Morgunblaðið - 22.02.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 22.02.1992, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992 LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir næstkomandi fimmtudagskvöld, 27. febrúar, Þrúgur reiðinnar, leikgerð Frank Galatis eftir hinni kunnu skáidsögu John Steinbecks. Söguna skrifaði Steinbeck I kjölfar þurrka sem herjuðu á miðríki Bandaríkj- anna á fjórða tugi aldarinnar, en þá voru þúsundir fjöl- skyldna hraktar frá jörðum sínum og á vergang. Straumurinn lá vestur á bóg- inn, tii Kalifomíu, sem var land allsnægtanna í hugum flestra. Verkið er um Joad-fjöl- skylduna og örlög hennar, en margir aðrir koma einnig við sögu. Sagt er frá baráttu þessa fólks; hvernig það berst fyrir h'fi sínu af dugnaði og hörku, bjartsýnt um að það finni sér um síðir samastað í tilverunni. Kjartan Ragnarsson er leik- stjóri sýningarinnar, leikmynd er eftir Óskar Jónasson, Ste- fanía Adólfsdóttir hannar bún- inga, Lárus Björasson annast lýsingu og K.K., Kristján Krisljánsson, flytur tónlistina. Með helstu hlutverk fara: Valdimar Flygering, Þröstur Leó Gunnarsson, Pétur Einars- son, Hanna María Karlsdóttir, Sigríður Hagalín, Steindór Hjörleifsson, Sigurður Karls- son, Þórey Sigþórsdóttir, Magnús Jónsson, Stefán Jóns- son og Ólafur Guðmundsson. KREPPAN ÞRÚGUR REIÐINNAR BAKGRUNNU „HERRAR mínir, þið eruð of seinir. Kreppunni lauk fyrir sex- tíu dögum.“ Þetta alræmda svar Hoovers forseta við bónum sendinefndar um auknar opinberar framkvæmdir i júní 1930 gefur til kynna hversu blindir ýmsir forráðamenn í stjórnkerfi Bandaríkjanna voru fyrir þeim ömurlegu staðreyndum sem biöstu við augum þeirra. Hoover tönnlaðist á að „þjóð vor er vernduð fyrir kulda og hungri". Hann taldi „flæk- inga vera betur haldna nú en áður“ og að „enginn liði hungur í reynd“. Viðbrögð hans eru nú harla brosleg. Ekki síður en viðbrögð þeirra sem betur eru settir á öllum tímum eru gagnvart þeim sem líða algjöran skort, nær og fjær. Reyndar ber heimildum ekki saman um hversu víðtækt atvinnuleysi var í Bandaríkjunum á fyrra helmingi kreppunnar: sumar heimildir telja atvinnuleysingja 1933 vera 13 millj- ónir, aðrar 16 milljónir. Telja má víst að snemma árs 1933 hafi fjórði hver vinnufær maður verið án atvinnu, fjórða hver atvinnuleysisfjölskylda naut aðstoðar sem dugði þó hvergi til framfærslu. Tíu árum eftir upphaf kreppunnar lýsir Fortune Magasine ástandinu svo í febrúarheftinu 1940 að enn séu 9 milljónir án atvinnu. Það þýði að 30 milljónir búi við örbirgð. Skýringuna segir tímaritið að atvinnulífið hafi ekki ráðið við mannfjölgunina. „Ný tækni hefur dregið úr þörf atvinn- ulífsins fyrir mannafla. Þá er ekki síður ástæða þessa atvinnuleysis að mikill fjöldi þessa fólks, sex milljónir af níu, voru ekki hraktar af jörðum sínum eða reknar burt úr vinnu vegna hagræðingar. Sex miiljónir hafa aldr- ei unnið. Þær eru hrein viðbót við vinnufæra menn í landinu." Á einum áratug hafði fjölgað svo vinnufærum mönnum og atvinnulífið ekki kunnað ráð né haft mátt til að skapa þeim atvinrmtækifæri. „Fyrir Qórðung þjóðarinnar," segir Fortune, „er ekícert efnahagslíf og þeir sem hafa vinnu kunna engin svör við vandanum." Þetta er bak- grunnur að þeim örlögum sem Steinbeck lýsir í Þrúgum reiðinnar. Það sem Kalifomíubúar sögunnar kölluðu oklara voru flóttamenn, smá- bændur, leiguliðar og sjálfstæðir at- vinnurekendur frá þurrkaríkjunum, Texas, Arkansas, Kansas, Colorado og Oklahoma. Langvinnir