Morgunblaðið - 03.12.1991, Síða 3
KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞROTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991
foám
FOLK
■ GÚSTAF Ómarsson, sem lék
með knöttspyrnuliði UBK sl. keppn-
istímabil, hefur verið ráðinn þjálfari
Vals á Reyðarfirði. Ómar, sem
er fæddur þar, hóf feril sinn með
Valsmönnum, sem leika nú í 4.
deild.
■ SOVÉSKI þjálfarinn Valeri
Mutagarov, þjálfari Gróttuliðsins
bí handknattleik, hefur sagt starfi
sínu lausu. Björn Pétursson, að-
stoðarmaður hans og Stefán Arn-
arson sjá um þjálfun liðsins - þar
til nýr þjálfari verður ráðinn.
■ BRYNDÍS Guðmundsdóttir
hefur verið valin fimleikamaður
ársins 1991 af stjórn Fimleikasam-
bandsins. Bryndís, sem er 17 ára
Armenningur, er Islandsmeistari
í fimleikum.
Il SIGURÐUR Grétarsson og
félagar hans hjá Grasshopper fá
frí frá 9. til 28. desember. Síðan
verður tekið þátt í innanhússmót-
um; fyrst í Ziirich 1. og 2. janúar
og síðan í Dortmund og Stuttgart
í Þýskalandi. Liðið verður síðan í
æfingabúðum síðari hluta febrúar-
mánaðar og úrslitakeppnin hefst í
byrjun_ mars, sem fyrr segir.
■ SÖREN Lerby á ekki sjö dag-
ana sæla hjá Bayern Miinchen og
segja blöð í Þýuskalandi að hann
hafi ekkert gert nema mistök síðan
hann gerðist þjálfari hjá Bayern.
Sagt er frá því að ef félagið tapi
fyrir Rostock um næstu helgi, verði
hann látinn taka pokann sinn.
■ NECKAR-leikvangurinn í
Stuttgart, verður yfírbyggður fyrir
Evrópumeistaramótið í fijálsum
íþróttum, sem verður 1993.
■ STUTTGART, Bayern MUn-
chen og Dortmund hafa mikinn
áhuga á að fá þýska landsliðsmark-
vörðinn Bodo Illgner hjá Köln.
Akureyringar
sterkarií
fyrsta leiknum
Anton
Benjaminsson
skrifar
Skautafélag Akureyrar bar sig-
urorð af Skautafélagi Reykja-
víkur í fyrsta leik íslandsmótsins í
íshokkíi, 5:3, á Ak-
ureyri á laugardag.
Akureyringarnir
komust yfir 2:0 en
Reykvíkingar höfðu
jafnað, 2:2, áður en fyrsta leikhluta
lauk. Mikill barningur var í öðrum
leikhluta, en ekkert skorað. Mark-
menn beggja liða vörðu þá mjög
vel, eins og reyndar allan leikinn.
En í þriðja og síðasta leikhluta
tryggðu Akureyringar sér sigurinn
— þá fór „fyrsta línan” hjá Akur-
eyringum að skora, þ.e. bestu leik-
mennirnir, hjá Akureyringum, fór
að skora og það gerði gæfumuninn.
En leikurinn var annars jafn og
hefði sigurinn getað lent hvorum
megin sem var. Heiðar Ingi Ágústs-
son gerði þijú mörk fyrir Akur-
eyringa, Sigurgeir Haraldsson og
Heiðar Gestur Smárason sitt mark-
ið hvor. Fyrir Reykvíkinga gerði
Sovétmaðurinn Nikolaí Nefedov tvö
mörk og Stefán Mikaelsson eitt.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Akureyringar sœkja að marki Reykvíkinga á Akureyri.
Eyjamenn enn
á ferðinni
Fjórði sigurleikur þeirra á tíu dögum
|jjjyjamenn unnu sinn fjórða leik
í röð á tíu dögum þegar þeir
fengu HK í heimsókn í gærkvöldi,
25:22. Leikurinn var
ekki upp á það
besta, en góð
markvarsla var það
sem- gladdi augu
áhorfenda. Alls voru varin 30 skot
í leiknum. Bjarni Frostason, besti
leikmaður HK, varði sautján og
Sigmar Þröstur Óskarsson, mark-
Sigfús
Gunnar
Guðmundsson
skrifar
vörður Eyjamanna, varði þrettán.
Eyjamenn, sem voru með fimm
marka forskot í Ieikhléi, 14:9, sofn-
uðu á verðinum í seinni hálfleik og
náðu leikmenn HK að minnka mun-
inn í eitt mark, 20:19, þegar fimm
mín. voru til leiksloka. Þá vöknuðu
heimamenn við vondan draum og
náðu að tryggja sér öruggan sigur
og tvö dýrmæt stig.
Staðan / B10
Eyjólfur
knattspymu-
maðurársins
Eyjólfur Sverrisson, leikmaður
með Stuttgart í Þýskalandi var
kjörinn knattspymumaður ársins
af stjórn Knattspyrnusambands ís-
lands. Hann lék fyrsta A-landsleik
sinn á árinu, gegn Albaníu í maí,
og var síðan með í öllum landsleikj-
um ársins, nema í vináttuleiknum
gegn Tyrklandi og skoraði gegn
Spáni og Frakklandi í Evrópu-
keppninni.
að ég færi, enda er ég samnings-
bundinn Stuttgart út þetta keppnis-
tímabil. United vildi fá mig strax
eftir jól, en það kemur ekki til.
