Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991
NÓGAF
UNDRUNAR-
Bragl Olafsson,
skáldog hljóðfæra-
leikari, talarum
nýja Ijóðabók, ferð-
EFNUM
alög, óútskýranlega
Ijóðrænu og sitt-
kvað fleira
SILFURSKOTTA VÍNGLAS OG BYSSA
Hann stendur undir rússneskri ljósakrónu
með þunga skammbyssu í hendi.
Hann segir: Ég drekk ekki
með skilyrðum.
Og silfurskottan skriður
með veggnum umkringd myrkri.
Það setur mér enginn skilyrði
nema drykkurinn.
Hann leggur byssuna frá sér
og þá heíjast fagnaðartetin.
Og silfurskottan hverfur
með myrkrinu bakvið veggfóðrið.
Undarleg ljóð: Sum um erlendar
borgir og önnur segja litlar sögur
af fólki og einhverjum uppákom-
um sem vekja spurningar, og
óvissu þegar best lætur. Ejnhvern
veginn þannig kýs Bragi Olafsson
að lýsa ljóðunum í Ansjósum,
væntanlegri bók sinni. Árið 1986
sendi hann frá sér bók sem nefn-
ist Dragsúgur og vakti hún tölu-
verða athygli, en síðan hefur ver-
ið heldur hljótt um skáidið, enda
hefur hann ferðast mikið og haft
öðrum og líklega háværari hlutum
að sinna, sem bassaleikari hljóm-
sveitarinnar Sykurmolanna.
Bragi segir að bókin sé
samtíningur, Ijóðin séu ekki
beinlínis skrifuð með það
fyrir augum að veljast sam-
an í bók. „Fimm ár eru lið-
in frá því ég gaf síðast út
bók og ég hef líklega skrif-
að nokkur hundruð ljóð á þeim tíma,
en ekki fundist ég vera tilbúinn til
útgáfu fyrr en núna í haust. Elstu
ljóðin eru þannig frá 1986, en flest
eru þau nýleg. Það stóð til að safna
í aðra bók árið eftir Dragsúg, en ég
fór inn á leiðinlega braut, fór að
passa mig of mikið. Það er fyrst eig-
inlega síðustu mánuði sem ég fínn
þann tón sem mér líkar.”
— Er þessi bók ekki eðlilegt fram-
hald af þeirri fyrri?
„Ég veit það ekki. Ég reyndi að
hogsa sem minnst um þá bók, og
hef lítið skoðað hana eftir að hún
kom út, nema þá með það í huga
að endurtaka hana ekki. Ég er sátt-
ur við flest í henni en mér fínnst
Ansjósur vera ólík og held ég betri
bók. Aftan á kápuna set ég fjórar
Iínur og þær eru kannski einhvers-
konar samnefnari fyrir hana:
Þegar borgin Qarlægist í bakspegti leigubílsins
er hún ekkilengur borg
heldur bara s| staður
þar sem hægt var að ná í bfl.
Ansjósur er mikið um ferðalag um
borgir, enda hef ég ferðast mikið frá
því að fyrri bókin kom út.”
Raunveruleiki og
Ioftkennt ástand
— Það er mikið ferðast um borgir,
og er ekki rétt að einhver
alheimstónn sé í bókinni?
„Jú, kannski var ég svolítið
hræddur við það þegar ég var að
tína þetta til, því ég kom þá auga á
að mikið af þessum ljóðum gerist
erlendis og fékk á tilfinninguna að
það væri beinlínis óviðeigandi að
vera að fjalla um staði sem eru manni
hálf óviðkomandi. En við nánari
umhugsun sá ég að svo er ekki.
Maður er nú bara staddur hér á
íslandi fyrir tilviljun. Ég hef
afskaplega litla þjóðerniskennd; það
er ágætt að búa héma, en einnig
margt miður gott við það. Þeir tímar
koma, ekki síst eftir að ég hef ekki
skrifað ljóð í einhvem tíma, að mig
fer að langa til að búa erlendis.
Ætli ég hafí ekki bara stöðuga þörf
fyrir framandi umhverfí og ólík
tungumál, og reyni að upplifa það í
einstaka ljóðum sem ég skrifa.”
— Þú segist hafa skrifað nokkur
hundmð ljóð á síðustu ámm, er þetta
þá vandlega valið safn þeirra bestu?
„Ég held að það sem ég tók ekki
með sé mjög slæmt. Ég get bara
ekki ort fleiri Ijóð sem mér fínnast
góð. Mér fínnst jafnvel að bókin hefði
mátt vera aðeins minni, en viss lög
um bókaútgáfu segja að bækur þurfi
að vera í ákveðinni stærð. Mér fínnst
að ljóðabækur síðustu ára hefðu
yfírleitt mátt vera minni, því mér
fínnst maður yfírleitt ná betra
sambandi við smærri Ijóðabækur. En
varðandi niðurröðun í bókina þá læt
ég bara tilfínninguna ráða, er ekkert
að senda lesandann í neitt ferðalag,
eða slíkt. Hvert ljóð stendur eitt og
sér.”
