Morgunblaðið - 22.11.1991, Side 11

Morgunblaðið - 22.11.1991, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 22. NOVEMBER 1991 C 11 Morgunblaðið/Ámi Sæberg MENGUN. Svarti reykurinn sem kemur frá dísilbílum eru óbrunnar sótagnir sem eru taldar hættulegar vegna þess að þær geti valdið krabbameini. hækka frá þeim um 60 þúsund krónur en reynslan sýnir að það gerðist ekki, hvorki á Norðurlönd- unum né í Þýskalandi. Sum umboð hér eru komin með bíla með hvarfa- kúta og við vitum ekki til að það hafí breytt verðinu. Hvað viðkemur viðhaldinu þá er áskilið í reglunum að þeir endist í að minnsta kosti 80 þúsund kíló- metra, en hér á landi munu þeir endast skemur vegna ryðs. Það má því búast við einhverjum auka- kostnaði þar og einnig verða bíla- verkstæðin að kosta einhverju til, bæði til að læra á þetta og einnig þurfa þau að fá sér tæki til að viðhalda þessu. Kostnaðurinn er vafalaust miklu frekar fólginn í viðhaldi en beinlínis í hærra verði bílanna,” sagði Karl Ragn- ars. Hjá varhlutaverslunum nokkurra bílaumboða fengust þær upplýs- ingar að ekki væri enn vitað hversu mikið pústkerfí myndu hækka í verði þegar hvarfakútur væri kom- inn á það en sumir töldu að það yrði á bilinu 30 til 50 þúsund krón- ur. Menn sem eiga bíla með hvarfa- kút verða að passa sig á að nota aðeins blýlaust bensín því annars eyðileggjast kútarnir mjög fljótt. GoodYear í 60 ár BANDARÍSKU hjólbarðarnir GoodYear hafa verið til sölu hér á landi í 60 ár og af því tilefni afhenti fulltrúi fyrirtæk- isins forráðamönnum Heklu hf., umboðsaðila dekkjanna, viðurkenningaskjöld með þakklæti fyrir gott samstarf. Það var Henry Johnson svæðis- stjóri GoodYear á Norðurlöndum sem afhenti Heklumönnum viður- kenninguna með þeim orðum að hann vonaðist eftir jafn góðu sam- starfi við fyrirtækið í framtíðinni sem hingað til. „Það er alltaf gott að eiga samstarf við góð og traust fyrirtæki eins og Hekiu. Það hefur reyndar gengið á ýmsu þau sextíu ár sem liðin eru síðan hjólbarðar frá okkur voru fyrst seldir á íslandi en við erum ánægðir með það sem Heklumenn eru að gera hér,” sagði Johnson við afhendinguna. Hann sagði að þrír stærstu hjól- Tuttugu og sjö bif hjólaslys þaö sem af er órinu FYRSTU tíu mánuði ársins voru skráð 27 umferðaró- höpp þar sem biflijól komu við sögu í umdæmi lögregl- unnar í Reykjavík. í þessum óhöppum meiddust eða slösuðust 26 ökumenn bifhjóla, einn farþegi í bifreið og einn gang- andi vegfarandi og tveir af 26 ökumönnum létust. Heildarfjöldi skráðra bifhjóla í Reykjavík í fyi'ra voru 395 en 1.113 bifhjól voru skráð í landinu öllu. Flest óhöpp, átta talsins, urðu vegna þess að ökumenn hjólanna misstu vald á hjólinu og sjö sinnum var bifreið ekið í veg fyrir bifhjól á gatnamótum. Flestir ökumann- anna sem slösuðust voru 19 ára en sá yngsti var 14 ára og sá elsti 33 ára. Fimm ökumenn voru réttindalausir. Flest óhöpp urðu í mars, sex talsins og í október urðu fimm óhöpp þar sem bifhjól kom við sögu. Ekkert óhapp varð í jan- úar. 1 5 6 | Ökumoiur missir stjóm ó hjólinu | Bil ekið i veg fyrir hjól ó gatnamótum Hjóli ekið út af eóa ó kyrron bil eóa hlut ] Bil ekið í veg fyrir hjólið óhopp við framúrokstur Tegundir | | Hjólinu ekið ó gangandi vegfamnda óhoppa | 1 Árekstur tveggja hjóla □ Hjóli ekið aftan ó bil Skipting óhappa ó milli mónaða 0 2 — — ' □ □ !;■ Klukkan hvað verða slysin? oo i 03 04 05 06 barðaframleiðendur heimsins réðu um 60% markaðarins, Michelin, Bridgestone og GoodYear, og skiptu þau þessu nokkuð jafnt á milli sín. Þrátt fyrir það hefur geng- ið hálf erfiðlega hjá fyrirtækjunum að ná endum saman en Johnsons sagði að GoodYear væri réttum megin við strikið þessa stundina. Hann sagði að bandaríkjamarkaður væri mikilvægasti markaðurinn og í augnablikinu væri verð á hjólbörð- um í lágmarki þar. Til að gefa hug- mynd um umfang GoodYear þá er velta fyrirtækisins á þessu ári um 600 milljarðar króna. Sérstök dekk fyrir IMorðurlöndin Johnson sagði að GoodYear hefði framleitt sérstök vetrardekk sem endast ættu betur og veita meira öryggi í vetrarakstri á Norðurlönd- unum. Dekk þetta nefnast Uitra- Grip 300 og eru fáanleg hér á landi. Reglugerðir væru stöðugt að verða strangari