Morgunblaðið - 17.01.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992
mmm
'cg veit þ&ð tri hí/y^átiinQ.
Ég er ajfarc^ i kringum* hncttinsL."
Mundu: Ég átti ekki því
láni að fagna að njóta
minnar eigin tilsagnar,
eins og þú!
Með
morgunkaffínu
Alsjáandi greinum vér varla vá
Þessi pistill minn fjallar um eitt
og annað. Má raunar segja, að vað-
ið sé úr einu í annað og kveikjan
er kannske smáklausa í Daglaðinu
frá 4. nóvember sl. Þar er greint
frá því að kjöti hafi verið slátrað.
Nákvæmlega hljóðar svo: „Kjötið
var geymt í frystigámi, skammt þar
frá sem kjötinu var slátrað.“ Ég
vil þó taka fram að hér hjá mér
varð orðaröðin önnur en er í tilv.
klausu, og vona ég það komi ekki
að sök, meiningin er óbreytt.
Það getur ýmsu hnignað. Mér
datt í hug auglýsingin: Slátruðu
kjöti verslað. Eigum við kannske
eftir að sjá það næst. Það slátrar
enginn kjöti og kjöti verður heldur
ekki verslað, það er keypt eða selt.
Það verslar enginn vöru út 1 búð,
heldur er hún keypt.
Þetta eru aðeins lítil dæmi um
slæma málsmeðferð á opinberum
vettvangi, vettvanginum þeim, sem
er hinn nærtækasti skóli ungu kyn-
slóðarinnar í dag, fjölmiðillinn.
Það er óskemmtilegt að hlusta
á, ellegar að lesa allar ambögurn-
ar, sem tröllríða húsum í fjölmiðlum
landsins, hvort heldur er í mæltu
eða rituðu máli.
Næstum sama hvar í blað er lit-
ið, hlýtt á útvarp eða á sjónvarp
horft — alls staðar úir og grúir af
ambögum — augljósum villum,
kjánalegri orðaröð og röngum beyg-
ingum. Líkt og að ómenntaðra
málsóða hætti. Skeytingarleysi um
virðingu og vandað mál.
Hér er að verki hámenntað fólk,
úr háskólum erlendra þjóða, kostað
af þjóðinni, fyrst og fremst af þess-
um einstaklingum, sem enn eru að
basla og strita við frumgreinarnar,
sem vissulega standa undir allri
velmeguninni og tilurð okkar sem
fijálsrar þjóðar.
En sá raunveruleiki er ekki í
sviðsljósinu í dag. Þeir sem dansa
í kringum gullkálfinn hafa jafnan
glýju í augum, og sjá hlutina í villu-
ljósi. Við göslumst hér áfram sem
í vímu, gerum naumast greinarmun
á réttu og röngu. Erum að því leyti
til verri heldur en strúturinn, sem
stingur hausnum í sandinn til að
forðast hættuna. Alsjáandi greinum
við vá, sem víða steðjar að og gæti
orðið okkur að íjörtjóni. Hér á ég
fyrst og fremst við undirlægjuhátt
okkar gagnvart öðrum þjóðum,
bruðl og gégndarlausa eyðslusóun
verðmæta og heimskulegan inn-
flutning á margskonar varningi —
sem við getum og verðum að fram-
leiða hér heima, ef við viljum kom-
ast af sem fijáls og sjálfstæð þjóð.
Þrátt fyrir hina miklu menntun
þjóðarinnar er líkast því sem marg-
ir geri sér varla grein fyrir því hvað
þarf til, svo dæmið okkar gangi
upp. Jafnvel langskólagengið fólk
virðist ekki hafa hugmynd um það
hver undirstaðan er, sbr. grein
menntamannsins sem var við nám
úti í Ameríku um árið, og þótti illa
vegið að Lánasjóði íslenskra náms-
mánna. í Morgunblaðsgrein sinni
reit hann að það væri nær að leggja
niður dauðvona atvinnugreinar uppi
á íslandi, s.s. landbúnað og sjávar-
útveg, heldur en að draga fé af
Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Ótrúlegt að nokkur skuli vera svo
fávís, að hugsa svo, hvað þá segja.
