Morgunblaðið - 22.02.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1992, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 1992 LÍF EFTIR LAXNESS Aukinn áhugi á íslenskum skáldverkum erlendis eftir Rúnar Helga Vignisson ÍSLAND er eitt minnsta málsvæði heims. Fyrir flestum heimsbúum, ekki síst þeim sem byggja hinn enskumælandi heim, eru bókmenntir á útkjálkamálum eins og íslensku handan við ystu sjónarrönd, þær eru ekki til. Af sjónarhóli umheimsins er það því ávísun á dauðieik- ann að skrifa á íslensku, íslenskur rithöfundur sé ekki að skrifa fyrir neinn, hann sé að sulla í eigin koppi. Það teljast því tíðindi að áhugi á íslenskum skáldverkum skuli hafa aukist í nágrannalöndum okkar á síðustu fimm árum. í byrjun febrúar undirritaði Halldór Laxness útgáfusamninga um þær tvær skáldsagna sinna sem gefnar verða út hjá Steidl forlaginu í Þýskalandi á þessu. ári, Sjálfstætt fólk og íslandsklukkuna. Með Halldóri er útgefandi hans, Ólafur Ragnarsson. að er erfitt að segja hveiju á að þakka þennan aukna áhuga. Margt leggst þar á eitt að sögn þeirra sem blaðið hefur leitað til. Nefna má aukna landkynningu, ekki síst þá sem forseti Islands hefur staðið fyrir, bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, tilkoma nýrra höf- unda og aukinn áhuga höfunda og útgefenda á að koma íslenskum bók- um í verð erlendis. Ekki má heldur gleyma framlagi Bókmenntakynn- ingarsjóðs, en honum er ætlað að aðstoða við að koma íslenskum verk- um á framfæri erlendis. Áunnist hefur... En lítum nú á nokkur dæmi um það sem áunnist hefur á skömmum tíma: Halldór Laxness ber enn höfuð og herðar yfir alla íslenska höfunda hvað fjölda þýðinga snertir. Að sögn Ólafs Ragnarssonar hjá Vöku-Helg- afelli, sem nú fer með útgáfuréttinn, líður vart mánuður án þess að sam- ið sé um nýja útgáfu og hafa bækur Halldórs nú verið gefnar út í um 500 mismunandi útgáfum á 42 tungu- málum. Sem stendur er gróskan mest í Danmörku og Þýskalandi, en þar hafa þekktustu bækur Halldórs verið að koma út í nýjum eða endur- skoðuðum þýðingum. Það er nefni- lega skilyrði af hálfu Vöku-Helga- fells að bækumar séu þýddar beint úr íslensku, en áður fyrr vildi brenna við að þær væm þýddar úr öðrum málum. Samið hefur verið við Steidl- forlagið í Þýskalandi um tólf nýjar útgáfur og eru fímm þegar komnar út, þar á meðal Vefarinn mikli frá Kasmír sem ekki hafði komið þar út áður. Tvær bækur munu koma út árlega en síðasta bókin sem sam- ið hefur verið um er væntanleg vor- ið 1995. í tilefni af níræðisafmæli Halldórs í vor hyggst sama forlag auk þess gefa út sýnisbók úr verkum hans. Að sögn Ólafs Ragnarssonar hafa útgáfur Steidl-forlagsins fengið skínandi viðtökur og þótt vandaðar. í Danmörku er nýr útgefandi kominn til sögunnar og hefur hann • gefíð út tvær af bókum Halldórs í endurskoðuðum þýðingum og hyggst senda frá sér eina til tvær bækur á ári næstu ár. Þá eru bækur Halldórs að koma út í nýjum útgáf- um í Svíþjóð, Frakklandi, á Spáni og víðar. Vaka-Helgafell er síðan í viðræðum við eitt stærsta forlag Bandaríkjanna, Knopf, um útgáfu á íslandsklukkunni, en hún hefur aldr- ei komið út þar. Árið 1946 kom Sjálf- istætt fólk út hjá Knopf og seldist í hálfri milljón eintaka, en það er stærsta upplag á ISlenskri bók