— Ertu með einhverskonar
stefnuskrá um það hvernig Ijóðin
eigi að vera?
„Nei, ég hef nú aldrei sett upp
neina einka stefnuskrá, það er
einhver tilfmning sem ræður því hvað
mér fínnst vera ljóð. Mér finnst að
ljóð þurfí að hafa annan fótinn í
raunveruleikanum, helst í einhverri
reynslu sem maður fínnur að
ljóðskáldið hefur lent í, síðan á hinn
bóginn eitthvað loftkennt ástand sem
maður veit ekki alveg hvað er. Mér
fínnast þau ljóð mín alltaf best
lukkuð, sem ég hendi ekki alveg
reiður á. Sum skil ég ekki og þau
koma mér alltaf á óvart. Nokkur ljóð
í Ansjósum hafa slíka tilveru, og
einnig eru einhver í Dragsúgi sem
virka ennþá þannig á mig.”
Yfirleitt leiðast mér ljóð
— Er ljóðið þannig einhverskonar
órökrænn galdur?
„Galdur er kannski klisjukennt
hugtak, en ef ég lít til baka yfír
þann tíma sem ég hef verið að reyna
að skrifa ljóð, þá fínnst mér að gald-
urinn sé í því fólginn að setningam-
ar eða orðin raðist einhvem veginn
saman; það þarf engin merking að
vera í því og myndin getur verið
mjög ruglingsleg, bara að hún veki
undrun hjá lesanda og einhveijar
spumingar. Það er þesi óútskýran-
lega ljóðræna sem maður upplifir.
Yfírleitt leiðast mér ljóð mjög mik-
ið. Á tímabili gerði ég mikið af þvi
að kaupa ljóðabækur, en það er sjald-
an sem maður fínnur eitthvað sem
manni líkar. Ég hef reyndar alltaf
lesið meira af erlendum skáldum.
Ég er ekki að segja að þau séu eitt-
hvað fremri þeim íslensku yfírhöfuð,
en þar er um auðugri garð að gresja.
Það standa alltaf einhver ljóðskáld
uppúr sem gaman er að lesa. Þannig
hef ég til dæmis alltaf verið sérstak-
lega hrifinn af Apollinaire og þeim
nýjungum sem komu fram á fyrstu
tveimur, þremur áratugum þessarar
aldar; nýjungum sem margar hveijar
eru ennþá ferskar og ennþá er stuðst
við. Og svo er ég nýlega farinn að
lesa rússnesku skáldin, eins og Ésen-
ín, Jevtúsenkó, Akhmatovu og
Tsvetajevu. Þau hafa eitthvað sem
engin önnur skáld hafa, nema þá
helst Apollinaire, en hann var nú
einhverskonar Pólveiji. Ég veit ekki
hvað veldur þessum tóni Rússanna,
hvort það getur verið hinn langi og
þungi vetur eða hin frámunalegu
óþægilegu lífsskilyrði. Hjá þessum
skáldum er ljóðið eitthvað svo fijálst
og venjulegt, og mjög mikil og
skemmtileg Ijóðræna.”
— Hjá þeim er frásagnarþátturinn
oft áberandi, og það sama má segja
um þín Ijóð; í Ansjósum eru til dæm-
is nokkrir prósar. Ljóðmælandi fer
þannig í búð í Zagreb og kaupir sér
jakkaföt og annar situr á bar í Amst-
erdam.
SIGRAR
Hollendingar höfðu unnið Rúmena í sjón-
varpsknattspymunni og á bamum ætlaði
allt vitlaust að verða því þetta átti sér stað
í Amsterdam. Bjórinn flæddi yfir allt, það
var skálað í séniver, og að öllum líkindum
fyrir mistök var mér réttur einn slíkur af
gjörsamlega ókunnugum manni. Ég ætlaði
að afþakka en ákvað svo að þiggja því fyrr
um daginn hafði ég að mér fannst unnið
einn lítinn en óneitanlega
persónulegan sipr.
„Já, ég er með nokkra prósa. Ein-
hver kallaði þetta örsögur, sem mér
fínnst hálf leiðinlegt orð, og ég lít
ekki á þetta sem sögur. Það er bara
einhver tilfínning sem ræður því
hvort ég skrifa ljóð niður sem prósa
eða í ljóðlínum. Sá prósi sem ég vil
lesa er yfirleitt ekki ljóðrænn, hann
byggist á harðari texta; einfaldari
frásögn. Oft fínnur maður að menn
eru að rembast við að vera ljóðrænir
í sögutextum, en stundum er ljóð-
rænn prósi áreynslulaus og þá er
maður ánægður, en það er mjög
sjaldan. Ég geri einhvern veginn
sterk skil milli póesíu og prósa.”
