Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
VELVAKANDI
SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
B 21
Þess vegna er „Allicin-
rich“ hvítlaukurinn bestur
Erlingur Sigurðsson umboðs-
maður Kyolic hvítlauksins hér á
landi fer offörum í gi-ein sem hann
ritar í Velvakanda 4. desember sl.
vegna dapurlegrar niðurstöðu sem
Kyolic fær sem hollustuafurð í Vel-
vakandagrein 27. nóvember sl.
„Sannleikanum verður hver sárreið-
astur“.
Staðreyndin er auðvitað sú að
Kyolic hvítlaukurinn hefur aldrei
verið sú hollustuafurð sem liún var
gefin út að vera. Allar þær fullyrð-
ingar sem Erlingur slær fram í
þessari grein sinni eru svo maka-
jausar og farsakenndar að ekki er
hægt að ætlast til að nokkur maður
fáist til að trúa einu orði þar um.
Eg vona að sannanir Erlings á
ágæti Kyolic verði trúverðugri en
það falsaða og i|la unna tölvu-línu-
rit sem fylgdi áðurnefndri Velvak-
andagrein.
Það verður því ekki komist hjá
því að upplýsa almenning um niður-
stöður rannsókna sem sjálfstæðar
rannsóknarstofur í Bandaríkjunum
voru fengnar til að framkvæma á
hinum ýmsum hvítlauksafurðum
sem eru á þeirra markaði. Eftir að
hafa lesið þessar niðurstöður sem
meðal annarra tegunda ná til Kyol-
ic, verður manní á að spyrja, hvað
er þá eftir í Kyolic hvítlauknum
þegar afurðin er allicín snauð og
önnur næringarefni ekki merkjan-
leg. Varðandi niðurstöður rann-
sóknanna á Kyolic hvítlauknum er
útkoman eftirfarandi:
Allicín innihald er ekki merkjan-
legt og tiltölulega lítið af því díal-
súlfíð sem þeir halda fram að allic-
ín þeirra breytist í og einnig fá
brennisteinssambönd. Það sem þeir
halda fram um amínósýru og selan-
íum sem eru að vísu tiltölulega
ómerkjanleg þegar meta skal virkni
hvítlauks, er einnig mikið vafamál.
Fullyrðingar um ágæti framleiðslu-
aðferða Kyolic hvítlauksins eru
dæmdar áhrifalausar vegna kæli-
tanka-geymslu afurðarinnar í
marga mánuði. Allar aðrar fullyrð-
ingar um ræktun og gæðaprófanir
Kyolic hvítlauksins eru þess vegna
dregnar í efa. Það að Kyolic hafi
engan samjöfnuð undir sólinni hvað
varðar gæði, heilnæmi og heilsubót
er ekki einungis skrumauglýsing,
heldur er verið að bijóta gróflega
reglur um viðskiptasiðferði og eyði-
leggur fyrir þeim framleiðendum
sem leggja metnað sinn í að draga
fram í sínum hvítlauksafurðum sem
afurðin getur sannarlega boðið upp
á.
Að þessum niðurstöðum fengn-
um hefur Kyolic í Bandaríkjunum
orðið að breyta sínum áherslum og
Sjúkrahúsið
mitt, Landakot
I Morgunblaðinu 20. desember var
talað við starfsfólk á Landakotsspít-
ala, sem meðal annars kvartaði yfir
því að heyra ekki frá sjúklingum um
þetta mál á opinberum vettvangi.
Mér er kært að segja frá reynslu
minni í gegnum lífið en það er orðið
langt og ég hef reynslu af mörgum
sjúkrahúsum hér og erlendis. Fyrsta
„heimsókn" mín á Landakotsspítala
var árið 1939, og var læknir minn
Halldór Hansen. Síðan hef ég oft
þurft á hjálp að halda frá læknum
og sjúkrahúsum, sem alltaf hcfur
verið mjög góð. Síðustu árin hef ég,
vegna sjúkdóms míns, oft þurft á
skjótri hjálp að halda og alltaf feng-
ið hana á Landakotsspítala. Þar hef-
ur verið tekið á móti mér sem vini
og ég fengið hjálp og stuðning lækna
og starfsfólks, sem mér þykir mjög
vænt um.