fyrr og síðar. En það sætir kannski enn meiri tíðindum að yngri höfundar hafa hafíð sókn erlendis. Þannig hafa Eyjabækur Einars Kárasonar átt býsna greiðan aðgang og farið um öll Norðurlönd og eru væntanlegar í Þýskalandi. Verk Thors Vilhjálms- sonar hafa einnig gert víðreist, eink- um Grámosinn glóir, og komið út á öllum Norðurlöndum í kjölfar bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Auk þess hefur Grámosinn komið út í Þýskalandi og síðast en ekki síst í Frakklandi þar sem hann fékk góða dóma og seldist ágætlega. Næst er hann væntanlegur í Tyrk- landi. Vaxandi áhugi hefur verið á Norðurlöndum á verkum Gyrðis El- íassonar, sem komið hafa út í Dan- mörku og eru væntanleg bæði í Sví- þjóð og Noregi. Þá er Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur væntanleg á dönsku innan skamms. Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðar- dóttur er nú komin út á dönsku og er væntanleg á sænsku, fínnsku og norsku. Gunnlaðarsaga Svövu Jak- obsdóttur hefur farjð um öll Norður- lönd. Og nú hafa ítalir sýnt áhuga á henni. Bækur Einars Más Guð- mundssonar hafa líka ferðast um Norðurlöndin, en Einar var einn af fyrstu ungu höfundunum sem kom- ust þar inn og vann mikið í því sjálf- ur. Þá eru uppi áform um þýskar og enskar útgáfur. Froskmaðurinn eftir Guðberg Bergsson hefur komið út í Svíþjóð, Tómas Jónsson metsölu- bók kom út á Spáni í hitteðfyrra og fékk mikla umfjöllun, Hjartað býr enn í helli sínum birtist í Þýskalandi í fyrra og vonir standa til að Svanin- um verði vel ágengt í Skandinavíu. Gaga eftir Ólaf Gunnarsson hefur komið út í Kanada. Ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson hafa komið út í Sví- þjóð og koma senn út í Þýskalandi. Þá hafa bækur Njarðar P. Njarðvík verið víðförular, Dauðamenn hafa komið út á fínnsku, sænsku, þýsku og eistnesku, Ekkert mál og I flæð- armálinu á fínnsku, bamabókin Heigi skoðar heiminn á dönsku og síðan skrifaði Njörður barnabókina Auðunn og ísbjörninn á sænsku og kom hún út samtímis á sænsku, ís- lensku, dönsku, norsku og færeysku. Pétur Gunnarsson hefur komist á þrykk í Svíþjóð og barnabækur Guð- rúnar Helgadóttur hafa farið um Holland, Þýskaland og Bandaríkin auk allra Norðurlanda. Ljóðasafn eftir Matthías Johannessen í þýðingu Marshalls Brements kom út á Eng- landi 1988 og fékk ágætar viðtökur. Ég heiti Isbjörg ég er ljón eftir Vig- dísi Grímsdóttur er að koma út á dönsku. Þá munu samningar vera á lokastigi um útgáfu á verkum Ólafs Jóhanns Ólafssonar í fímm löndum, að sögn Ólafs Ragnarssonar. Takmarkaður fyrirframáhugi „Mín skoðun hefur verið sú um nokkurt skeið að það sé eitt af hlut- verkum útgefanda að reyna að koma því besta sem hér er skrifað á fram- færi erlendis," sagði Halldór Guð- mundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, en hann hefur unnið ötullega að því að koma íslenskum bókum á framfæri erlendis. „Þetta er hluti af starfi alvöru bókaútgef- enda í útlöndum og svo ætti einnig að vera hér. Hins vegar er það erf- itt af margvíslegum ástæðum. Fyrir- framáhugi er til að mynda mjög takmarkaður víðast hvar, það verður að segjast sem er. Einnig eru greiðsl- urnar fyrir þetta mjög lágar, þannig að útgáfan hefur í fæstum tilfellum efni á að setja verulega mikla vinnu