Varfærnislegt og
gamaldags mál
— Það er greinilegt að þessi tónn
undrunar, og jafnvel ákveðins kæru-
leysis, skiptir miklu máli í ljóðunum,
og einnig skiptir málfarið miklu.
„Já, stundum kem ég að mér þar
sem ég er að skrifa í einhveijum tón
sem ég kann ekki við. Ég nota ekki
upphafið, heldur varfærnislegt mál.
Mér kæmi aldrei til hugar að nota
einhveijar klisjur eða slang, mér
fínnst það hæfa betur þeirri undrun
sem oft er í ljóðunum að málið sé
frekar þurrt og ekki mjög skáldlegt.
Ég leita jafnvel aftur í fortíðina að
orðum sem ekki þykja beint við hæfí
í nútímamáli, mér finnst það bara
oft fallegra. Ef ég ætti að nefna ein-
hvetja málfarslega andstæðu við mig
í íslenskri ljóðagerð, þá kemur ísak
Harðarson strax upp í hugann.”
— Og er þessi undrun þá í textan-
um sjálfum, ogtengist jafnvel staða-
nöfnum, borgum og öðru slíku?
„Já, mér finnst að ég verði stund-
um að nefna staði til að fá fótfestu.
Ég er fyrst og fremst að hugsa um
sjálfan mig sem lesanda og ég verð
að standa föstum fótum í ljóðinu.
Ekkert væri fjær mér en að tala um
himinhvolf eða stíga inn í aðrar
galaxíur, þetta er mjög jarðbundin
lýrík. Nóg er ef undrunarefnum i
þessum raunveruleika: margt ber að
undrast.”
— Myndmálið er einfalt og þú
dregur yfírleitt upp beinar myndir.
„Ég hugsa aldrei um myndmál,
fyrr en kannski eftirá. Yfírleitt
fínnast mér ljóð sterkari ef þau
byggjast á einni mynd, ef þau hafa
einn sökkul sem svo er hlaðið ofan
á. Þá getum við gripið til samlíking-
ar við hús, að ljóð sé hús; einn grunn-
ur með mismunandi mörgum glugg-
um.
Flest þessi ljóð eru ein mynd og
ég er vappandi þar í kringum. Mér
fmnst umræða um myndmál, líkingar
og slíkt ekki vera mér mjög nauðsyn-
leg; þetta er eitthvað fyrir bókmennt-
afræðinga að grúska í. Ef einhver
ljóðræna er í ljóðinu þá er það nóg.
Og einhver ákveðin heimspekileg
hugsun sakar ekki ef hún hreyfir við
manni.”
Rokkmúsík truflar yrkingar
Hvemig fer það saman að vera í
Sykurmolunum og skrifa ljóð; er
rokkið fjandsamlegt ljóðskáldinu?
„Rokkmúsík truflar mig við að
skrifa, enda læt ég þetta tvennt ekki
fara saman. Þess vegna er mér illa
við að setja mína texta í rokkmúsík,
og það er líka mín skoðun að þeir
sem syngja textana eigi helst að
semja þá líka.”
— En gefst ekki nægur tími til
að yrkja á ferðum milli borga með
Sykurmolunum?
„Það er nógur tími; mestur tíminn
fer í að bíða og hangsa. En það er
hræðilegur ókostur hvað það tekur
mig langan tíma að setja mig í
stellingar til að skrifa. Ég verð
einhvem veginn að losa hugann frá
öllu því sem fylgir æfingum,
tónleikahaldi og öðru slíku. En ég
hef lofað mér því sjálfur að verða
ekki aldraður poppari svo þetta er
allt í lagi.
En þessi ár hef ég alltaf verið að
skrifa niður ljóð, setningar eða
hugmyndir. Yfírleitt verður einhver
setning sem lifír með mér síðar að
fullkláruðu ljóði.
Mér fannst nauðsynlegt að koma
þessari bók frá mér núna, því mörg
af þessum ljóðum em búin að ferðast
lengi með mér og mér er nauðsynlegt
að koma þeim frá. Ég hefði getað
setið og slípað bókina í eitt ár í viðbót,
en það stæði í vegi fyrir öðm. Ég
vil fara að gera eitthvað nýtt. 0g
ég er stöðugt með hugann við skrifín,
og lít miklu frekar á mig sem
ljóðskáld heldur en tónlistarmann,
enda líka mjög takmarkaður
hljóðfæraleikari. Mitt daglega
samhengi er kannski of tengt ljóðinu,
eða einhveiju sem gæti sómt sér í
bók. Mér fínnst það stundum tmfla
rökræna hugsun, sem er ágætt, því
ef ljóð er vel heppnað þá er sá heimur
sem það sýnir mun indælli og fallegri
en hversdagsleikinn. Og maður getur
haft hann með í farangrinum hvert
sem maður fer.”
Viðtal: Einar Falur Ingólfsson