Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
i-
Svíturnar gera útslagið
á hesta hóteli heims
EF EG væri rík (eða á dag'peningimi með ráðherrabónus) og
á ferð í Ziirich myndi ég gista á besta hóteli heims þegar
ég hefði tíma til að slappa af og njóta útivistar.
eru 125 í gamla hlutanum sem var
byggður 1896. Viðbyggingin var
reist 1964. Hótelið var bara opið á
sumrin fyrstu árin en gestir fengu
að dvelja þar veturinn 1915 í fyrri
heimsstyrjöldinni og síðan hefur ver-
ið opið allt árið. Hlutafélag rekur
hótelið og fjölskyldan Schweizer á í
því um 80%. Hún á einnig Dolder
Dolder Grand, sem lesendur
^2 bandaríska ferðatímaritsins
Condé Nast Traveler kusu ný-
fifi lega besta hótel heims, og sagt
var frá hér í Ferðablaðinu, er
(d ögn úr alfaraleið, umkringt
skógi við golfvöll uppi í hæð og
2 er tilvalið til hvíldar. Heinrich
Hunold, hótelstjóri Dolder, segir
Sað það skipti ekki
meginmáli hvort
hótelið sé talið „hið
gij besta”, það skipti
öllu máli að það sé
JT „meðal hinna
bestu”. Hann veit
að skoðanakannanir
um hótel og aðra ferða-
þjónustu gefa vísbend-
ingu um gæði og að vin-
sældaröðin segir ekki
allt.
En nafnbótin „besta
hótel heims” gladdi auð-
vitað starfsmennina 248
á Dolder. „Við vitum nú
að við erum á réttri leið,”
sagði Michele Weiss,
kynningarstjóri. „En
þetta leggur líka ákveðna
ábyrgð á okkar herðar.
Gestimir vænta enn betri
þjónustu en áður. Nú
getum við átt von á að
óánægðir viðskiptavinir
segi strax og þeim mis-
líkar „og þetta á að heita
besta hótel heims”.
Hunold hótelstjóri seg-
ist ekki vita svo gjörla
af hveiju hótelið varð
fyrir valinu. „Það hefur
kannski hjálpað til að við
höfum haft mikið sam-
band við bandaríska
ferðaiðnaðinn á þessu ári
og margir fulltrúar hans
hafa gist hjá okkur.”
Hann tók við Dolder
Grand árið 1987 eftir
margra ára starf hjá jjgjjj^jgjj jjunojd hótelstjóri Dolder Grand.
allan heim. Hann þekkti Gula sykurmusm með rauða hatt.nn a borð-
vel til á Dolder, ólst upp ‘nti hja honum er serframle.ðsla sem hotehð
í nágrenni við það og var hefur fengið morg verðlaun fynr.
læri áður en hann fór í hótel- Waldhaus, fjögurra stjörnu hótel
Dolder Grand hotel.
þar
nám til Lausanne í þekktasta hótel-
skóla Sviss. Michele Weiss sagði að
Hunold hefði komið með nýjar hug-
myndir í hótelreksturinn. „Við höld-
um tónleika um hver mánaðamót og
síðdegisdans um helgar. Hvort
tveggja er mjög vinsælt meðal borg-
arbúa. Meiri hluti gesta í „Rotunda”-
veitingasalnum eru yfirleitt Zúrich-
búar.” Þaðan er stórkostlegt útsýni
til Alpafjalla í góðu skyggni.
Flestir næturgesta hótelsins eru í
viðskiptaerindum og borga uppihald-
ið ekki sjálfir. Um þriðjungur eru
Bandaríkjamenn. Inn á milli eru gest-
ir sem njóta þægindanna á eigin
kostnað. „Sumir koma ár eftir ár,
þeir komu fyrst með foreldrum sínum
og nú með bömin sín,” segir Michele
Weiss. Áhersla er lögð á að gera
sérstaklega vel við fastagesti. „Við
reynum að uppfylla óskir þeirra áður
en þeir hafa orð á þeim.” Leyndar-
málið er að halda spjaldskrá yfír
sérþarfír sem vitað er um, til dæmis
auka lampa, mýkri kodda eða sér-
stakt vatn, og setja þetta í herbergin
áður en gestirnir koma. Þeir fá auð-
vitað alltaf sama herbergið og blóma-
skreytingu úr garði hótelsins í lit sem
þeir hafa dáðst að. Gestimir kunna
að meta þetta en sá tími er liðinn
þegar þjónustufólkið gat átt von á
miklu þjórfé. Hunold rifjaði upp þeg-
ar Thyssan gamli barón gisti á hótel-
inu. „Hann gaf bara 100 franka
seðla,” sagði hann. „Svo við þjón-
ustustrákamir lögðum okkur fram
um að verða sem oftast á vegi hans.
