Morgunblaðið - 17.01.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 17.01.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992 11 EES og fullveldi íslands eftir Kristján E. Guðmundsson Nú er umræða um væntanlega samninga okkar um Evrópskt efna- hagssvæði að komast í aigleyming og er það vel því við undirritun þeirra verður tvímælalaust um að ræða mikilvægustu milliríkjasamn- inga sem íslendingar hafa gert. Því er eðlilegt að skipst sé á skoðunum um_ kosti hans og galla. Ég held að allir ábyrgir aðilar geri sér grein fyrir því að við þurf- um á endurnýjuðum samningi við EB að halda til áframhaldandi upp- byggingar þessa þjóðfélags. Nú ætti öllum að vera ljóst að sú auð- lind sem við höfum byggt velferð okkar á, fiskimiðin í kringum landið, er takmörkuð og við þurfum að minnka aðsókn í hana á næstu árum og áratugum. Eigi að viðhalda þeirri velferð og því kaupmáttar- stigi sem við þó búum við í dag verður annað hvort að koma til, betri nýting sjávaraflans eða nýjar atvinnugreinar, og helst hvoru tveggja. Skjótvirkast er að vinna að betri nýtingu sjávaraflans þótt samtímis sé unnið að því að skjóta fleiri rótum undir atvinnulíf okkar. Forsenda þess er að við náum toll- frelsi fyrir unnar sjávarafurðir inn á EB-markaðinn. Það er mikið ábyrgðarleysi, sem fram hefur komið hjá einstaka stjórnmálamanni, að við getum án samninga við EB verið. Ég held að þessir aðilar geri sér ekki grein fyrir hvað hér er í húfi. Við horfum nú fram á verulegan samdrátt þjóð- arframleiðslu og minnkandi hag- vöxt. Það þýðir í reynd minnkandi kaupmátt og atvinnuleysi, sem sé verulega versnandi lífskjör. Og við lifum ekki á þjóðrembu einni saman. Við lifum í heimi bættra samgangna og upplýsinga- aldar. Við erum t.d. hluti af sam- norrænum atvinnumarkaði. Fari lífskjör hér á landi langt aftur úr nágrannaþjóðum okkar, brestur einfaldlega á landflótti. Forsenda nútíma menningarstafsemi og að- hlynningar að tungu og menningu þessarar þjóðar er að hér sé sterk atvinnustarfsemi sem geti borgað mannsæmandi laun. íslendingar eru Evrópuþjóð. Með samningum um EES erum við að tengjast 380 milljóna manna mark- aði, sem ekki aðeins er næstur okk- ur heldur líka sá kaupmáttarhæsti. Það er því ekki aðeins mikils virði fyrir möguleika okkar á áframhald- andi uppbyggingu nútíma samfé- lags á Islandi að fá tollfrelsi fyrir velfiestar afurðir okkar, heldur einnig að mínu mati forsenda þess. Það er hins vegar ljóst að þótt möguleikinn sé til staðar er ekki þar með sagt að við séum á einni nóttu komnir með öflugan matvæla- iðnað. Hann þarf að byggja upp, samtímis því sem unnið er að öflugri markaðssókn fyrir þær afurðir er gefa mestan virðisauka. Tollfrelsi gefur okkur fyrst og fremst mögu- leika á að leita inn á þá markaði sem gefa mestan virðisauka hverju sinni, t.d. í ferskfiski og neytenda- umbúðum. Það tekur tíma að vinna slíkan markað. í EB er enn litið á sjávarút- veg og úrvinnslu sjávarafurða sem landbúnað og styrkt í samræmi við það. Við ráðum hins vegar yfir hrá- efni sem þessi iðnaður hefur áður m.a. fengið frá okkur. Við ættum því að hafa forsendur fyrir því að geta smám saman flutt fullvinnsluna, þ.e. tilreiðslu fyrir neytandann, hing- að heim. En það er hins vegar erfitt og dýrt að komast inn á þennan stóra markað með t.d. fullunna, samsetta rétti. Til að slíkt geti gerst með skjótum hætti tel ég skynsamlegast að leita eftir samvinnu við þá stóru aðila er ráða að miklu leyti þessum markaði í EB um fjárfestingar í slíkum matvælaiðnaði hér á landi. Og komum við þá að því sem sumir telja ókost EES-samninga en ég kalla kost, s.s. aukna möguleika erlendra aðíla til fjárfestinga hér á landi. Samningurinn um EES er vissu- lega milliríkjasamningur þar sem til koma skuldbindingar á báða bóga eins og allir samningar tveggja aðila fela í sér. Á móti nið- urfellingu tolla opnum við fyrirmög- uleika annarra aðila EES til fjár- festinga hér á landi (með undan- tekningu í sjávarútvegi) og til frjálsrar sölu ýmissar þjónustu svo sem bankaþjónustu. Jafnframt verðum við aðilar að Evrópskum atvinnumarkaði. Um það er allt gott að segja. Ég tel að íslenskir bankar hafi gott af samkeppni við erlenda banka. Það mundi tvímælalaust hafa þau áhrif að raunvextir yrðu svipaðir og í nágrannalöndum okkar. Hins vegar er lítil hætta á því að erlend- ir bankar flykkist til íslands, til þess er markaðurinn einfaldlega of lítill. Um sameiginlegan atvinnu- markað er það að segja að þar er hægt að setja á hömlur, samkvæmt samningum, ef hætta er á að íslensk- ur