Við erum ábyggilega mörg, sem
höfum sömu sögu að segja, og mun-
um sakna þess ef breyting verður
á. — Engin veit hvað átt hefur, fyrr
en misst hefur.
Með kærri kveðju til lækna og
starfsfólks Landakotsspítala.
Ingrid Sigfússon
auglýsir nú að Kyolic innihaldi ekk-
ert allicín og innihald hvers glass
bragðist svipað og um soya sósu
væri að ræða.
Allicínið er hjarta hvítlauksins.
Það myndast við verkun ensíms,
(Alliinase) á amínósýru (Alliin),
þegar hvítlaukur er meðhöndlaður
eða hans er neytt. Lækningamáttur
hvítlauks er vegna eiginleika allic-
íns eða efnasambanda sem allicín
myndar. A meðal þessara efnasam-
banda eru ýmis brennisteinssam-
bönd, þ. á m. hvítlauks-súlfið og
ajoene. Ajoene kemur í veg fyrir
blóðtappamyndun og verður til þeg-
ar allicín brotnar niður í frumþætti
sína. Vísindalegar rannsóknir stað-
festa að allicín kemur í veg fyrir
bakteríumyndun og hefur engin eit-
uráhrif. Þar sem verkun þess er
fyrirbyggjandi í eðli sínu ætti að
neyta hvítlauks sem er allicín-ríkur
reglubundið daglega. Áðurnefndar
sjálfstæðar rannsóknarstofur kom-
ust að því, að hvítlaukurinn frá
Arizona Natural Products kemst
næst hráum hvítlauk að samsetn-
ingu og er allicín auðugastur allra
hvítlauksafurða og hann inniheldur
einnig mikið magn af selan, german
og amínósýru.
„Allirich“ frá Arizona Natural
Products er elsta nafnið á lyktar-
lausum hvítlauksafurðum.
Sem frumkvöðull í allicín rann-
„Efasemdarmaður" biður prest
eða siðfræðing að svara hugleiðingu
sinni í Velvakanda 13. nóve'mber sl.
Hann tekur það fram að hann vilji
ekki prestlærða skýringu á dýpri
sannleika sögunnar um Adam og
Evu, heldur vill hann fá fram í dags-
ljósið venjulegan og almennan sann-
leik hennar. Það er ekki nema sjálf-
sagt að svara þeim spurningum sem
hann leggur fram, án þess að fara
í dýpri sannleik sögunnar.
Spurningar: a) „Hvernig má það
vera að Guð skapaði Evu og Adam
í upphafi án samvisku og siðgæðis-
vitundar, þau öðluðust ekki visku til
að greina rétt frá röngu og illt frá
góðu fyrr en þau hafa etið epli af
tré góðs og ills? b) Hvernig er hægt
að bjóða þeim að halda reglurnar
ef þau gera ekki mun á góðu og illu?
c) Er ekki mótsögn í þessu? d) Og
hvernig ér hægt að refsa þeim fyrir
það því þau voru óvitar í siðferðileg-
um efnum? c) Hvernig getur verið
að algóður, almáttugur og alvitur
Guð skapi svo ófullkomnar mann-
eskjur? f) Hvernig stendur á því að
þessi sami Guð skapar hið illa til
að tæla manneskjurnar Adam og
Evu, sem eru saklausir óvitar og
gera ekki greinarmun á réttu og
röngu, góðu og illu? g) Hvernig er
hægt að refa slíkum manneskjum á
svo illan hátt? h)Er ekki réttlætið
fótum troðið í þessari goðsögn.