Hvað hefur okkur verið kennt? Þessi
grein þótti ekki vera svaraverð,
nema hvað smá andsvar birtist í
Morgunblaðinu, hvar bent var á þá
einföldu staðreynd, að væri enginn
landbúnaður til á Islandi og ekki
heldur sjávarútvegur, þá væri held-
ur enginn lánasjóður, því hver ein-
asta króna sem í þeim sjóði væri,
kæmi þangað á einn eða annan
hátt frá þessum tveimur atvinnu-
greinum sem er algjör undirstaða
undir alla velmegun hér, framfarir,
athafnir okkar og þeirri staðreynd
að við erum þó hér ennþá.
Það er frumskylda hvers og eins
að nýta eigin lindir. Á því lifir hann
og öðruvísi kemst hann ekki af,
nema sem ölmusumaður. Viijum við
íslendingar virkilega vera sem slík-
ir? Komnir upp á annarra náð og
erlenda yfirdrottnun. Auðlindir
landsins eru fyrst og fremst hafíð
umhverfis landið og lífríki þess,
ásamt landinu sjálfu, orku þess í
fallvötnum og jarðhita og jarðar-
gróða.
Það skaut nokkuð skökku við í
ræðu á fullveldishátíðinni 1. des-
ember sl., er ræðumaður, í upptaln-
ingu auðlinda landsins, nefndi eigi
landbúnaðinn sem er þó sú auðlind-
in sem gerði forfeðrum okkar kleift
að setjast hér að. Allar götur síðan
hefur hann verið styrkasta stoðin
og án hans væri hér engin byggð.
Það er ekki von að vel fari þegar
slíkum undirstöðugreinum atvinnu-
lífsins er ekki sýndur meiri sómi
en raun ber vitni. Landbúnaðurinn
er sem í heljargreipum, einskis
metinn af fjöldanum — markvisst
unnið að því að draga hann niður
og lítið er það betra í hinni grein-
inni, sjávarútveginum. Þar er ör-
fáum, sægreifum að kallaðir eru,
leyft að valsa með fiskinn í sjónum,
láta hann ganga kaupum og sölum
á milli sín. Það er líkast því sem
fáráðlingar haldi um stjórnartau-
mana í þessum efnum. Síðan er
aflahluta upp úr sjó mokað í gáma
og sent til útlanda með haus og
sporði í stað þess að fullnýta aflann
hér heima, vinna í verðmætari vöru.
Hrikalegt!
Þetta er nýlendustefna tuttug-
ustu aldarinnar. Þannig fóru Evr-
ópumenn með hinar fátæku þjóðir
Asíu og Afríku á nítjándu öldinni.
Gengu í auðlindir þeirra, sem þeir
ættu, fluttu heim til sín og hlutu
bæði arðinn og vinnuna, en skildu
fólkið eftir í fátækt og eymd þar
sem auðlindir þess voru nýttar í
framandi löndum.
Fólkið í þessum fátæku löndum
var illa upplýst og fákunnandi, öðru
máli gegnir með okkur hér uppi á
Islandi undir lok tuttugustu aldar-
innar. Hér er menntun og þekking
ekki minni en á meginlandinu. Samt
erum við svo sljó gagnvart stað-
reyndum lífsins að við sjáum hvorki
né skiljum hættuna á því að senda
hráefn okkar óunnið úr landi. Meg-
inlandsmenn hafa ekkert breyst,
þeir heimta enn hráefni okkar til
þess að hagnast sjálfir á og ráð-
andi menn liggja marflatir fyrir
þessum hættulega áróðri og telja
okkur hagkvæmast að lúta þeim í
einu og öllu — jafnvel og senda
þeim fiskinn í gámum út og fá vör-
umar þeirra hingað til lands.
Það er ekki nóg að við sendum
fiskinn óunninn úr landi í stað þess
að vinna hann hér heima. Heldur
lifir hér og dafnar allskonar sýndar-
mennska, milliliðabrask og fjár-
plógsstarfsemi og fjöldinn allur
virðist halda að uppspretta fjár-
magnsins sé í bönkunum, enda eru
þeir þær einu stofnanir sem hafa
grætt hin síðustu árin. í skjóli
vaxtaokurs. Svo er þessa dagana
verið að tala um hálmstráið sem
hanga á — að senda raforkuna út
í streng til Evrópu. Væri ekki nær
að nýta orkuna til fulls í unnum
varningi til útflutnings. Það gæfi
margfaldar tekjur fyrir þjóðarbúið
— og það í beinhörðum gjaldeyri.
