Morgunblaðið - 03.12.1991, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUÐAGUR 3. DESEMBER 1991
TENNIS / DAVIS-BIKARKEPPNIN
Reuler
Yannick IMoah fyrirliði franska landsliðsins borinn á gullstól um íþróttahöllina
í Lyon eftir að sigur iiðsins var í höfn á sunnudag.
Engin tilviljun
- sagði Yannick Noah, liðsstjóri Frakka
„SIGUR okkar var engin tilviljun, eftir það sem ég sá hér um
helgina,” sagði Yannick Noah, liðsstjóri Frakka, eftir að sigur-
inn í Davis-bikarkeppninni var í höfn. „Ég vissi að ef Guy [For-
getj og Henri [Lecontej næðu að leika eins vel og þeir geta
ættum við möguleika á það sem réði úrslitum væri hvort lið-
ið næði upp meiri baráttuhug.”
Þó Forget hafi tryggt Frökkum Davis-bikarinn með því að vinna
einliðaleikinn á sunnudag, átti Leconte stærstan þátt í sigrinum,
en margir höfðu afskrifað hann eftir þriðja uppskurðinn vegna bak-
meiðsla fyrr á þessu ári.
„Leconte var maður úrslitaleiksins að mínu mati,” sagði Tom Gor-
man, fyrirliði bandaríska liðsins. „Við áttum alls ekki von á því að
hann myndi keppa og skildum ekki hvernig hann gat leikið svona vel.”
Stórkostleg-
asti sigur minn
- segir Guy Forget, eftir að Frakkar tryggðu sér sigur í Davis-
bikarkeppninni í íyrsta skipti í 59 ár
MIKILL fögnuður braustút f
íþróttahöllinni í Lyon í Frakk-
landi á sunnudaginn, þegar
Frakkar tryggðu sér sigur í
Davis-bikarkeppninni f tennis,
hinni óopinberu heimsmeist-
arakeppni landsliða í greininni.
8.000 áhorfendur fylltu höllina
er heimamenn mættu Banda-
ríkjamönnum, og Guy Forget
tryggði franskan sigur í keppn-
inni í fyrsta skipti í 59 ár er
hann sigraði Pete Sampras í
einliðaleik.
Segja má að Henri Leconte hafi
lagt grunninn að sigri Frakka.
Hann lék á sínum tíma í tvíliðaleik
með Yannick Noah, sem nú er fyrir-
iiði/liðsstjóri franska liðsins en leik-
ur ekki. Og Noah tók áhættu með
því að velja þennan gamla félaga
sinn, sem lítið hefur leikið síðasta
hálfa árið vegna meiðsla. En bragð-
ið heppnaðist — Leconte byijaði á
því að sigra Sampras í einliðaleikn-
um á föstudagskvöld eftir að For-
get tapaði fyrir Andre j^gassi. Lec-
onte og Forget unnu síðan tvíliða-
leikinn á laugardag, þar sem Lec-
onte lék manna best.
Þurfti ekki að klára
k
A sunnudag voru síðan tveir ein-
liðaleikir á dagskránni. Fyrst mætt-
ust Forget.og Sampras og á eftir
áttu Leconte og Agassi að eigast
við. En þess þurfti ekki með því
Forget vann og Frakkar þar með
komnir í 3:1. Sigurinn í höfn og
fyrirliðarnir sömdum um það á
stundinni að láta þetta gott heita.
Hætta keppni, þar sem úrslitin voru
ráðin.
Forget lék snilldarlega gegn hin-
um unga Sampras, sem var þarna
að leika í fyrsta skipti í Davis-bik-
arnum, og vann í fjórum lotum.
7:6, 3:6, 6:3, 6:4.
Bandaríkjamenn unnu keppnina
í fyrra en Frakkar höfðu ekki náð
því takmarki í 59 ára — ekki síðan
Reuter
Henri Leconte, maðurinn á bak við
sigur Frakka, fagnar innilega ásamt
Guy Forget, eftir að þeir sigruðu í
tvíliðaleiknum á laugardag.
1932. Þá skipuðu landslið Frakka
þeir Jean Borotra, Henri Cochet,
Rene Lacoste og Jacques Brugnon,
„Skyttumar fjórar” eins og þeir
vom kallaðir. Þeir unnu keppnina
sex ár í röð, 1927 til 1932, og þetta
var því sjöundi sigur Frakka um
helgina.
Virkir áhorfendur
Bandaríkjamenn voru taldir mun
sigurstranglegri fyrir keppnina, og
bytjuðu betur. En hinn ungi Sampr-
as kunni illa við sig í Lyon, þar sem
áhorfendur gerðu honum lífið leitt.
Þeir studdu vel við bakið á sínum
mönnum, blístruðu og hrópuðu sem
mest þeir máttu til að trufla Banda-
ríkjamennin. Sampras, sem hefur
leikið mjög vel að undanförnu og
sigraði einmitt á stórmóti fyrr í
nóvember-mánuði, tapaði fyrir Lec-
onte á föstudag sem fyrr segir og
gerði síðan hver mistökin á fætur
öðrum gegn Forget á sunnudag, í
leik sem hann varð að vinna til að
Bandaríkin ættu möguleika á að
veija titilinn.
„Ég hef leikið tennis í 18 ára og
þetta er stórkostlegasti sigur
minn,” sagði Forget. „Þetta er dá-
samlegasti dagur lífs míns. Nú veit
ég hvernig snjöllum leikmönnum
líður eftir að þeir hafa unnið stóra
titla.”
