Morgunblaðið - 17.01.1992, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992
Ljóðasafn Steins
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Steinn Steinarr: Ljóðasafn. (296
bls.) Vaka-Helgafell 1991.
Heildarsafn Ijóða Steins Steinarr
var fyrst gefið út 1964 og hefur
ekki verið endurskoðað fyrr en nú.
Eldri útgáfan var að flestu leyti
vel úr garði gerð, (stór undantekn-
ing var að vísu frágangur á greina-
safninu). Það er samt réttmætt að
endurskoða útgáfur klassískra
verka reglulega, nýir tímar gera
aðrar kröfur um útlit og aðgengi-
leika.
Það slær mann því þegar nýja
útgáfan er handfjötluð, hve yfír-
bragð er of hið sama far. Við fyrstu
sýn virðist ekki mörgu hafa verið
breytt í uppsetningu — útlit og frá-
gangur eru svipuð gömlu útgáf-
unni. Stærð, umbrot og þykkt eru
áþekk, meira að segja gallonkápan
er jafnsvört í báðum útgáfum.
Nýting, nánast gjömýting, á blað-
síðum er svipuð. Er það t.d. ekki
fullmikil pappírsnýting þegar fjór-
um ljóðum er troðið á eina opnu?
Niðurröðun Ijóða er að mestu
áþekk því sem var í eldri útgáfunni
þótt vissulega hefði verið tilefni til
að endurskoða hana. Meginsjón-
armiðið er það sama og áður, að
raða einstökum ljóðabókum í
heildarsafnið eftir aldri þeirra. Ein
eftirtektarverð undantekning er á
þessu viðhorfi. Tindátarnir, sem var
samvinnuverkefni Steins og Nínu
Tryggvadóttur, kom út 1943 og
ætti því að standa milli Ferðar án
fyrirheits (1942) og Tímans og
vatnsins (1948). í gömlu útgáfunni
var Tindátunum komið fyrir aftan
við Ýmis kvæði eins og um væri
að ræða svarta barnið hans Steins.
í þessari útgáfu fá Tindátamir
aðeins skárri sess, eða fyrir aftan
Tímann og vatnið. Það er býsna
torkennilegt að sjá Tindátana með-
höndlaða þannig eins og eitthvert
tómstundaverk. Hvaða sjónarmið
ráða þessu? Er það vegna þess að
hér er um bamabók að ræða? Eða
er þetta gert af virðingu við Nínu
vegna þess að myndir hennar vant-
Fyrirtæki tii sölu
★ Skemmtistaður.
★ Matvöruverslanir.
★ Sölutumar.
★ Efnalaugar.
★ Bflasölur.
★ Framleiðslufyrirtæki.
★ Heildsölur.
KAUPMIÐLUN
FYRIRTÆKJASALA
. Laugavegi 51, 3. hæð.
Símar: 621150
"og 621158.
Fax. 621106.
§9Mm
ar? Ef ástæðan liggur í seinni
spumingunni hefði þá ekki verið
sæmst að gefa Tindátana hér út í
heild, þ.e. sem texta- og myndabók?
Ýmsu smálegu hefur verið breytt
til bóta. Má helst nefna að efnisyfir-
litið nú er mun aðgengilegra. I
gömlu útgáfunni fylgdi efnisyfirlit-
ið niðurröðun ljóðanna í frumútgáf-
um. Nú er raðað í efnisyfirlitið í
stafrófsröð, eftir upphafi og heiti
ljóðanna.