í þessa hluti. Með aðstoð höfundanna og Bókmenntakynningarsjóðs er þó hægt að koma einhverju til leiðar. En það er erfitt fyrir höfundinn sjálf- an að vera alltaf að stússast í þessu, það eru ekki allir höfundar sem hafa geð í sér til að Vera alltaf að banka upp á hjá útlendum forlögum og segja: Hér er ég og ég er rosalega fínn. Þess vegna fínnst mér að út- gáfufyrirtækin eigi að vinna í þessu og í þeim tilgangi höfum við látið gera bæklinga og annað kynningar- efni. Með tilstyrk Bókmenntakynn- ingarsjóðs höfum við í sumum tilvik- um gert stutta útdrætti úr bókum á ensku og þýtt stöku kafla, svona sýnishorn til að gefa mönnum hug- mynd um bækurnar." Halldór merkir töluverða breyt- ingu á viðhorfi norrænna útgefenda til íslenskra bókmennta. „Það er vaxandi áhugi, sérstaklega á Norð- urlöndum. Leið okkar til útlanda, hvort sem okkur líkar betur eða verr, hefur legið í gegnum Norður- löndin. Þar eru helst einhveijir sem geta lesið íslensku og eru í tengslum við forlög og mér hefur virst að á undanförnum fjórum árum hafí komið út miklu meira af þýddum íslenskum bókmenntum á Norður- löndum en jafnvel tíu-tuttugu ár þar á undan. Þeir hafa sem sé uppgöt- vað það að það eru komnir fram nýir og spennandi höfundar, að það er til líf eftir Laxness. Þegar íslensk- ar bókmenntir voru þemað á bóka- kynningunni í Gautaborg í hittið- fyrra voru að koma út það haust sex til átta nýleg íslensk bókmenntaverk í Svíþjóð einni. Danir hafa líka gefið talsvert út og Norðmenn." Halldór segir margt stuðla að þessum aukna áhuga. Þannig hafi margir höfundar komið fram eftir 1980 sem eigi greinilega tilhöfðun erlendis og svo hafí fleiri útlendingar lært íslensku. „Það hefur einfaldlega verið meiri áhugi á íslenskum sam- tímabókmenntum, hveijar svo sem hinar nákvæmu ástæður kunna að vera. Sumt hefur gerst fyrir atbeina höfundanna, sem hafa unnið sjálfír heilmikið í sínum málum. Sumt hef- ur komið til fyrir atbeina forlaganna og sumt fyrir frumkvæði að utan. En þótt ástandið hafí breyst mikið á öllum Norðurlöndum er erfítt að segja hversu varanlegt það er, enda hefur salan sjaldnast verið neitt til þess að hrópa húrra fyrir, frekar en þegar við erum að reyna að þýða norrænar bókmenntir hér. En það ber auðvitað ekki að vanmeta áhrif norræna þýðingarsjóðsins og bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs og önnur slík tengsl sem við höfum. Munurinn á því að heimsækja norræn forlög núna og fyrir svona fimm-sex árum er sá að núna hafa flestir þeir sem hafa með þýðingar að gera einhveija hugmynd um ís- lenskar nútímabókmenntir, þekkja einhver nöfn, telja sér skylt að fylgj- ast eitthvað með. Það er auðvitað misjafnt hvað er hægt að selja. Oft fínnst manni maður vera að kynna mjög fína höfunda, en þeir einfald- lega kveikja ekki áhuga erlendis. Mér hefur sýnst að áhugi fari líka vaxandi í Þýskalandi og Frakklandi. Það sem er langsamlega erfiðast við að eiga er hinn enskumælandi heim- ur, bæði ensk forlög og amerísk, þau hafa ekki nokkum áhuga.