Svör: a) Ég sé ekkert því til fyrir-
stöðu að hann skapi þau fyrst án
samvisku og siðgæðisvitundar, ef
hann hefur ályktað það betra. Hann
hafði ef til vill hugsað sér að bæta
samviskunni við seinna. b) Ótamin
dýr kunna engar reglur, en það er
hægt að kenna þeim ýmsar reglur
og láta þau hlýða þeim skilyrðis-
laust, án þess að predika yfir þeim
um eðli hins góða og illa. Á sama
hátt er hægt að bjóða fólki að halda
reglur, þó fólkið skilji ekki hvort þær
séu góðar eða illar. M.ö.o. Til að
hlýða reglum, þarf maður ekki nauð-
synlega að skilja gott og vont.
c) Nei, það er ekki mótsögn í ofan-
greindu. d) Tömdum dýrum er oft
refsað ef þau bijóta reglur, eða hlýða
ekki húsbændum sínum. Það er ekk-
ert sem mælir á móti refsingum
gagnvart fólki sem brýtur reglur,
ef því hefur áður verið gert ljóst
hveijar reglurnar eru, og að refsing
muni fylgja í kjölfarið ef þær eru
sóknum og nýjum framleiðsluað-
ferðum, er engin furða að Arizona
Natural býður heimsins bestu
gæðavöru unna úr hvítlauk.
Það er ekki nóg að staðhæfa að
hvítlauksafurðir innihaldi sömu
hollustuefni og eru í hráum hvít-
lauk, heldur verður að sannprófa
það. Því ef meðhöndlunin er röng,
tapar hvítlaukurinn hinu mikils-
metna innihaldi.
Þess vegna hefur Arizona Natur-
al látið sjálfstæðar rannsóknarstof-
ur gæðaprófa náttúrulegt næring-
argildi afurðarinnar á öllum fram-
leiðslustigum. Arizona Natural var
fyrst til að bjóða lyktarlausan hvít-
lauk með lecithini, hvítlauk með
EPA (fiskolíu) og hvítlauk með sítr-
ónu og parselju. Hvert efni bætir
annað upp og þú velur einungis það
sem hentar þér best.
Og enn kemur Arizona Natural
með nýja tegund af hvítlaukshylkj-
um sem nefnist Garlic Time sem
nú þegar hefur náð feikna út-
breiðslu í Bandaríkjunum og von
er á hingað til lands strax í byrjun
janúar.
Fólk sem metur heilsu sína mik-
ils getur treyst hvítlauksafurðum
frá Arizona Natural Products en á
þeim stendur „Allicin-rich“ -
allicín-auðugur.
Þórhallur Dan Johansen,
Danberg-heildverslun.
brotnar. Guð hafði sagt að maðurinn
skyldi vissulega deyja ef hann fengi
sér ávöxt af skilningstrénu. c) Ef
Guð er almáttugur hlýtur liann þæði
að geta skapað fullkomna menn og
ófullkomna. Hví hann velur að skapa
þá ófullkomna, ef maðurinn er ófull-
kominn á annað borð, er erfitt að
vita. f) Hugsanlega hefur Guð sent
höggorminn, það er þó ekki alveg
vitað, til að kanna hve styrkleiki
mannanna væri mikill, hvort hann
myndi hlýða sér og fara eftir regl-
unni, eða falla fyrir smá freistingu.
Ef til vill hefði maðurinn fengið að
bragða á ávöxtum skilningstrésins,
eftir að hafa staðist nokkrar freist-
ingar og fengið að vera í paradís
líka, en maðurinn var því miður veik-
ari en Guð reiknaði með og át. Það
kemur ekki fram hvort Guð hefur
skapað hið illa. g) Guð mildaði refs-
inguna. Hún átti að vera alger dauði,
en ef til vill vegna þess að Adam
og Eva voru ekki sterk í siðferðileg-
um efnum, breytti Guð henni í brott-
rekstur úr Paradís til að yrkja jörð-
ina. h) Nei, réttlætið er ekki fótum
troðið, því eins og áður sagði er
ekkert athugavert við það að refsa
þeim sem brýtur gildar reglur. Þvert
á móti er bætt við réttlætið með því
að létta refsinguna.