Enda er ég ekkert spenntur fyrir
að fara frá Stuttgart meðan ég er
í liðinu og gengur svona vel.”
Bikarkeppni HSÍ:
Valur gegn
Eyjamönnum
Islandsmeistarar Vals mæta
bikarmeisturum ÍBV í 8-liða
úrslitum karla f bikarkeppni
HSÍ, en dregið var í sjónvarpinu
á laugardag.
Eftirtalin lið drógust saman
í karlaflokki - það lið sem fyrr
er talið upp fær heimaleik: Þór
Ak. - FH, Valur - ÍBV, Grótta-b
- Víkingur og Valur-b - ÍR.
í kvennaflokki drógust eftir-
talin lið saman:
Fram - KR, ÍBK - Grótta, ÍB-
V/Valur - Víkingur og Ármann
- FH.
Eyjólfur hefur leikið betur og
betur eftir að þjálfarinn Chri-
stoph Daum færði hann aftur í
stöðu varnartengi-
liðs á vinstrr vængn-
um á miðjunni, þar
sem hann leikur við
hliðina á Michael
Frá
JóniHalldúri
Garðarssyni
ÍÞýskalandi
Eyjólfur Sverrisson
SUND
Ragnheiður
náði sér ekki
áslrik
Eg náði mér ekki á strik. Hef
verið veik og þá sagði
þreyta til sín, þar sem ég hef
lítið hvílt að undanförnu,” sagði
Ragnheiður Runólfsdóttir, sem
tók þátt í opna bandaríska
meistaramótinu í sundi í
Minneapolis í Minnesota um
helgina. Ragnheiður varð í tutt-
ugusta sæti í 100 m bringu-
sundi á 1:14,08 mín., en hún
komst í úrslit í 200 m bringu-
sundi - hafnaði í sextánda sæti
á 2:39,02 mín.
Eyjólfur á séræfingum
„BREYTING sem heppnaðist
tekinn úr fremstu víglínu og
gerður að vinnuhesti á miðj-
unni,” segir í grein um Eyjólf
Sverrisson i„Kicker”í gær.
Sagt er f rá því að Eyjólfur sé
á séræfingum til að lagfæra
tækni sína.
Frontzeck. Eyjólfur hljóp mikið um
í leiknum gegn Duisburg - skoraði
fallegt mark og þar að auki bjarg-
aði hann oft vel inn í vítateig hjá
Stuttgart,” segir I greininni. „Eg
kann mikið betur við mig í þessu
hlutverki á miðjunni. Nú þarf ég
ekki að vera frammi og býða eftir
knettinum,” sagði Eyjólfur.
í greininni er sagt frá því a
tæknin sé ekki sterkasta vop
Eyjólfs og því væri knötturinn ekl
besti vinur hans. „Hann vikrí
klunnalegur þegar hann er me
knöttinn.”
„Ég veit um þetta. Ég er á séræ:
ingum til að ná upp betri tækni.
sagði Eyjólfur.
United vildi fá Eyjólf strax
[anchester United hefur sýnt
Eyjólfi Sverrissyni áhuga.
„Menn frá félaginu hafa verið að
spyijast fyrir um mig hjá Stuttg-
art. En Daum þjálfari hefur sagt
við mig að það kæmi ekki til greina
ISHOKKI / ISLANDSMOTIÐ
HANDKNATTLEIKUR
KORFUKNATTLEIKUR
Dan Krebs
Guðjón Skúlason
Afall fyrir Grindvíkinga:
Krebsmeð
slftin liðbönd
Guðjón Skúlason á heimleið?
Grindvíkingar urðu fyrir miklu
áfalli í leik sínum gegn KR,
en þá meiddist Dan Krebs. í læknis-
skoðun í gær kom fram að, hann
er með slitin liðbönd. „Þetta er
mikil blótaka fyrir okkur og einnig
Krebs sjálfan. Hann hefur leikið
mjög vel að undanförnu,” sagði
Margeir Guðmundsson, formaður
körfuknattleiksdeildar Grindavíkur
í viðtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
„Við verðum að fá annan leik-
mann frá Bandaríkjunum og förum
strax að vinna í því.” Pálmar Sig-
urðsson meiddist einnig í leiknum
gegn KR - tognaði á ökkla. Hann
mun ekki leika með Grindvíkingum
gegn Haukum í kvöld.
Guðjón á heimleið?
Guðjón Skúlason, landsliðsmaður
frá Keflavík, er óhress með hvað
hann fær lítið að leika með skóla-
liði sínu í Bandaríkjunum. Miklar
líkur eru á því að hann komi alkom-
in heim 19. desember og gangi til
liðs við félaga sína í Keflavík. Það
þarf ekki að fara mörgum orðum
um að Guðjón myn styrkja leik-
mannahóp Keflvíkinga geysilega í
lokabaráttunni um íslandsmeistara-
titilinn.
KNATTSPYRNA