Morgunblaðið - 22.11.1991, Qupperneq 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Allir í próf
sem breyta
stýrisgangi
IÐNTÆKNISTOFNUN og Bifreiðaskoðun
Islands munu á næstunni prófa þá fjölmörgu
aðila sem hafa framleiðsluleyfi á hlutum sem
tilheyra stýrisgangi bifreiða, en þeir eru hátt
í 80 talsins á landinu. Verða þeir sem hyggj-
ast halda leyfinu að mæta í prófið og sýna
og sanna að þeir kunni til verka.
Allt frá árinu 1986 hefur mönnum verið skylt
að fara með alla hluti sem þeir hafa brejAt í
stýrisgangi bíla til Iðntæknistofnunar til prófun-
ar. Þar á bæ hafa menn myndað allar suður í
bak og fyrir til að tryggt sé að verkið sé vel
unnið, enda liggur mikið við að stýri bíla bili
ekki.
Að sögn Stefáns Bjömssonar hjá Iðntækni-
stofnun hefur verið mikið að gera við að skoða
breytta hluti frá þeim sem vinna við að breyta
bílum. Hann sagði breytingamar fyrst og fremst
tvennskonar. Annars vegar væru menn sem smíðuðu
hluti og fengju framleiðsluleyfi fyrir þeim og þá væri
það Iðntæknistofnunar og Bifreiðaskoðunar íslands
að fylgjast með að hluturinn væri rétt gerður í þeim
bílum sem hann væri settur í. Hins vegar em einstakl-
ingar sem koma með einstakan hlut sem þeir hafa
gert og vilja nota.
Stefán sagði að trúlega kæmu menn til að láta
skoða breytingar annan hvern dag þannig að mikið
væri að gera við breytingar á bílum. Iðntæknistofnun
athugar líka hluti úr stýrisganginum sem eru innflutt-
ir og hefur eftirlit með að þeir séu nógu tryggir til
að nota í bílum hér á landi.
Árið 1986 þegar reglur vom hertar sagði Stefán
að mjög mikið hafi verið að gera. „Þetta kom í gusum
í upphafi en síðan hefur heldur hægt á. Hert eftilit
með breytingum á stýrisgangi hefur orðið til þess að
menn hafa vandað sig meira við aðra hluti í bílnum.
Fyrir nokkrum ámm sá maður ýmislegt furðulegt og
algjört fúsk í sambandi við breytingar á bílum en slíkt
sést ekki lengur og menn vanda sig mun betur við
allan frágang,” sagði Stefán.
Eins og áður segir em tæplega 80 manns með leyfi
til að breyta stýrisgangi bíla en nú hefur þeim verið
sent bréf þar sem leyfíð er afturkallað og þeir sem
vilja halda leyfinu verða að koma í próf hjá Iðntækni-
stofnun og sýna að þeir kunni til verka. Stefán sagð-
ist búast við um 10-20 manns í prófið sem verður
haldið fyrir áramót, þannig að leyfishöfum fækkar til
muna enda ótrúletra marsrir fvrir. ■
TCM-4500 • kr. 6950.-
CFM-2500 • kr.6950,-
TPM-8000 • kr. 4690.-
WM-3000 • kr. 4420.-
JAPIS3
HLJÓMTÆKJAVERSLUN
UNGA FÓLKSINS
BRAUTARHOLT 2 • KRIHGLUNNI SÍMI 62S200
Kassettutæki m/hljóðnema.
Útvarp og kassettutæki m/hljóðnema.
Kassettutæki fyrir þau yngstu.
iækid slckkur i scr þcgar spolan cr i cnda.
Vasadiskó með ól
þessi skemmtilegu hljómtæki eru
hönnuð og framleidd miðað við
þarfir og getu yngstu notendanna.
Tækin eru sterkbyggð, takkar
stórir og í áberandi lítum, öll horn
eru ávöl svo ekki er hægt að
meiða sig á þeim.
Öll tækin eru án rafmagnstengi
sem kemur í veg fyrir fikt i
innstungum og eru tækin mjög
sparsöm á rafhlöður.
Sem sagt tilvalin jólagjöf fyri
unga tónlistaraðdáendur.
Símtölum fjölgar
verulega í kjölfar kynninga
Rauðakrosshússins á símaþjónustunni
SÍMHRINGINGUM til Rauðakrosshússins fjölgar verulega í kjölfar
skipulagðrar kynningar á símaþjónustu hússins. Eftir að ein slík kynn-
ing fór fram úti á landi nýlega urðu simtölin frá þeim stað 73 á einung-
is einum og hálfum mánuði eða jafn mörg og fyrstu níu mánuði árs-
ins. Um svipað leyti var tekið í notkun „grænt númer”, sem þýðir að
hægt er hringja frá hvaða svæðisnúmeri sem er og borga fyrir það
eins og um innanbæjarsimtal sé að ræða. Að sögn starfsmanna hússins
auðveldar þetta mörgum börnum utan af landi að leita sér aðstoðar,
þar sem þeim hafði verið uppálagt að hringja ekki utanbæjarsímtöl. Á
sundurliðuðum símareikning kemur „grænt númer” ekki fram sem
langlínusímtal.
