Morgunblaðið - 17.01.1992, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992
Skipaútgerð ríkisins:
Ráðherra gagnrýnd-
ur fyrir málsmeðferð
Vísar ásökunum á bug
OVÆNT komu málefni Skipaútgerðar ríkisins til umræðu í gær. Sum-
ir þingmenn eru eindregið þeirrar skoðunar að Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra hafi leynt upplýsingum eða jafnvel sagt ósatt. Sam-
gönguráðherra vísar þessu á bug.
Steingrímur J. Sigfússon (Ab-
Ne) ræddi nokkuð málefni Skipaút-
gerðar ríkisins í umræðu þeirri sem
fram fór í gær um ráðstafanir í rík-
isfjármálum á árinu 1992. Hann
spurði m.a. samgönguráðherra
hveiju það gegndi að hann hefði
ekki sagt þingheimi við utandag-
skrárumræðu deginum áður að
samningaviðræður við Samskip
hefðu verið í gangi og samkomulag
nánast tekist. Hvort einhver maður
úti í bæ hefði umboð til að selja eig-
ur ríkisins? Hvort ráðherrann hefði
ekki verið upplýstur um gang mála?
Ef svo væri ekki hefði ráðherrann
bersýnlega farið á bak við þingið.
Svaraði skýrt
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagði ógjörlegt að gera glögg-
lega grein fyrir viðræðum í umræðu
þar sem ráðherra væri einungis
skammtaður tíminn tvisvar sinnum
þijár mínútur. Kristinn H. Gunnars-
son, sem ætti reyndar sæti í stjórnar-
nefnd Ríkisskipa, hefði valið þá leið
að biðja um slíka umræðu. Svör sín
hefðu verið nákvæmlega í samræmi
við fyrirspurnir Kristins ef hliðsjón
væri tekin af þeim tímamörkum sem
honum hefðu verið sett í utandag-
skrárumræðunni. Hann hefði verið
spurður um það hvort svo bæri að
líta á að viðræður við undirbúnings-
nefnd að stofnun hlutafélags væri
lokið. Hann hefði svarað því á þann
veg að þessi undirbúningsnefnd hefði
bréflega 30. desember óskað eftir
því að fá svigrúm til þess að glöggva
sig frekar á stöðunni. í fréttatilkynn-
ingu hefði skýrt verið tekið fram að
stefnt væri að því að umræðu um
þessi efni lyki innan hálfs mánaðar.
Sér hefði verið heitið að hann myndi
fá upplýsingar um hvaða tryggingar
yrði hægt að veita ef ríkisstjórnin
hygðist taka tilboði þessarar nefndar.
Samgönguráðherra vísaði til þess
að milii Ríkisskipa og Samskipa hefði
tekist náið samstarf og samvinna.
Hann vildi vísa á bug öllum dylgjum
um það að hann hefði ráðið tímasetn-
ingu og verið með í ráðum þegar
Samskip buðu í strandferðaskipið
Esju. „Auðvitað hlaut ég að halda
að þessari undirbúningsnefnd hefði
verið þetta kunnugt á undan mér.
Ég frétti af þessu tilboði eftir að
forstjóra Skipaútgerðar ríkisins hafði
verið frá því sagt. Varaformaður
undirbúningsnefndarinnar að nýju
hlutafélagi er jafnframt varaforstjóri
Skipaútgerðar ríkisins og hann hefur
ekki síst haft með höndum það nána
samstarf sem verið hefur milli Sam-
skipa hf. og Skipaútgerðar ríkisins.
Það var þess vegna með ólíkindum
og alls ekki hægt að ætlast til þess
að ég gerði mér grein fyrir því á
þessari stundu að engar formlegar
viðræður hefðu farið fram milli und-
irbúningsnefndar að stofnun hlutafé-
lags um strandferðir og Samskipa."
í viðræðum við Samskip hefði
komið í ljós að Samskip hefðu kosið
að standa við sitt tilboð í Esju og
segja upp þeim samningi sem þau
hefðu haft við Skipaútgerð ríkisins
en ekki láta hann ganga til hugsan-
legs nýs félags um strandsiglingar.
