Morgunblaðið - 17.01.1992, Side 7

Morgunblaðið - 17.01.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992 7 Könnun á foreldrastarfi í grunnskólum: Einsetinn skóli sam- eiginlegt baráttumál Nemendur fá ekki allar þær kennslustundir sem þeim ber I KONNUN sem samhand foreldr- afélaga í grunnskólum Reykjavík- ur hefur gert á foreldrastarfi í grunnskólum kemur fram að sam- eiginlegt baráttumál félaganna er cinsetinn skóli og samfelldur, og lengdur skóladagur. 1 máli Unnar Halldórsdóttur, formanns Sam- foks, kom fram að hvergi í ná- grannalöndum væri skóladagur- inn eða skólaárið jafn stutt og hér á landi. Samkvæmt grunnskóla- lögum eiga yngri börnin rétt á 24 kennslustundum á viku, eldri nem- endur 28 stundum á viku og ungl- Miðsljórn ASI um síldarviðskipti: Miklir fram- tíðarhags- munir í húfi MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Islands samþykkti ályktun á fundi á miðvikudag, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að gera án tafar ráðstafanir til að hægt verði að koma á viðskiptum með saltsild við Rússneska lýðveldið. I ályktuninni segir, að miðstjórn ASÍ telji mikla framtíðarhagsmuni í húfi og mjög áríðandi að hægt verði að salta upp í hluta samnings- ins á yfirstandandi síldarvertíð. íngar allt að 37 kennslustundum. Skólarnir fengju greitt samkvæmt því en dæmi eru um að nemendur fengju mun færri kennslustundir. Sendir voru út fimni listar í hvert félag og svöruðu 66, eða um 65% grunnskóla í borginni. Jólaföndur og laufabrauð helsta verkefnið Könnunin var gerð til að afla upp- lýsinga um starfsemi foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavík og kanna hvað þau teldu brýnast að Samfok legði áherslu á. Spurt var um hver væru helstu verkefni foreldrafélags- ins. Samkvæmt könnuninni er um- sjón með jólaföndri, þrýstingur á yfirvöld varðandi húsnæði og búnað, fræðslufundir fyrir foreldra, fjáröfl- un til tækjakaupa, úrbætur á skóla- lóð og umferðarmál helstu verkefnin en ekki innra starf skólans. „Það virðist sem félögin komi lítið nærri á stundaskrárgerð eða vali á náms- bókum,“ sagði Unnur. „Kennarareru þar alls ráðandi og dæmi eru um að nemendur hafi þurft að kaupa kennslubók sem kostaði 2.500 krón- ur vegna þess að kennaranum líkaði ekki bókin frá Námsgagnastofnun. í aðalnámskrá grunnskóla er tekið fram einum 30 sinnum að foreldrar og kennarar eigi með sér samstarf. Sennilega vita fæstir foreldrar að fulltrúi foreldrafélagsins hefur rétt til að sitja kennararfundi." Foreldrar tregir til starfa Spurt var um helstu hindranir í starfsemi foreldrafélaga og kemur fram að tregða foreldra til stjórnar- þátttöku og óvirkni þeirra stendur starfinu mest fyrir þrifum. Þegar á heildina er litið eru ekki margar hindranir í starfsemi foreldrafélaga. Nánast engar kvartanir eru vegna fjárskorts, aðstöðuleysis, verkefna- skorts og lítið ber á neikvæðri af- stöðu skólastjórnenda. Fátt virðist vera því til fyrirstöðu að félög af þessu tagi nái að blómstra. „Vera má að tregða fólks til að taka að sér stjórnunarstörf stafi af ónógri félags- legri reynslu," sagði Unnur. „Þetta á sjálfsagt eftir að breytast, þar sem ákveðið hefur verið að halda félags- málanámskeið fyrir foreldra. Þá er það athyglisvert að afstaða skóla- stjórnenda er ekki hindrun að mati félaganna enda hafa þau einbeitt sér að föndri, laufabrauðsgerð og þrýst á stjómvöld um viðhald og tækja- kaup. Vonandi fellur það einnig í góðann jarðveg að kalla foreldra til samráðs um innri mál skólans. Stundaskrá barnanna er oft eins og samin fyrir kennarana en ekki sniðin að þörfum nemenda. Þá eru dæmi þess að nemendur fái ekki þann fjölda kennslustunda sem þeim ber og skólarnir frá greitt fyrir.