Róttækasti munurinn á nýju og
gömlu útgáfunni liggur í ljóðum
Steins sem í fjölmiðlum hafa verið
nefnd „30 áður óbirt ljóð“. Það er
misskilningur að þau séu öll að
birtast hér í fyrsta sinn. Það kemur
enda fram í stuttum en gagnlegum
eftirmála Valgerðar Benediktsdótt-
ur þar sem hún rekur feril þessara
ljóða. Nokkur þeirra birtust upp-
haflega í Tímariti Máls og menn-
ingar árið 1966 (m.a. Mjólkurbú
Flóamanna og Stalíngrad) og önn-
ur í bók Sigfúsar Daðasonar, Mað-
urinn og skáldið Steinn Steinarr
(1987) (m.a Hringurinn og
Ströndin og hafið). Þau sem birt-
ast hér yfirleitt í fyrsta sinn eru
Steinn Steinarr
þessi tíu: Augu mín, Draumur-
inn, Dögun, Endurfundir, Köttur
sem læðist um nótt, Landslag,
Model, Netið, Nótt (Höggmynd)
og Tár. Deila má um hvort hér
sé um fullmótaða eða endanlega
gerð að ræða. Oll benda þessi
ljóð til náins skyldleika við Tím-
ann og vatnið. Eitt þeirra heitir
Tíminn og eilífðin:
í holspegli tímans
sá ég húsvörð eilífðarinnar
með hönd undir kinn.
Að baki mér reis
eins og borg úr stáli
hinn b lóðkaldi vilji þinn.
Og bæn þín nam staðar
á bláum morgni
við brennandi huga minn.
Það er spurning hvort þessi tíu
ljóð séu aðdragandi að einstökum
ljóðum í Tímanum og vatninu,
framhald af ljóðabálkinum eða efni
sem Steinn hefur ekki verið nógu
ánægður með og því ekki birt. Um
þetta er erfitt að fullyrða vegna
þess að aldur handritanna er ekki
kunnur. Hvað svo sem því h'ður er
enginn vafi á að það framtak að
gefa þau út nú er bæði rétt og lofs-
vert, einfaldlega vegna þess að þau
eru skáldinu til sóma.
Sorg heitir eitt af þessum tíu
ljóðum. Það minnir feiknlega á 5.
og 10. ljóðið í Tímanum og vatninu:
í eyra mér niðaði
nætur og daga
hinn nafnlausi sjór.
Yfir döggvota jörð
undir draumbláum himni
gekk sorg mín með hörgult nár.
Og sorg mín fór höndum
um hug þinn nakinn
í hundrað ár.
Annar helsti munurinn á gömlu
og nýju heildarútgáfunni felst í því
að öllu lausu máli eftir Stein og
viðtölum við hann er nú sleppt.
Má búast við því að lausamál Steins
verði gefið út síðar í annarri bók?
Gera verður ráð fyrir slíku þótt
ekki sé minnst á það í aðfaraorð-
um. Þótt Steinn skrifaði ekki mikið
laust mál er það miklu merkilegra
en magnið segir til um. Það væri
ólán ef langur tími liði án þess að
greinar hans væru handbærar.
Alúð hefur verið lögð við hand-
rita- og prófarkalestur sem er ekki
svo lítils virði. (Eina ritvillan sem
ég hnaut um var blessunarlega á
bókarkápu). Útgefendur hafa kosið
að fara fetið með þessari útgáfu,
engin sjáanleg áhætta er tekin. En
um leið getur þetta ljóðasafn ekki
talist tímamótaútgáfa á verkum
Steins.
(í ritdómi mínum um skáldsögu
Vargas Llosa, Pantaljón og sér-
þjónustan féll niður nafnið á þýð-
andanum, Sigrúnu Ástríði Eiríks-
dóttur. Er hér með beðist velvirð-
ingar á því.)
Voru jesúítar hryðjuverkamenn?
eftir Torfa
Ólafsson
í helgispjalli Morgunblaðsins 12.
janúar segir að marxistar bendi
stundum á að „kristindómur sé að
áliti kirkjunnar jafn góðurþótt jesú-
ítar og aðrir kaþólskir hryðjuverka-
menn miðalda hafi komið óorði á
hann.“ Undir greininni er M, en ég
læt segja mér það tvisvar að Matthí-
as vinur minn Johannessen hafí
skrifað þetta, jafnvel þótt hann
hafí verið í versta skapi eða nýbú-
inn að lesa Sögur herlæknisins eft-
ir Topelius.