„Mér sýnist augljóst að þessi
kynning úti í bekkjunum sé að skila
sér,” segir Unnur Halldórsdóttir,
starfsmaður Rauðakrosshússins.
„Með því að tala beint við krakkana
skynja þeir þann trúnað sem þeim
er sýndur. Við tökum hvorki niður
nöfn, rekjum símtöl, né tökum upp
á segulband. Við hlustum og
veitum ráðgjöf.”
Þurfa að taka á sig ábyrgð
vegna yngri systskina
Unnur segir að bæði strákar og
stelpur á aldrinum 10-12 ára hringi
mikið út. af feimni, ástarmálum og
samskiptum við foreldra. Sumir séu
jafnvel að kikna undan þeirri ábyrgð
sem foreldrarnir leggi á þau með því
að gæta yngri systkina eftir skóla.
Símhringingum fer fækkandi þeg-
ar drengir ná 13-16 ára aldri og
segir Unnur að þeir eigi almennt
erfiðara með að tjá sig. Þeim þyki
það e.t.v. ekki karlmannlegt að
hringja út af einhveiju sem þeir telji
vera smávægilegt. „Það vekur at-
hygli að í skólum virðast drengir
þurfa oftar á sérkennslu að halda
en stúlkur og þeim er frekar vísað
til félags- og sálfræðinga. Þeir eru
sem sagt meira sendir til að fá hjálp,
en leita minna eftir henni sjálfir. Það
þyyfti að fá þá á einhvern hátt til
að opna sig meira.”
Hún segir að starfsmenn taki ekki
ábyrgðina af krökkunum, en þeim
séu bent á leiðir til lausnar. „Hafi
til dæmis komið í ljós kynferðisleg
áreitni í skóla, þá hvetjum við þann
sem hringir til að tala við foreldra
eða einhvern sem þau treysta í skól-
anum. Við bjóðum krökkunum að
aðstoða þau við að hafa samband
við foreldra eða skólann, ef þau
trysta sér ekki til þess sjálf.”
Unnur bendir á að ungmenni úti
á landi eigi oft erfiðara um vik með
að leita sér aðstoðar. Hún nefnir sem
dæmi, að hafí stúlka grun um að hún
sé ólétt, geti verið ákaflega erfitt í
litlu plássi að láta hjúkrunarfræðing
á heilsugæslustöðinni fá þvagprufu,
því e.t.v. sé hún skyld viðkomandi
eða tengist henni mjög náið. Þá bend-
ir hún á að ekki sé auðvelt fyrir
ungt fólk að ganga inn á bensínstöð-
ina á staðnum til að kaupa smokka,
en það sé e.t.v. eini staðurinn í litlu
plássi sem smokkar fást. Jafnvel
fylgi afgreiðslunni hæðnisleg at-
hugasemd.
Erfitt að ná til ungra manna
eldrien 18ára
Hans Henttinen forstöðumaður
Rauðakrosshússins segir að erfitt sé
að ná til ungra manna eldri en 18
ára. „Þeir hafa jafn mikla þöif fyrir
að tala um sín mál og aðrir. Þeir
eiga oft erfítt með að tala við for-
eldra, vini eða einhvern nákominn
sér. Þess vegn^hvetjum við þá ein-
dregið til að hafa samband, þrátt
fyrir að engin stórvandamál séu á
ferðinni. Við erum hér til þess að
hiusta og benda á ieiðir til lausnar.”
Bindindisdagur
fjölskyldunnar á miðvikudaginn
BINDINDISDAGUR fjölskyldunnar er 27. nóvember næst-
komandi. Þetta er í fyrsta skipti sem haldinn er bindindis-
dagur fjölskyldunnar. „Markmiðið er að fá fólk til að staldra
við og hugsa um forvarnarstarf sem er bæði í skólum,
innan félagasamtaka og ætti að vera innan heimilanna líka,”
segir Mjöll Matthíasdóttir ein af þeim sem stendur að undir-
búningi bindindisdagsins.
Viö viljum
vekja foreldra
til umhugsun-
ar um úbyrgt
uppeldi
„Við viljum vekja foreldra til umhugsunar um
ábyrgt uppeldi og styrkja þá ímynd að fjölskyldan
geti verið vímulaus saman.”
í tilefni dagsins verður birt ávarp sem biskup
Islands, forseti Islands, landlæknir og heilbrigðis-
ráðherra skrifa undir. Það verður ýmislegt um
að vera þennan dag. í Templarahöllinni verður
opið hús frá klukkan 15 þar sem spilað verður
og kaffi og meðlæti á boðstólum. Á Akureyri bjóða
stúkur fjölskyldunni Tbíó klukkan 17 og víða um
Tándiydrðunþajdiöi upp á daginp, iriullö 'ia m. ■