Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
ÆSKUMYNDIN . . .
ER AF FRIÐRIKI ÞÓR FRIÐRIKSSYJVI KVIKMYNDAGERÐARMANNI
MYNDASAFNIÐ
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Farsælt komandi ár
Lunkinn
veiðmaður
Með fullt af skrýtnum hugdett-
um sem áttu eftir að verða að
veruleika. Friðrik Þór um sex
ára aldurinn í Þingvaliaferð.
mikið prúðmenni en undir niðri var
hann grallari og grínisti."
Að sögn Friðriks var nafni hans
farsæll til verka, hann hafi unnið
hægt en vel. „Hann hafði mikið
gaman af því að leggja net í vatnið
hérna skammt frá bænum og einn-
ig að veiða á stöng. Friðrik Þór var
ákaflega lunkinn veiðimaður þótt
tilburðirnir væru ekkert endilega
mjög veiðimannslegir þá veiddi
hann allra manna mest. Þetta er
eins enn þann dag í dag, hann dreg-
ur laxa á lélega silungsstöng.
Friðrik var bráðvel gefinn strák-
ur og hann hugsaði svolítið öðruvísi
en aðrir unglingar á hans aldri. Það
eru þessar hugdettur hans sem
manni eru minnisstæðar og margar
þeirra eru að verða að veruleika
núna. Maður trúði þessu ekki og
það var bara hlegið að honum þeg-
ar hann var að tala um að gera
kvikmyndir.“
ÆSKUÁRIN eru Friðriki hugstæð um þess-
ar mundir því hann er, ásamt Einari Má
Guðmundssyni, að viða að sér efni í næstu
mynd sína. Áðalpersóna þeirrar myndar
tengist þeim tíma þegar Friðrik var að al-
ast upp. Hann hefur því verið á ferð um
bernskustöðvar að grafa upp það bitastæð-
asta frá þessum tíma. Þeim tíma þegar fót-
boltinn átti hug hans allan og þeim tima
þegar hann og félagi hans sýndu æsilega
skuggamynd um Rauðhettu og úlfinn í
þurrkherbergi þéttsetnu af áhorfendum.
Friðrik er sonur hjónanna Frið-
riks V. Guðmundssonar, sem
nú er látinn, og'Guðríðar Hjalt-
ested. Hann fæddist 12. maí 1954
í Stórholtinu en þegar hann var níu
ára fluttist hann í Vogana. Friðrik
á tvo eldri bræður, Þórleif og Þóri,
sem er hálfbróðir hans.
Þrá Friðriks til þess að segja
sögur á tjaldi kom snemma í Ijós
en skuggamyndasýningin áður-
nefnda, sem fór fram í þurrkher-
bergi í Stórholtinu að viðstöddu fjöl-
menni, endaði á óvæntan hátt. Þeir
félagar, Friðrik og Birgir, sögðu
sögurnar um leið og myndirnar
voru sýndar beint á hurðina þar sem
tjaldið var. Allt gekk vel en þegar
komið var fast að hámarki sögunn-
ar og úlfurinn í þann veginn að éta
ömmuna opnast þá ekki dyrnar
skyndilega og inn kemur Georg
Bjarnason, Gídó, sem þá var að
koma úr vinnu sinni hjá strætis-
vögnunum. Spennan í salnum var
slík við atburðinn að áhorfendur
héldu að úlfurinn hefði stokkið beint
út úr myndinni. Ofsahræðsla greip
um sig og börnin áttu fótum sínum
fjör að Iauna og tróðu sér út um
glugga og dyr. Að sögn Friðriks
brá þó Gídó einna mest þar sem
hann átti engan veginn von á þess-
um barnaskara.
