Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 8

Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 BRITTU ekki upp buxna- skálmarnar ffyrr en þú kemur ad ánni. TYRKNESKUR MÁLSHÁTTUR A ferð um Parísarborg SMÁATRIÐIN þvælast oft fyrir þeim sem ferðast á eigin vegum, séu þeir staðnum ókunnugir. Oft áttar ferðafólk sig ekki fyrr en að ferð lokinni á því að það hefði getað sparað sér tíma og fé með því að vita strax á fyrsta degi hverra kosta er völ. Komast jafnvel aldrei að því. Að loknum þessum spekiorðum er rétt að vinda sér í að tina saman nokkra reynslumola ferðamanns í París, í von um að slíkt smáræði geti orðið einhveijum að liði. d Hvað ætli ég láti verða mitt fyrsta fyrir leiðirnar. í stórum _ verk þegar ég er komin á hótelið aí París og ætla út? Ég kaupi mér tvö kort, annað til að ferðast um SSMÍ borgina, hitt til þess að hringja. Á SMí næsta götuhorni er oftast tóbaks- búð. Þar er skynsamlegt að koma við og kaupa sér símakort. Það lk fæst í Tabac eða pósthúsi hverfis- ins, ekki kaffíhúsinu. Ef maður ætlar lítið að hringja dugar vísast lítið kort fyrir 45 franka eða rétt innan við 500 kr, en kannski er skynsamlegra fyrir símaglaða Islendinga að kaupa stærra kortið á 85 franka. Eftir það verður maður aldrei í vandræðum með að hringja. Allaf er rándýrt að hringja á hótelunum. Um alla borgina eru ágæt- ir símaklefar, sem hægt er að hringja í innanborgar, út á landsbyggðina eða til annarra landa með því einu að stinga plastkortinu í þar til gerða rauf. Síminn sér svo sjálfur um að telja niður verðið og skynsamlegt að fylgjast með tölunni sem segir hve mikið er eftir af kort- inu, svo samtal rofni ekki í miðju kafí. Þetta er fljótt að koma ef hringt er til útlanda. Svo má líka hringja til ís- lands, biðja viðkomandi um að hringja til baka og gefa honum upp símanúm- erið sem stendur í klefanum. Þetta sama gildir um aðra lánssíma, eins og síma á veitingahúsum. Varla nokkurs staðar finnur maður Iengur peninga- síma, sem betur fer. Aldrei átti maður rétta skiptimynt. Þetta er mjög hand- hægt. Þá er það hitt nauðsynlega kortið. Appelsínugula kortið til að ferðast á þægilegastan máta um stórborgina. Auðvitað er hægt að taka leigubíla, en fyrir utan það hve leigubílstjórar geta Verið stirðir ef ferðamaðurinn tal- ar ekki frönsku, þá situr maður vísast í leigubílnum í umferðinni tímunum saman meðan mælirinn gengur. Þótt neðanjarðarbrautin í París sé sú elsta í heimi, þá er hún jafnframt sú besta og auðveldasta fyrir ókunnuga til að rata um borgina. Aldrei er langt í neð- anjarðarbrautarstöð, sem ber nafn. Þar er greinilegt kort með mislitum línum stöðvum nægir jafnvel að ýta á hnapp til að fá á korti leiðbeiningu um auðveldustu leiðina. Skynsamlegt er að spyija þann sem maður ætlar að hitta um nafnið á næstu brautarstöð við hann og þá er málið ein- falt. Eins ef maður er villtur í borginni þá má með einu orði Metró láta benda sér á næstu stöð og rata auðveldlega með lestinni heim til sín. Mið- arnir eða ferðakortið sem keypt er á brautarstöðinni gilda fyrir allar ferðir með neðanjarðarlestum, nema ef mað- ur ætlar í útbæina, tilsvarandi