Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991
B 5
:2_ e
*- 05
o E
I i g
o
'O -t-'
*o *o
=> 2 O
O E >
NVLISTASAFN:
CAPUT-TONLEIKAR
CAPUT-hópurinn og UNM (Ung Nordisk Musik) standa fyrir
tónleikum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. 3b, næstkomandi
þriðjudag, 5. nóvember. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og
á efnisskránni eru einleiksverk, ýmist með segulbandi eða án.
Þeir höfundar sem eiga verk á tónleikunum eru: Lárus H.
Grímsson, Bára Grímsdóttir, Helgi Pétursson, Ríkharður H.
Friðriksson, Elín Gunnlaugsdóttir, Aarne Mellnas og Brian
Ferneyhough.
Atónleikunum verður bryddað
upp á ýmsum nýjungum og
ýmsar tilraunir gerðar, því fæst
þessara verka hafa heyrst hérlend-
is fyrr. Tónleikarnir eru samstarfs-
verkefni CAPUT og íslandsdeildar
UNM en samtökin senda nú hóp
tónskálda og flytjenda á árlega
tónlistarhátíð norrænna ungmenna
sem að þessu sinni er haldin i
Kaupmannahöfn dagana 10. til 17.
nóvember. Hátíðin er mjög mikil-
vægur liður í samstarfi ungmenna
sem stunda nýsköpun í tónlist.
Flytjendur á tónleikunum verða
þau Bryndís Halla Gylfadóttir,
Bijánn Ingason, Guðni Franzson
og Kolbeinn Bjamason.
Fimm íslensk verk verða flutt í
Nýlistasafninu á þriðjudagskvöld-
ið, þar af verða þrjú frumflutt, það
er verk þeirra Báru, Helga og Rí-
harðar, verk Lárusar er nú flutt í
fyrsta sinn hér á landi, en verk
Elínar hefur aðeins verið flutt á
skólatónleikum.
„Back to the beginning again”,
fyrir fagott og segulband, eftir
Lárus Grímsson, var flutt í
Amsterdam árið 1984, en það var
samið við Sonologisku stofnunina
í Utrecht. Heimasmíðaður tón-
gjafi, „Vosim”, fremur hljóðin á
segulbandinu. Það er Bijánn Inga-
son, sem flytur verkið.
Einleiksverk fyrir flautu eftir
Báru Grímsdóttur var skrifað í
fyrravetur hjá Luis Andriesen í
Hollandi, en Bára er í námi hjá
honum. Flytjandi flautuverksins
er Kolbeinn Bjarnason.
„Maximum Fidus”, eftir Helga
Pétursson, er tölvutónsmíð. Helgi
er kirkjuorganisti á Húsavík. Verk
hans hafa vakið mjög mikla at-
hygli í flutningi og Maximum Fid-
us verður líklega engin undantekn-
ing þar á. Verkið verður flutt af
segulbandi. „Andar”, eftir Ríkharð
H. Friðriksson er fyrir klarínettu
og segulband. Verkið var samið
fyrr á þessu ári og er tölvutón-
smíð. Klarínettan leikur við undir-
leik tölvu, tíu kafla sem hver
grundvallast á takmörkuðu tóna-
efni og ákveðnu hljómfalli. Flytj-
andi er Guðni Franzson.
„Monolog” fyrir selló, eftir Elínu
Gunnlaugsdóttur, er samið fyrir
selló. Elín er nemandi við tónfræði-
deild Tónlistarskólans í Reykjavík
og er þetta í fyrsta sinn sem verk
eftir hana er flutt opinberlega. Á
tónleikunum verða tvö erlend verk
flutt: „Riflessioni,” eftir Arne
Mellnás og „Mnemosyne” eftir
Brian Ferneyhough. „Riflessioni”,
er fyrir klarínettu og segulband.
Verkið er samið árið 1981, byggir
kvarttónum. „Ég hef verið að æfa
þetta verk síðan 1986,” segir
Guðni Franzson sem flytur verkið,
„Ég þurfti að æfa kvarttónaskala
á hljóðfærið upp og niður, sem er
mjög flókið og ég þurfti að æfa
þá tækni alveg frá grunni.
„Mnemosyne”, er stórvirki fyrir
bassaflautu og segulband. Fer-
neyhough hefur verið kallaður for-
sprakki nýflækjustílsins (neo-
complexity). Ýmis íslensk tónskáld
hafa verið við nám hjá Ferney-
hough, og hafa lært þetta verk.
