott. Ánnaðhvort er
að úða sjálfur og þá er gott að
nota Permesect eða panta úðun
hjá fagmönnum. Grenilúsin hreiðr-
ar um sig við nálarnar og sést
ekki berum augum en afleiðingar
eru augljósar: nálarnar verða gular
og detta af. Þetta jafnar sig, en
það getur tekið tvö til þrjú ár fyrir
tréð að verða þakið nálum að
nýju."
Viðkvæmar fjölærar jurtir þarf að þekja með mosa, laufi eða hrfsi.
Klippingar
Veðurfarið í sumar hefur verið
sérlega hagstætt fyrir vöxt trjá-
plantna og að sögn Péturs spyr
fólk mikið um klippingar núna.
„Það er greinilegt á þeim fyrir-
spurnum sem við fáum að nokkuð
er um að fólk hafi plantað trjám
allt of þétt. Þau hafa allt í einu
tekið mikinn vaxtarkipp og þá vill
fólk fá að vita hvernig á að klippa.
En þegar tré hafa verið gróðursett
of þétt saman er klipping bara
skammtímalausn. Þá verður að
grisja og færa plöntur til og það
er best að gera á vorin. Hins veg-
ar er gott að klippa limgerði núna
og tegundir sem blómstra seint.
Eftir svona mikið vaxtarsumar eins
og í ár er gott að létta á limgerði
með því að taka af því áður en
haustvindarnir fara að næða af
krafti. Einnig er ágætt að klippa
tegundir eins og loðvíði og grá-
víði, svo eitthvað sé nefnt. Þá er
gott að grisja runna, eins og rifs-
og sólberjarunna, eftir að lauf hafa
fallið með því að taka gamlar grein-
ar innan úr.‘‘
Sjálfur segist Pétur ekki vera
mikið fyrir að klippa plöntur nema
þess þurfi, eins og til dæmis í lim-
gerði. „Mér finnst skemmtilegast
ef plönturnar fá að njóta sín eins
og þær eru, eðlilegt form þeirra
má ekki fara forgörðum við klipp-
ingu. Það þarf einnig að gæta vel
að því að það er mjög mismunandi
eftir tegundum iivenær runnar
mynda blómknúppa. Það má ekki
klippa eftir að þeir hafa myndast
því þá blómgast runnarnir að sjálf-
sögðu ekki. Varðandi klippingar á
haustin þarf að gæta sérstaklega
að því að ýmsar tegundir kvista,
eins og til dæmis þirkikvistur, sem
og sírena og dúnyllir, mynda blóm-
knúppa á haustin. Þessar tegundir
er því best að klippa um leið og
þær eru búnar að blómstra. Aðrir
kvistir, eins og japanskvistur og
dvergakvistur, mynda blómknúppa
á vorin og því má klippa þessar
tegundir alveg niður við jörð á
haustin ef fólk vill. En fólk á ekki
að klippa nema það beri skynbragð
á það sem það er að gera.“
„Það þarf að huga að mörgu á
haustin. Viðkvæmar fjölærar
plöntur, eins og t.d. kínaglóð, þarf
að þekja með mosa, laufi eða hrísi,
einhverju lífrænu sem náttúran
notar sjálf. Svo eru aðrar og enn
viðkvæmari fjölærar jurtir sem
best er að setja undir glerplötu.
Það eru plöntur sem þola illa vætu
eins og fjallablaðka og einstaka
hnoðrar, svo sem spaðahnoðri.
Svo er oftast best að leggja mosa
eða eitthvað að rótarhálsinum á
mjög viðkvæmum rósum," segir
Pétur.
Sígrænu plönturnar þarf að
vernda fyrir sól og þurrum, köldum
vindum. „Það er náttúrulega erfitt
að sjá fyrir hvernig viðrar í vetur,
en viðkvæmar sígrænar plöntur
getur verið nauðsynlegt að byggja
yfir. Margir hafa byggt eins konar
indíánatjald yfir þessar plöntur, en
ég tel betra að hafa yfirbygginguna
kassalaga. Vatnið safnast þá fyrir
á efsta hlutanum og lekur svo nið-
ur á plöntuna, en það er einmitt
(Jegutstu
konuv
heims
velja
HAUSTVERKIN
í GARÐINUM