Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
LÆKNISFRÆÐI/Hvað er óhœtt aó gefa?
Böm með háan hita
Oftar en ekki er meinlitlum
sýkingum í koki og hálsi
um að kenna þegar hiti blossar
upp í börnum án þess að önnur
einkenni en roði í slímhúðum
geri vart við sig.
Það eru ekki
bakteríur sem
valda slíkum,
lasleika og því
er tilgangslaust
að gefa penisill-
ín eða önnur
eftir Þórarín sýklalyf.
Guönasím Hitt er annað
mál að einatt þykir ástæða til
að láta þessa litlu sjúklinga taka
lyf sem lækka hitann og draga
úr beinverkjum og öðfum óþæg-
indum sem fylgja hitapestum.
Löngum voru gömul og marg-
reynd lyf eins og fenacetín og
aspirín (magnýl) sjálfsögð til
þessara nota en svo komst upp
•um fenacetínið, það skaddaði
nýrun. Og þar kom að aspirín
var líka bannfært sem barnalyf
sökum tengsla sem talið er að
geti verið milli þess og hins sjald-
gæfa en lífshættulega barna-
sjúkdóms sem kenndur er við
ástralska meinafræðinginn
Reye. Þá var eiginlega ekkert
orðið eftir handa yngstu kynslóð-
inni nema parasetamól (panódíl)
sem nú um hríð hefur þótt ómiss-
andi á flestum heimilum þar sem
börn eru á pestaskeiðinu.
En gamla sagan um Adam í
Paradís endurtekur sig sí og æ
- hann fær aldrei að vera þar
til langframa. Parasetamól hefur
ekki reynst jafn-sauðmeinlaust
og ætlað var; sé það gefið í stór-
um skömmtum eða langtímum
saman getur það reynst lifrinni
óhollt og því mundi ráðlegast að
gæta hófs og helst ekki gefa þá
skammta sem mælt er með oftar
en fjórum sinnum á sólarhring
með jöfnu millibili.
Er annars nokkur þörf á að
ausa meðulum í krakkaskinnin
þótt þau fái háan hita í einn eða
tvo daga? I rauninni ekki, nema
hvað sjúklingnum og foreldrum
hans líður sennilega betur og
íjölskyldan öll fær meiri og betri
svefn fyrir bragðið. Og enginn
skyldi amast við því. Á hinn bóg-
inn benda nýlegar og nokkuð
víðtækar rannsóknir til þess að
parasetamól breyti litlu um
framgang veikinnar og sam-
kvæmt þeim er líka hæpið að
lyfið dragi að ráði úr vanlíðan
barnanna. En lækkun hitans ein
sér skiptir engu til eða frá; með-
ferð á að beinast að sjúklingum,
ekki hitamælum.
Þá er eftir að minnast á atriði
sem vissulega hefur þýðingu en
það er ótti margra foreldra við
hitakrampa. Breska læknablaðið
Lancet fjallaði nú í vetrarbyrjun
nokkuð um þessi mál og taldi
að sá ótti væri að mestu ástæðu-
laus. Hitakrampi stendur yfirleitt
skamma stund, segir þar, og
hverfurjafnskyndilega og hann
kemur. Þau börn eru ekki mörg
sem fá slíkan krampa og ennþá
færri sem fá hann oftar en einu
sinni. Enginn grunur hefur vakn-
að um að slíkt krampakast hafi
skaðleg áhríf á heilann.
Höfundur Lancet-greinarinn-
ar minnist á lyf sem kemur til
álita í stað parasetamóls ef hita-
lækkandi meðferð telst æskileg.
Það er brúfen (íbúprófen) en
áhrif þess eru svipuð og aspiríns
og ekki er að svo komnu vitað
um sérstakar hættur af notkun
þess. Það fæst bæði í mixtúru-
og töfluformi og því vel í pottinn
búið handa smáum sem stórum.
