Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 1
-6--------- DÆGORSVHFLUR Blæjubíll frá Suzuki sýndur SUZUKI-bílar sýndu á dögun- um nýjan bíl, Suzuki Swift blæjubíl. Bíllinn er meira og minna handsmíðaður og í mjög takmörkuðu upplagi. Hann er fimm gíra með 1.300 rúmsenti- metra vél og beinni innspýt- ingu. Vélin er 71 hestafl. Bíllinn er tveggja manna og hefur vak- ið mikla athygli. Hann er enn falur og kostar 1.350 þúsund. Fljótandi hfitel fyiir erlenda feióamenn í ReytjavMjifn LISTISNEKKJA á vegum Hótels Leifs Eiríkssonar mun liggja í Reykjavíkurhöfn í sumar og verða notuð sem hótel fyrir ferða- menn. Einnig er ráðgert að nýta skipið til skoðunarferða á vegum Hótels Leifs Eiríkssonar svo og til samkvæmishalds. í því eru 10 tveggja manna herbergi með baði, þar af ein svíta. Að sögn Sigurðar Eiríkss- onar, framkvæmdastjóra hót- gj els Leifs Eiríkssonar, hafa 5 nú þegar töluverðar bókanir verið gerðar á gistingu í listi- jH snekkjunni næsta sumar. Hann kvað þetta ekki áhætt- usamt fyrirtæki, því leigu- samningnum væri þannig háttað að ekki yrði greidd ákveðin leiga, heldur yrði hún ákveðið hlut- fall af tekjunum. Þá sagði Sigurð- ur að stefnt væri að því að stilla verði á gistingu og veitingum í hóf. Skipið er leigt hingað fyrir milli- göngu bresks samstarfsaðila hót- elsins og er gert ráð fyrir að það komi hingað til lands í maí- mánuði. Segir Sigurður að unnt sé að bjóða allt að 150 manns til veislu um borð en einnig sé allur útbúnaður til staðar fyrir sjó- stangaveiði. Þá verði einnig unnt að komast á sjóskíði auk þess sem skipinu fylgi búnaður til köfunar. Tveir Bretar munu fylgja skipinu, skipstjóri og vélstjóri, en fyrirhug- að er ráða þijá íslendinga í önnur störf um borð. Hestar leigðir til útreiðatúra Hinn nýi skáli Útivistar á Fimmvörðuhálsi. Hann er upphitaður og þar er svefnpláss fyrir 23 manns. Nýr skáli á vegum Otivistar reistur á Fimmvörðuhálsi ÞEIR sem áhuga hafa á hesta- mennsku en sjá ekki fram á að geta átt hesta geta tekið gleði sína því innan skamms verður hægt að kaupa mánaðarkort á hestbak. Að sögn Einars Bollasonar hjá íshestum í Kópavogi hyggjast þeir brydda upp á þessari nýbreytni inn- an skamms og ^^^■■■■■■■■i segir hann að einstaklingar, félög, starfs- mannahópar, klúbbar og ráð- stefnuhópar ættu að geta bókað tíma og riðið út þegar þeim hentar. Auk þess sem hhbhbbbbhbh fólk getur riðið út á eigin vegum er möguleiki á að fá leiðsögumann. Miðað er við að hestarnir séu leigðir út í tvo tíma í senn og fylgja þá reiðtygi, hjálmar og skjólfatnað- ur. Einnig mun þeim sem vilja verðþ veitt aðstoð, kynntar reiðleiðir og farið í ýmis undirstöðuatriði með þeim. Einar segir að reynt verði að útvega hesta við hæfi hvers og ein og ef viðkomandi vilji geti han síðan alltaf haldið sig við þann hes Hægt mun verða að kaupa ko sem gildir fyrir tíu skipti. Miðað er við að hestarnir séu leigðir út í tvo tíma í senn og fylgja þá reiðtygi hjálmar og skjólfatnaður NÝR skáli hefur verið reistur á vegum Útivistar á Fimmvörðu- hálsi og verða starfandi skálaverðir þar á sumrin. Skáli þessi leys- ir hinn gamla af hólmi, og nú er þar svefnpláss fyrir 23 manns. Gönguleiðin um Fimmvörðuháls nýtur mikilla vinsælda og fara margir þessa leið áður en þeir leggja í lengri ferðir Útivistar, „Laugaveginn“ svokallaða eða „Skólavörðustíginn," þar sem þessi leið er mun styttri og auð- veldari. Fimmvörðuháls nær upp í 1.100 metra hæð. í hinum nýja skála gefst göngumóðum ferðalöngum húsaskjól, en ennfremur er þar miðstöð til jöklaferða allan ársins hring. Skálinn er upphitaður og er þar oftast nægilegt vatn að sumri til. Sú ferð sem farin er yfir Fimm- vörðuháls tekur um 8 til 10 klukkustundir. Gengið er milli Skóga, sem eru sunnan við Háls- inn, og Bása í Goðalandi, sem er norðan við Hálsinn. Á skrifstofu Úti- vistar er hægt að fá upplýs- ingar um ferðir um Fimm- vörðuháls, tii dæmis útbúnað í skíða- og gönguferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.