Morgunblaðið - 29.12.1991, Qupperneq 23
,Wf Mtmzm fcfi fiMslA.ÍI JkM -í fMMft.AðMAf! (-.MAJfiV «.íiou
MORGUNBIAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
o*.
B 23
I'
Andrés framan við skrifborðið heima
gáskann á gamlaárskvöldi. Vildi
gefa fólki 15 mínútna frí til hugleið-
inga. Ekki vera með endurtekningu
á fréttaefni sem fréttastofurnar
voru sjálfar farnar að sinna í aukn-
um mæli, heldur skapa einhvers
konar hátíðar geðhrif. Vildi reyna
að móta eitthvað hefðbundið í
kringum áramótin. Við eigum svo
fáar siðvenjur.
Eg fékk mikla hvatningu, því að
pistlarnir mínir fundu hljómgrunn
í 17 ár. Eftir að ég hætti störfum,
báðu vinir mínir mig um að gefa
þá út. Og bókin TÖLUÐ ORÐ kom
út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs
árið 1985.“
Þeim hjónunum, Andrési Björns-
syni og Margréti, kemur saman um
að skemmtilegt áramóta-andrúms-
loft hafi ríkt á heimili þeirra, Hofs-
vallagötu 62, eftir nýárshugleið-
ingu Andrésar.„Það var ákaflega
uppörvandi hvað margt fólk hringdi
fram eftir nóttu til að þakka mér
fyrir lesturinn. Mikið var líka hringt
utan af landi. Og mér bárust bréf.
Ég var aldrei skammaður neitt fyr-
ir þetta,“ segir Andrés kímileitur.
„A seinni árum hef ég orðið var
við, að unglingar þess tíma sem
nú eru fullorðið fólk, hlustaði líka.
Vissulega var þetta andstæða við
áramótaskaupið. En nú vill fólk lík-
lega hafa dagskrána í stíl við kjöt-
kveðjuhátíð. Hófstilling er íslend-
ingum ekkert sérstaklega gefin.“
— Hvenær vannstu þetta?
„Jólatíminn er erfiður fyrir allt
fjölmiðlafólk. Ég var aldrei búinn
að festa neitt á blað fyrir jól. Leiddi
aðeins hugann að ýmsu. Ég kom
heim til að halda aðfangadags-
kvöldið hátíðlegt, en eftir það var
ég önnum kafinn. Ég er morgun-
svæfur, svo pistlarnir voru unnir
að næturlagi. Finnst betra að ein-
beita mér, þegar allt er komið í
kyrrð og ró.“
— Hvað ertu að gera núna?
„Ég les nú alltaf mikið. Hugsa
kannski líka dálítið um ýmsa hluti.
Og svolítið dunda ég við skriftir.
Ég á marga uppáhaldshöfunda og
sumar bækur les ég á hvetju ein-
asta ári. Núna er ég að lesa sögu
Forsyte-ættarinnar eftir John
Galsworthy. Les þá bók mjög oft
og hún segir mér alltaf eitthvað
nýtt.
— Hvernig líst þér á jólabókaút-
gáfuna?
„Mér virðist hún afar svipuð og
verið hefur. Margt er gott. Annað
ekki. Og sumt ætti að geymast og
gleymast. Kafað svo langt niður í
einkalíf og allskonar blaður. Ég
gæti ekki hugsað mér að hafa slíkT
ar bækur í bókaskápnum. Ég held,
að það sé misskilningur ef menn
halda að þeir verði ódauðlegir með
útgáfu slíkra ritverka."
A sama tínia er farið að gefa
út merk fræðirit og skáldverk í ein-
nota útgáfum. Þau verða ekki bund-
in inn eins og gömlu bókamennirn-
ir gerðu til að gleðja augu og huga.
Þetta finnst mér leiðinlega öfugsnú-
ið. Þó er það líklega einungis sér-
viska mín, því ég sé líka mörg gild
rök fyrir réttmæti slíkrar útgáfu-
starfsemi."
— Hvað með þróun íslenskra
fjölmiðla?
„Allar breytingar þar eru tengd-
ar tækninni og sú þróun var hafin
áður en ég hætti störfum. Fréttaöfl- ' r
un sjónvarps, útvarps og miðlun
frétta er orðin langt um hraðari og
nærgengari en hún var í minni tíð.
Þó að hún verði seint eða aldrei
nógu skjótvirk fyrir suma menn.
Hraðinn dregur sína dilka með
sér. Tafs og flaustur er þegar orðið
eins konar aðalsmerki alltof margra
málflytjenda fyrir utan ambögur
og þekkingarleysi á íslenskri tungu.
Til allrar hamingju eru enn til frá-
bærir-flytjendur með góðan máls-
mekk í útvarpi og sjónvarpi sem
eiga lof skilið.
