Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
C 9
Mfiðgarðurinn
í Ástralíu
ÞESSI stærsti þjóðgarður Astralíu er um
20 þúsund ferkílónietrar að stærð (um
1/5 af stærð Islands) og er á lista Samein-
uðu þjóðanna yfir svæði sem álitin eru
hafa einstaka náttúru og/eða menningar-
legt gildi fyrir allt, mannkyn. Kakadu er
víðfrægur fyrir sitt fjölskrúðuga lífríki
og hefur jafnframt að geyma fjöldann
af fornum listaverkum og helgistöðum
frumbyggja.
Saltvatnskrókódíll
Klettamálverk
Kengúran - einkennisdýr Ástralíu
JólatiM
á Kastiup
í NÓVEMBER/desember-hefti
fréttablaðs Kastrup-flugvallar er
sagt frá ýmsum tilboðum fram til
jóla, allt frá þurrkuðum blómum
upp í skartgripi og gæsadúnssæng-
ur. Verðlækkun er misjafnlega mik-
il eftir vörutegundum, og nefnum
við hér nokkrar: hálsbindi úr silki
eru frá 980 kr. en fyrra verð allt
upp í 4 þúsund kr. Peterson-pípa
sem kostaði áður 3.980 kr. er nú í
boði fyrir 2.980 kr. Eyrnalokkar eða
hálsfesti frá Dior eru fáanleg á
7.200 kr. í stað 8.750 kr. og Pen-
tax-myndavél sem kostaði 16.950
lækkar um tvö þúsund krónur. ■
Borg ”C
Algeirsborg 18,0
Aþena 18,5
Bagdad 25,0
Bogota 18,7
Belgrad 10,5
Edinborg 8,7
Hong Kong 23,0
Höfðaborg 22,5
Jeddah 31,0
Kaíró 25,3
Kinshasa 30,0
Lima 23,1
Los Angeles 22,0
Montreal 5,4
Mexíkóborg 22,0
Nýja Delhi 29,0
Peking 9,0
Rio de Janeiro 24,0
Seúl 11,0
Sharjah 31,0
Sidney 23,0
Taipei 24,0
Toronto 7,5
Tripoli 23,0
Vínarborg 7,0
Washington 14,0
Meðalhitastig um miðjan nóvember
Við leigðum okkur safari-jeppa
í Darwin og ókum til Kakadu,
■■ um 200 km austan við borgina.
[í Nafnið Kakadu er dregið af
orðinu „Gagudju” úr máli frum-
2 byggja og þýðir fundarstaður.
Nú búa um 19 ættbálkar
2 frumbyggja í þjóðgarðinum og
—J er hann í þeirra eigu. Leigja
^ þeir ríkinu landið og sér Austr-
alian National Parks and Wild-
Z life Service um rekstur hans.
Frumbyggjar taka virkan þátt
í stjórnun garðsins og eru marg-
22 ir landverðir. Landslagið ein-
kennist af víðáttumiklum flæðislétt-
um og votlendi sem liggur neðan við
um 500 km langt klettabelti.
Einn af minnisstæðustu viðkomu-
stöðum okkar var Ubirr (Obiri Rock).
Þar er að finna ævagamlar kletta-
myndir frumbyggja, allt að 20 þús-
und ára gamlar og eru það líklega
ein elstu þekktu listaverk heims. Eru
verkin í senn frumstæð og flókin.
Athyglisvert er að sjá hvemig list
frumbyggja hefur þróast í tímans
rás. Elstu myndirnar eru lítið annað
en handaför og för eftir hluti sem
eru litaðir og síðan kastað á kletta-
veggi éða hellaloft. Öldum síðar
fundu abstrakt-expressionista lista-
menn upp svipaða tækni. Næsta
kynslóð þessara forsögulegu lista-
manna einbeitti sér að dýramyndum.
Má sjá mauraætutegund sem talið
er að hafi dáið út fyrir um 18 þús-
und árum og gefur það vísbendingu
um aldur þessara verka. Sama kyn-
slóð málaði og einfaldar myndir af
mönnum, svo sem við veiðar eða í
bardaga. Síðari listamenn sýna
hreyfingar, t.d. mann að kasta spjóti
eða búmerang og einnig reyndu þeir
að sýna tilfinningar persóna. Við
þetta notuðu þeir svipaða tækni og
teiknimyndahöfundar nú.
Árþúsundum síðar komu merki-
legar myndir fram á sjónvarsviðið
nefndar röntgenmálverk. Þær sýna
útlínur dýra og á milli bein og ýmis
innri líffæri dýranna og er áherslan
lögð á æta eða nýtanlega hluta
þeirra.
Eftir að landnám Evrópumanna
hófst á seinni hluta 18. aldar varð
hvíti maðurinn viðfangsefnið, t.d.
myndir af seglskipum og ýmsar ill-
kvittnar skopmyndir af landnemum
með vopn sín og hatta sem frum-
byggjar töldu hluta af líkama hvíta
mannsins.
Á 9. áratugnum varð Ubirr enn
vettvangur listsköpunar þó formið
væri annað. Þar voru tekin upp atr-
iði í frægri kvikmynd „Crocodile
Dundee”. Ef gengið er upp á topp
Obiri er stórkostlegt útsýni til allra
átta og var það notað sem bakgrunn-
ur í nokkur atriði myndarinnar.
Við vorum á ferð í júlí en þá er
vetur í Ástralíu. Árstíðir eru hins
vegar afstætt hugtak og skipta N-
Ástralir árinu í tvennt, þurrkatíma
og regntíma. Frumbyggjarnir skiptu
því hins vegar í sex, eftir veðurfari.
