Morgunblaðið - 17.01.1992, Side 4

Morgunblaðið - 17.01.1992, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992 Markús Öm Antonsson borgarstjórí á aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Of langt gengið í félagslegum lausnum í húsnæðismálum Baldur Guðlaugsson hrl. endurkjörinn formaður MARKÚS örn Antonsson borgarstjóri gagnrýnir núverandi hús- næðiskerfi og telur að í því sé of langt gengið í félagslegum lausn- um. Hann kveður Iánafyrirgreiðslu við húsbyggjendur meingallaða og henni sé miðstýrt í stórvöxnu opinberu úthlutunarkerfi sem taki á sig miður æskilegar myndir. Með ólíkindum sé að íslenskt bankakerfi skuli lítið sem ekkert tillit taka til einstaklinga varð- andi umtalsverð og viðráðanleg langtímalán til húsnæðisbygginga eða kaupa. Þetta kom fram í ræðu Markúsar Arnar á aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á miðvikudagskvöld. Á fundinum var Baldur Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður einróma endurkjörinn formaður fulltrúaráðsins. stofnana flokksins en innan þeirra væri ávallt reynt að ná ásættanleg- um og farsælum niðurstöðum fyrir þjóðarheildina. „Þetta hafa sumir kallað miðjumoð. Eg segi: Húrra fyrir miðjumoðinu, ef það er stimp- illinn, sem einhveijir vilja setja á gróna hefð í Sjálfstæðisflokknum, að leita málamiðlana og jafnvægis í ræðu sinni sagði Markús Öm að styrk Sjálfstæðisflokksins mætti rekja til þess að hugmynda- fræði hans ætti fyrst og fremst rætur að rekja til íslensks raun- veruleika en einstaklingshyggja og frelsisþrá væru sterkasti strengur- inn í eðli íslendinga. Vissulega mættust ólíkir hagsmunir innan til að tryggja í senn gróskumikinn og ábatasaman atvinnurekstur í landinu og almenna velferð borgar- anna, hvar í stétt eða í þjóðfélags- stiganum, sem þeir eru staddir," sagði Markús Örn. Borgarstjóri sagði að hann vildi ekkert frekar en að Reykjavíkur- borg yrði, með lögum um verka- skipan sveitarfélaga, tryggt full- nægjandi svigrúm til að vera áfram fordæmisskapandi um nýmæli í öllum atriðum sem til heilla gætu horft fyrir alla samfélagsþegna. Því miður þyrfti borgin að gjalda fyrir neikvæða umræðu sem mætti meðal annars rekja til alþingis- manna og væri slíkur málflutning- ur til þess fallinn að vekja að þarf- lausu upp gamla drauga og stofna VEÐUR IDAGkl. 12.00 , 7° , ~ Heimild: Veöurstoia íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 17. JANUAR YFIRLIT: Yfir suðvestanverðu Grænlandshafi er lægðasvæði, sem hreyfist norður en yfir Irlandi er 1.038 mb hæð. SPÁ: Sunnanátt, kaldi eða stinningskaldi vestantil en heldur hæg- ari austantil. Rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið en að mestu þurrt norðaustanlands. Hlýtt í veðrí. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Sunnanátt, nokkuð stíf um vestanvert landið en hægari austantil. Rigning eða súld sunnanlands og vestan en þurrt að mestu norðaustantil. Hlýtt um allt land. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- -j o Hftastig: 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar • V * V Skúrir El Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / nz: Þokumóða Hátfskýjað * / * 5 ? ? Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður m / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri +2 skýjað Reykjavík 3 alskýjað Bergen vantar Helsinki vantar Kaupmannahöfn vatnar Narssarssuaq 9 skýjað Nuuk +1 skýjað Ósló vantar Stokkhólmur vantar Þórshöfn vantar Algarve 14 heiðskírt Amsterdam 4 þokumóða Barcelona 8 heiðskírt Berlín vantar Chicago +22 skýjað Feneyjar +1 þoka Frankfurt vantar Glasgow 8 skýjað Hamborg vantar London 5 mistur Los Angeles 12 léttskýjað Lúxemborg 3 skýjað Madríd 5 heiðskírt Malaga 15 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Montreal +27 léttskýjað NewYork +2 alskýjað Orlando 6 skýjað París 5 alskýjað Madeira 17 þokumóða Róm 12 þokumóða Vín vantar Washíngton 44 úrkomaígrennd Winnipeg +13 snjókoma til sundrungar á grundvelli ímynd- aðrar togstreitu dreifbýlis og þétt- býlis. „Fólkið úti á landi hefur á umliðnum áratugum ótvírætt notið góðs af því, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur verið að beita sér fyrir í Reykjavík. Sú viðmiðun sem af því hefur verið höfð í öðrum byggð- um landsins hefur með tímanum skilað sér í miklum og varanlegum ávinningi fyrir fólk um land allt.