En þetta umræddæval neytenda
milli stöðva er því miður oft meira
í orði en á borði. Mér frnnst meira
af erlendu efni í sjónvarpinu nú en
áður. Alltaf þessi eilífa spurning
um fjármagn. Ódýrara að kaupa
pakka af erlendu efni en framleiða
íslenskt. Mér finnst líka of mikið
af síbylju, erfitt að staðnæmast við
eina stöð. Gamla stöðin er þó alltaf
best.“
SÍMTALIÐ...
ER VIÐ TRAUSTA JÓNSSON VEÐURFRÆÐING
HVAR
ERU ÞAU
NÚ?
TÖLVÐ ORÐ
Andrésar Bjömssonar
Áramót fyrir 40
árum.
Jólaball í Vals-
heimiJinu árið
1951.
SAMA VEDRID?
11111
Veðurstofan góðan dag.
— Góðan daginn, er Trausti
Jónsson við?
Hann er nú í símanum, en
biddu aðeins.
Halló.
— Trausti, komdu sæll, þetta
er á Morgunblaðinu, Kristín
Maija Baldursdóttir.
Blessuð.
— Ég er náttúrulega að tefja
þig, þú ert auðvitað að spá í veðr-
ið?
Nei, nei, nei, ég er ckkeit í
því núna.
— Maður er nú orðinn dálítið
þreyttur á þessum umhleyping-
um ykkar?
Já.
A þetta að vera svona
áfram?
Það er víst.
— Ileyrðu, það er í sambandi
við veðrið á næsta ári. Nú var
það svo skrýtið á síðasta ári ...
Já ... jæja.
— Gott sumar, ég man ekki
eftir öðru eins. En hafið þið nokk-
uð pælt í veðr-
inu á nýja árinu?
Nei, nei, það
er af og frá að
gera það.
— Er það?
Öruggasta
leiðin í því sam-
bandi væri helst
að spá í bolla.
Það væri ekkert
verra en það
sem við hefðum
fram að færa.
— Sem sagt,
það er ekkert
hægt að spá um
veður svona
langt fram í
Nei, það held ég ekki.
— En nú bera menn oft saman
veðurfar og ártöl og þykjast finna
mynstur?
Það er nú gjarnan þannig, að
ef veður fer í ákveðinn farveg,
þá helst það furðu lengi í honum.
— Getur það þá verið svipað
í nokkur ár?
Það er nú yfirleitt ekki þannig,
heldur kemur kannski svipað veð- >
ur innan fárra ára. Til dæmis var
árið 1987 nokkru hlýrra en árið
sem er að líða.
— Ég trúi þér ekki!
Að vísu var sumarið ekki jafn-
hlýtt, en það var fyrsta hlýja
árið mjög lengi, alveg'síðan 1972.
Þegar það kom var líklegt að
innan nokkurra ára kæmi álíka
ár, þau koma sjaldan eitt. Það
lét nú kannski bíða eftir sér þar
til núna.
— Já, en það kemur þá ekki
gott veður næsta ár?
Það getur gert það, en þarf
ekki að vera. En það er ekki ólík-
legt að eitthvert næsta sumar
verði gott. Stundum ætlar enginn
endir að verða á
góðum og vondum
sumrum.
— Einmitt. En
finnur þú nokkuð á
þér í sambandi við
veðrið á næsta ári?
Ekkert sem ég
vil láta hafa eftir
mér.
— Nei, nei, þetta
er viðkvæmt mál.
Já þetta er við-
kvæmt hjá okkur.
— Ég veit það.
Jæja en ég þakka
þér fyrir spjallið og
vona bara allt það
besta.
tímann?
Trausti Jónsson
Jú sömuleiðis.
Flestir muna áramótahugleið-
ingar Andrésar Björnssonar,
fyrrverandi útvarps- og sjón-
varpsstjóra. í sautján ár, frá
Andrés
að miðla
hinu tal-
aða orði
1968-1984, urðum við þess að-
njótandi að hlusta á Andrés, frá
því klukkuna vantaði 15 mínútur
í 12 og þar til kirkjuklukkur
hófu að hringja inn nýja árið.
Hugleiðingar Andrésar gáfu
gamlárskvöldi sérstakan há-
tíðablæ sem nú er sárt saknað.
Ispjalli mínu við Andrés komst
hann svo að orði: „Maðurinn er
alltaf að ganga í gegn
um endalausar breyt-
ingar. Spumingin er
alltaf, þegar maður
staldrar við, hvort sé
betra, þetta sem okkur
hlotnaðist eða hitt sem
við misstum." Þessi orð
eiga vel við þær gífur-
legu breytingar sem
orðið hafa í íslenskri
fjölmiðlun, bæði á með-
an Andrés stjórnaði út-
varpi og sjónvarpi, en
miklu fremur síðan
hann hætti.
— A hvað lagðir þú
mesta áherslu í nýjárs-
boðskap þínum, Andrés?
„Ég hugsaði hann
sem andstæðu við allan