“ Öðrum viðmælendum blaðsins bar saman um að enskumælandi forlög væru lokuð bók. Verðlaun gott tilefni Jóhann Páll hjá Forlaginu hf. get- ur vitnað’um hinn aukna áhuga á íslenskum bókmenntum erlendis og þeim áhrifum sem bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs hafa ytra. „I fyrra bauð ég forlaginu Cappel- en í Noregi bókina Meðan nóttin líð- ur en það afþökkaði hana. Um leið og hún fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs kom hins vegar símbréf frá því og vildi það þá endi- lega fá þessa bók. Ég faxaði til baka og sagði að það væri því miður of seint, það hefði hafnað bókinni í apríl í fyrra og nú væri annað forlag komið til skjalanna. Ég sagði þeim hjá forlaginu að mér þætti þetta leitt, ég hefði gjarnan viljað eiga við- skipti við þau en gat þess að nú hefðum við aðra stórgóða bók að bjóða þeim, nefnilega Svaninn. Þá kom svar frá konunni sem er yfir þarna, vildi hún endilega fá bókina og sagðist mundu skoða hana gaum- gæfílega, hún ætlaði ekki að brenna sig aftur á sama soðinu.“ Jóhann Páll sagði að tilefni eins og íslensku bókmenntaverðlaunin og bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs auðvelduðu mjög sölu ís- lenskra bóka til útlanda. Þau hefur hann nýtt sér af útsjónarsemi til að koma skáldsögu Fríðu Á. Sigurðar- dóttur á framfæri á Norðurlöndum. „Ég gerði mér náttúrlega miklar vonir um að hún mundi fá Islensku bókmenntaverðlaunin í fyrra og viku áður en þau voru gerð opinber sendi ég bókina ásamt kynningu og þýddri gagnrýni til valinna útgefenda og bauð réttinn. Daginn sem hún fékk verðlaunin sendi ég símbréf til allra aðilanna og sagði að nú gæti ég glatt þá með því að þessi bók væri ekki lengur bara tilnefnd, heldur hefði hún fengið verðlaunin. Þetta var hugsað til að auka líkumar á að bókin yrði skoðuð, því útgefendur eru stöðugt að fá sendar bækur sem lenda svo bara uppi í hillu. Síðan komu DV-verðlaunin og þá var kom- ið tilefni til að senda annað fax og svo að lokum eftir að bókin hafði verið tilnefnd til Norðurlandaráðs- verðlaunanna. Núna endurtekur sagan sig með Guðberg og ég hnýti auðvitað við að ég geri mér vonir um að bókin verði tilnefnd til Norð- urlandaráðsverðlaunanna. Útgef- endurnir á Norðurlöndum munu ör- ugglega gefa meiri gaum að því sem ég sendi þeim núna í ljósi reynslunn- ar af Fríðu.“ Táknrænar upphæðir Það er ekki gróðavon sem rekur útgefendur til að reyna að koma höfundum sínum á framfæri erlend- is. „Fjárhagslega er þetta alveg von- laust mál,“ sagði Jóhann Páll. „Það sem ýtir undir mann er að höfundar leggja orðið meira upp úr þessu en áður, það er orðið geysilegt atriði fyrir þá að takist að koma þeim út erlendis. En peningarnir sem forlag- ið fær út úr þessu standa ekki straum af kostnaði, samkvæmt rammasamningi fær forlagið 25%. Þetta er hins vegar spurning um heiður og metnað og um að höfund- ar séu ánægðir," sagði Jóhann Páll og kvað tiltölulega stutt síðan hann byijaði að beita sér í málinu. Að sögn Halldórs Guðmundssonar selst þýðingarréttur yfírleitt fyrir táknrænar fjárhæðir milli Norður- landa. Yfírleitt eru fyrirframgreiðsl- urnar á bilinu frá 40 þúsundum upp í 200 þúsund með stöku undantekn- ingum. „En þetta er partur af því að vera hluti af heimsbókmenntun- um og við eigum að vera í einhveiju lifandi samstarfí um það. Við eigum að vera dugleg að þýða og reyna að láta þýða okkur. En þá þurfum við náttúrlega að vera með verk sem eru einstæð," sagði Halldór. Hlutur Bókmennta- kynningarsjóðs Síðasta áratuginn