Ráðherrann sagði það vera deginum
ljósara hvernig þetta mál væri vaxið.
Meðan umræður og þingflokksfundir
hefðu staðið yfir deginum áður,
hefðu formaður stjómarnefndar Rík-
isskipa, fyrir sína hönd, og fulltrúar
Samskipa rætt hvort samningar tæk-
just um Esju. Þegar fundi hefði lok-
ið á Alþingi hefðu þeir samningar
verið það langt komnir, að einungis
hefðu verið eftir tæknileg atriði. Það
væri fáránlegt hjá Steingrími J. Sigf-
ússyni að dylgja um það að hann
hefði einhveiju ieynt deginum áður.
Hann hefði þvert á móti gert ræki-
lega grein fyrir því að viðræður
væru milli Samskipa og stjórnarfor-
manns Ríkisskipa um sölu á Esju.
Hann hefði síðast haft tal af samn-
inganefndarmönnum undir hádegi,
þá hefði ekki verið komin endanleg
niðurstaða í það mál, heldur héldu
viðræður áfram. En ráðherra vænti
þess að það orðalag sem hann hefði
viðhaft deginum áður hefði gefið
þingmönnum fyllilega til kynna að
hann hefði vænst þess að samningar
tækjust um Esjuna.
Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv)
sagði að í umræðunum í gær hefði
samgönguráðherra verið spurður
einfaldra spurninga, sem hann hefði
ekki svarað. Rétt eftir að þingfundi
lauk hefðu þingmenn heyrt það í
fréttum að verið væri að ganga frá
samningum við Samskip. Ráðherr-
ann hefði sagt ósatt og það ætti
ekki að líðast.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra vísaði þessu á bug. Hann sagði
að hann hefði gert þingmönnum
grein fyrir því hvernig mál stæðu.
Núverandi samgönguráðherra og
fyrrverandi samgönguráðherra,
Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne),
skiptust á orðaskeytum einkum um
rekstur Skipaútgerðai' ríkisins og
stefnu og afskipti fyrri ríkisstjómar
af hennar málum.
„Ofboðið"
Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv)
sagði þessa umræðu heldur dapur-
lega og gæti hann naumast tekið
þátt í umræðu með samgönguráð-
herra, sér væri ofboðið. Það kom
fram að tæpast hefði stjómarnefnd
Ríkisskipa verið upplýst um málið. í
nefndinni ættu sæti Kristinn H.
Gunnarsson, „Geir Gunnarsson, sá
ágætismaður, sem ég hef rætt við
og veitt ekkert um hvað ráðherra
hefur verið að bauka, og svo er það
sá sem ekki má nefna, Benedikt Jó-
hannesson, en hann hefur verið í
samstarfi við ráðherrann svo ég veit.
En ég held að fæst orð séu best á
þessu stigi. Alþingi tekur þetta mál
til afgreiðslu."
Halldóri Blöndal samgönguráð-
herra kom á óvart að Geir Gunnars-
syni hefði ekki verið kunnugt um
hvað „verið væri að bauka“. Eyjólf-
ur Konráð Jónsson (S-Rv) sagðist
hafa orð Geirs fyrir því. Halldór
Blöndal sagðist hafa átt fund með
stjómarnefnd og formaður hennar
hefði átt tal við Geir Gunnarsson
utan fundar. Ráðherra kvaðst myndu
hafa samband við Geir Gunnarsson
og inna hann eftir því hvort hann
teldi sig hafa verið leyndan upplýs-
íngum.