„Það sem er skemmtilegt við
þessa tónleika,” segir Guðni, „er
að við ætlum að halda þá á mynd-
listarsýningu Halldórs Ásgeirsson-
ar í Nýlistasafninu, „vefa saman
tóna og tré. Þegar við vorum að
leita að húsi, fannst okkur Nýlista-
safnið best fallið til þess að flytja
þessi verk.” „Tilgangurinn með
tónleikunum,” segja Lárus og
Bijánn, „er að leyfa fólki að heyra
hvað ungu tónskáldin eru að gera.
Lárusar verk var flutt á UNM-
hátíðinni síðast, og hin fjögur eiga
öll verk á þeirri hátíð sem fram fer
í Kaupmannahöfn núna í nóvem-
ber. Tónleikarnir eru ekki síst
haldnir til að vekja athygli á þeirri
hátíð.”
ssv
Kjafvalsstaftir:
LJÓÐ OG KRINGLA
Á Kjarvalsstöðum hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung að
halda sýningar á ljóðum. Sýningar þessar hefjast í dag, klukkan
17.00, með því að Ijóð eftir Jón úr Vör verða til sýnis í austurfor-
sal safnsins. Að sögn Gunnars Kvaran, forstöðumanns Kjarvals-
staða, verða ljóðin sett og stækkuð upp og sýnd án myndskreyt-
inga. „Það er orðið sem verður látið sitja í fyrirrúmi á þessum
sýningum,” sagði hann, og er sýning Jóns sú fyrsta í röð sjö Ijóða-
sýninga sem verða í vetur.
Hugmyndin með þessu er að
beina sérstakri athygli að ljóðl-
istinni, samtímis því sem ljóð-
skáldin fá tækifæri til að vinna
með ljóðin í nýju samhengi. Þau
fara út af blaðsíðunni og upp á
veggflötinn og nálgast þannig
heim myndlistarinnar. Það er vitað
að mörg ung ljóðskáld, og jafnvel
eldri, hafi átt í erfiðleikum með
að fá ljóð sín birt hjá hinum hefð-
bundnu, viðurkenndu forlögum.
Þetta er ný leið til að kynna ljóðl-
ist, og þá sérstaklega þá tilrauna-
starfsemi sem vissulega er að geij-
ast meðal ljóðskálda almennt, en
hefur ekki haft
neinn öruggan vett-
vang á síðastliðnum
árum.
Ætlunin er að
sýningarnar standi
í þijár helgar, eða
rúmlega hálfan
mánuð, jafnframt
því sem verður
kynning á viðkom-
andi skáldi og ljóð-
um þess í „Leslamp-
anum” á Rás 1, en
þetta er samvinnu-
verkefni milli Kjarv-
alsstaða og Rásar
1.”
Til hvaða hóps
ætlið þið að ná?
„Við höfðum auð-
vitað til hinna hefð-
bundnu ljóðaunn-
enda, en samtímis
er listasafn eins og Kjarvalsstaðir
staður þar sem margir koma og
kynnast þarna óvænt ljóðinu í
þessu nýja formi.”
Er eitthvað fleira nýtt á döfinni
hjá ykkur?
„Já, núna um helgina verða opn-
aðar tvær nýjar sýningar hér í sitt
hvorum sal Kjarvalsstaða. Þetta
eru gerólíkar sýningar, annars
vegar Gunnar Orn, málari, og hins
vegar ívar Valgarðsson, mynd-
höggvari, en það sem er kannski
mest spennandi við verkefnið er
það, að á sama hátt og við látum
ljóðið bijótast út úr bókinni, þá
ætlum við að láta myndlistina
bijótast út úr safninu og sýna verk '
Ásmundar og Kjarvals á sérstakri
sýningu í Kringlunni, sem lið í
kynningu á starfsemi listasafna á
vegum borgarinnar. Þar verða
sýnd verk eftir Kjarval og Ásmund,
jafnframt því sem starfsmenn
safnsins munu dreif bæklingum
og kynna starfsemi safnsins.
Ennfremur hefur verið rætt um
það við forstöðumenn Kringlunnar,
að þegar settar verði upp stærri
sýningar á Kjarvalsstöðum, þá
verði sett upp minni verk í Kringl-
unni, eftir viðkomandi listamann,
sem vísi til sýningarinnar, samtím-
is því sem þau séu sjálfstæð lista-
verk.”
Hvar sýnið þið í Kringlunni?
