Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 6
6 D MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 Dægursveiflur líkamans geta valdið svefntruflunum og slappleika MIKLAR sveiflur eru í allri líkamsstarfsemi eftir tíma dags, syfja sækir á okkur á einum tíma frekar en öðrum og athygli og einbeit- ing er best á vissum tímum. Líkamshiti, blóðþrýstingur, púls, önd- un, blóðsykur, blóðrauða, aminósýrur í blóði, þvagmagn, frumu- skipting og fleira, allt breytist þetta reglulega eftir tíma sólar- hrings. Jón G. Stefánsson, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans, segir að þessar reglubundnu breytingar séu með öðrum orðum það sem í daglegu máli kallast dægursveiflur. Mannslát eru þrjátíu prósent algengari klukkan fimm á morgn- ana þegar líkamsstarfsemin er í lágmarki en á miðnætti. og eðlileg- ar fæðingar eru þijátíu og fimm prósent algengari klukkan þijú að nóttu en fimm að degi. Jón segir ennfremur að líkamshiti mannsins sé lægstur einum til tveimur klukkustundum eftir miðbik svefns og hitasveifian sé um ein gráða á sólarhring. Það tekur líkamann 24 til 24 'h klukkustund að ganga hring- inn en stundum eru frávik og það getur bæði tekið skemmri og lengri tíma að fara hringinn. Jón bendir á að þegar rannsókn- ir hafi verið gerðar á dægursveifl- um og fólk verið í einangrun fari það hringinn á eigin tíma sem er oftast nokkru lengri en 24 klukku- stundir jafnvel yfir 25 klukku- stundir. „Hið félagslega umhverfi er fólk lifír í verður til þess að það stillir dægursveiflu sína á 24 klukku- stundir þótt annað sé þvf eðlilegt. Stundum raskast þessi stilling hjá fólki þegar það breytir útaf dagleg- um vana, fer til dæmis í jóla- eða sumarfrí og breytir um venjur. Þá er kannski vakað lengur og farið seinna á fætur. Þetta getur orðið erfitt að leiðrétta á ný þegar skyld- an kallar, það þarf að mæta til vinnu eða í skóla snemma dags.“ Jón segir að fólki finnist oft erfitt að stilla sig til baka, vakna kl. sjö í stað tíu á morgnana og þetta komi til dæmis í ljós þegar ferðast er á milli landa. Einhverra hluta vegna gengur fólki betur að stilla sig áfram í tíma en til baka. - Ef fólk er með dægursveiflur á mikið lengri tíma en sólarhring eða verulega skemmri tíma, getur það valdið því alvarlegum erfiðleik- um? „Það má segja að dægursveifl- urnar geti valdið truflunum á lífi fólks. Þeir sem til að mynda eru lengi að fara hringinn gengur erf- iðlega að vakna á morgnana. Þeirra dægursveifla er ekki komin hringinn." - Er þetta ekki góð letiafsökun fyrir þá sem ekki nenna fram úr á morgnana? „Það er mismunandi erfitt fyrir fólk að vakna og dægursveiflur eiga þar hlut að máli. Það er bara að bíta á jaxlinn og koma sér fram úr á settum tíma. Með aldrinum verður þetta fólki þó auðveldara og það er spuming hvort það sé ekki vaninn sem verður svona sterkur eftir því sem árin líða.“ Jón bendir á að algengara sé að þeir sem eiga við þunglyndi að stríða séu verri á morgnana en á kvöldin. Reyndar séu þeir einna hressastir á kvöldin og skýringin er líklega sú að dægursveiflan hjá þeim sé löng eða rangt stillt. - Hvernig er hægt að finna út sína dægursveiflu? „Fólk finnur þetta á sér með því að athuga hvenær dagsins það er slappast eða best á sig komið. Einnig er hægt að fylgjast með dægursveiflum með því að mæla hitstig líkamans." - Hveiju er fólk bættara með að vita um dægursveiflur sínar? „Dægursveifiur geta útskýrt ýmsa hluti. Þær geta verið skýring Jón G. Stefánsson, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans. á svefnvandamáli eða slappleika einhvem tíma dags. Þá kann að vera að viðkomandi sé ekki rétt stilltur inn á svefntíma sem hentar sinni dægursveiflu. Dægursveiflan verður stöðguri með aldrinum og þá er erfiðara að breyta henni en fyrir ungt fólk.