Ef til vill ætlaði Guð að aga mann-
inn uns hann væri þess verður og
nógu sterkur til að eta af skilning-
strénu. En maðurinn fékk skilning-
inn of létt og sennilega áður en
hann gat höndlað hann almennilega,
eins og mannkynssagan ijóslega
sýnir, og Guð óttaðist að hann stæli
ávöxtum af lífsins tré, en það kemur
fram í eftirfarandi orðum: „Aðeins
að hann rétti nú ekki út hönd sína
og taki einnig af lífsins tré og eti,
og lifi eilíflega?“ Eftir Biblíunni að
dæma virðist sem maðurinn sé að
búa sig undir að eta af ávöxtum lífs-
ins trés, hvenær sem það nú verður.
Sagan um paradís og fall mannsins
virðist mér nokkuð snjöll og ég get
e_kki fundið neinar mótsagnir í henni.
Ég get ekki heldur séð neinn „eðlis-
lægan viðbjóð á kynlífí og kynfær-
um“, eins og efasemdarmaðurinn
sér, þó Adam og Eva verði feimin
og grípi nokkur fíkjuviðarblöð og
búi til mittisskýlur. Jæja, ég vona
að efasemdarmaðurinn sé ánægður
með svörin.
Siðfræðingur
Efasemdarmanni svar-
að um fall mannsins
LOKA-
SMÖLUN
Mánudaginn 30. desember verða öll hross í Arnarholti og
Dalsmynni sótt og þeim ekið í hesthús félagsins í Víðidal—
Þar geta eigendur vitjað þeirra milli kl. 16-18 sama dag.
Litið verður á þau hross, er ekki verða sótt,
sem óskilahross.
OPIÐ Á GAMLÁRSDAG
Ranglega var prentað í fréttabréfi að hús félagsins yrðu
lokuð á gamlársdag; það leiðréttist hér með,
þau verða opin frá kl. 8-15.
Kveðja, Fákur.
HAPPDRÆTTI
STYRKTARFÉLAGS
VANGEFINNA
VINNINGSNÚMER
1. vinningur Volvo 940 nr: 18028.
2. vinningur Subaru Justy nr: 3848.
3. -12. vinningur bifreió að eigin vali á krónur
650.000.- nr:
13496 39998 42249
50574 71486 74460
79658 81638 82335
95539
ÞÖKKUM VEITTAN STUÐNING.
GLEÐILEGT NÝÁR.
STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA.
Jólahappdrætti
Sjálfsbjargar 1991
Dregið hefur verið í Jólahappdrætti Sjálfsbjargar 1991.
Vinningar og útdregin númer eru sem hér segir:
1. Vinningur.
Bifreið: Audi 100 eða Mitsubishi Pajero að verðmæti
kr. 3.000.000,-
Vinningsnúmer: 150232.
2. -108. Vinningur.
Heimilistæki frá Siemens eða tækjabúnaður frá Japis
hver að verðmæti kr. 250.000,-.
Vinningsnúmer:
506 26402 56422 85534 119794
3249 30488 59077 86397 120482
3955 31429 62772 88403 124348
9875 32973 64033 92761 124581
10732 33207 66327 95828 126357
13859 35571 72826 101674 127006
14375 37106 78816 104420 128368
15417 38281 79947 105129 128739
16805 51053 81395 107281 139601
18886 53087 84341 113864 140123
20356 55045 85444 116304 141643
141736 167278 185844 204236 227321
146234 169511 186035 205100 229172
148655 172102 187289 206238 229592
148860 173126 187523 209508 229987
150942 175708 191803 211924 233990
153880 176084 193984 212175 234217
153954 177236 194884 216541 235966
154453 177421 195304 220653 237528
155115 178597 195908 225187 239424
158345 183620 198847 225669
167151 183969 203749 227268
Vinningsnúmer birt án ábyrgðar.
Vinningar eru skattfrjálsir. Vinninga ber að vitja á skrif-
stofu Sjálfsbjargar í Hátúni 12,. 105 Reykjavík, sími 29133.
Sjálfsbjörg þakkar landsmönnum stuðning nú sem fyrr.