Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ GLER OG GLUGGAR'suMudíxSir 29 . SEPTEMBER11'991
Gunnar Gissurarson í Gluggasmiðjunni hf.:
Einfaldara að hafa
þetta á sömu hendi
Glugga- og hurðaframleiðendur hófu samstarf fyrir þremur árum
í því skyni að auka gæði framleiðslunnar og urðu upp ór því til
Samtök íslenskra húshlutaframleiðenda, SÍH. Gluggasmiðjan hf.
er eitt fyrirtækjanna í þessu samstarfi og er Gunnar Gissurarson
framkvæmdastjóri formaður samtakanna en Gluggasmiðjan er
einnig þátttakandi í samvinnuverkefninu gleijaðir og fullmálaðir
gluggar fyrir ísetningu. Hann er beðinn að greina í nokkrum
orðum frá tilurð þessa samstarfs.
Gunnar Gissurarson hjá Gluggasmiðjunni.
*
stæðan fyrir stofnun Sam-
taka íslenskra húshluta-
framleiðenda var einkum
sú að menn sáu að framleiðsluna
þyrfti að bæta verulega og þrátt
fyrir að standa í glórulausri sam-
keppni sneru þessir samkeppnisaðil-
ar bökum saman. Við bundumst
samtökum um að auka gæði fram-
leiðslunnar og setja saman skilyrði
um lágmarkskröfur. Jafnframt var
samið við Rannsóknastofnun bygg-
ingaðiðaðarins um að annast óháð
eftirlit og geta fulltrúar frá Rb
komið til okkar fyrirvaralaust til
að gera sínar athuganir. Auk þess
eigum við sem tökum þátt í þessu
samstarfi að annast ákveðið innra
eftirlit og halda sérstakt bókhald
yfir það. Á þann hátt geta fulltrúar
Rb kannað hvort farið er eftir stöðl-
um og reglum milli þess sem þeir
koma til eftirlits sem. venjulega er
tvisvar eða þrisvar á ári.
Gunnar segir að þessi samtök
glugga- og hurðaframleiðenda séu
að vissu leyti undanfari þessa nýja
samstarfs um fullbúna glugga, þ.e.
að mála og gleija glugga á verk-
stæði og setja þá í eftirá.
Hægt að taka upp samstarf
-Við sáum að hægt var að taka
upp ákveðið samstarf um gæði á
fleiri sviðum og fengum við gler-
framleiðendur til samstarfs. Þessi
hefðbundna aðferð Við ísetningu
glugga hérlendis hefur oft valdið
kaupendum ýmsum erfiðleikum.
Það eru of margir aðilar sem koma
þarna við sögu: einn smíðar
gluggann, annar framleiðir glerið,
þriðji steypir gluggann í húsið, sá
ijórði gleijar á byggingastað og sá
fímmti málar. Ef eitthvað ber út
af er erfitt að kalla nokkum til
ábyrgðar þrátt fyrir það að hver
og einn beri ábyrgð á sínum verk-
hluta í tiltekinn tíma eftir að verkið
fer fram.
Það er auðvitað miklu einfaldara
fyrir verkkaupann að fá þetta allt
frá einni og sömu hendi og við telj-
um það í verkahring okkar að reyna
að koma þessari breytingu á. Núna
er búið að ganga frá öllum kröfum
varðandi þessa nýju tilhögun og
sum fyrirtækin í hópnum eru þegar
farin að bjóða þessa aðferð.
Ein ástæðan fyrir þessu nýja
samstarfi er lika sú að undanfarin
misseri hefur bólað á innflutningi
tilbúinna glugga og við viljum nátt-
úrlega mæta henni. Það verður hins
vegar ekki gert nema með sam-
starfi sem þessu og við teljum okk-
ur nú geta boðið samkeppnisfært
verð og ekki síðari vöru en erlendir
aðilar.
Hefði þessi aðferð kannski átt
að vera komin á fyrir löngu hérlend-
is?
-Það má kannski segja það því
hún hefur tíðkast á Norðurlöndun-
um og reyndar flestum löndum
Evrópu um árabil. Gluggafram-
leiðslan hérlendis hefur verið með
ýmsu móti, rammar smíðaðir og
settir saman á byggingarstað og
misjafnlega vandað til verka við
misjafnar aðstæður. Lengst af hef-
ur ekki verið gerður greinarmunur
á gluggum framleiddum með þess-
ari aðferð eða gluggum sem fram-
leiddir eru í verksmiðju við bestu
aðstæður.
Hönnuðir hlynntir aðferðinni
Áttu von á að langur tími líði
áður en þessi nýja aðferð verður
almenn hérlendis?
-Nei, ekki endilega. Verkfræð-
ingar, arkitektar og aðrir hönnuðir
þekkja hana og eru fremur hlynntir
henni og nú liggur fyrir það verk-
efni að kynna hana meðal iðnaðar-
manna og byggingameistara en
þeir eru í bland jákvæðir og nei-
kvæðir gagnvart svona nýjungum.