“ Jón bendir á að þetta séu ekki einu sveiflurnar í lífi fólks. Hann segir að á síðasta áratug hafí tölu- vert verið athugað hvernig fólki líður eftir árstíðum. Helstu breytur sem skoðaðar hafa verið eru skap, kraftur, lengd svefns, matarlyst og löngun til samskipta við annað fólk. Stundum veldur þetta veruleg- um erfiðleikum. Fólk fær endur- tekið þunglyndi á haustin og vet- urna og jafnvel endurtekið þung- lyndi yfir sumartímann en það er mun sjaldgæfara en hið fyrr- nefnda. Að sögn Jóns hefur mörg- um virst að árstíðabundnar sveiflur séu almennar og nái til nær allra. Rannsóknir hafa sýnt að líðan mjög stórs hluta heilbrigðs fólks breytist á sama veg og hjá þeim sem þjást af endurtekhu þunglyndi á haustin og veturna en í minna mæli. Það kemur fram hjá Jóni að fyrir nokkrum árum gerði Högni Oskarsson rannsókn hér á landi en fann ekki neinn ákveðinn mun á þunglyndiseinkennum eftir árs- tíðum. „Telja má víst að orsakir árstíða- bundinna sveifla á líðan fólks eigi T eygið á áður en þið stígið á skíðin ÞVÍ MIÐUR hafa ekki gefist mörg tækifæri til að renna sér á skíðum enn sem komið er, að minnsta kosti ekki fyrir sunnlendinga. En það er ekki öll von úti og það er um að gera að koma sér í gott form og vera tilbúinn í brattar brekkur þegar snjó tekur að kyngja niður. Með því að vera í góðu lík- amlegu formi er minni hætta á annars algengum fylgikvill- um þessarar íþróttar, svo sem tognun og slitnun liðbanda, slöknun á vöðvafestum, vöðva- tognun og beinbroti. m Ef viðkomandi hefur ekki wSm stundað neina líkamsrækt og teygjuæfingar að und- 5? anfömu er nauðsynlegt að fara varlega í sakirnar fyrstu dagana og skíða ekki lengur en tvær til þijár klukkustundir til að byija með. Teygjuæfingar eru mjög mikil- vægar þegar skíðaíþróttin er stunduð. Við að renna sér á skíð- um, styttast vöðvar, verða stífír og ekki eftirgefanlegir. Á þriðja degi eru vöðvamir orðnir aumir, stífir og viðkvæmir ef ekki eru Byrjið á að teygja uppi við vegg og teygið á í um 20 sekúndur. Slakið á í nokkrar sekúndur. Teygið aftur og haldið strekkt- um vöðvanum í um það bil 20 sekúndur. gerðar teygjuæfíngar. Það er ein- mitt þá sem slysin verða þegar farið er í skíðaferðir. Teygjuæfíng- ar geta komið í veg fyrir slys. Best er að gera teygjuæfmgar bæði daginn áður en skíða á og á eftir. Hitið ykkur upp og náið púlsinum upp í a.m.k. 100 slög á mínútu. Strekkið síðan bæði fram- an, aftan og innan á lærum og framan og aftan á kálfum. Gerið hveija æfingu þrisvar sinnum. g Karlmaður í sjálfboðavinnu hjá kvennadeild RRKÍ KONURNAR í Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross ís- lands urðu svolítið undrandi þegar ungur karlmaður bauð fram aðstoð sína þegar deildin auglýsti fyrir nokkrum mánuðum eftir sjálfboðaliðum til starfa i sælgætissölu Landakotsspítala. Slíkt hafði ekki gerst áður og til öryggis báru þær saman bækur sínar og komust að þeirri niðurstöðu að ekkert mælti á móti því að karlmaður yrði ráðinn í starfið. [=Þeir sem eiga erindi í sælgætissölur kvennadeildar RRKÍ hafa vanist því að þar séu virðu- legar eldri kon- ur við af- greiðslu. Margir reka því upp stór augu þegar þeir sjá ungan og stæðilegan karlmann á besta aldri í sælgætissölunni á Landa- kotsspítala á fímmtudagsmorgnum. Guðmundur Pálsson heitir maður- inn og er 34 ára, ættaður frá Siglu- fírði. Honum fínnst hann síður en svo vera að seilast inn á starfssvið kvenna, enda vanti Rauða krossinn Konurnar hér á spítalanum gantast stund- um við mig og segja að þaö sé hin besta tilbreyting að hafa karlmann í þessu starfi. alltaf sjálfboðaliða og minnstu máli skipti hvort karlmaður eða kven- maður vinni verkið. „ Mig hefur lengi langað til að vinna sem sjálfboðaliði fyrir RKÍ en lét þó ekki til skarar skríða fyrr en ég sá þessa auglýsingu. Ég er leiðbeinandi á líkamsræktarstöð frá klukkan fjögur á daginn til níu á kvöldin en er núna að leita mér að skrifstofustarfí. Það hentar mér því prýðilega að vinna á morgnana. í framtíðinni hef ég áhuga á að sækja námskeið hjá RKÍ, t.d. í tengslum við Vinalínuna, símaþjónustu sem nýverið var sett á laggirnar og er ætluð fólki sem vill létta á hjarta sínu og ræða um vandamál sín við óhlutdræga aðila.“ Hvernig bregst fólk við karl- manni í hefðbundnu „kvennastarfi? „ Sumir láta einhver orð falla um breytta tíma en annars held ég að flestum finnist þetta ekkert sér- staklega merkilegt. Það eru helst karlmenn á miðjum aldri eða eldri, sem líta stundum undirfurðulega á mig, vafalaust finnst sumum þeirra ég hljóti að vera eitthvað skrýtinn eða eiga bágt. Ég kippi mér ekkert upp við slíkt, þetta er mitt mál, ég er einungis að leggja góðu málefni lið og finnst þar að auki gaman að starfínu. Konurnar hér á spítalan- um gantast stundum við mig og segja að það sé hin besta tilbreyting að hafa karlmann í þessu starfí, ein sagði að ég væri bara nokkuð snot- ur innrétting.“ Lilý Karlsdóttir, verslunarstjóri á Landakotsspítala, segir að auk Guð- mundar vinni að jafnaði tuttugu og fimm konur í versluninni, flestar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.