Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 9
D 9 allinni, en vart þarf að taka fram ið ekkert félagsmálakerfi er utan ý'missa kirkjuráða sem gera eins ^el og í þeirra valdi stendur. Þau ná þó aðeins til toppsins af ísjakan- am. Aðrir verða útundan. Þeir verða a.ð hjálpa sér sjálfir eftir bestu getu. Og víða eru betlarar í landi Kenýu- manna. Bændur rækta flestir kaffi, te og ávexti og það eru iðulega konurnar sem eru um kyrrt á bæj- unum til að hugsa um börn og bú. Karlarnir vinna annars staðar og koma heim í fríum. Vinnuaflið er ódýrt og ársmeðajlaun um 5 þús. íslenskar krónur. Ég frétti af garð- yrkjumanni einum sem kom fagn- andi eftir að hann hafði fengið vinnu hjá öðrum betur settum. Sá átti hús og garð, sem hirða þurfti. Skilmálar voru þeir að garðyrkju- maðurinn fékk ókeypis húsnæði og mat og sem svarar um 800 íslensk- um krónum í mánaðarlaun. Fólksíjölgun er um 4% á ári og á spítalanum í Nairobi greinast að meðaltali um átta eyðnitilfelli á degi hveijum. Mikil áhersla er lögð á menntun í landinu og allir, ríkir jafnt sem fátækir, fara í skyldunám. Skólar eru út um allt og krakkarn- ir klæðast sérstökum skólabúningi. Það var glaðlegur strákur sem heilsaði mér með ,jambo, jambo mama“ að hætti Kenýubúa þegar ég bókaði mig á Diani Reef-hótelið í Mombasa. Pilturinn var að skúra gangana fyrir framan herbergið mitt og við töluðum saman um stund. „Hvaðan kemurðu?" spurði hann. „Frá íslandi," segi ég, „veistu hvar það er?“ Og það stóð ekki á svari. Ég spurði um skólagönguna. „Ég hef bara verið í átta ár í skóla því pabbi átti ekki nógu mikla pen- inga til að halda mér lengur uppi. Ég fór því að vinna, en vona auðvit- að að ég fái annað tækifæri. Mennt- un er fyrir öllu,“ segir Abdolla. „Ef ég kemst í skóla, get ég kannski seinna meir keypt mitt eigið land °g byggt hús. Auðvitað er ekkert því til fyrirstöðu að ég búi hjá for- eldrum mínum, en ég kýs að vera á eigin vegum, með mína fjölskyldu þegar þar að kemur,“ segir Abdolla um leið og við kveðjumst. Hann stendur samt enn í dyrunum og brosir ... og brosir enn breiðar. Þá áttaði ég mig ... náði í smáaura handa honum og þar með tókst mér að loka hurðinni. Jóhanna Ingvarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 Pakkaferðir Ot f geiminn árið 2020 NOKKRUM hugmyndaríkum og fjársterkum aðilum í Bandaríkjunum finnst nú nóg komið af hótelum á jörðu niðri og hafa því kynnt hug- myndir um „geimhótel" fyrir gesti sem á að opna 2020. Geimhótel þetta „Space Resort" verður 64 herbergja hótel sem á að svífa í um 350 km hæð yfir jörðu og er boðið upp á pakkagistingu, 3 dagar og 2 nætur með ýmsum nú- tíma og framtíðarþægindum, svo sem geimgöngu og geimleikjum, Eru Flugleiðir stærstir í heimi? EF SAS flugfélagið ætti að eiga roð við Flugleiðum þyrfti hið fyrrnefnda að flylja 80 milljónir farþega á ári en ekki 17 milljón- ir. „Það er ekki ekki að ástæðu- lausu sem Flugleiðir kalla sig litla stóra flugfélagið,“ segir í grein i norska blaðinu Boarding. Hér er að sjálfsögðu miðað við hina alkunnu höfðatöluaðferð sem okkur þykir gott að grípa til. Og er kannski ekki alltaf út í bláinn. í greininni kemur fram að samtím- is því að hjá öðrum Evrópuflugfé- lögum dró að meðaltali úr farþega- fjölda þeirra yfir Atlantshaf um 6 prósent varð aukning hjá Flugleið- um um 11 prósent fyrstu níu mán- uði ársins 1991. Aðeins Finnair tókst að auka sinn hlut á þessari leið, um 9 prósent. g geimíþróttum og verður jafnvel hægt að gista sig á þessu nýja hóteli. Þar verða einnig hefðbundnir veitinga- staðir of.l. Það eru fyrirtækin „Starnet Structures" í New York og jaðanska fyrirtækið Shimuzu sem eiga hug- myndir að þessu, og eru þær fyrstu sem einkafyrirtæki ætla að setja á laggimar. Þessi fyrirtæki eru ekki þekkt nöfn í ferðaþjónustunni þar sem „Starnet" hannar og byggir geimbyggingarefni og „Shimuzu" er verktaki með starfssemi á jörðu