Morgunblaðið - 29.09.1991, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ GLER OG GLUGGAR SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991
C 11
Ferdinand Hansen hjá BÓ-ramma:
Verður að skapa
aðferðinni tíltrú
BO Rammi hefur aðsetur í Hafnarfirði og Njarðvík en fyrirtæk-
ið varð til er Trésmiðja B.Ó. tók yfir starfsemi Ramma uin síð-
ustu áramót. Starfsmenn eru um 40 og fer framleiðslan aðallega
fram í verksmiðjuhúsinu í Njarðvík en aðalaðsetur og söluskrif-
stofa er við Dalshraun í Hafnarfirði. Ferdinand Hansen er fram-
leiðslusljóri og liann er spurður hvers vegna forráðamenn fyrir-
tækisins hafi ákveðið að taka þátt í samstarfinu:
Við gerðum það fyrst og
fremst vegna þess að við
teljum að það sé illa farið
með vörur okkar með því að setja
glugga og jafnvel fög og hurðir í
á röngum tíma, meðan blauta
tímabilið stendur yfir, þ.e. áður
en húsið er tilbúið undir tréverki
en gluggar og hurðir eru líka tré-
verk og er smíðað til að vera í
40 til 60% loftraka sem telst eðli-
legur og heilbrigður í íbúðarhús-
næði. Það er talað um fokheld hús
og hús tilbúin undir tréverk en
þá er strax búið að vinna hluta
af tréverkinu þar sem gluggar,
fög og hurðir eru löngu komin í
húsið.
Það er sérstaklega slæm með-
ferð á gluggum og reyndar hurð-
um oft líka þegar fsetning fer
fram svona snemma. Raki í hús-
um á byggingarstigi getur verið
allt að 90% og ég staðhæfi að
tréverk sem sett er í hús við slíkt
rakastig endist mun skemur en
ef það væri sett í síðar. Ég full-
yrði líka að það þarf að skipta
mun fyrr um glugga sem settir
eru í með hefðbundinni aðferð
heldur en þá sem settir eru í eft-
irá og getur þar munað 10 til 15
árum.
Menn verða að athuga að timb-
ur er lifandi efni. Það hreyfir sig
eftir rakastiginu og þess vegna
er svo mikilvægt að fara rétt með
efnið. En það er kannski ekki
eðlilegt að venjulegur húsbyggj-
andi hugsi svo mikið um þetta,
það eru ekki allir vel heima í þess-
um hlutum.
Ferdinand segir að þessi aðferð
sé í raun alls ekki ný af nálinni
hérlendis. Hún hafí tíðkast um
og eftir stríðsárin en síðan vikið
fyrir hefðbundinni aðferð sem
þekkist reyndar óvíða nema hér-
lendis. En hvaða reynslu hafa
þeir hjá BÓ Ramma af nýju að-
ferðinni?
-Við höfum sett glugga í tvö
hús með þessum hætti. Það er
komin hátt í tveggja ára reynsla
á annað húsið sem reyndar er
ekki langur tími en þar hefur
enginn leki eða annar galli komið
fram. Starfsmenn okkar sáu um
ísetninguna en það verður hins
vegar ekki svo í framtíðinni,
gluggaísetning verður áfram að
mínu viti verkefni smiðanna.
Þú heldur þá að vel gangi að
innleiða þessa aðferð?
-Það verður svolítið þungt að
koma þessu á almennt og það
verður bara að taka þann tíma
sem þarf til að skapa á henni til-
trú. Enda er hún dýrari ef menn
horfa aðeins á byggingarkostnað-
inn því hún kostar meiri natni og
meiri tíma en hefðbundna aðferð-
in. Þeir sem eru því að srníða og
selja íbúðir vilja því kannski halda
í hefðbundna aðferð en húseig-
andanum kæmi hikstalaust betur
Morgunblaðið/Bjarni
Ferdinand Hansen gengur hér frá glugga sem settur var í þegar
uppsteypu hússins var lokið.
að fara dýrari leiðina, sparnaður-
inn kemur ótvírætt fram í viðhald-
inu síðar.
BÓ Rammi hefur keypt Gler-
borgargler til að setja í glugga
sína og auk einbýlishúsanna
tveggja sem Ferdinand gat um
hefur talsvert verið gleijað af
opnanlegum fögum og svalahurð-
um á verksmiðjugólfinu.