Þurrkatími var en þá er best að ferð-
ast um Kakadu því _á úrkomutíma
fara stór svæði í kaf. Á þurrkatíman-
um skrælnar gróður og þá kviknar
mikið af náttúrlegum skógareldum.
Þessir eldar eru mikilvægir í vist-
kerfinu því við eldinn losnar um
næringarefni sem gróðurinn nýtir
sér og skógurinn endurnýjast.
Fyrir okkur sem líffræðinga var
hápúnktur dvalarinnar í garðinum
að kynnast stórkostlegu lífríki hans.
Þar lifa 275 fuglategundir, um 1/3
af fuglafánu Ástralíu, 75 tegundir
skriðdýra, 50 af spendýrum og 45
fisktegundir. Dýralíf er hvað fjöl-
breyttast við votlendið og var fugla-
líf þar mest áberandi. Þúsundir
gæsa, anda og hegra voru þar í
fæðuleit, tugir skrautlegra páfa-
gauka skræktu í tijám auk margra
annarra tegunda. Yfir sveimuðu ern-
ir, gleður og aðrir ránfuglar í leit
að bráð. Við votlendin fínnast og
tvær tegundir krókódíla, saltvatns-
og ferskvatnskrókódíll.
Ferskvatnskrókódíllinn verður um
2 m langur, er fiskæta og því ekki
hættulegur mönnum. Saltvatns-
krókódíllinn lifir bæði í söltu og
fersku vatni, verður um 8 m langur
og er stærsta skriðdýr heims. Mikið
er um þá í Kakadu og eru báðar
tegundirnar nú friðaðar. Saltvants-
krókódíllinn étur hvað sem er, svo
fremi hann geti læst kjaftinum um
það. Uppistaðan í fæðunni eru þó
fiskar, fuglar og ýmis önnur dýr.
Til hátíðabrigða ná þeir sér með
reglulegu millibili í veiðimenn eða
ferðamenn sem álpast of nálægt eða
út í vatnið. Við sáum oft saltvatn-
skrókódíla en gættum þess að þeir
næðu ekki til okkar. Það voru hins
vegar öllu smærri dýr sem reyndust
skæðari, moskítóflugurnar. Voru
þær hin mesta plága og þar eð þær
eru helst á ferli í ljósaskiptunum
eyðilagðist margur kvöldverðurinn
af þeirra völdum. Við töldum flest
50 bit á einum okkar einn morgun-
inn en sem betur fer bera moskító-
flugur í Ástralíu ekki malaríusjúk-
dóminn og hlaust því eingöngu kláði
og sviði af. Ástralir leggja áherslu
á að sjúkdómurinn berist ekki inn í
landið og því eru allir ferðamenn svo
og farangur úðaður með skordýra-
eitri við komuna. Önnur skordýr
áberandi í þjóðgarðinum eru termít-
ar. Þeir byggja sér bú sem geta orð-
ið allt að 4 m á hæð. Þessi bú eru
víða og setja svip á náttúru þjóð-
garðsins.
Einkennisdýr Ástralíu, kengúr-
urnar, eru algengar í garðinum.
Best er að sjá þær í ljósaskiptunum
þá skoppa þær um allt. Mikið er um
að þær verði fyrir bílum. Algengt
er að sjá kengúruhræ við vegina.
Þó náttúra Kakadu sé að miklu
leyti ósnortin eru þó ýmsar hættur
sem steðja að. Innfluttar tegundir
af mannavöldum hafa gert usla í
lífríkinu. Vatnabuffalóar og villisvín
sem voru flutt inn til veiða hafa
skemmt mikið af votlendissvæðun-
um og er nú unnið markvisst að
fækkun þeirra. Heimiliskettir lifa
villtir í garðinum og hafa valdið
usla á smærri pokadýrum og fuglum
og nú vofir yfir innrás eitraðra
froska frá austurhlutanum sem gæti
haft dramatísk áhrif á lífríki staðar-
ins.
En þó ýmsar hættur séu er mark-
visst unnið að lausn. Að því vinnur
nú hópur náttúrufræðinga og því er
fyrirsjáanlegt að Kakadu verður
áfram náttúruparadís um ókomna
framtíð. H
Aðalsteinn Ö. Snæþórsson, Guðjón
I. Eggertsson, Jón Geir Pétursson,
Jón Sólmundsson, Ólafur P. Óiafs-
son og Tómas G. Gíslason.
Höfundar eru líffræðingar.
L O
23. nóv. uppseld
23. nóv. aukaf. upps
26. nóv. 6 sæfri laus
27. nóv. aukaferó
B R U
AUKAFERÐ 27. nóv. og heim 30. nóv.
verð frá kr. 22.832,*
Sólarhringsferð 26. nóv. og
heim aftur 27. nóv.
verð kr. 14.900,*
* skattar 2.750,- til viðbótar.
Beint leiguflug með
nýjum vélum Flugleiba
INNIFALIÐ:
Flug, gisting meS
skoskum morgunverði,
íslensk fararstjórn,
flutninaur milli
flugvalíar og hótels í
Edinborg.
r rnakro
I ATLANTIK passT]
innkaupakort
EinkaumboS
ATLANTIK
ATHUGIÐ!
ÖLL HÓTELIN OKKAR
ERU í MIÐBÆNUM
laniOiiiii ;
3TC3MIK
FERÐASKRIFSTOFA, BORGARKRINGLUNNI, SÍMI 679888
• - 'íí>380í4 iDEÍaovl iai ^aa3/ii irr/i sEhi£DiJ ,tm