Fieiri þingmenn létu skoðun sína
og vanþóknun á háttsemi samgöngu-
ráðherra í ljós. Ólafur Ragnar
Grímsson (Ab-Rn) sagði ljóst að
ráðherrann hefði leynt upplýsingum
og talað gegn betri vitund. Þetta
væri staða sem forseti Alþingis gæti
ekki látið afskiptalausa. Það væri
grandvallaratriði að ráðherrar segðu
satt og rétt frá. Ólafur Ragnar beindi
þeim tilmælum til Salome Þorkels-
dóttur, forseta Alþingis, að hún fyndi
tíma fyrir helgina fyrir þingið að
ræða þetta mál betur. Fleiri þing-
menn tóku undir þessa ósk. Þingfor-
seti kvaðst myndu leita leiða til þess
að þingmenn ræddu þetta undir öðr-
um formerkjum heldur en gæslu
þingskapa. Það mátti ráða og leiða
að því líkur að forseta væri hugleik-
ið að þingmenn ræddu um þær ráð-
stafanir í ríkisfjármálum sem væru
á dagskrá. Þingmenn létu loks að
hennar vilja.
Um sexleytið síðdegis í gær
greindi Kristinn H. Gunnarsson
(Ab-Vf) þingheimi frá því að svo
snemma sem kl. 17. hafi verið sagt
í fréttum á útvarpsstöðinni Bylgjunni
m.a.: „Ómar Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Samskipa, segir að öll
meginatriði séu nú í höfn varðandi
kaup Samskipa á Esju, einu skipa
Ríkisskipa. Umræður um að Samskip
taki við öðram þáttum í rekstri Ríkis-
skipa eru á byijunarstigi." Þingmað-
urinn taldi rétt að þetta kæmi fram
áður en hann hæfi ræðu sína um
ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu
1992.
Samgönguráðherra mun flytja
þinginu skýrslu um þetta mál á
mánudaginn.
Breytt frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum:
Obreytt afstaða þingmanna
BREYTINGARTILLÖGUR við frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármál-
um á árinu 1992, „bandorminn" svonefnda, voru ræddar á 68. fundi
Alþingis í gær. Afgreiðslu þessa frumvarps var frestað fram yfir ára-
mót og síðan hafa breytingartillögur komið fram og breytingartillög-
urnar tekið breytingum. Annarri umræðu um þetta frumvarp varð
loks framhaldið í gær. Afstaða manna sýnist þó óbreytt. Rannveig
Guðmundsdóttir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti
með því að frumvarpið yrði samþykkt með breytingartillögum nefndar-
innar. Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Nv) talsmaður minnihluta leggst
gegn því að frumvarpið; „lagatæknilegur sóðaskapur", verði samþykkt.
Meirihluti meðmæltur
Varaformaður efnahags- og við-
skiptanefndar Rannveig Guð-
mundsdóttir (A-Rn) mælti fyrir áliti
og breytingartillögum meirihluta.
Efnahags- og viðskiptanefnd hefði
tekið málið aftur til meðferðar eftir
að henni hefði borist bréf frá forsæt-
isráðherra 7. janúar, þar sem þess
hefði verið farið á leit að nokkrar
breytingar yrðu gerðar á frumvarp-
inu. Rannveig sagði að öðrum fag-
nefndum þingsins hefðu verið sendar
til umsagnar þær breytingartilllögur
sem vörðuðu þeirra málaflokka.
Talsmaður rakti síðan væntanlega
endanlegar breytingartillögur, m.a.
er lagt er til að grunnlífeyrir skerð-
ist hjá þeim ellilífeyrisþegum sem
hafa tekjur umfram 65.847 kr. á
mánuði. Skerðingarhlutfall verður
25% Lífeyrir verður að fullu skertur
þegar tekjur eru umfram 114.339
kr. á mánuði. Með þessari breytingu
lækkar grannlífeyrir hjá 11,9% ellilíf-
eyrisþega en hlutfall þeirra sem
missa lífeyrinn er 4,7%. Einnig er
lagt til að heimild til frestunar á töku
lífeyrisaldurs verði afnuminn en í
núgildandi lögum er þess kostur að
fresta töku lífeyris og hljóta ellilífeyr-
isþegar við það nokkra hækkun
grunnlífeyris. Afnám heimildarinnar
er nauðsynleg til þess að ekki sé
hægt að skjóta sér undan þeirri
skerðingu sem leiðir af tekjutengingu
lífeyris.
