Morgunblaðið - 29.12.1991, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.12.1991, Qupperneq 7
Það var meö hinu kunna danska lagi, þtjú möstur og 100 hestafla mótor ... Strandið var 13. desember kl. 8 að morgni. Eftir að ég hafði athugað allt og ekkert fundið sem vísað gæti á mennina stigum við á hestana og hófum leit. Þar sem dimmt var orðið var mjög erfitt að sjá fótspor í sandinum, enda fokið í þau að einhveiju leyti.“ Þeim tókst um síðir að rekja slóðina og komu loks að bæ þar sem Danirnir sjö voru rennvotir og uppgefnir. „Eg var búinn að fá nóg og skildi ekk- ert í hvernig íslendingarnir gætu ratað í þessu kolamyrkri. Ég bara húkti í hnakknum. Fögur sjón hefur það verið, en sem betur fer sá hana enginn í myrkrinu ... Læknirinn frá Kirkjubæjarklaustri sagði að við flest strönd á þessum árstíma fær- ust áhafnir skipanna eða fyndust uppgefnar, og menn þá oft kalnir á limum. En nú hefðu allir sloppið lifandi, a.m.k. ennþá, en löng ferð væri fyrir höndum ... Við komumst að því hve miklir erfiðleikar biðu okkar. Einnig fengum við að vita að vjð ættum ekki að taka neitt með okkur af því litla sem okkur hafði tekist að bjarga. 'Dapurlegra er að sjá Mörthu dag frá degi. Saltf- armurinn í skipsskrokknum hefur leystst upp, skipið er dældað utan og að hluta brotið. Leiðsögumaður okkar, sem er víst aðalmaðurinn á þessu svæði, hefur á 15 árum séð 12 skipsströnd á 25 kílómetra kafla og tekið að sér leiðsögn meðal þeirra sem bjargast hafa.“ í dagbókinni er dulítið gaman að sjá viðhorf þessara tveggja áhafna til íslendinga og kurrinn þeirra á milli. Hinn 18. desember skrifar Silck: „Getum ekki farið á strandstað vegna hríðar. Danski skipstjórinn heimsótti okkur ásamt vélarmönnum. Hin illgjarna gleði veitir alltaf mesta ánægju; Daninn gladdist yfir því að þýskt skip stæði þarna og við yfir óförum þess danska." Og 20. desember þegar hann segir frá því að danski skip- stjórinn hafi farið með þeim að Mörthu yfir illa heldan ís og síðan að bækistöð þeirra: „Ég held við höfum ekki hlegið meira í annan tíma en í þessari ferð. Það var ekki hægt annað en að hlæja að hinni vagandi mannveru, með stífan hatt sem var þarna eins og hrúga á hestinum. Því miður fór þetta ekki nógu vel því Daninn sýndi sitt rétta innræti í vímunni. Þjóðverjahatur braust fram. Meðal íslendinga.kom hann einnig óorði á þjóð sína. Til að forðast meiri vandræði drösluðu íslendingarnir honum á sinn stað. Vonandi að blóð hans hafi eitthvað kælst á hinni köldu vetrarnótt." Þegar þeir eru komnir til Reykjavík- ur kemur áhöfnin af danska skipinu þangað 1. janúar. „Við spurðum þá um ferð þeirra. Við komumst að því að þeir hefðu ekki fengið eins góðar móttökur og við; þeir voru mjög óánægðir yfir Íslendingum. Þetta er merki um að íslendingar séu mjög hlynntir Þjóðveijum. Þetta merkjum við einnig hér í bænum. Menn buðu okkur til sín þó föt okkar væru ekki upp á það besta.“ í fyrsta áfangastaðnum á leið til Reykjavíkur var skipbrotsmönnum komið fyrir í skóla. „I þessum skóla hélt kennarinn, sem fór með okkur til Reykjavíkur, ræðu um hið „nýja Þýskaland". Af orðum hans mátti skilja að íslendingar væru mjög vinsamlegir í garð Þjóðveija. Þetta fólk vildi allt fyrir okkur gera til að gera okkur lífið sem bærilegast." Yfir fljót og klungur Hinn 23. desember skrifar stýri- maðurinn: „í morgunsárið yfirgáf- um við Strönd, vel búnir með 30 hesta og 6 íslendinga, og héldum til Víkur. Erfitt var fyrir alla að kveðja en eftir þijú húrrahróp var riðið af stað. Kl. 10.50 komum við að fyrsta'fljótinu við Mýrnatanga. Með því að áin var ísi lögð að hluta þurfti fyrst að leita að besta stað. Þetta var hættulegt en þó ekki það versta. Yfir þijú breið fljót var að fara þar til komið var á áfanga- stað. Þar sem straumurinn var mestur (4-5 sjómílur) var ekki liægt að fara á ís. Én rekís fór af miklum þunga á menn og dýr. Ekki er hægt að lýsa með orðum með hvílík- MORGUNBLAÐlÐ SUNNUDAGUR 29. DÉSEMBER 1991 B 7 um krafti Íslendingarnir börðust við þessi náttúruöfl. Þar sem hætta ógnar mönnum og skepnum að sökkva eða vera hrifinn burt með straumnum koma þeir óðara á vett- vang til björgunar. í þessum mikla kulda halda þeir ferðinni áfram þrátt fyrir bleytuna á búnaði og lík- ama, sem síðar líkist ísköggli. Þeg- ar aftur er riðið yfir snjóbreiðu sést blóðug slóð hestanna sem orðið hafa fyrir ísrekinu. Einnig þeir líkj- ast hreyfanlegum ísklumpi og það er eins og kristallar hangi á þeim og það glamrar í öllu saman.