Samkvæmt nýútkominni ævi-
sögu Ignatiusar Loyola, stofnanda
Jesúítareglunnar, er hann fæddur
1491, ári áður en miðöldum lýkur,
svo ekki getur hann hafa hvatt til
neinna hryðjuverka á miðöldum,
aldurs vegna. Jesúítareglan er svo
formlega stofnuð 1540.
Ignatius stefndi að því að félagar
reglunnar væru hámenntaðir og
frábærlega vel þjálfaðir andlega.
Þessir miklu hæfileikamenn buðu
síðan páfa þjónustu sína og holl-
ustu. Þeim varð mikið ágegnt í
starfí sínu fyrir kirkjuna og því
voru þeir hataðir af andstæðingum
hennar og bornir hinum alvarleg-
ustu sökum. Þeim hefur jafnvel
stundum á síðari tímum verið kennt
Sýning frá Venesú-
eia í Hafnarborg
SÍÐASTLIÐINN laugardag var
opnuð í Hafnarborg sýning á
verkum sex listamanna frá Ven-
esúela, þriggja myndhöggvara
og þriggja grafíklistamanna.
Hér er um að ræða farandsýn-
ingu á vegum menntamálaráðu-
neytis Venesúela og hefur hún ver-
ið sýnd víða í Evrópu, kemur hing-
að frá Júgóslavíu og fer héðan til
London. Þetta mun vera fyrsta
myndlistarsýning frá Venesúela
sem sett er upp hér á landi. Sýning-
in stendur til 27. janúar en verður
Iokið helgina 18.-19. janúar vegna
ráðstefnuhalds í Hafnarborg.
í Sverrissal eru uppi myndir úr
safni Hafnarborgar. Að þessu sinni
eru sýnd verk eftir Eirík Smith úr
listaverkagjöf hans til safnsins.
Verkin eru unnin á árunum um
1958 til 1970.
Sýningartími er frá kl. 12-18
alla daga.
„Þeim varð mikið
ágegnt í starfi fyrir
kirkjuna og því voru
þeir hataðir af and-
stæðingum hennar og
bornir hinum alvarleg-
ustu sökum.“
um stofnun og tilvist rannsóknar-
réttarins sem þeir áttu sjálfir í höggi
við.
Eg hef litið snarlega yfir sögu
Jesúítareglunnar í Encyclopædia
Britannica og sé þar hvergi getið
hryðjuverka, hinsvegar blasir þar
við starfsemi hámenntaðra kirkju-
manna sem pólitísk yfirvöld hatast
við og banna ýmist eða flæma úr
landi til þess að losa sig við and-
stöðu kirkjunnar við stjórnmála-
klæki sína og valdagræðgi.
Hvað hryðjuverk snertir yfírleitt
um þessar mundir dylst það ekki
að þeim var beitt, en þar er ekki
við kirkjuna að sakast. Þetta voru,
því miður, baráttuaðferðir þeirra
tíma, og aftur því miður, eru þau
líka viðhöfð á okkar tímum. Við
getum tínt upp hvert landið af öðru
þar sem hryðjuverkum hefur verið
beitt á okkar öld og er beitt enn.
Þau eru bara ennþá hrikalegri nú
á dögum, vegna stóraukinna tækni-
legra framfara. Grimmdin er enn
hin sama.
En nú ber vel í veiði hvað upplýs-
Torfi Ólafsson
ingar um Jesúítaregluna og
„hryðjuverk" hennar snertir. Bisk-
up kaþólskra á íslandi, Alfreð J.
Jolson, er jesúíti og ég er ekki í
neinum vafa um að hann er hvenær
sem er fús til að veita allar umbeðn-
ar upplýsingar um reglu sína og
starfsemi hennar, hvort sem er
munnlega eða skriflega. En hrædd-
ur er ég um að hann kannist lítið
við þessi hryðjuverk á miðöldum
sem M sakar hana um.
Höfundur er formaður Félags
kaþólskra leikmanna á íslandi.
ÚTSXLA
20-50% afslá ttur
Úlpur — Skídagallar — íþróttagallar — íþróttaskór
og margt, margt fleira.
»hummel^ ■ ®
SPORTBÚÐIN Nýtt kortatímabil hafið
Ármúla 40, sími 813555 __