þurrkar og vindar höfðu valdið stórkostlegu landbroti í þessum ríkjum, breytt stórum landflæmum úr fijóum akurlendum í eyðimörk, þar sem vindur gnauðaði • vikum saman yfir skrælnaðri jörð svo rykmekkir lágu yfir landinu þannig að vart sá til sólar. Fljótt blés landið burt, uppskeran eyðilagðist og skepn- urnar dóu. Svo flosnuðu fjölskyldum- ar upp, bankar og fasteignalánafélög gengu að veðum sínum þegar van- skil hófust og sjálfseignarbændur misstu jarðimar í hendur þeirra og vom reknir burt rétt eins og óbreytt- ir leiguliðar. Hundruðir þúsunda fjöl- skylda urðu að flytja burt og margir vissu ekkert hvert þeir áttu að leita. Ekki bara frá ofannefndum ríkjum, heldur líka nálægum ríkjum þar sem áhrifa þurrkanna gætti. Stór hluti af þessari hjörð sótti vestur á bóginn til Kalifomíu. Þessi mikli þjóðfélags- vandi .var fáum kunnugur. Nóg var af fréttum um svartnætti kreppunnar og þó örlög smábænda væru grimm var af nógu að taka. Það var ekki fyrr en undir lok kreppunnar að Bandaríkin vöknuðu til vitundar um þessá þjóðarsmán. Kalifomíubúar, sem höfðu safnast saman við vestur- ströndina á liðnum áratugum í hverri bylgjunni af fætur annarri af miklum fólksflutningum, vöknuðu ekki upp við þennan vanda fyrr en mjög seint. Ailar götur frá 1930 lá straumur þessa fólks til Kalifomíu. Milli 1935 og 1936 komú87 þúsund innflytjend- ur þessa leið til Kaliforriíu. Talið er að frá 1930 til 1940 hafi hátt á fjórða hundrað þúsund innflytjenda komið frá þurrkaríkjunum til Kalifomíu. Þess ber að geta að fyrir vom um tvöhundrað þúsund sem lifðu á land- búnaði. Oklarar komu vestur í von um vinnu við landbúnað, jafnvel von um jarðnæði en hvoragt var að fá. Og leið þeirra allra lá um þjóðbraut 66 beint að tæknivæddasta svæði í land- búnaði ríkisins, jafnvel alls heimsins á þeim tíma. Vitaskuld skára innflytj- endur að austan sig úr. Þeir vora fátækir, klæddust öðravísi, töluðu með sterkum hreim og voru nær allir komnir úr frekar frumstæðum og vanþróuðum samfélögum að austan. Þeir vora kynslóð fram af kynslóð sjálfstætt fólk, heittrúað og með sterk lífsviðhorf. Nú vora þeir skyndilega skotspónar fyrir lausung og lágt sið- ferði, komnir upp á aðra með atvinnu og þiggjendur bónbjarga vikum og mánuðum saman. Á stóra búgörðunum sem voru ýmist reknir af fyrirtækjum eða ein- staklingum var þetta fólk notað sem þrælar. Margir vora um hvert starf og launin svo lág að fjölskyldum var ekki hægt að framfleyta á þeim. Launin vora 15 sent á klukkustund 1932, ári seinna vora þau lægri, 12,5 sent á klukkustund. Áðstæður þessa fólks þar sem það hóf búsetu á víða- vangi voru ekki mikið skárri en í búðum þar sem það var við vinnu. Smærri jarðir buðu upp á bfla- og tjaldstæði, rennandi vatn og kamra. Stærri jarðir leigðu út hús á einn dal á dag; fólk varð síðan að versla við búð eigandans og oft fór svo að það vann fyrir lífsnauðsynjum og húsnæði deginum áður. Offramboð á vinnuafli á þessu landbúnaðarsvæði leiddi líka til hræð- ilegra atburðá. 