„Að þessu sinni verður sýningin
staðsett inn af torginu Hagkaups-
megin, við gosbrunninn. Síðan get-
um við fært sýningarnar til, jafn-
vel upp á aðrar hæðir hússins.”
Hver er tilgangurinn með þessu
öllu?
„Tilgangurinn er auðvitað fyrst
og fremst að vekja athygli á lista-
söfnum borgarinnar og beina fólki
að menningarneyslu.”
ssv
Gunnar Kvaran
ENGIN ROMANTIK
Tilfinningar afvegaleiða ahoifandann
ívar Valgarðsson opnar sýningu í vestursal í boði Kjarvalsstaða
í dag. ívar sýnir þrívíð verk, innsetningar svokallaðar, úr byggingar-
efni, „uppbyggiieg efni sem móta allt okkar mannlega umhverfi”.
Morgunblaðið/Einar Falur
essi sýning er niðurstaðan af
allri minni skoðun og reynslu
eins og öll mín verk,” segir
ívar. Hann bætir því við að hann
hafi alltaf tekið formræna afstöðu
til veruleikans. „Ég hafna hefð-
bundnum aðferðum myndlistarinn-
ar, að mála á striga, höggva í
marmara eða steypa í gifs. Þessar
aðferðir eru bindandi og hafa ekki
þýðingu lengur.”
Efniviður Ivars er byggingarefni,
tré, steypa, málningarefni o.þ.h. og
hann segist í verkum sínum sam-
eina inntak og efni. „Ég vil að efn-
ið hafi merkingu sem efni og höfði
einvörðungu til eigin veruleika. Ég
legg mikið upp úr „konstrúktívu”
eðli listaverksins og vil ekki búa til
neina rómantík í kringum það. Né
heldur líkingamál. Ég reyni að úti-
loka nærværu listamannsins í verk-
um mínum.”
Þetta mætti líklega nefna hlut-
læga afstöðu til listsköpunar og ég
spyr Ivar hvort ekki sé erfitt að
útiloka nærveruna algjörlega. „Per-
sónulegar tilfínningar listamanns-
ins skipta engu máli í listaverkum.
Þær höfða bara til persónulegs vol-
æðis einstaklingsins og það kemur
engum við. Tilfinningar eru ekkert
til að byggja á, þær eru aldrei
marktækar og ekkert til að byggja
á.”
Ivar segir að þetta sé sú niður-
staða sem hann aðhyllist nú og sé
inntak sýningarinnar. „Ég tek hlut-
skipti mitt alvarlega. Listamaðurinn
er ekkert merkilegri en hver annar,
tilfinningar hans eru ekkert merki-
legri en annars fólks en hann er
jafn ábyrgur, ef ekki ábyrgari en
aðrir, í ljósi þess frelsis sem hann
gefur sér. Ég get auðvitað ekki
hindrað að áhorfandinn að verkum
mínum taki tilfinningalega afstöðu
til þeirra en ég er ekki að reyna
að ná tilfinningalegu sambandi við
hann.”
- Hvað felst í því þegar þú segist
taka hlutverk þitt sem listamaður
alvarlega?
„Ég tek ríka siðferðilega afstöðu
sem myndlistarmaður með því
hvernig ég nálgast viðfangsefni
mitt. Þessi afstaða vil ég að skili
sér til áhorfandans. Listin snýst
alltaf um list og allt annað snýst
alltaf um allt annað, svo ég vitni í
Ad Reinhardt. Sem ábyrgt viðhorf
er hún siðferðileg viðmiðun.”
Verk ívars bera það með sér að
hugmyndavinnan sé mikilvægust.
„Já og ég vinn nánast eins og rithöf-
undur. Við skrifborð. Vinnu við
handverk læt ég fagmönnum eftir.
Þeir kunna það betur en ég. Ég gaf
mér góðan tíma fyrir þessa sýningu
því það eru tæp tvö ár síðan ég
fékk boð um að sýna hér. Ég vil
líka gera mér góða grein fyrir hús-
næðinu sem ég sýni í og verkin eru
unnin með þessi salarkynni í huga.
Þessi sýning er vissulega þess eðlis
að ekki er um söluverk að ræða.
Efnið í verkin eru fengin að láni
og verður skilað aftur þegar sýning-
unni lýkur. Þetta eru innsetningar
(installations) sem hafa þjónað sín-
um tilgangi þegar sýningunni er
lokið.”
hs
|
I
I
I
i
I
I
i