sem í geimnum. í nýlegri fréttatilkynningu var sagt að geimhótelið muni kosta um 28 milljarða dollara og að 3 daga pakkaferð muni kosta um 50-100- þúsund dollara og er flugferðin þá ekki reiknuð með; hún kostar 100.000 dollara um 5,5 milljónir ís- lenskar kr. Flogið verður í nýrri geimflugvél sem Bandaríkjamenn áætla að verði komin í gagnið árið 2020 og á að taka við af geimskutlunum. Attatíu farþegar geta farið samtímis með vélinni. í kynningarbæklingi fyrirtækj- anna tveggja eru settar fram ýmsar aðrar hugmyndir, td. að stefnt verði að því að reisa Hótel Lunar sem verður að sjálfsögðu á tunglinu. Stjórnendur fyrirtækjanna segja að það sé ekkert mál að koma þessu í framkvæmd en nokkurn tíma muni taka að þjálfa starfsfólk því erfitt sé að finna fólk með reynslu í störf- um við hótelrekstur í geimnum. ■ Þórður Jóhannsson, Bandaríkjun um. Áhugi eykst á Perú Inkalandi hinu forna ÞÓ íslendingar séu ferðaglaðir og fari víða, hafa lönd Suður Ameríku ekki verið mikið sótt. Nokkrum sinnum hafa verið skipulagðar hópferðir, aðallega til Brasil- íu og íslenskir skiptinemar hafa í auknum mæli sótt til landa Suður og Mið Ameríku. Þó fréttist alltaf öðru hverju af ein- staklingum sem fara um þennan heims- hluta og í ferðamannaspám hefur því ver- ið haldið fram að Evrópubúar muni á næstu árum eða áratug uppgötva töfra og fjölbreytileika þessarar heimsálfu. Það á hið sama við um mörg lönd álf- unnar að þau ætla sér sinn skerf af ferða- mannakökunni og er mikil uppbygging í þeim efnum. Perú verður eitt þeirra landa sem hinn nýi ferða- maður 21.aldarinnar mun vilja vitja. Hið forna Inkaveldi hefur aðdráttarafl, Andesfjöllin, Amaz- onfljótið og regnskógamir- allt er þetta heillandi fróðleiksþyrstum. Þess gætir nú þegar að Evrópu- menn séu að koma auga á Perú og í skýrslu Ríkis- ferðaskrifstofu landsins segir að um 120 Evr- ópubbúar hafi komið til landsins 1990 og fjölgun á árinu 1991 sé veruleg þó endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Flestir voru frá Bret- landi og síð- an komu Þjóðveijar, ítalir og Frakkar. Til Perú kornu 1990 samtals 340 ferðamenn. Perúskir ferðamála- frömuðir segja að reynt verði eftir megni að vekja athygli ferðamanna á því að Perú sé öruggt land og menn þurfi ekki að óttast sjúkdóma meira þar en gengur og gerist. Langflestir ferðamenn í Perú 1990 stoppuðu í landinu 14-17 daga og mikill minnihluti hafði áhuga á strandlífi en þess meiri á landslagi, dýra- lífi og þjóðgörðum, fjallgöngum í Andesfjöllum og þ.u.l. I upplýsinabæklingi Ríkisferðaskrifstofunnar er ekki getið um verð á ferðum til og innan Perú. I desemberhefti breska ferðaritsins Business Tra- veller er gefið upp flugverð frá London til Lima og til baka og er það frá 88 þúsund krónum. ■ Velkomin um borð! Sigling til og frá Evrópu með fullu fæði fyriraðeins29.360 kr! Sigling er skemmtilegur og afar þægilegur ferðamáti, ekki síst þegar skipin fara vel í sjó og aðstæður eru góðar um borð. EIMSKIP og Úrval — Útsýn bjóða ferðalöngum þennan kost með systurskipunum Laxfossi og Brúarfossi. Skipin sigla vikulega með vörur, bíla og farþega frá Reykjavík til hafna í V-Evrópu. Þeir sem vilja geta siglt aðra leiðina og flogið hina og nýtt sér þannig kosti beggja ferðamátanna Þœgindi um borð Aðstaða um borð er mjög þægileg. Þar eru sex þriggja manna káetur. Ein þeirra er nokkru stærri en hinar og með sér setustofu. í hverri káetu eru sjónvarp með myndbandskerfi, útvarp, minibar, salerni og sturta. Einnig er gufubað um borð. Ekki dregur úr ánægjunni að um borð í Laxfossi og Brúarfossi eru sannkallaðir listakokkar! Verðið er einstaklega hagstœtt 30% afsláttur er veittur á fargjöldum til 1. apríl. Þannig kostar sigling til og frá Englandi með fullu fæði í 6 daga aðeins 29.360 krl á mann. Miðað er við 2 í klefa. Hafið samband við Úrval—Lltsýn! S: 69 93 00 EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.