Forget, sem er sjöundi á heims-
listanum, sagðist hafa orðið fyrir
miklum vonbrigðum með að tapa
fyrir Agassi á föstudag. „En Henri
[Leconte] hjálpaði mér með því að
sigra í seinni einliðaleiknum [á
föstudag] og leika svo vel með mér
í tvíliðaleiknum,” bætti hann við.
Það voru því aðeins tveir Frakkar
sem léku um helgina, en fjórir
Bandaríkjamenn. Ken Flach og
Robert Seguso léku tvíliðaleikinn
fyrir Bandaríkin.
Góö byrjun Noahs
Yannich Noah er á fyrsta ári sem
fyrirliði franska landsliðsins og hef-
ur byijað glæsilega. Hann fór fyrir
liði sínu á vellinum eftir sigurinn
þar sem frönsku hetjurnar dönsuðu
í halarófu á gólfinu undir laginu
„Saga Africa” sem Noah söng og
gaf út fyrr ár árinu — eftir að hann
hóf feril sem tónlistarmaður!
Frönsku leikmennirnir grétu sig-
urtárum að leikslokum og sumir
máttu vart mæla. „Þetta er stór-
kostlegt. Frábært,” var það eina
sem Leconte gat stunið upp.
Tom Gorman, liðsstjóri banda-
ríska iiðsins, hældi frönsku áhorf-
endunum mjög: „þeir voru stórkost-
legir. Það er ekíri nokkur vafi á að
stuðningur þeirra hjálpaði Henri og
Guy. En það er hluti af keppninni.”
faém
FOLK
■ JEAN Borotra, ein af „Skytt-
unum fjórum”, sem vann Davis-
bikarinn sex ár í röð fyrir Frakk-
land á árunum 1927 til 1932,
fylgdist með úrslitaleiknum í Lyon
um helgina. Hann er 93 ára.
■ YANNICK Nonh, fyrirliði
Frakka, sagði það hafa haft góð
áhrif á menn sína að tala við Bo-
rotra fyrir keppnina, og sjá hve
áhugasamur hann var.
■ WAYNE Riley frá Ástralíu
sigraði á opna ástralska meistara-
mótinu í golfí sem lauk í Melbo-
urne í Ástralíu á sunnudag. Hann
lék á 285 höggum og fékk 100
þúsund dollara, eða um 6 milljónir
ISK í sigurlaun. Robert Allenby,
sem er aðeins 20 ára áhugamaður,
kom mjög á óvart með því að hafna
í 2. sæti. Hann fór síðasta hringinn
á 68 höggum. Hann gat þó ekki
þegið tæplega 60 þúsund dollara
fyrir annað sætið þgr sem hann
er ekki orðinn atvinnumaður.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Meistarar Chicago
með 12 sigra í röd
CHICAGO Bulls hefur unnið 12
leiki í röð í austurdeild NBA-
deildarinnar og virðist fátt geta
stöðvað sigurgöngu liðsins um
þessar mundir. í vesturdeild
hefur Los Angeles Lakers unn-
ið 10 leiki og verður það að
teljast góður árangur miðað við
það sem á undan hefur gengið
hjá liðinu.
Frá
Gunnari
Vatgeirssyni
i Bandarikjunum
Chicago sigraði Portland á föstu-
dag, 116:114, eftir tvífram-
lengdan leik og á laugardag vann
■MMi liðið Sacramento
Kings, 118:102.
Jordan hefur leikið
mjög vel og á laug-
ardag gerði hann 30
stig, þrátt fyrir að eiga við bak-
meiðsli að stríða. Liðið hefur afger-
andi forystu í austurdeildinni.
New York Knicks hefur komið á
óvart það sem af er og vann Detro-
it Pistons 103:96 á laugardag. Lið-
ið hefur unnið 9 leiki og er í 2. sæti
í austurdeild. Patrick Ewing fór á
kostum gegn Detroit og gerði 46
stig. Hann hefur nýlega endurnýjað
samning sinn við New York til árs-
ins 1998. Hann hefur um 3 milljón-
ir dollara, eða 18 milljónir ÍSK, í
grunnlaun á ári og fékk samtals
18 milljónir dollara fyrir heildar-
samninginn.
Los Angeles Lakers hefur unnið
10 af síðustu 11 leikjum sínum og
stendur best að vígi í vesturdeild.
Liðið tapaði fyrir Boston á föstudag
114:91, en sigraði Philadelphiu
93:91 á laugardag. Lakers hefur
átt í basli með að fínna miðhveija,
en nú virðist hann vera fundinn.
Hann heitir Jack Harley, sem hafði
aðallega setið á bekknum, gerði 11
stig gegn Philadelphiu og lék mjög
vel. Júgóslavinn, Vladi Divac, var
skorinn upp við bakmeiðslum fyrir
helgi og verður ekki aftur leikfær
fyrr en eftir 8 vikur.
Lið San Antonio Spurs hefur
einnig leikið vel í vesturdeildinni,
unnið 10 leiki og tapað þremur.
Reuter
Tilþrif í Atlanta! Kevin Willis, leikmaður Atlanta Hawks, hefur hér troðið
knettinum í körfuna í leik gegn Boston Celtics um helgina og hangir í hringn-
um til að forðast árekstur við Robert Parish. Larry Bird er til vinstri.