1935 komu 1200 verkamenn til starfa í Nipomo til tínslu sem 600 gátu annað. Uppsker- an eyðilagðist af rigningum og fólkið gat ekki snúið aftur sökum fátæktar. Það átti ekki fyrir mat, ekki bensíni eða eldsneyti til að halda á sér hita. Það sat fast niðurrignt ög hungrað í svaðinu og gat enga björg sér veitt. Margir dagar liðu áður en fylkis- stjómin sendi mat þangað fólkinu til bjargar. Sumarið 1934 vinnur John Steinbeck við að Ijúka smásög- um sem hann sendir til ýmissa tímarita í von um birtingu án árang- urs. Hann er félítill og áhyggjufullur. Honum finnst sem þroski hins ábyrga fullorðna manns hafi loksins helst yfir sig eins og kolum væri steypt niður kolalúgu. Einu fréttimar sem gleðja hann er að smásaga hans „Morðinginn" hafl unnið til verðlauna sem kennd era við smásagnasnilling- inn O. Henry. En umhverfís skáldið unga eru stigvaxandi átök verkafólks og atvinnurekenda. Snemma árs 1934 hafði Steinbeck farið með leynd að hitta tvo eftirlýsta verkfallsforingja í felum í Seaside. Annar þeirra var ungur maður frá Oklahoma, Cicil McKiddy. Hann var rétt kominn vestur með foreldrum sínum og systkinum þegar baðmullar- verkfallið braust út í kringum Ba- kersfíeld sumarið 1933 og afskipti hans af verkföllum hófust. Og nú var hann í felum. Hugmynd Steinbecks var að nota sögu þessa unga manns í skáldverk um verkalýðsleiðtoga með fyrstu persónu frásögn. Sú hugmynd átti sér aðdraganda: lengi hafði Steinbeek kynnst aðstæðum og lífí vinnandi fólks: Kínverja, Mexíkóa, Fiiíppína; alla þá undirokuðu hópa af ýmsu þjóðemi sem mynduðu fjöl- skrúðuga flóra Kalifomíu. Með fundi Steinbecks, Cicils McKiddys og Carls Williams á háalofti í Seaside veturinn 1934 var stefna Steinbecks næstu árin ráðin. Hann hafði áður kynnst ýmsu fólki sem starfaði í verkaiýðs- hreyfingunni og róttækum smáhóp- um á vesturströndinni. Sumt af því fólki var þjóðfrægt, annað þekkti Steinbeck aldrei með réttu nafni. Það talaði af eldmóði, nánast af trúar- hrifningu, margt af því markað hungri og á stöðugum flótta. Alla sem tengdust verkföllum og vora aðkomu- menn án fastrar búsetu mátti sam- kvæmt 1ögum Kaliforníu draga fyrir rétt. Tryggingar var krafist ef menn áttu ekki að sitja inni uns réttað var í málinu og fáir gátu lagt fram þá fúlgu sem krafíst var. McKiddy vissi ekki betur en hann væri eftirlýstur og sat nú á háalofti í Seaside og sagði Steinbeck allt um Baðmullarverkfallið og einkum hlut Pat Chambers sem var róttæklingur í verkfallinu. Steinbeck var góður hlustandi og McKiddy athugull eins og gjarnan er um þá sem koma úr fábronu lífi sveit- arinnar á nýja staði. Frá september fram í febrúar 1935 skrifaði hann handrit upp á hundrað og tuttugu þúsund orð. Saman við Baðmullar- verkfallið steypti hann Ferskjuverk- falli frá því í ágúst 1933. Aðstæður i þessum vinnudeilum útskýra nokkuð vel þau átök sem síð- ar liggja til grandvallar verkfallsátök- unum í Þrúgum reiðinnar. Vinnulaun fyrir tínslu höfðu lækkað nokkuð lengi. í Ferskjuverkfallinu var barist fyrir hækkun á launum úr 1,50 dölum fyrir 10 tíma vinnu. Svo lág laun dugðu vart fyrir mat og Chambers fullyrti að vegna lágra launa hefðu sumir þurft að dvelja á búgarðinum allt að þrem uppskeram. Greitt var með inneignarmiðum í verslun bú- garðsins og þegar upp var staðið vora margir í skuld. Þegar Chambers hófst handa á Tagus-búgarðinum innanum þúsundir farandverkamanna á fjögur- þúsund ekra flæmi var tíminn réttur. Mikill uppreisnarhugur var í mann- skapnum og innbyrðis deilur milli ólíkra kynþátta ekki hafnar. Cham- bers var snjall skipuleggjandi og sá til þess fyrst að fólkið birgði sig upp af mat. Honum reiknaðist til að verk- fallið gæti haldið í viku. Verkfalls- menn óskuðu eftir 30 sentum á klukkustund. Búgarðurinn bauð 17,5. Ferskjumar vora að þroskast og á Qórða degi tókst samkomulag um 25 sent á klukkustund. Reynsla Steinbecks og þekking hans á vinnu-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.