-Mér sýnist þróunin geta orðið
sú að glei’verksmiðjurnar sjái
gluggaframleiðendum fyrir öllu
gleri. Þá myndi tilboðsgjöf og söl-
ustarfsemin fara aðllega fram hjá
gluggaframleiðendum og þá hlýt-
ur að nást ákveðin hagræðing
smám saman ef hægt verður að
draga úr sölukostnaði.
Anton Bjarnason hjá Glerborg:
Sannfærðir um að aðferðin er betrí
Öm Jónsson hjá Tré-
smiðju Jóns Gíslasonar:
Lönsu
tímabært
að taka á
þessum
málum
HJÁ Trésmiðju Jóns Gísiasonar
eru fjórir starfsmenn en fyrir-
tækið sérhæfir sig í glugga- og
hurðasmíði. -Það er löngu tíma-
bært að taka á þessum málum
því það er búið að fúska alltof
mikið í þessari grein og ég vona
að á fáum árum takist okkur að
koma þessari breytingu á sem
ég er viss um að þýðir betri end-
ingu, segir Örn Jónsson trésmíð-
ameistari.
Yið höfum endurskoðað ákveðin
vinnubrögð hjá okkur og
einkum atriði er varða öl!
efnisgæði, segir Örn ennfremur.
-Við töldum rétt að vera með í
þessu samstarfi og höfum haft
gott af því enda má segja að á
litlum vinnustað sem þessum sé
alltaf hætta á að menn einangrist
og festist í ákveðnu fari. Okkur
hefur verið bent á hvað má betur
fara og mér finnst stærsti ávinn-
ingurinn við þetta endurmat koma
fram í efnisgæðunum. Við vitum
betur hvað við viljum og efnissalar
vita hvað þeir þurfa að útvegat
okkur og með því að halda réttu
rakastígi á vinnustaðnum verður
öll meðferð efnisins betri.
Örn Jónsson segir að ekki hafí
þurft að leggja út í miklar fjárfest-
ingar enda beri svo lítið fyrirtæki
ekki slíkt. Helst þyifti að bæta
úr varðandi málningu, koma upp
betri aðstöðu og fjárfesta í spraut-
um. -Vélvæðing og sjálfvirkni
gengur hjá stóru aðilunum sem
vinna mikið af stöðluðum gluggum
en við sem erum mikið í margs
konar sérsmíði höfum ekki eins
mikið gagn að því.
Áttu von á að vel gangi að fá
menn til að taka upp þessi nýju
vinnubrögð? <
GLERBORG í Hafnarfirði er ásamt íspan stærsti glerframleið-
endi hérlendis. Á liðnu vori var sjálfur glerskurðurinn tölvuv-
æddur og segir Anton Bjarnason framkvæmdastjóri að nú þeg-
ar búið er að ná tökum á nýrri aðferð séu afköst meiri en áður
var og nýting á efni mun betri en hægt sé að ná mpð eldri
aðferðum.
etta þýðir að við erum ekki
eins háðir því að vanir
menn annist glerskurðinn
því það útheimtir mikla
útsjónarsemi að nýta glerskífurnar
sem best og slík leikni fæst aðeins
með langid starfsreynslu, segir
Anton en hann er spurður hvort
mikil samkeppni sé nú milli gler-
seljenda.
-Hún hefur verið mjög mikil og
það hefur sýnt sig að þegar nýir
aðilar hafa haslað sér völl á þessu
sviði hefur þrengt að okkur hinum
sem fyrir voru. Að rnínu viti verða
svona fyrirtæki að ná ákveðinni
stærð til þess að geta tölvuvæðst
og búist nauðsynlegum tækjum til
að framleiðslan verði sem full-
komnust. Glerborg og íspan eru
stærstu fyrirtækin og ráða nærri
80% markaðarins hérlendis og
aðrir aðilar eru því mun smærri.
En samkeppnin er fyrir hendi
og ég held að byggingaiðnaður
landsmanna fái góða þjónustu frá
glerverksmiðjum, fái vandaða vöru
á þokkalegu verði.