varðandi nagla í dekkjum á Norðurlöndum og sagði Johnson að því hefði GoodYear svarað með léttari nöglum, allir neglar frá fyrir- tækinu væru 1 gramm en gömlu naglarnir hefðu verið 2 grömm. Johnson sagði of algengt að menn keyptu dýra bíla og allt til- Morgunblaðið/RAX heyrandi þeim Viðurkenning en þegar kæmi Sigfús sigfússon að dekkjunum forstjóri Heklu ætluðu menn feitur vi5 viðUr- að spara og Uenningarskild- keyptu em- inum úr hendi iverja ijo - jfenry johnson barða, bara ef , ., * GoodVear. in eru einu tengslin sem bíllinn hefur við jörðina og það er furðulegt að spara eihveijar krónur þegar menn kaupa dekk,” sagði hann. Bflacjeymsluhúsin eni þægileg en húlf fóm ÖKUMENN kvarta stöðugt yfir því hversu erfitt er að finna bíla- stæði í miðborginni. Samt sem áður standa bílageymsluhúsin hálf tóm á meðan ökumenn hringsóla í miðbænum í leit að lausu bílastæði. Það er ódýrara að leggja í bílageymsluhúsunum en við stöðumæla. Hvers vegna Ieggja menn þá ekki þar? Margir halda því fram að fólk veigri sér við að leggja í 3 bílageymsluhúsunum vegna þess að það kunni það hreinlega gjekki. Til að bæta úr því verður v^^rakið hér á eftir hvernig best JSer að bera sig að við það. Þegar komið er að bíla- geymsluhúsinu skal ekið að hliðinu sem lokar leiðinni. Bílstjóra megin, vinstra megin við bílinn, er þá kassi þar sem á er takki sem ökumaðurinn ýtir á og fær miða sem hann tekur með sér inn í geymsluna. Síðan legg- ur viðkomandi bílnum í laust stæði og rekur erindi sitt í miðbænum eða hvar sem er. Þægilegra er að hafa miðann með sér. Þegar bíllinn er sóttur byija menn á að fara með miðann sem þeir fengu í sérstaka sjálfvirka vél og er hún oftast einhvers staðar í námunda við innganginn í bílageymsluhúsið. Mið- inn er settur í þar til gerða rauf og kemur þá upphæðinn sem mönnum ber að greiða á sérstakan skjá. Nú verða menn að hafa haldbært fé í klinki því vélin tekur ekki seðla. Ef viðkomandi á að greiða 180 krónur og borgar með fjórum 50 köllum fær hann 20 krónur til baka. Takið miðann aftur úr vélinni og notið hann þegar komið er að útidyr- unum, þá er hliðið lokað en opnast þegar miðinn er settur í þar til gerða rauf á kassanum sem er bílstjóra- megin við bílinn. Miðann fá menn ekki til baka aftur og ef viðkomandi þarf að fá kvittun fyrir gjaldinu þá er það hægt með því að ýta á þar til gerðan hnapp um leið og uppsett gjald er greitt. Nú er ekkert eftir annað en aka út úr bílageymslunni. Það þarf vart að fjölyrða um hversu miklu þægi- legra er að leggja í bílageymsluhús- um borgarinnar en við stöðumæla, sérstakiega að vetri til. Ekki þarf að skafa af bílnum, heldur sest maður upp í hann heitan auk þess sem það kostar 20 krónum minna en að leggja við stöðumæli. ■ 23 Toyota framleiðir færri bíla en í fyrra FRAMLEIÐSLA Toyota dróst saraan um 1% í sept- ember miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er annar mán- uðurinn í röð þar sem fram- leiðslan dregst saman miðað við sömu mánuði í fyrra. Toyota framieiddi 331.009 bíla í september og þar af voru 258.311 fólksbílar og hafði framleiðslan dregist saman um 2,6% frá því í september í fyrra. Fyrirtækið framleiddi 72.698 vörubíla og aðra stærri bíla og hafði aukið framleiðsluna um 4,9% miðað við sama mánuð í fyrra. Rúmlega hundrað þús- und fólksbílar voru fluttir úr landi af Toyotagerð og var það 5,7% aukning og annar mánuð- urinn í röð þar sem útflutningur eykst miðað við sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins hefur Toyota framleitt rúmlega þtjár milljónir bíla og alls hefur framleiðslan dregist saman um 3,1% frá fyrra ári. Toyota fram- leiðir einnig bíla á erlendri grund og í september voru 42.283 bílar framleiddir annars staðar en í Japan og er það rúmum 20% færri bílar en í september í fyrra. í fréttatilkynningu frá Toy- ota kemur fram að Toyota er mest seldi bíllinn í Japan þrátt fyrir samdrátt. Fyrirtækið ræð- ur um 31% markaðarins en fyrstu níu mánuðina dróst salan saman um 5,1%. Samdráttur var hjá flestum japönskum framleiðendum. Mitsubishi jók þó söluna í Japan um 6,7%, Suzuki um 5,3% og Daihatsu 0,9% en hjá öðrum dróst salan saman. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.