“ Þeir koma að Heijólfstað, heimili Jó- hannesar leiðsögumanns þeirra. „Einnig hér hafði húsfreyjan undir- búið allt eins og best varð á kosið. Við fengum strax heitt kaffi og kökur og um kvöldið fengum við lambakjöt, súpu og rófur." Þannig halda þessir óhestvönu sjómenn áfram dag eftir dag, yfir 2-3 fljót á dag og annað slagið verða þeir að ganga með hestunum til að forðast kal. „Fram að þessu hefur alit gengið vel ef undan eru skilin smáslys % hestum og mönn- um, sum spaugileg." í Vík er þeim tekið mjög vel, nú eru rúmin nógu löng til þess að þeir geti teygt úr sér. Þarna er þeim boðið í jóla- veislu. „Þetta er rúmgott hús. Senn- ilega er húsbóndinn hér ríkasti maðurinn í plássinu. Samt er ekki ofn í neinu herbergi, bara í kirkj- unni... Heimasætan og vinnustúlk- urnar syngja Heims um ból. Þær sungu og gengu kringum upplýst jólatréð alveg eins og börnin heima hjá okkur ... Jólatéð minnti mig á tíma minn á seglskipum. Kústskaft með áfestum prikum sem áttu að vera greinarnar, grænmáluð og með einhveiju laufi. Það var íslenska jólatréð og einnig jólatré sjómanns- ins ... Þegar kertin á jólatrénu voru brunnin var útdeilt sælgæti, kökum og sveskjum. Ég gæti trúað að enginn okkar hefði haft á móti ein- um sterkum í þessum kulda en því miður er áfengisbann hér á íslandi. Gott fyrir okkar venslafólk í Þýska- landi." Næstu daga er mikill vind- ur, nálgast stórviðri með snjókomu svo þeir eiga erfitt með að-sitja á hestunum. „Nokkrum var hreinlega feykt af baki og lágu undir hestun- um. En hestarnir tóku þessu með jafnaðargeði; þeir litu á.mann eins og þeir vildu segja. „Þetta er ekki þinn staður. Við gengum nú iangar leiðir og renndum okkur að hluta á okkar auma rassi. Sá sem ekki gerði það fór á nefið og ekki var það betra því gijót var fyrir. En við svitnuðum og það gat haft kvef í för með sér ... Klukkan 5 komum við í Mýrdal og gistum þar. Okkur var holað niður í tveimur húsum. Einnig hér ríkti gestrisni. Fólkið þjappaði sér saman til að við fengj- um meira pláss. Einnig var nóg að eta. Okkar bændur ættu að taka þessa sér til fyrirmyndar." Næsta dag er stansað á bæ til að fá kaffi og stýrimaður skrifar: „Það mátti sjá á íslendingunum að þeir sinntu okkur með glöðu geði. Það er sem- sagt enn til fólk sem eitthvað vill hafa með okkur Þjóðveija að gera.“ Þótt veðurhamurinn sé svo mikill undir Eyjafjöllum að tefur för og árnar jafn erfiðar komast þeir 29. desember að Þjórsártúni. „Morgun- inn eftir kvöddum við hina trygg- lyndu íslendinga, sem ætluðu nú að halda aftur ríðandi austur á bóginn." Þarna biðu þeirra 4 bílar til að flytja þá til Reykjavíkur, þar sem þeir eiga að taka Gullfoss heim. Nokkrum dögum seinna koma skip- stjórinn og maður með honum til Reykjavíkur, en þeir höfðu orðið eftir til að sinna erindum á strand- stað. í dagbókinni stendur: „Báðir voru ánægðir að ferðin værl að baki. Þeir töluðu um að mjög vel hefði verið hlúð að þeim á ferðalag- inu. Við getum því sagt að fólkið hér í landi hafi allt gert sem mögu- legt var til að gera okkur lífið sem bærilegast. Gestrisni sem óvíða mun finnast hér í heimi.“ Undir þetta tekur nú dótturdóttir skip- brotsmannsins þýska 70 árum síð- ar, þegar hún kemur aftur til Reykjavíkur til að taka Laxfoss heim til Hamborgar: „Það verð ég að segja, íslendingar eru sannar- lega gott fólk.“ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Einkunnarord okkar eru gædi og vöruvöndun. Gæðamerki meðal annars: BRUNO MAGLI, PETER KAISER, LLOYD, CAMEL, SALAMANDER, ARA, MANZ. DOMUS MEDICA KRINGLUNNI Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlan 8-12, sími 689212 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.