atvinnumarkaður fari úr skorðum. Ég á erfitt með að skilja þessa eilífu hræðslu sumra manna við samning við erlenda aðila. Menn hafa séð ofsjónum yfir því að við þurfum að innleiða í íslensk lög mörg þúsund blaðsíðna lagabálk. Sannleikurinn er auðvitað sá að mesti hluti þessa lagabálks eru staðlar og reglugerðir sem við yrð- um undir öllum kringumstæðum að beygja okkur undir hefðum við á annað borð áhuga á að selja þessum þjóðum vöru. Ef EB setur reglugerð um hreinlætiskröfur í fiskvinnslu- húsum gætum við ekki selt þeim neinn fisk fyrr en þessari reglugerð væri fullnægt. Mönnum er tíðrætt um fullveldis- afsal í þessu sambandi. Auðvitað er það fullveldisafsal að geta ekki sett þær reglur sem okkur sýnist. Krislján E. Guðmundsson „íslendingar eru Evr- ópuþjóð. Með samning- um um EES erum við að tengjast 380 milljóna manna markaði, sem ekki aðeins er næstur okkur heldur líka sá kaupmáttarhæsti. Það er því ekki aðeins mik- ils virði fyrir möguleika okkar á áframhaldandi uppbyggingu nútíma samfélags á íslandi að fá tollfrelsi fyrir vel- flestar afurðir okkar, heldur einnig að mínu mati forsenda þess.“ Það má því segja að lagasetningar- vald Alþingis skerðist við það að það skuli ekki geta ákveðið með lögum að skrúfgangur á íslenskum skrúfum skuli vera öðruvísi en í EB, eða að hreinlætiskröfur í fisk- vinnslu skuli vera öðruvísi en EB vill. Öll mannleg samskipti fela í sér takmarkanir á frelsi einstakl- inga til athafna. Þetta á vissulega - einnig við í milliríkjasamskiptum. Við erum aðilar að fjölmörgum milliríkjasamningum sem takmarka athafna- eða lagasetningarmögu- leika okkar, án þeess_ að það sé kallað afsal á fullveldi. í viðskiptum verðum við að beygja okkur undir þær kröfur sem viðskiptavinurinn setur. Það er því rétt sem Ragnar Arn- alds, alþingismaður, skrifar í Morg- unblaðið 29. nóv. að breyti EB lög- um sínum eða reglugerðum er varð- ar samskipti okkar við þessar þjóð- ir, er Alþingi neytt til að fylgja því eftir til samræmis, eðli málsins vegna, samanber hér að framan- sögðu. Við höfum jú áhuga á því að vera í viðskiptum við þessar þjóð- ir, ekki satt? Islendingar eru mjög háðir utanríkisverslun vegna smæð- ar og einhæfra atvinnuhátta. Ég get ekki séð að annars konar samn- ingsform við EB breyti neinu þar um. Hvaða valkosti höfum við svo við EES-samninginn? Að mínu mati engan. Sumum stjórnmálamönnum, aðallega úr stjórnarandstöðu, er tíð- rætt um einhvem tvíhliða samning við EB. Ég held að ef nokkuð er yrði útkoma úr slíkum samningi verri fyrir okkur en í drögum að EES-samningnum. Kröfur um veiðiheimildir í íslenskri lögsögu og aðrar tilslakanir af okkar hálfu yrðu enn sterkari. Ég held að það mat sem ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar lagði á málið, að hags- munum okkar væri best borgið í samvinnu við EFTA-þjóðirnar, hafi verið rétt. Þær fórnir sem t.d. Norð- menn tóku á sig í veiðheimildum hafa komið okkur til góða. Við höf- um náð hér góðum samningi sem við eigum að staðfesta. Höfundur er markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri ísmarks hf. Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar Húsavík. F J ARH AGS AÆTLUN bæjar- sjóðs Húsavíkur og bæjarfyrir- tækja var lögð fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Helstu niðurstöður hennar eru þær, að áætlað er að tekjur bæjar- sjóðs og fyrirtækja verði um 440 millj. kr. og hækki um 7% milli áætlana 1991 og 1992, en rekstrar- gjöld um 340 millj. kr., hækki um 16%, og til framkvæmda eða fjár- festinga um 100 millj. kr. Tekjuaf- gangur sem hlutfall af tekjum er nú áætlaður 23% en var áætlaður 29% 1991. Helstu tekjuliðir eru útsvör 150 millj., aðstöðugjöld 28 millj. og fast- eignagjöld 37 millj. kr. Stærstu útgjaldaliðir eru 51 millj. til skóla- bygginga, 38,5 millj. til félagsmála- þjónustu og 35 millj. til íþrótta- og æskulýðsmála. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að skuldir bæjarsjóðs og fyrirtækja geti í árslok orðið um 360 millj. kr. en þær voru 187 millj. í árslok 1990 og er því um nærri tvöföldun skulda að ræða á tveim árum. Áætlunin var samhljóða vísað til annarrar umræðu. - Fréttaritari. LETTOSTAR þrjár tegundir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM tnraaá" '-etto.stur nfjÁ M T C A 1 A 1 | FATASKÁPAR ELDHÚSSKÁPAR BAÐSKÁPAR frá kr. 7'300 frá kr. 4900 frá kr. 3700 opið: fimmtud. og föstud. kl. 10 -18 og laugard. kl. 10-16 m ' 1 Trésmi&ja Ármannsfells hf. Funahöfða 19, sími 672567 » 5— H •■’ línHIwsm JfJL.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.