“ Markús Örn ræddi félagsmál og taldi að í sumum efnum hefði þeg- ar verið gengið of langt í svokölluð- um félagslegum lausnum í þjóð- félaginu og væru húsnæðismálin dæmi um slíkt. Keppikefli sjálf- stæðismanna væri sjálfseignar- stefnan í húsnæðismálum en hins vegar væri lánafyrirgreiðsla við húsbyggjendur meingölluð. „Henni er, eins og menn þekkja, að veru- legum hluta miðstýrt í stórvöxnu opinberu úthlutunarkerfi, sem tek- ur á sig alls kyns miður æskilegar myndir eftir því hvemig pólitískir vindar blása. Það er með ólíkind- um, að íslenskt bankakerfi skuli nánast ekkert tillit taka til ein- staklinga varðandi umtalsverð og viðráðanleg langtímalán til hús- næðisbygginga eða kaupa. Ekki verður öðru trúað en að opnari og fijálsari peningamarkaður komi í auknum mæli til móts við þarfír húsbyggjenda, sem ekki telja sig eiga erindi inn í félagslegt kerfi reglugerða, viðmiðunarnorma og úthlutunarhyggju," sagði Markús Örn. fil Sveinn S. Hannesson Sveinn Hann- esson ráðinn framkvæmda- stjóri FÍI SVEINN S. Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Sveinn er 41 árs, fæddur á Seyð- isfírði. Hann lauk kandidatsprófi frá viðskiptadeild Háskólans 1974 og starfaði hjá Seðlabanka íslands síð- asta námsárið og í eitt ár eftir að námi lauk. Hann starfaði síðan hjá Landssambandi iðnaðarmanna í 5 ár. 1980 til 1986 var hann forstöðumað- ur hagdeildar og síðar lánasviðs Iðn- aðarbanka íslands hf., en var þá ráðinn framkvæmdastjóri eign- arleigufélagsins Lýsingar hf. og hef- ur gegnt því starfí síðan. Sveinn mun hefja störf hjá FÍI um miðjan mars, en hann tekur við af Ólafí Davíðs- syni sem ráðinn hefur verið ráðuneyt- isstjóri forsætisráðuneytisins. Sveinn er kvæntur Aslaugu Sig- urðardóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjórar dætur. Leyfi til reksturs flugskóla veitt til 3ja mán.: Flugráð vill að leyfí sé veitt til eins árs FLUGRÁÐ telur að ekki sé nóg að veita einungis þriggja mánaða leyfi til reksturs flugskóla og hefur beint þeim tilmælum til Flugmál- astjórnar að leyfi til reksturs flugskóla gildi út þetta ár. Pétur Ein- arsson flugmálastjóri segir að þrír af fjórum flugskólum hafi fengið endurnýjað leyfi til loka mars og það sé ekki fyrirsjáanlegt annað en að þeir fái framlengingu áfram. Deilur urðu um fyrirkomulag aði flugkennsluna skilaði af sér til- flugkennslu í haust og var nefnd skipuð til að gera tillögur um fyrir- komulag hennar í framtíðinni. Nefndin á að skija tillögum sínum í marsmánuði. Öll leyfi til flug- kennslu á íslandi féllu úr gildi um áramót og voru aðeins endumýjuð til þriggja mánaða. Leifur Magnússon, formaður Flugráðs, sagði í samtali við Morg- unblaðið að allir flugráðsmenn hefðu verið sammála um að það væri alltof knöpp tímasetning, þar sem flugskólar væru fyrirtæki sem þyrftu að skipuleggja starf sitt til lengri tíma en þriggja mánaða. Flugráð hefði því samþykkt tillögu að þessi leyfi yrðu framlengd til áramóta. Þó nefnd sem endurskoð- lögum í mars þá ætti eftir að fjalla um þær í hlutaðeigandi ráðuneytum og stofnunum og það væri óvíst hvenær þær yrðu endanlega tilbún- ar. Þetta skammtímaleyfí væri gagnslaust og eins og málin stæðu nú gætu flugnemar varla gert neinn samning við flugskóla um sitt nám. Pétur Einarsson flugmálastjóri sagði að atvinnuflugkennsla væri í endurskoðun á vegum samgöngu- ráðuneytis. Þrír flugskólar af fjór- um hafí fengið endurnýjað leyfí til flugreksturs og það sé ekki fyrirsjá- anlegt annað en þeir fái áfram framlengingu. Það sé ekkert annað á bak við þetta en að veita leyfin í áföngum. Leyfí fjórða flugskólans sé til skoðunar hjá þeim ennþá. Athugasemd blaðamanns í PRESSUNNI í gær er eftirfarandi haft eftir Charles Cobb, sem var sendiherra Bandaríkjanna á íslandi þar til nú fyrir skömmu: „Ég hef heyrt af þessum misskilningi og það er rétt hjá Steingrími, að hann dvaldi aldrei á heimili mínu ... Þessi villa slæddist inn í viðtalið, en ég sagði Agnesi Bragadóttur blaða- manni, þegar ég las viðtalið yfír, að þetta væri rangt. Ég sagði henni, að ég hefði boðið Steingrími, en hann hefði afþakkað. Þetta hefur ekki komist nógu vel til skila og af því er þessi misskilningur sprott- inn.“ Af þessu gefna tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Þegar ég sendi Cobb viðtalið til yfirlestrar stóð í því, haft eftir Cobb, að Steingrímur Hermannsson hefði dvalið á heimili hans í Flórída í eina viku og þeir Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson hefðu hvor um sig dvalið eina viku í skíðaskála hans í Colorado. Daginn eftir hafði Cobb samband við mig, þakkaði mér fyr- ir viðtalið, en sagðist þurfa að gera eina litla leiðréttingu. Steingrímur hefði aldrei dvalið í skíðaskála hans í Colorado, aðeins Þorsteinn Páls- son. Þetta leiðrétti ég, að beiðni sendiherrans, en um fleiri leiðrétt- ingar bað hann ekki. Agnes Bragadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.