Gunnar Gunnarsson
Yíkverji skrifar
Hinn tvíframlengdi Ieikur Vals
og Víkings í bikarkeppninni
í handknattleik sýndi og sannaði
að fátt eða ekkert er meira spenn-
andi en jafn og tvísýnn handbolta-
leikur. Því er það óskiljanlegt að
sjónvarpsstöðvarnar skuli ekki sýna
beint frá svona leikjum.
Það er sérstaklega mikilvægt að
sýna beint frá leikjum sem fara
fram í litlum og óhentugum húsum
eins og þessi leikur, sem fram fór
í íþróttahúsi Vals. Fjöldi manns
varð frá að hverfa vegna þess að
húsið tekur svo fáa áhorfendur.
Víkveiji telur reyndar að HSí
eigi ekki að leyfa alvöru handbolta-
leiki í þessu húsi. Fjöldi áhorfenda
sér ekki inn á völlinn og svo stutt
er frá vellinum í áhorfendasætin
að þess eru dæmi að hornamenn
hafi hlaupið á fólk sem hefur verið
að koma úr sjoppunni með popp og
kók!
Hitt er svo spurning hvort bruna-
reglugerðir séu ekki þverbrotnar
þegar troðið er í Valshúsið eins og
gert var á miðvikudaginn. Voru
brunaleiðir tryggar fyrir þá áhorf-
endur sem í húsinu voru ef eldur
hefði kviknað á meðan leikurinn
stóð sem hæst? Það ættu að vera
hæg heimatökin fyrir yfirmenn
slökkviliðsins í Reykjavík að labba
yfir götuna og kíkja á öryggismálin
í húsinu.
xxx
að kemur fram í skýrslum
ÁTVR yfir áfengissöluna í
fyrra að stórlega hefur dregið úr
sölu á bjór s.l. 2 ár. Reyndar er
bjórsala miklu minni hér á landi en
spáð var þegar hún var leyfð að
nýju eftir margra áratuga bann.
Flestir eru víst sammála um að
rétt sé að beina drykkju frá sterkum
vínum í bjór. En það verður ekki
gert á meðan verðinu er haldið eins
háu og gert er hér á Iandi. Þess
eru dæmi að hálfs lítra kanna af
bjór kosti 600 krónur á krá eða
jafnvirði um 6 sterlingspunda! Jafn-
vel fínustu hótel Lundúna myndu
ekki voga sér að setja upp slíkt verð.
xxx
Víkveiji fann að því í pistli 6.
desember sl. að Stöð 2 skyldi
á fullveldisdaginn 1. desember vera
með þátt um 15 ára afmæli hljóm-
plötuútgáfunnar Skífunnar. Fannst
Víkveija tilefnið ekki svo merkilegt
að réttlætti langan sjónvarpsþátt.
Undir þetta sjónarmið tók Ólafur
M. Jóhannesson fjölmiðlagagnrýn-
andi blaðsins í pistli sínum.
Páll Magnússon sjónvarpsstjóri
svaraði í blaðinu 11. desember og
hét grein hans „Að hafa það sem
rangt reynist“. Þar segir Páll m.a.
að þátturinn hafi ekki verið um
afmæli Skífunnar, heldur hluti af
þáttaröðinni „Tónar á Fróni“ og
Steinar hf., helsti'keppinautur Skíf-
unnar, hafi átt hlutdeild að öðrum
þáttum í þessari röð.
Steinar Berg forstjóri Steina hf.
hefur nýverið skrifað grein hér í
blaðið þar sem hann sver af sér
hlutdeild fyrirtækisins í þáttaröð-
inni. Jafnframt segir Steinar Berg:
„Fullyrðing Páls Magnússonar um
að þátturinn hafi ekki verið „um
afmæli hljómplötuútgáfu“ er að því
leyti rétt að efnislega var ekki fjall-
að um tiltekið afmæli eða fyrir-
tæki. Það er hins vegar ljóst sam-
kvæmt efnisvali þáttarins að honum
var eingöngu ætlað að þjóna einu
útgáfufyrirtæki, ef menn vilja trúa
því, sem oft er rétt, að framkoma
flytjenda í sjónvarpi hjálpi til við
að selja plötur, diska og kassettur.“