Sigurður Hall hjá íspan:
Þyngsti róðurinn veróur
hugarfarsbreytingin
OKKUR líst ekki illa á þessar hugmyndir og við erum tilbún-
ir að bjóða þjónustu eftir þessari nýju aðferð. Ég held hins
vegar að þyngsti róðurinn verði sá að koma á þeirri
hugarfarsbreytingu sem þarf meðal hönnuða og iðnaðar-
manna til að aðferðin nái útbreiðslu, segir Sigurður Hall fram-
kvæmdastjóri hjá glerverksmiðjunni Ispan í Kópavogi að-
spurður um þátttöku fyrirtækisins í verkefninu gleijaðir og
fullmálaðir gluggar fyrir ísetningu.
Frá glerframleiðslunni hjá Ispan.
span og Glerborg í Hafnar-
firði eru stærstu glerfram-
leiðendur hérlendis og eru
með stóran hluta markaðarins.
Milli 25 og 30 manns starfa hjá
íspan en álag í glerframleiðslu
er mest frá mars og fram í nóv-
ember. Þá getur verið nokkurra
vikna afgreiðslufrestur en síðan
allt niður í fáa daga. En hvemig
er íspan undir það búið að taka
þátt í samstarfinu?
Mikil endurnýjun tækja
-Við höfum verið með í þessum
undirbúningshópi og teljum okk-
ur ekki eiga í neinum vandræðum
með að standast gæðakröfumar
sem gerðar eru. Hér fer fram
innra eftirlit og allur gangur
mála í framleiðslunni er skráður
nákvæmlega. Rannsóknastofnun
byggingaiðnaðarins hefur yfir-
umsjón með gæðaeftirlitinu og
fylgist með að eftir öllum reglum
verði farið.
Við fórum út í mikla endurnýj-
un tækjakosts fyrir fjórum áram
og tölvuvæddum þá alla vinnslu
hér. Ákvörðun um það var tekin
löngu áður en þessar hugmyndir
komu til umræðu. Sjálfum gler-
skurðinum er stjómað með tölvu-
forriti og með því næst mun betri
nýting á glerinu heldur en með
útreikningum mannsins. Af-
skurður hefur minnkað úr 25%
niður í um 6% að meðaltali og
sem þýðir að við getum hreinlega
boðið betra verð en áður.
Það sama má segja um sjálfa
líminguna. Þar era tölvustýrðar
vélar komnar til sögunnar og þær
stilla gluggana miklu betur af
heldur en nokkur starfsmaður
getur gert og þannig fást mun
nákvæmari vinnubrögð. Við bjóð-
um eingöngu tvöfalda límingu og
ég hugsa að 90% allrar glerfram-
leiðslu í Evrópu í dag sé með
tvöfaldri límingu.
Sigurður Hall segir að af þess-
um sökum geti íspan nú boðið
10 ára ábyrgð á gleri en flestar
verksmiðjur hafa til þessa boðið
5 ára ábyrgð. Komi fram galli
fær viðskiptavinur nýja rúðu en
verður sjálfur að sjá um ísetn;
ingu. Ábyrgðartíminn hefur ein-
mitt verið mikið til umræðu í
gler- og gluggasamstarfinu:
Samræmdur ábyrgðartími
-Það verður að samræma
þennan tíma og nú er talað um
að bjóða fjögurra ára ábyrgð.
Hún yrði með þvi móti að komi
fram galli á gleri fá menn það
að sjálfsögðu bætt og komi hann
fram á fyrsta árinu sjáum við
einnig um ísetninguna. Með því
móti teljum við okkur jafnvel
ganga lengra en við gerum með
10 ára ábyrgðinni enda koma
verksmiðjugallar yfirleitt fram á
fyrsta ári ef þeir koma fram á
annað borð og ísetningin getur
verið mun kostnaðarsamari en
það að bæta sjálft glerið.
Hafíð þið ákveðið hvemig þið
komið til með að bjóða ykkar
gler í fullfrágengnum gluggum?
-Nei, það liggur ekki fyrir á
þessari stundu. Mér finnst líklegt
að gluggasmiðjurnar annist gleij-
un og fullnaðarfrágang fremur
en að glerverksmiðjurnar fái til
sín glugga til lokafrágangs því
glerframleiðslan er miklu minni
hluti af þessu dæmi. Sennilega
leita gluggasmiðjur til ákveðinna
glerframleiðenda og þannig verð-
ur líklega um einhvers konar
samstarf að ræða.
Þetta á allt eftir að koma í ljós
þegar reynsla verður komin á
þessa aðferð og það fer líka eftir
því hversu mikilli útbreiðslu hún
nær. Verði hún almenn og út-
breidd er ekki útilokað að ein-
hveijir aðilar sameinist og að
jafnvel verði til ný fyrirtæki sem
annast allt verkið.
Að lokum segir Sigurður það
skoðun sina að hægt væri að
koma á mun meiri hagræðingu í
byggingaiðnaði en nú er:
-Skipulag í byggingaiðnaði er
mjög lítið og sem dæmi má nefna
að menn era iðulega að panta
gler í hús nánast í sömu vikunni
og þeir ráðgera að gleija.
I dag getum við útvegað gler
af hvaða stærð sem er og meiri-
hluti framleiðslunnar eru sér-
sniðnar rúður fyrir einstök hús,
stór sem smá. Menn sem era að
byggja einbýlishús vilja hafa allt
með sínu sniði og sem ólíkast
öðram og gildir það um glugga
eins og allt annað. Hins vegar
væri hægt að staðla glugga-
stærðir og fá fram ákveðna fjöl-
breytni með því taka upp' eins
konar einingar sem raða mætti
saman á marga vegu.