Við hlupum niður stigana á meðan
hann fór niður í lyftu til að geta
opnað aftur fyrir hann dyr. Þannig
gátum við unnið okkur inn 300 til
400 franka (12.000-16.000 ÍSK) á
dag. Nú þætti fáránlegt ef einhver
efi svona mikið þjórfé.
Dolder hefur 185 herbergi, þar af
skammt frá Dolder Grand. Þar er
innisundlaug og leikfimisaðstaða
sem gestir á Grand geta notað. Þeir
geta einnig notað útisundlaug
skammt frá hótelinu á sumrin og
skautasvell á veturna, gengið um
skógana og spilað golf. Þetta er allt
innifalið í verðinu og einnig ferðir
með Dolder-togbrautinni að spor-
vagnsstöð en þaðan er vagn í
miðbæinn.
Dolder hefur upp á góða funda-
og ráðstefnuaðstöðu að bjóða. Það
er fínt en þó ekki glerfínt - maður
getur gengið þar um á gömlum galla-
buxum án þess að fara hjá sér. Hun-
old sagði að svíturnar væru einn
stærsti kostur hótelsins svo og góður
matur, þjónusta og kyrrlátt um-
hveifí.
Svíturnar - og herbergin - eru
fyrsta flokks. Tveir símar, sjónvarp
og útvarp með um 25 stöðvum hvort,
innbyggður bar, stílhrein, þægileg
húsgögn í ljósum litum, breitt rúm,
hárþurrka, fullt af handklæðum og
þykkir og góðir baðsloppar. Þeir eru
stundum teknir með heim. „Sumir
halda að handklæði og hnífapör séu
innifalin í hótelverðinu,” sagði Weiss
þurrlega. Verðið er frá 11.200 ÍSK
fyrir eins manns herbergi upp í
112.000 ÍSK fyrir svítu með stón-i
stofu og tveimur hjóna- og baðher-
bergjum. Lítið herbergi fyrir bílstjóra
eða einkaþjón kostar 6.000 ÍSK.
Vinsælasta svítan á hótelinu er
uppi í turni fyrir ofan hinar rándýru
og kostar ekki „nema” 33.200 ISK
á nóttu. Hún er eins og lítil íbúð
með gangi, baðherbergi, klósetti,
setustofu og svefnherbergi. Hún hef-
ur engar svalir en er björt og hring-
laga og myndi líklega henta flestum
sem vildu slappa af í nokkra daga á
besta hóteli heims. ■
.^A'uufijurnudúttu: _
GOTT er heilum vagni
heim aö aka.
ÚR EGILSSÖGU
l':
Hvarfakúla á
alla smærri bfla
NÝJAR reglur um mengunarvarnir í
bílum taka gildi 1. júlí á næsta ári. Regl-
urnar ná til allra nýrra bíla og sam-
kvæmt þeim verða fólksbílar sem eru
undir 3.500 kilóum að heildar þyngd að
vera búnir hvarfakút til að uppfylla þau
skilyrði sem sett eru með reglunum.
Pústkerfió
hækkar veru-
lega í verði
með hvarfakút
Reglurnar segja ekki að bílar
■ þurfí að hafa hvarfakúta heldur
3m að þeir þurfí að uppfylla ákveð-
Ofi in skilyrði og til að gera það
þurfa litlir bílar að vera búnir
hvarfakút. „Dísilbílarnir og
tttt stórir bílar þurfa hins vegar
ekki að vera með hvarfakút,
2m bæði vegna þess að reglurnar
eru rýmri og líka vegna þess
að hvarfakútur þjónar ekki til-
gangi í dísilbílum,” sagði Karl
y| Ragnars framkvæmdastjóri
Bifreiðaskoðunar íslands.
Ákvæði eru um að sótmengun
megi ekki vera of mikil í dísilbílum
og samfara því verða hertar relgur
um vélarstillingu.
Hvarfakútur þarf ákveðið hita-
stig til að virka. Þeir byija að virka
við 250 gráðu hita og hitinn má
ekki fara yfir 1000 gáður því þá
skemmast kútarnir. Karl segir að
venjulegur vinnsluhiti í bílum sé
700-800 gráður og á því hitastigi
virka kútamir best.
