Morgunblaðið - 17.01.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.01.1992, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992 Tryggja Þjóðveijar GATT-samningana? Genf. Reuter. EFTIR meira en fimm ára þref eru sumar þátttökuþjóðirnar í GATT- viðræðunum að missa þolinmæðina með þeim, sem standa helst í vegi fyrir samkomulagi. Einhver harðasta ádrepan til þessa kom í gær frá Jiirgen Möllemann, efnahagsráðherra Þýskalands, en þá húðskammaði hann þá, sem þvældust fyrir samkomulagi á síðustu stundu. Blandað- ist engum hugur um, að hann átti við Frakka fyrst og fremst. „Þegar GATT-samningamir eru svo að segja í höfn kemur í ljós, að afstaða Evrópubandalagsríkjanna einkennist af ruglingslegum og fár- ánlegum mótsögnum," sagði Mölle- mann í gær og sakaði ónefnd EB- ríki um að finna stöðugt nýjar leiðir til að hindra samkomulag. Stjómarerindrekar segja, að Möll- emann hafi verið að beina orðum sínum til Frakka aðallega og hafí hann verið að túlka sjónarmið þýsku stjómarinnar sé alveg ljóst, að Frökkum muni ekki haldast uppi að eyðileggja GATT-samningana. Helmut Kohl kanslari sagði í síðustu viku, að hann væri ákveðinn í gera GATT-samningana að veraleika. Rússland: GATT-viðræðurnar hafa staðið í rúm fimm ár en þeim átti að ljúka fyrir 13 mánuðum. Það er landbún- aðarkaflinn, sem hefur staðið í mönn- um, tillögur um veralega minni nið- urgreiðslur og útflutningsbætur, og hefur andstaðan verið mest innan Evrópubandalagsins og einkum í Frakklandi. Nýr þjóð- höfðingi í Alsír Reuter Biðraðirnar í Rússlandi og öðrum ríkjum nýja samveldisins hafa ekkert styst þrátt fyrir að verðlagið hafi verið gefið frjálst. Sumir spá því, að þessi tilraun fari út um þúfur á tveimur eða þremur mánuðum. Jeltsín biður landsmenn að styðja efnahagsumbæturnar Rússneskur embættismaður segir gífurlega matvælaaðstoð nauðsynlega Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, skoraði í gær á landsmenn að styðja efnahagsaðgerðir stjórnarinnar og hét um leið að bæla niður and- stöðu skriffinna og glæpamanna við umbæturnar. Forseti úkraínska herráðsins sagði í gær, að Úkraínumenn réðu nú öllum herdeildum sovéthersins fyrrverandi á sínu landi og þar á meðal skammdrægum kjarnorkuvopnunum. Algeirsborg, París. Reuter. MOHAMED Boudiaf, nýr þjóð- höfðingi Alsír kom til Algeirs- borgar í gær eftir að hafa verið 27 ár í útlegð í Marokkó en þang- að flúði hann eftir að hafa verið dæmdur til dauða árið 1964 af þáverandi valdhöfum fyrir stjórnmálastarfsemi. Leiðtogar flokks alsískra heittrúarmanna (FIS) segja stjórn landsins ólög- lega og að áfram verði haldið á þeirri braut sem muni leiða til islamsks ríkis. FIS vann stórsigur í fyrri umferð alsírsku þingkosninganna en það er markmið flokksins að gera Alsír að íslömsku ríki líkt og Iran. Var fastlega búist við að þeir myndu einnig bera sigur úr býtum í síðari umferð kosninganna sem fara átti fram í gær. Hin nýja stjóm Alsír, sem tók við völdum eftir að Chadli Benjedid forseti sagði af sér um síðustu helgi, ákvað hins vegar að halda ekki síðari umferðina. Við völdum hefur nú tekið fimm manna ráð undir forystu Boudiafs og sóru þeir allir embættiseið sinn í gær. „Við erum að koma á markaðs- kerfi við ákaflega erfiðar aðstæður. Sovétríkin eru hrunin, það er efna- hagskreppa í landinu og andstaðan, mafíusamtökin, era að reyna að ná á sitt vald matvæladreifingunni,“ sagði Jeltsín á þingi og fullyrti, að einokunarfyrirtækin þrýstu verðinu upp úr öllu