Sótthiti er dularfullt fyrir-
brigði. Ef hann er andsvar líka-
mans við áreiti sóttkveikjunnar,
eins og lengi hefur verið haldið
gæti hann þá ekki líka verið
varnarráðstöfun? Ef svo er, ætt-
um við nokkuð að vera að bæla
hann niður með tækjum sem
duga til þess, en gera annars lít-
ið eða ekkert gagn? Margir lækn-
ar eru hættir að ráðleggja kalda
bakstra, köld böð eða viftublást-
ur sem eitt sinn þótti góður siður
þegar börnin fengu hita. Sem
betur fer munu foreldrar líka
hættir við hinar öfgamar - að
dúða hitaveik börn í þykkum og
hlýjum fötum undir sæng, svo
að ekki slái að þeim. Ætli það
sé ekki best að leyfa náttúrunni
að ráða þegar börnin fá hita-
pest; það er hvort eð er ekki svo
margt sem hún fær að vera í
friði með nú á dögum.
UMHVERFISIVIÁL / //, orðió örlagarík skil?
Náttúran og vísindin
I TILEFNIjóla og áramóta er ekki úr vegi að ....
l'jalla örlílið um hin eilífu saniiindi sem birlasl
okkur í nállúrulegu umhverfi — nállúrulögniál-
in sem verða ekki umflúin, þóll mannkyni ætli
seint að lærast það.
ISÍú á dögum hafa vísindi og
tækni skipað háan sess á flestum
sviðum mannlífsins, jafnvel svo að
skyggt hefur víða á manngildið.
Vísindin færa vissulega svör við
mörgum spurn-
ingum, sem á vegi
okkar verða. Þó
svara þau aldrei
spurningunni um
hin hinstu rök né
hinn algilda,
djúpa sannleika.
Þau svara heldur
ekki spurningunni um hvers vegná
og hvernig lífið spratt af frækorn-
inu. Þau geta heldur ekki ein og
sér skapað líf. En með aðstoð
vísinda getum við varðveitt líf,
eflt mátt alls þess sem gott er og
uppbyggilegt í tilverunni, öðlast
hlutdeild í lífssannleikanum ef
boðskapur kristinnar trúar er
hafður að leiðarljósi. I honum eru
fólgin rn.eiri sannindi um manninn
og lífið en nokkrar kenningar,
heimspekistefnur eða formúlur
hafa upp á að bjóða.
Vegna athafna manna er lífi á
jörðinni hætt komið ef ekki verður
brugðið til betri vegar. Von okkar
er í því fólgin að mönnum lærist
að umgangast lífríkið af virðingu,
ást og alúð, ganga ekki á hinar
náttúrulegu auðlindir, varðveita
og endurnýja það sem gildi hefur,
bijóta ekki hin óumflýjanlegu
náttúrulögmál.
Vísindin hafa á síðari öldum
vissulega komið mannkyni til góða
á margan hátt. En vísindi hins
ytra heims verða að taka mið af
sköpunarverkinu, innri gerð þess
og lögmálunum sem okkur er falið
að lúta. Örlagarík skil hafa stund-
um orðið á milli vísindalegra iðk-
ana í þágu óskilgreindra afla og
þekkingar á þeim takmörkunum
sem jörðin hefur til skiptanna. Því
verður að staldra við og hugsa á
ný-
Með vísindalegri úttekt var leitt
í ljós í Brundtland-skýrslunni svo-
kölluðu og allir kannast við, að
ekki sé seinna vænna að maðurinn
uggi að sér vegna hátternis síns
gagnvart umhverfi sínu og náttúr-
unni. Til þess að snúa þróuninni
við er ljóst að ekki dugar minna
til en samstaða allra jarðarbúa —
að allir leggi'hönd á plóginn. Þessi
skýrsla vakti heimsathygli. Áhrifa
frá henni gætir víða og þau eru
stöðugt að koma betur í ljós. Mikl-
ar vonir eru nú bundnar við alþjóð-
lega ráðstefnu sem haldin verður
í Brasilíu á vori komanda. Þar
verður fjallað um umhverfísmál í
víðasta skilningi og reynt að finna
leiðir til úrbóta. Við hljótum að
vona að árangur náist — að ný
og djúpstæðari áhersluatriði fari
að skipa öndvegi í athöfnum
manna.
Vakning gagnvart umhverfis-
málum hefur orðið hér á íslandi á
síðari árum. Okkar vandi er ekki
svo mikill á heimavelli að við fáum
ekki við hann ráðið. En á mörgum
sviðum verður okkur lítið ágengt
nema í samfélagi þjóðanna. Og
þar getum við líka lagt okkar skerf
af mörkum.