eða svo hefur verið til sjóður sem kallast Bók- menntakynningarsjóður og er ætlað að stuðla að framgangi íslenskra bókmennta erlendis. Það er ekki dig- ur sjóður, í ár eru honum ætlaðar 1,8 milljónir, upphæð sem Heimir Pálsson, formaður sjóðsstjórnarinn- ar, telur duga „svona að hungur- mörkunum“. Engu að síður hefur sjóðurinn getað styrkt nánast allar þær útgáfur sem til hefur komið á íslenskum bókmenntum erlendis, fyrir utan Laxness-útgáfurnar, en alls hefur sjóðurinn veitt um tíu styrki á ári. „Þetta dugar kannski til að greiða helminginn af þýðingar- launum eða vel það,“ sagði Heimir um upphæðirnar sem um er að ræða. En skyldi styrkur úr Bókmennta- kynningarsjóði einhvern tímann ráða úrslitum um val erlendra forlaga á íslenskri bók? „Ég held að hann geri það í sum- um tilfellum og skipti alltaf umtals- verðu máli,“ sagði Heimir. „Kannski ekki fyrst og fremst fjárhagslega, heldur er það hvatning fyrir forlögin að vita að þau hafi stuðning frá opinberum íslenskum aðilum. Þeim finnst framlag sjóðsins kannski ekk- ert síður siðferðilegur stuðningur. Sem dæmi má nefna að gríðarstórt franskt forlag gaf út mjög vandaða þýðingu á Snorra-Eddu í hittiðfyrra, fékk til þess pínulítinn styrk frá ís- lenska menntamálaráðuneytinu. Ég hitti talsmann þessa forlags úti í París í fyrra og það var auðheyrt á honum að þeim fannst þessi styrkur skipta verulegu máli. Én í heildar- pakkanum voru þetta smámunir, 150 þúsund krónur held ég. Fyrir þeim var þetta táknrænn stuðningur og það er kannski ekkert síður dýr- mætt en peningarnir sjálfír. Menn láta þess getið á bókunum að þær séu gefnar út með styrk frá Islandi og fínnst þá kannski auðveldara að tala máli þeirra, enda er þetta ákveð- in kvittun fyrir því að þeir séu að gefa út viðurkennda höfunda." Skortur á kynningarbæklingum Þótt aðgangur sé nú eitthvað greiðari fyrir íslenskar bókmenntir erlendis er róðurinn langt frá því að vera auðveldur. Dagný Kristjáns- dóttir, bókmenntafræðingur og ann- ar fulltrúa íslands í dómnefnd bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs, hefur beitt sér nokkuð fyrir því að koma íslenskum bókmenntum á framfæri í Noregi þar sem hún var búsett á áttunda ár. Hún segir forlagsfólk þar í landi lítt hrifíð af því að utanaðkomandi aðilar bjóði hugmyndir, heldur hugsi sem svo að ef um áhugavert efni væri að tefla mundu þau vita af því og gætu borið sig eftir björginni. Dagný seg- ist einu sinni hafa sent þremur norskum forlögum þýðingu á ís- lensku verki og fengið fyrsta pakk- ann til baka með þökkum daginn eftir. Sögðust fulltrúar viðkomandi forlags ekki vera skyldugir til að taka afstöðu. Sem dæmi um tregð- una á Norðurlöndum nefndi hún að til væru heilu bunkarnir af íslenskum verkum sem þýdd hefðu verið vegna tilnefninga til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en aldrei komist á þrykk. Kvartaði Dagný undan því að ekki væru til upplýsingabækling- ar um íslenskar bókmenntir til að leggja fram, því eina leiðin til að koma bókmenntum á framfæri væri að láta upplýsingum rigna yfir útgef- endur. En á þessu kann að verða gerð bót í nánustu framtíð, því stjórnar- menn Bókmenntakynningarsjóðs eiga sér þann draum að setja saman m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.