því að fara frá Reykjavík í Kópavog, Hafnar- fjörð eða Mosféllsbæ. Frakkar hafa í staðinn fyrir að lengja alltaf brautina lagt djúpbrautir, sem stansa á stórum stöðvum inni í borginni. Þá þarf að kaupa þar viðbótarmiða við kortið sitt. Þann miða þarf að geyma til að kom- ast út af endastöðinni. Margir kjósa fremur að aka með strætisvögnum um borgina. Þótt það sé tafsamara er gaman að virða fyrir sér mannlífið um leið. En svo hagan- lega er þessu korhið fyrir að kaupi maður kort, sem heita Carte Orange eða Appelsínugulu kortin, þá gilda þau jafnt í neðanjarðarbrautinni sem í strætisvögnunum. Maður bara sýnir þau vagnstjóranum, en verður að muna eftir að stinga þeim ekki í klippivélina í vögnunum eins og miðunum. Þá eyði- leggjast þau. I vögnunum er þar sem allir geta séð það merkt leið vagnsins með götunöfnum og biðstöðvum og auðvelt fyrir farþegana að fylgjast með þegar áfangastaður þeirra nálgast. Ætli maður ekki að vera nema nokkra daga dugir vísast að kaupa sér Orange-kortið sem dugar í eina viku. Það kostar ef ég man rétt 56 franka. Ætli maður að vera lengur þá borgar sig að kaupa gult mánaðarkort. En auðvitað má líka kaupa sér einfaldlega 10 miða blokk, sem er heldur dýrara. Dýrast að kaupa einn og einn miða. Kortunum fylgir metrómiði, sem skilar sér og notast aftur og aftur, þar til vikan eða mánuðurinn er liðinn. Slíkur ferðamáti er hræódýr. Með korti er hægt að þvælast fram og aftur ómælt og nota jafnvel strætisvagnana til skoðunarferða um borgina. En kortin eru bundin við persónu og til að tryggja það verður að vera í þeim mynd. Að vísu eru sjálfmyndasalar á stærri stöðvunum. En þeir eru ekki alltaf í lagi og það kostar meira umstang. Þessvegna hefi ég alltaf með mér nokkrar litlar myndir að heiman. Enda þarf víðar á ferðalögum mynd með umsóknum. Smámyndir fylgja því allt- af passanum mínum. Hægt er að fá á neðanjarðarbrautar- stöðvunum ókeypis lítil plastkort með leiðum og stöðvum, en þurfí maður að fínna marga staði borgar sig að að fjárfesta hjá blaðasalanum í hand- hægri götubók með götunöfnum, næstu stöð við og tilvísun í hverfís- kort. Og í leiðinni að kaupa hjá blaða- salanum vikuritið með því sem er að gerast þá vikuna í París. Það er raun- ar það þriðja sem ég læt verða mitt fyrsta verk að kaupa. Þá er maður til- búinn til að leggja land undir fót. Og það er býsna gaman að þvælast bara svona um París, setjast á kaffíhús og horfa á fólkið og umferðina. g Elín Pálmadóttir if f erðamað- urinn talar ekki ffrönsku, þá situr maður vísast í leigu- bílnum ■ um- ferðinni tím- unum saman meðan mælirinn gengur Emirates í sókn FLUGFÉLAG Dubai í Sameinuðu arabisku furstadæmunum sem var stofnað fyrir röskum sex árum flutti í fyrsta sinn yfir milljón far- þega á síðasta ári og var það um 28% aukning frá árinu 1989. Vöru- flutningar þess jukust um 24%. Þegar Emirates hóf starfssemi sína bjuggust fæstir við að uppgang- ur þess yrði jafn mikill og raunin hefur orðið enda er það í samkeppni m.a. við Gulf Air sem er í eigu ýmissa Flóaríkja og hafði getið sér góðan orðstír. Þjónusta Emirates hefur þótt framúrskarandi og það hefur verið kjörið „Besta flugfélag til Mið- Þjónusta á öllum farþegarýmum þykir til fyrirmyndar. Austurlanda” af Air Cargo Int. í Bretlandi og lesendur þýska ferða- blaðsins Reise und Preise völdu Y- farrýmið hið besta á langleiðum. Emirates verður kynnt nánar í ferðablaði síðar svo og hugmyndir að ferðatilhögun og dvöl í Dubai. 