Því hefur verið haldið fram að
hvarfakútar þjónuðu ekki tilgangi
sínum hér á landi vegna þess að
fólk þarf almennt ekki að keyra
langt til og frá vinnu og kúturinn
byijar ekki að virka fyrr en eftir
nokkra kílómetra. „Samkvæmt
rannsókn sem gerð var í Svíþjóð á
bíl með hvarfakút, sem ekinð var
17 kílómetra, kom í Ijós að lang
mesta mengunin varð á fyrsta kíló-
metranum. Á meðan hvarfakútur-
inn vinnur ekki mengar bíllinn eins
og hann gerði áður en eftir að hann
hefur náð vinnsluhita er mengunin
hverfandi,” sagði Karl Ragnars.
Hann sagði að menn hefðu mikið
velt fyrir sér hversu mikið þetta
muni kosta hinn almenna bíleig-
enda. „Það fer tvennum sögum af
kostnaðinum. Bílaframleiðendur
héldu því fram að bílverðið myndi
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þeir eru ekki ýkja merkilegir tjakkarnir hans Hafsteins en það er
notagildið sem gildir og þeir létta róðurinn óneitanlega mikið.
Stýristjakkur
léttir roöurínn
ÞEIR sem áhuga hafa á jeppum og þá sérstaklega breyttum og
betrumbættum jeppum þekkja flestir Hafstein Hafsteinsson á Véla-
verkstæði HH í Kópavogi. Hann hefur um nokkurra ára skeið verið
duglegur við að breyta og lagfæra jeppa og hefur í nógu að snúast.
Hafsteinn hefur meðal annars
agg smíðað sérstakan stýristjakk,
eða hjálpartjakk fyrir vökva-
^stýri. Tjakk þennan segir hann
m æskilegt að setja í jeppa sem
settir eru á stærri dekk en þeir
eru seldir á og nauðsynlegan á suma
þessara jeppa. Raunar segir hann
hægt að setja slíkan tjakk í alla bíla
sem eru með vökvastýri.
„Þeir sem hafa fengið sér svona
tjakka segja að þeir verði að læra
að keyra uppá nýtt og það er dálítið
til í því. Bíllinn svarar miklu betur
en áður og hann er mun léttari í
stýri án þess að vera of léttur,” seg-
ir Hafsteinn og þeir sem prufað hafa
bíla með þessum útbúnaði staðfesta
orð hans.
„Stýrisvélar í bílum eru ekki gerð-
ar fyrir mikið átak og í sumum bílum
þolir hún varla að bíllinn sé settur á
mikið stærri dekk en framleiðandinn
mælir með. Þegar búið er að setja
bílinn á talsvert stærri dekk og ég
tala ekki um þegar hann er notaður
í ófærð og búið að hleypa lofti úr
dekkjunum, þá gera þessir tjakkar
gæfumuninn.
Tjakkurinn léttir mjög á stýris-
maskínunni. Hann er festur á milli-
festingar verða að vera traustar og
halda vel. Ég bora í stýrismaskín-
una, sitt hvorum megin við stimp-
lana, set nipla í og slöngur á þá og
þannig fær tjakkurinn glussa frá
stýrismaskínunni,” segir Hafsteinn.
Hann segir hugmyndina að
tjakknum gamla en fyrsti tjakkurinn
var settur í bíl fyrir um þremur árum
en Hafsteinn telur að nú séu svona
tjakkar í 40 bílum. Tjakkana er
hægt að fá í tveimur stærðum, fyrir
litla og meðalstóra bíla með allt að
38 tommu dekk og síðan fyrir stærri
bíla. Litli tjakkurinn hefur 5-700
kílóa átak og er með 30 mm stimpli
en stærri tjakkurinn hefur 900-1.200
kílóa átak og er með 40 mm stimpli.
Þeir kosta um 14 þúsund krónur að
sögn Hafsteins og fást aðeins hjá
honum og í Bílabúð Benna og Bíla-
naust.
Hafsteinn var spurður hvort hann
mælti með að tjakkar væru settir í
eina tegund bíla frekar en aðrar.
„Það eru nokkrar tegundir sem æski-
legt er að setja tjakkana í og má þar
nefna Willys, Econoline, Toyota Hi-
Lux og Toyota 4Runner. Tjakkarnir
eru mjög góðir fyrir þessa bíla,” sagði
Hafsteinn.
■HSBanaBnHBBMBHi