Afgreiðslufrestur á Glerborgar-
gleri er um ijórar vikur um þessar
mundir sem Anton segir óeðlilega
langan en tölvuvæðingin í vor tók
nokkurn tíma og dró úr afkasta-
getu verksmiðjunnar um tíma. Nú
sé hún hins vegar á uppleið og
veiti ekki af enda hafi eftirspurn
verið óvenjumikil að undanförnu.
En hvernig horfir samstarfið
um glerjaða og fullmálaða glugga
við forráðamönnum Glerborgar?
-Það leggst vel í okkur og eftir
að glerverksmiðjur tóku upp sam-
starf við gluggaframleiðendur held
ég að þessi framleiðsla sé reiðubú-
in að standast samkeppni við inn-
flutning sem alltaf hefur verið
dálítill. Það er að mínu viti betri
aðferð að verksmiðjuframleiða
fullbúna glugga í stað þess að
steypa þá í húsin í byggingu. Þessi
aðferð hefur verið við lýði erlendis
í áraraðir og ég held að þróunin
snúist í þessa átt hérlendis einnig.
Hvernig hafið þið búið ykkur
undir þetta verkefni?
-Það verða í sjálfu sér ekki
snöggar breytingar hjá okkur.
Aðal breytingin felst í því innra
eftirliti sem við erum að taka upp,
langtíma skipulagningu og bættri
meðferð hráefnis og í tengslum
við þetta ætlum við að setja fram
sérstaka stefnumótun fyrir fyrir-
tækið þótt hún tengist ekki beint
þessu samvinnuverkefni gler- og
gluggaframleiðenda.
Áttu von á að vel gangi að
breyta þessari löngu hefð fyrir
gluggaísetningu?
-Smiðir geta verið fastheldnir
og það á eflaust eftir að taka sinn
tíma að vinna þessari breytingu
fylgi. Það verður bara að koma í
ljós hvað menn tileinka sér í þess-
um efnum. Menn hafa helst efast
um þéttingu glugganna en ég held
að það verði alveg hægt að gánga
þannig frá þeim að þeir leki ekki,
jafnvel í þeirri erfiðu veðráttu sem
við búum við.
Anton Bjarnason segir að það
eigi einnig eftir að finna út hvern-
ig samstarf einstakra fyrirtækja í
hópnum verður:
-Við höfum afgreitt dálítið af
gleri til BÓ Ramma sem þeir hafa
gleijað fyrir ísetningu. Þetta á
einkum við opnanleg fög sem far-
ið hafa til dæmis í hús á Keflavík-
urflugvelli. Ég býst við að glugga-
verksmiðjurnar hafi betri aðstöðu
til að taka við gleri til að gleija
glugga sem þeir smíða fremur en
að við komum upp aðstöðu hér til
að taka glugga frá þeim sem gleij-
aðir yrðu hér. En við tökum þátt
í þessu af því við erum sannfærð-
ir um að aðferðin er betri og að
það sé betra að fullvinna gluggann
á heitu verksmiðjugólfi fretnur en
á köldum og blautum byggingar-
stað.
Þetta verkefni hefur leitt það
af sér að aðrir þættir verða endur-
skoðaðir til samræmis við það sem
gerist á mörkuðum í kringum okk-
ur. Ég á þar við ábyrgðarskilmála
vegna framleiðslugalla og brota-
ábyrgð framleiðenda gegn brotum
í flutningi og ísetningu. Það þekk-
ist ekki að glerframleiðendur taki
ábyrgð á brotumá gleri eftir að
þeir hafa afgreitt það frá sér og
geri ég ráð fyrir því að þessi mál
verði endurskoðuð og taki ein-
hverjum breytingum í byijun
næsta árs, sagði Anton Bjarnason
að lokum.
-Það mun eflaust taka nokkurn
tíma, kannski fimm til tíu ár, og
kannski eigum við eftir að fá alla
smiðastéttina upp á móti okkur!
Það er auðvitað skiljanlegt að
menn viiji ekki breyta áratuga
gamalli hefð á einum vetri og við
verðum bara að láta þessar breyt-
ingar taka sinn tíma. En ég er
sannfærður um að þær eiga rétt
á sér og að menn fái hér betri
vöru sem endist lengur.
Mtakar -
tiústiygaieaúar
Smíðum útihurðir,
glugga, svalahurðir,
bílskúrshurðir,
rennihurðir.
Tilboð.
MPSFEUL
Hamratún 1
Mosfellssveit
Sími 666606