260 krtna mimr á ammliánlit f Fríhöfn ig Flirieitaiál ÞAÐ getur verið hagnaður af því að gera verðsamanburð á þeim vör- um sem fást bæði í Fríhöfninni og í flugvélum Flugleiða eða annarra flugfélaga, sem flogið er með. Blaðamaður Ferðablaðsins veitti því að minnsta kosti athygli þegar hann átti leið til útlanda um daginn, að sömu vörurnar kostuðu mismunandi mikið á þessum tveimur stöðum. Mesti munurinn var á Dior masc- 49,50 dollara í Fríhöfninni, en 49 ara, sem kostaði 17,50 dollara í Frí- dollara í flugvélinni og 75 ml Ego- höfninni en 13 dollara í Flugleiðavél- iste — Chanel rakspíri kostaði í flug- inni, Boucheron Eau de Toilette 50 vélinni 24 dollara, en 125 ml glas ml. úðaglas fýrir kvenménn kostáði köstar 27 dollara í Fríhöfninni. ■ Verðlækkun á hótelherberpjum í Bandaríkjunum vegna offramboðs SLÆMUR efnahagur í mörgum löndum ásamt áhrifum frá Flóastríð- inu hafa haft alvarleg áhrif á hótelrekstur í mörgum löndum og hef- ur hótelnýting víða lækkað um nokkur prósentustig. í New York hefur hótelnýting minnkað í 57% úr 73%. Vegna samdráttar í ferðalög- um hefur orðið offramboð á hótelherbergjum einkum í Bandaríkjunum og hefur það orðið til að verð hefur lækkað og atls kyns tilboð bjóð- ast. Það sem er hvað fréttnæmast er að dýru hótelin í Bandarikjunum eru nú einnig með pakkatilboð. Mandarin Oriental í San Francisco hóf að bjóða frá 15. nóvember og fram til 5. janúar herbergi á 160 dollara í stað 180. Annað hótel Tri- ton sem er glænýtt hóf frá 1. nóv- ember og til 1. apríl að bjóða þeim sem gista tvær nætur að fá það fyr- ir verð einnar eða fyrir 125 dollara. Frá 18. nóvember og til 31. mars býður Four Seasons í Toronto her- bergi á 130 dollara sem er fjörutíu dollara lækkun. Þá hafa hótel á Hawaii aldrei þessu vant farið að þjóða alls kyns kostakjör en þess ber að geta að afsláttarverð er sjald- an auglýst á Hawaii þar sem menn vilja ekki viðurkenna þessi vandamál heldur borgar sig að hringja beint í hótelin og lætur árangur ekki á sér standa. Uppselt er nú á flest ef ekki öll hótel á Hawaii yfír jólin. Frá 14. désember til T2. janúár býður Hyatt-hótelkeðjan í Banda- ríkjunum afslætti á sínu verði eink- um á dýrari herbergjum. í New York er nú hægt að fá herbergi á Helmsley-hótelunum fyrir 114 doll- ara á nóttu frá 13. desember til 6. janúar. í Washington DC hefur Ramada Renaissance-hótelið ákveðið að bjóða helgarpakka með kvöldverði, skoðunarferð í glæsivagni fyrir að- eins 89 dollara. Á meðan hótelnýting er léleg eru enn meiri möguleikar að geta nýtt sér sértilboð eins og vikið hefur ver- ið að hér og þess má líka geta að þau eru lengur í gildi en gefið er upp. Það er þess vegna sjálfsagt að kanna málið vel og nýta sér það sem kostur er að fá. ■ Þórður Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.