Eitt ástkærasta skáld íslensku
þjóðarinnar, Jónas Hallgrímsson,
var jafnframt vísindamaður af,
guðs náð. Umhyggja hans og ást
á íslenskri náttúru, jafnt því stóra
og mikilfenglega sem hinu smáa
og veika, birtist bæði í vísinda-
störfum hans og skáldskap. Stund-
um fléttaðist hvort tveggja saman
ásamt einlægri trúarhyggju eins
og í ljóði sem hann orti til vinar
og annars vísindamanns að honum
látnum. Eitt erindið hljóðar svo
og ætti að vera okkur hvatning og
leiðarljós:
Vísindin efla alla dáð
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa.
Farsældum vefja lýð og láð.
Tífaldar þakkir því ber færa
þeim sem að guðdómseldinn skæra
vakið og glætt og verndað fá
viskunnar helga ffalli á.
eftir Huldu
Valtýsdóttur
SÁI*RRTIUEÐI/Hvað gerir þ œr
svona heillandi?
ÞJÓÐSÖGUR
FYKROGNÚ
íslenskar þjóðsögur hafa ávallt verið eftirlætis lesefni
mitt. Aftur og aftur get ég gripið til þessara gönilu
sagna og notið þeirra. Hygg ég að margir kunni svip-
aða sögu að segja. Hvað er það við þessar gömlu sögur
sem er svo heillandi? Sögur af huldufólki, tröllum,
draugum, útilegumönnum.
Faldar byggðir lengst uppi í
öræfum, þar sem byggð var
reisuiegri en annars staðar,
sauðir vænni, karlmenn stærri
og sterkari og konur fallegri.
Huldufólkshí-
býli í klettum og
hólum, stórkost-
leg húsakynni,
þar sem gnægð
var matar- og
góðra vína, kon-
ur ástheitar og
sýslumenn og
prestar á hveiju
strái. Og huldufólkið bjó yfír
dulúðugum töframætti, hvort
sem það var fátækt eða ríkt.
Ægilegar draugasögur og sögur
af góðum og vondum tröllum.
Sögur af kóngum og drottning-
um, kóngssonum og kóngsdætr-
um, vondum stjúpmæðrum,
karlssonum og karlsdætrum.
Mikil dramtísk ævintýri voru
þetta sem ætíð enduðu vel. Sá
góði og réttláti, fátæki, kjark-
mikli, úrræðagóði og heiðvirði
fór alltaf með sigur af hólmi, en
grimmileg hefnd beið hinna.
Margt fagurt hefur verið sagt
um þjóðsögurnar: „Skáldskapur
alþýðunnar“, „sprottnar úr þjóð-
ardjúpinu" o.fl. En það sem heill-
ar mig mest er hversu vel þær
endurspegla hugarheim þessarar
fátæku og einangruðu þjóðar, tjá
drauma hennar, ótta, vonir og
þrár. Draumarnir voru um ríki-
dæmi, velsæld í mat og drykk,
hamingju í ástum, völd sem beitt
var af viti og manngæsku. Óttinn
var við allar þær forynjur og
afturgöngur sem bjuggu í myr-
krinu, birtust í skúmaskotum,
komu upp úr sjó og vötnum, riðu
húsum og grönduðu búpeningi.
Þjóðsögurnar sýna einnig mörk
þessa hugarheims. Kóngsríkið
var ætíð sem reisulegur bónda-
bær og kóngurinn roskinn og
virðulegur höldur. Ríkidæmið
var hjarðir nauta og sauða og
gnægð matar. Þjóðsögurnar eru
þannig sálarspegill íslensku þjóð-
arinnar á síðustu öld.
Líklegast verða þjóðsögur allt-
af til, þó að svo hafi orðið fyrir
rás atvika að mestum hluta ís-
lenskra sagna hafi verið safnað
og þær skráðar á sinni hlut síð-
ustu aldar. Því má spyrja hveijar
séu þjóðsögur nútíma íslands eða
jafngildi þeirra. Hvernig tjáir og
endurspeglar nútíma íslendingur
drauma sína, ótta, vonir og þrár?
Eg hef verið að leita að þessu í
huganum en ekki fundið nein
viðhlítandi svör. Víst er að tján-
ingarmátinn hefur breyst mjög
verulega, svo að erfitt kann að
vera að finna samnefnara.
eftir Sigurjón
Björnsson