Vegna lokaafgreiðslu fjárlaga fyr-
ir þetta ár er lagt til að hlutur sveitar-
félaga vegna kostnaðar við löggæslu
á árinu 1992 lækki nokkuð, sveitar-
félög með 300 íbúa eða fleiri greiði
2.370 kr. á íbúa, sveitarfélög með
færri en 300 íbúa greiði 1.420 kr. á
hvem íbúa. Auk þess er lagt til að
100 milljóna króna aukaframlagi í
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem
ákveðið var á fjárlögum þessa árs,
verði einvörðungu varíð til jöfnunar-
framlaga.
Gerð er tillaga um að ráðherra
verði heimilt að tilnefna tilsjónar-
menn ríkisstofnana ef sýnt þykir að
rekstur þeirra fari fram úr þeim fjár-
veitingum sem fjárlög kvæðu á um.
Afskipti tilsjónarmanna vörðuðu hinn
fjármálalega þátt rekstursins, þ.á m.
umfang starfsmannahalds en ekki
mat á umsækjendum í stöður.
Að endingu lagði varaformaður
efnahags- og viðskiptanefndar til að
frumvarpið yrði samþykkt með þeim
breytingartillögum sem gerðar væra.
Minnihluti mótfallinn
Talsmaður minnihluta efnahags-
og viðskiptanefndar var Steingrím-
ur J. Sigfússon (Ab-Ne). Hann sagði
efnahags- og viðskiptanefndina hafa
unniö nær sleitulaust að þessu fram-
varpi síðan þingið kom saman að
nýju 6. janúar. Degi síðar hefði bor-
ist bréf frá forsætisráðherra með fjöl-
mörgum breytingartillögum. Hann
átaldi handahófskennd vinnubrögð,
sagði að meirihluti nefndarinnar
hefði orðið að gera harða atlögu til
að lagfæra frumvarpið og breytinga-
tillögurnar bæði efnislega og tækni-
Iega. En þótt tekist hefði að forðast
einhveija fingurbijóta þótti Stein-
grími frumvarpið í heild hið versta
mál. „Skemmdarverk á hinu íslenska
velferðarkerfi. Lagatæknilegur sóða-
skapur.“ Hann átaldi málafylgju rík-
isstjórnarinnar í þessu máli. „Einstök
vinnubrögð. Allar hefðbundnar sam-
skiptareglur brotnar.“
Talsmaður minnihlutans sagði að
talsmenn minnihluta í öðrum fag-
nefndum myndu gera grein fyrir ítar-
legri athugasemdum við þá mála-
flokka sem þeirra nefndir snertu. En
ræðumaður hjó þó að „bandorm-
inunt“ svonefnda; framvarpinu um
efnahagsráðstafnir á þessu ári. M.a.
sagði hann um grunnskólakafla
frumvarpsins að þar væri verið að
smygla inn faglegum og pólitískum
ákvörðunum sem enga þýðingu hefðu
um hag ríkissjóðs.
Tekjutengda skerðingin á ellilíf-
eyri var meingölluð. Hann benti á
það að forystumenn aldraðra mætu
það svo að hér væri um áunnin rétt-
indi að ræða sem væri siðlaust ef
ekki ólöglegt að skerða. Steingrímur
vildi benda á það að hér væri hár
jaðarskattur ef skerðingin á grunnl-
ífeyrinum væri tekin með í reikning-
inn. Kannski ætti að forða því að
ellilífeyrisþegar freistuðust til þess
að drýgja tekjur sínar sem oft væru
ekki ýkja háar? Vísaði hann til töflu
og talnaútreikninga sem fylgja
prentuðu minnihlutaáliti. Þar kemur
fram að með tilliti til skerðingar á
grannlífeyri er jaðarskattur á viðbót-
artekjurnar 55% Hér væri kannski
kominn hátekjuskatturinn sem ríkis-
stjómin hefði hingað til hafnað?