Fótboltinn átti þó hug Friðriks
allan enda var ekki langt að fara á
Framvöllinn og þar var hann iðu-
lega eða allt þar til hann fór í sveit
tíu ára gamall. „Mér leist ágætlega
á það að fara í sveit, þótt ég væri
svolítið súr fyrst yfir því að fara
frá fótboltanum. Silungsveiðin tók
fljótt við af fótboltanum og núna
eru þetta dýrlegustu minningarnar
og sennilega hefur sveitadvölin
mótað mig hvað mest.“
Friðrik var í sveit norður í Skaga-
firði hjá Friðriki Antonssyni bónda
á Höfða á Höfðaströnd þar sem
upphafsatriði myndarinnar „Börn
náttúrunnar" gerist. Friðrik bóndi
segir það hafa einkennt Friðrik Þór
hvað hann hafi verið óskaplega ró-
legur. „Hann var eins og fullorðinn
maður í allri umgengni og strax
Krakkarnir í Skjólunum lögðu nótt við dag til að safna í þessa brennu,,
sem stóð á horni Ægisíðu og Faxaskjóls, en þar var um árabil mik-
ið fjölmenni á gamlárskvöld. Þessi mynd er tekin laust eftir 1950.
krakkarnir sjálfir í hinum ýmsum
hverfum borgarinnar, söfnuðu í bál-
kesti og kveiktu í á gamlárskvöld,
því nú eru brennur aðeins á vegum
borgarinnar á fáum útvöldum stöð-
um. Ifér birtum við hins
vegar mynd af brennu frá
því skömmu eftir 1950,
en hún var á horni
Ægisíðu og Faxaskjóls,
og var jafnan Ijölmenni
og mikið fjör þegar
kveikt var í henni
skömmu fyrir miðnætti á
gamlárskvöld. Annar
góður siður sem haldist hefur á þess-
um árstíma er jólatrésskemmtunin,
þar sem börn og fullorðnir koma
saman til að dansa í kringum jóla-
tréð. Við birtum eina myna af slíkum
fögnuði í Valsheimilinu árið 1951.
Þá er mynd frá flugeldadýrðinni yfir
Reykjavík á miðnætti á gamlárs-
kvöld, fyrir réttum 40 árum og þó
ekki sé hún í lit má glöggt sjá að
menn hafa kunnað að skjóta upp
flugeldum þá, ekki síður en nú.
Myndasafnið að þessu sinni er
helgað áramótunum, þeim
merku tímamótum þegar menn
staldra við, horfa um öxl og fram á
við. Áramótin eru hátíð hækkandi
sólar og um aldir hafá
menn gert sér dagamun
um þetta leyti, í kringum
vetrarsólhvörfin, og til
eru heimildir úr heiðni
um hátíðarhöld á þessum
árstíma. Þjóðtrúin segir
að álfar og tröll fari á
kreik um áramót og um
langt skeið hefur sá siður
haldist að efna til álfabrennu um
áramót og á þrettándanum. Ára-
mótabrennurnar voru hér á árum
áður einn skemmtilegasti þátturinn
í áramótagleðinni, en með breyttum
tíðaranda hefur „skaupið" og annað
sjónvarpsefni, ásamt ýmsum öðrum
siðum í heimahúsum tekið yfir, ef
svo má segja, þótt margir vilji enn
halda í þann gamla góða sið að
fara til brennu um áramót. En
það er af sem áður var, þegar
SVEITIN MÍN...
ARNARSTAPIÁ SNÆFELLSNESI
Arnarstapi á Snæfellsnesi.
„Þegar ég kom á Arnar-
stapa um 1960 var sjórinn
tandurhreinn svo hægt var
að baða sig í honum og ég
týndi stundum söl í fjörunni,
nú er þetta ekki hægt lengpir
venga mengunar," segir Soff-
ía Þorkelsdóttir.„Sjómenn-
irnir kasta of miklum úrgangi
í sjóinn. Mér finnst fuglunum
líka hafa fækkað þó þeir séu
margir ennþá. Áður var fugl-
amergðin slík að það sá varla
til sólar þegar þeir tóku sig
á loft. Á kvöldin var allt krökt
af sel, t.d. í Sölvahamri. Þeir
kölluðust á í kvöldkyrrðinni.