“ Áhugi á úrbótum en ekki á innra starfi Spurt var hvaða verkefnum for- eldrafélögin ættu að sinna. Enn á ný kemur fram að félögin eru áhuga- söm um úrbætur í skólamálum en treg til þátttöku í innra starfi, setu á kennarafundum, skólanámskrár- gerð og að fylgjast með kennslu. Morgunblaðið/Emilía Unnur Halldórsdóttir, formaður Samfoks, Aðalbjörg Þorvarðardóttir stjórnarmaður ásamt syni sínum, Aðalsteini, og Margrét L. Péturs- dóttir, starfsmaður Foreldrasamtakanna. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 1989 og grunnskólalögum eiga foreldrar að taka aukinn þátt í skóla- starfi. Samkvæmt grunnskólalögum frá 1991 er skylt að stofna skólaráð, við hvern skóla, sem skal vera skóla- stjórn til ráðgjafar. „Sennilega eru væntingar ráðuneytisins og borgar- yfirvalda um innra starf foreldra í skólum miklar en ekki að sama skapi hjá skólunum," sagði Unnur. 20% af heildarkostnaði fer í sérkennslu Leitað var álits á sameiginlegum baráttumálum foreldrafélaganna og kom þar fram mikill áhugi á úrbótum í skólamálum og þróun skólastarfs á öllum sviðum. Efst á blaði er einset- inn skóli og samfelldur skóladagur. „Allir stjórnmálaflokkar hafa tekið upp þetta baráttumál en það er eins og þar við sitji. Ekkert verður úr framkvæmdum," sagði Unnur. „Það væri vissulega ánægjulegt ef um- ræða um gæðastjórnun kæmist í gang í skólunum svipað og í heil- brigðisþjónustunni. Hingað til hefur kjarabarátta kennara, sem við vissu- lega styðjum, hljómað hæst enda eru þeir of lágt launaðir, en það má ekki fara svo að öll orkan fari í hana. Ég get nefnt sem dæmi að skólarnir hafa ekki náð að taka á þessum blönduðu bekkjum. Það eru ekki til kennslugögn og menntun kennara nýtist ekki alltaf sem skyldi í fjöl- mennum bekkjum. Margir hveijir breyta í engu sinni kennsluaðferð og ef ekki tekst að ná athygli nemenda er bent á sérkennslu, sem er dýr og er nú um 20% af heildarkostnaði við grunnskólana." Loks var spurt um hvaða leiðir Samfok gæti farið til að ná markmið- um sínum. Flestir töldu að leggja bæri fram tillögur í skólamálaráði og fræðsluráði Reykjavíkurborgar. Samfok á þar áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt og sömuleiðis fulltrúa í stjórn Námsgagnastofnun- ar. Sagði Unnur það mikilvægt að foreldrar nýttu sér þessa fulltrúa til að hafa áhrif á gang mála enda hefði tillögum þeirra þar verið vel tekið og á þá hlustað. ö\,NhemA Skilafrestur í teiknf- og slagoröasamkeppni grunnskólanema rennur út 25. janúar Vec verð/( ker vem/, sveí,.,.'"'" e«a i 9efst til art Þar c dVa/ar a ÍaFnöldrUni k'Vnn^t bUsk Qni ^kifi °9 bre0JS>nnn, aUfl j 5por<vö„,;, ‘u °°0 krZl-akan<l' Þáttti tv'knz 9?tUr s,a9orö oq? Veröa veittZ 9 hestbak re9ða ser, aeri rned . S,nnbhit skola í Qlnnig ífar ^dba J' ^i'd og fá '*.iranilag 9ÓdanárJJ°kn^h\J?rskóiar aran9Ur. verö/, Ker '1Un fyrir . 'nnararMl Ahöfudb hush>i :ó: ^'n T::utan :Z3 H"6sur ^urboi. *sta t 3mfe9/eda Viö þökkum nemendum þátttökuna og minnum á aö öllum tillögum, bæöi í teiknisamkeppninni og slagoröasamkeppninni, á aö skila til kennara. MJÓLKURDAGSNEFND AUKhf k698-6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.