hófi. Kvaðst hann ætla að draga þá til ábyrgðar, sem reyndu að koma í veg fyrir einkavæðinguna. Við umræður á rússneska þinginu í gær var ekki mikið um beinar árás- ir á stjórn Jeltsíns en margir lögðu til, að reynt yrði að sníða mestu agnúana af núverandi stefnu. Mík- haíl Kíshelov, þingmaður frá Péturs- borg, sagði hins vegar, að umbæt- urnar, sem stjómin reyndi að koma á, væra dæmdar til að mistakast á tveimur eða þremur mánuðum. „Því fyrr, sem við áttum okkur á því, því líklegra er, að okkur takist að koma í veg fyrir stórkostlegt slys,“ sagði Kíshelov. Um 2.000 stuðningsmenn óháðu verkalýðssamtakanna í Rússlandi söfnuðust saman í gær fyrir utan þinghúsið í Moskvu til að mótmæla verðhækkununum í landinu. Sögðust leiðtogar samtakanna, sem hafa 60 milljónir manna innan sinna vé- banda, að þeir væra að skipuleggja allsheijarverkfall í landinu. Georgíj Zhívítsa hershöfðingi og yfírmaður úkraínska herráðsins sagði í gær, að allir hermenn á úkra- ínsku landi lytu nú Úkraínuforseta og þægju sín laun frá Úkraínu- stjórn. Þá væra skammdrægu kjarn- orkuvopnin undir stjórn varnarmála- ráðuneytisins en yrðu öll flutt burt frá landinu á fyrra misseri þessa árs. Zhívítsa kvaðst einnig líta svo á, að allur Svartahafsflotinn til- heyrði úkraínska hernum. Kemur sú yfirlýsing mjög á óvart því að um síðustu helgi samþykktu Rússar og Úkraínumenn, að sá hluti flotans, sem borið gæti kjarnorkuvopn, skyldi lúta sameiginlegri herstjórn en hinn hlutinn falla undir Úkraínu. Alexander Zhítnikov, varafor- maður rússnesku neyðarhjálpar- nefndarinnar, sagði í gær, að ættu efnahagsumbæturnar að takast yrði að koma til gífurleg hjálp frá Vestur- löndum. Án milljóna tonna af mat- vælum frá vestrænum ríkjum kæ- must Rússar ekki í gegnum vetur- inn. Erlendir stjómarerindrekar í Moskvu segja um þetta, að líklega sé það samningabragð hjá Zhítnikov að nefna milljónir tonna enda ógjörn- ingur að verða við því. Bandaríkja- stjórn hefur boðað fulltrúa annarra vestrænna ríkja til ráðstefnu í Was- hington í þessum mánuði til að sam- ræma aðstoðina við samveldisríkin. Greenpeace: Reynt að stöðva hval- veiðar Japana Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. JAPANIR hafa hafið hvalveiðar á suðurheimsskautssvæðinu og berjast Grænfriðungar nú fyrir því að þær verði stöðvaðar. Eru nokkrir Grænfriðungar staddir á sömu slóðum og skipið Nisshin Maru er að veiðum og reyna að sigla gúmmíbátum sínuin milli skipsins og hvalanna. Finn Larsen, sjávarlíffræðingur hjá grænlensku hafrannsóknar- stofnuninni, sagði í samtali við Ritz- au-fréttastofuna að þessar veiðar ógnuðu á engan hátt hvalastofnin- um á suðurheimsskautssvæðinu. Hann samanstæði af um 750 þús- und hvölum og áformuðu Japanir einungis að veiða um 300 hvali eða 0,4% stofnsins. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld banna sílikon til ígræðslu í bijóst: Rannsóknír ófullnægjandi og horft framhjá hættum í 30 ár Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. MATVÆLA- og heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur farið fram á að læknar hætti að nota efnið silíkon til ígræðslu í brjóst kvenna. Komið hefur í ljós að einn helsti framleiðandi sil- íkon-poka, sem notaðir eru til ígræðslu, hefur sennilega ekki gert nægar tilraunir til að fá fullvissu um að óhætt væri að nota þá. Einnig er talið að framleiðandinn, Dow Corning-fyrirtækið, hafi vísvitandi látið hjá líða að kanna aðra kosti, sem ýmislegt bendir til að öruggara sé að nota. í ljós hefur komið að silíkon kom á markaðinn á sjöunda ára- lekur úr pokunum og getur kom- ist í blóðrásina og þar með út um allan iíkamann. Onæmiskerfi lík- amans getur brugðist harkalega við silíkoni þannig að fram kemur bólguvaldandi sjálfsofnæmi. í des- ember á síðasta ári var Dow Corn- ing-fyrirtækið dæmt til að greiða kalifornískri konu með sjálfs- ónæmissýki 7,3 milljónir dollara í skaðabætur. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að það hefði verið sviksamlegt að greina ekki frá þeim hættum, sem stafað gætu af ígræðslu silíkons í bijóst. Annar galli við silíkon er sá að efnið skyggir á röntgenmyndir og torveldar því krabbameinsskoðun. Þetta getur haft þær afleiðingar að bijóstakrabbamein fínnist ekki fyrr en það er lengra á veg kom- ið en ella. Allt frá því að silíkon tugnum hafa hvað eftir annað komið fram efasemdir um að ör- uggt væri að nota efnið til ígræðslu, þótt ekki hafi þær farið hátt. Einnig voru bornar brigður á það að nægar tilraunir hefðu verið gerðar með efnið til að hefja mætti ígræðslu í menn. Árið 1975 breytti Dow Corning samsetningu pokans til að ná aft- ur undir sig markaðnum eftir að önnur tegund hafði veitt harða samkeppni. Tilraunir vora gerðar á kanínum og í Ijós komu bólgur, sem ekki var vitað hvort rekja mætti til aðgerðarinnar eða sil- íkonsins. En áður en niðurstöður tilraunanna voru Ijósar hafði nýi silíkon-pokinn þegar verið grædd- ur í átta konur. Dow Corning gerði einnig til- raunir með hunda til að kanna langvarandi áhrif. Þær tilraunir stóðu aðeins í tvö ár. Venja er að slíkar tilraunir standi í sjö ár og samsvari það heilli mannsævi. Fyrirtækinu bárust kvartanir frá læknum vegna þessara bólgu- einkenna, en lítið sem ekkert var aðhafst. Innan fyrirtækisins var skipst á minnisblöðum og athuga- semdum um að eitthvað þyrfti að gera vegna þeirrar gagnrýni, sem fram hefði komið. Fyrirtækið hefur einnig hafnað tilmælum um að kanna kosti þess að nota annað efni en silíkon. Bæði hafa komið fram hugmyndir um að fylla pokana með saltlausn og jarðhnetuolíu. Síðari kosturinn er talinn betri. Hægt er að gegn- umlýsa jarðhnetuolíu og hún leys- ist upp í líkamanum í stað þess að safnast fyrir eins og silíkon. Gagnrýnendur segja að ráðamenn Dow Corning hafi ekki viljað rannsaka þessa kosti vegna þess kostnaðar, sem því myndi fylgja, auk þess sem rannsóknir á nýju efni gætu gefið viðskiptavinum tilefni til að ætla að silíkon-pok- arnir væru ekki jafn öruggir og af væri látið. Á siðasta ári fyrirskipaði Mat- væla- og heilbrigðisstofnunin Dow Coming að leggja fram allar niðurstöður þeirra rannsókna, sem fullyrðingar fyrirtækisins um ágæti silíkon-pokanna væru reist- ar á. Þessi gögn voru afhent og þóttu ekki fullnægjandi. Því hefur verið haldið fram að þetta sé mesta misferli í heilbrigð- ismálum í áraraðir og farið hefur verið fram á opinbera rannsókn á því hvort athæfi fyrirtækisins sé refsivert. Talsmenn Dow Corning halda því fram að fullnægjandi rann- sóknir hafi verið gerðar og hægt sé að færa sönnur á það. Ekki megi fella sleggjudóma af lestri nokkurra orðsendinga milli manna í fyrirtækinu um tilraunir og rannsóknir. Talið er að silíkon-pokar hafi verið græddir í bijóst milli einnar og tveggja milljóna kvenna í Bandaríkjunum. Tvær af hveijum tíu slíkum aðgerðum eru gerðar eftir krabbameinsaðgerðir. Aðrar slíkar aðgerðir era eingöngu gerð- ar í fegrunarskyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.