Þegar ég heyrði til þeirra og
sá augun í þeim þá skildi ég
af hverju fólk hélt að þetta
væru menn í álögum.
Þegar ég kem í Stapann
finnst mér ég ganga á heil-
agri jörð. Ég vildi bara óska að
mannlífið væri meira í takt við
LjósmiBJ.
Soffía Þor-
kelsdóttir
þann heilagleika. Eg sé 1 ekki
dýrðlegri vetrarkvöld en á Stapa
og ég hef hvergi séð fallegri
norðurljós. Andstæður eru
þama miklar. Stapafellið gnæfir
eins og svartur skuggi á kvöldin
með jökulinn skjannahvítan í
baksýn. Tignarleg ró í ætt við
guðdóminn, og þungar drunur
í briminu, þegar þess gætir.“
Á Arnarstapa eru nokkur
býli, smábátahöfn, fiskverkun-
arhús og verslun. Fyrrum var
meiri byggð á Arnarstapa en
nú er. Þar var ein af höfnum
einokunarverslunarinnar en
kaupstaður þar var lagður niður
1821.
ÞANNIG ...
SKÝTUR FREYR EINARSSON UPP FLUGELDUM
Morgunblaðið/KGA
Gejur sér
góðan
tíma
Nú þegar áramótin eru á
næsta leiti er tilhlýðilegt að
ræða enn einu sinni meðferð
flugelda, svo að nýja árið gangi
slysalaust í garð. Freyr Einars-
son, hjá Landsbjörgu, var fús
til að sýna lesendum hvernig
réttast væri að bera sig að.
Ef rétt er að farið eru flugeldar
örugg vara en þeir geta verið
hættulegir ef farið er með þá af
kunnáttuleysi og þeir geta valdið
miklum og sárum slysurn," segir
Freyr. „Flest slysin verða þegar
fólk er að skjóta upp flugeldum
eftir að það hefur bragðað áfengi.
Tívolíbomburnar svokölluðu voru
t.d. bannaðar vegna slysa sem
urðu þegar drukkið fólk handlék
þær; ég veit ekki til þess að
ódrukkið fólk hafi slasast af völd-
um þeirra. Þá er alltaf einhver
hætta á ferðum þegar flugeldar
eru geymdir nálægt opnum eldi,
eða þannig frá þeim gengið að
óvitar eigi aðgang að þeim.“
Freyr segir mikilvægt að hafa
í huga að flugeldar fari misfljótt
upp og ef ekkert gciist fyrstu sek-
úndurnar megi fólk ekki láta
óþolinmæðina ná tökum á sér. Það
geti verið stórhættulegt að beygja
sig yfir flugeldinn, hvort heldur
er til að athuga hvort slokknað
hafi á kveiknum eða til að kveikja
að nýju. Þá sé rétt að minna á að
hafa vettlinga eða hanska á hönd-
um, hörfa vel frá um leið og kveikt
hefur verið á flugeldinum og að
honum sé skotið af traustri undir-
stöðu.
„Það er góð regla að gefa sér
tíma fyrir flugeldana, ekki að
skjóta öllum upp í einu. Einnig að
skjóta þeim upp góðan spöl frá
þeim stað þar sem afgangurinn
er geymdur. Ef þeim minnstu er
skotið upp í byijun og þeim
stærstu síðast er minni hætta á
áverkum enda komast menn þá
upp á lagið."
— Hver er uppáhaldsflugeldur-
inn þinn? „Tvímælalaust tívolítert-
urnar svokölluðu. Það eru 12
tommu kökur sem úr spýtast kúlur
sem ná vel upp fyrir húsþök. Það
eru flugeldar sem vara nokkuð
lengi.“