„Sérstakt hátekjuskattþrep — á lág-
tekjufólk." Steingrímur sagði sjó-
menn á nýjan leik verða fyrir atlög-
um ríkisstjórnarinnar, því þeir hefðu
rétt til að hefja töku lífeyris við 60
ára aldur. Nú væra þessi réttindi í
reynd afnumin. Hann vildi benda á
það að önnur lífeyrirréttindi sjó-
manna væra mjög mismunandi og í
mörgum tilvikum bágborin.
Kostuleg þótti ræðumanni ein til-
lagan. Forsætisráðherra hefði með
bréfí sínu 7. janúar lagt til að heim-
ilt yrði að skipa opinberum stofnum
„fjárhaldsmenn“ skipan þessara
manna skyldi vera í valdi ráðherra
og ekki tilgreint við hvaða skilyrði
þessari heimild skyldi beitt. Meiri-
hlutinn í fjárhags- og viðskiptanefnd
hefði reynt að lagfæra„þennan en-
demis bastarð". Nú skyldi heimilt að
skipa „tilsjónarmenn" ef sýnt væri
að stofnun færi fram úr heimildum
fjárlaga. Eftir stæði að þessum til-
sjónarmönnum væra ætluð mikil
völd. Þessar aðfarir og málatilbúnað-
ur væri með ólíkindum og ótrúlegt
að hann bætti andrúmsloftið á opin-
beram stofnunum. Hér væri verið
að búa til „svipu, hnútasvipu" sem
ætti að láta ríða um bak ríkisstarfs-
manna.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra var krafinn svara við nokkrum
spurningum og svaraði ráðherra með
ræðu sem og hlutust af henni ands-
vör og umræða um gæslu þingskapa.
Að loknu þessu millispili tók Kristín
Astgeirsdóttir (KV-Rv) til máls og
beindi fjölmörgum spurningum til
forsætisráðherra, fjármálaráðherra
og menntamálaráðherra, m.a. um
hvernig ráðstafanir í frumvarpinu
samrýmdust stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í Hvítbókinni. Gagnrýndi hún
vinnubrögð við gerð frumvarpsins.
„Hér er blandað saman óskildum
málum í gríðarlega löngum lagabálki
og er verið að koma hér í gegn mál-
um sem koma ráðstöfunum í ríkisfj-
ármálum ekkert við, heldur er verið
að breyta grandvallarlögum eins og
um grunnskóla til að koma ýmsum
stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í
gegn,“ sagði hún. Þingmaðurinn
gagnrýndi sérstaklega ráðstafanir
um niðurskurð í grannskólum, skerð-
ingu ellilífeyris, álögur á sveitarfélög
og tillögur um sérstaka tilsjónar-
menn í ríkisstofnunum. Sagði hún
að í frumvarpinu fælust margfaldar
árásir á velferðarkerfið, verið væri
að velta gjöldum yfir á almenning
og auka álögur á sveitarfélög. Sagði
hún þessa samdráttarstefnu ganga
þvert á alla viðurkennda hagfræði á
samdráttartímum sem myndi setja
af stað keðjuverkun með ófyrirséðum
afleiðingum.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
sagði ríkisstjórnina með þessu frum-
varpi enn ráðast á garðinn þar sem
hann væri lægstur en á sama tíma
bæri lítið á viðleitni til að skatt-
leggja stóreignamenn og íjármagns-
tekjur. Sjómenn yrðu fyrir barðinu á
ríkisstjórninni, enn væri ráðist á
þeirra kjör. Sjómannaafslátturinn
hefði verið skertur og nú væra þeirra
kjör eða „félagsmálapakki" aftur
skertur. Kristinn H. Gunnarsson
sagðist lengi hafa beðið eftir að taka
til máls um þetta mál, hann hefði
beðið um orðið 18. desember, síðan
hefði frumvarpið stórlega breyst. En
ekki mátti skilja hans orðræðu þann-
ig að honum þætti framvarpið boða
gott og urðu aðstandendur þess að
þola nokkurt ámæli, t.d. Sjálfstæðis-
flokkurinn sem hefði — a.m.k. í orði
— sagst hollur kirkju, kristni og góð-
um siðum. Frumvarpið bæri því ekki
vitni; ráðist væri gegn samhjálp og
velferð landsins barna.