Morgunblaðið - 14.01.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 14.01.1992, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMA N N A ' WÆM WÆ W /v MWW ÆUg& « adidas ...annað ekki n 1992 ■ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR BLAD D KEILA íslandsmet íliðakeppni Arsæll Björgvinsson og Björn Sigurðsson settu á sunnudag- inn íslandsmet í liðakeppni tveggja manna í keilu. Þeir fengu 484 stig í einum Ieik, Ársæll 216 og Björn 268, og bættu met Ásgríms Einars- sonar og Kristins Guðmundsssonar um 11 pinna. Björn er enginn nýgræðingur á metalistanum því hann á einnig íslandsmetin í þriggja og sex leikja seríum. Ársæll og Björn spila báðir með Mánaskini Sigga frænda í deildarkeppninni. KNATTSPYRNA Evrópukeppni landsliða: Samveldi sjálfstæðra lýðvelda tekur sæti Sovétríkja ALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið, FIFA, ákvað í samvinnu við Knattspyrnusamband Evr- ópu, UEFA, í gær að Samveldi sjálfstæðra lýðvelda tæki sæti Sovétríkjanna í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða, sem verður í Svíþjóð eftir fimm mánuði. Fram kom hjá FIFA að litið væri svo á að hið nýja samveldi hefði tekið stöðu fyrrum Sovétríkja þar til annað kæmi á daginn. Því yrði Samveldi sjálfstæðra ríkja í hattinum á föstudaginn kemur, þegar dregið verður í riðla Evrópu- keppninnar, en enn hefur ekki verið ákveðið hvaðá fána eigi að flagga á leikjum liðsins. Allir leikmenn, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, verða löglegir með liði samveldisins. Knattspymusamband Júgóslavíu er innan FIFA og engin breyting hefur átt sér stað, þrátt fyrir ástandið í Júgóslavíu. Því er gert ráð fyrir þátttöku Júgóslavíu í lokakeppn- inni. ísland er í riðli með þessum þjóð- um í undankeppni heimsmeistara- keppninar. FIFA og UEFA áskildu sér rétt til að endurskoða ákvörðunina, ef aðstæður breyttust hjá viðkomandi þjóðum. Akureyringar efstirá íslandsmótinu Morgunblaðið/Bjarni ISHOKKI / ISLANDSMOTIÐ Skautafélag Akureyrar er í efsta sæti á Íslandsmótinu í íshokkí, eftir leiki helgarinnar. Akureyringar léku tvívegis sunnan heiða — töpuðu fyrst á föstudagskvöld, 5:7, fyrir Skautafélagi Reykjavíkur en unnu síðan stór- sigur á Isknattleiksfélaginu Biminum á laugardag, 14:1. Myndin er úr þeim leik — andstæðingar mæna niður á svellið, eftir að sá svart-hvíti i miðjunni framkvæmir dómarakast. SA og SR hafa nú bæði fjögur stig eftir þijá leiki en markatala norðanmanna er hagstæðari. Bjöminn hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa. ■ Úrslit, staðan og markaskorarar / B7 Sannfærður.um að við vinnum ísland - í B-keppninni í mars, segir þjálfari norska landsliðsins HANDKNATTLEIKUR NORSKA landsliðið í handknattleik, sem leikur i' sama riðli og íslendingar f B-keppninni í Austurríki, náði góðum árangri á Lottó-mótinu sem lauk i Noregi á laugardaginn. Noregur hafnaði í 2. sæti á eftir Rúmeníu. Norðmenn unnu meðal annars Frakka nokkuð ömgglega 26:24 á laugardag og liðið hafði fyrr I vikunni gert Frá jafntefli við Rúme- Erlingi níu. Þau úrslit Jóhannssyni voru ósanngjörn því norska liðið var mun betra. Gunnar Pettersen, þjálfari norska liðsins sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri þokkalega ánægður með árangur liðsins, en engu að síður sagðist hann vera sannfærður um að liðið ætti meira inni. -Hverjir eru möguieikar norska liðsins í B-keppninni? „Ég er sannfærður um að við náum að vera eitt þeirra fjögurra liða sem komast áfram í A-keppn- ina. Engu að síður þá veit ég að íslendingar verða erfiðir, en ég er þó viss um að við náum að sigra ísiand í B-keppninni í mars.“ Árangur norska liðsins að und- anförnu ber þess vitni að þeir verða ekki auðveld bráð fyrir ís- lenska liðið í B-keppninni. Að áliti handknattleikssérfræðinga hefur norska liðið ekki verið eins sterkt í fjölda ára. ■ Mótið / B4 Þorbergur fylgist með Dönum Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, fer til Svíþjóðar i dag til að fylgjast með leikjum í heimsbikarkeppninni, World Cup. Hann kemur til með að sjá alla innbyrðis leiki hjá Dön- um, Rúmenum, Svíum og Spánveij- um og ætlar að kortleggja Danina, líklega mótheija íslands í milliriðli b-keppninnar í Austurríki í mars. Þorbergur hefur fengið leiki Nor- egs í Lottó-mótinu, sem lauk um helgina, á myndbandi, en Norð- menn eru í sama riðli og íslending- ar í b-keppninni. HANDKNATTLEIKUR: STORSIGRAR HJA FH OG VIKINGI11. DEILD KARLA / B40GB5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.