Morgunblaðið - 22.02.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.1992, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 1992 Morgunblaðið/Einar Falur Hvað gerðist? „Það gerðist aldrei neitt. Ekki annað en það að formaður Gilnefnd- ar og Menningarnefndar virðist ekki eiga aðra vini en þessa mynd- listarmenn og er greinilega hrædd- ur um að tapa þeim. Og þetta eru auðvitað allt vinstrimenn. Svona era þeirra vinnubrögð. Eftir að ég hafði standsett húsið með foreldrum barnanna — sem kostaði svosem ekki neitt, sagði einn af embættismönnum bæjarins að þetta væru skemmdarverk. Ég tók því sem svo að ég væri að vinna skemmdarverk á kerfinu, vegna þess að ég var að sýna fram á að það væri hægt að skapa fjölda manns gleði án þess að það kostaði mikla peninga. Það eyðileggur verð- mætamatið sem er haldið að okkur. Þetta var gleði á tilboðsverði, sem var ekki þegin. Enda hefur þetta haft það í för með sér að ég er óvinur kerfisins númer eitt, tvö og kjú. Auðvitað þurftum við myndlist- araðstöðu á Akureyri, en það eru mörg önnur hús sem hentuðu fyrir hana. Ég skil ekki hvers vegna þetta eina hús, sem við gátum not- að og buðum bæjarsjóði að gera upp, honum að kostnaðarlausu, þyrfti að komast í hendurnar á aðeins tveimur hræðurn." Ertu þá búinn að gefast upp? „Nei, út úr þessari reynslu og reynslu minni af því að vinna með börnum, vil ég stofna sumarskóla fyrir börn á Akureyri, þar sem allar listgreinar verða kenndar. Mér heyrist ég hafa hljómgrunn fyrir hugmyndinni og ég held að yfirvöld á Akureyri séu að leita að aðstöðu fyrir hana. En ég veit ekki hvernig þetta fer. I sumar ætla norrænir myndlist- arkennarar að funda á Akureyri. Það kom fram sú hugmynd að þeir myndu þá heimsækja sumarskólann og sjá börn hvaðanæva af íslandi vinna að kynnast þeirri listgrein sem þau hafa áhuga á. Hugmyndin fékk þau viðbrögð hjá þeim sem vinna að undirbúningi fundarins — og eru sömu mennimir og ráðskuð- ust með gilið — að ef það ætti að heilsa upp á það sem ég væri að gera, kæmu þeir ekki nálægt þessu máli. Ég glopra þessu út úr mér í hug- leysi. Eg er hræddur um að ástand- ið versni, ef ég þegi yfir þessu.“ En hvers vegna viltu vinna með börnum og unglingum? „Það er þessi hæfileiki barnsins að gleyma sér í sköpun — og trúnað- artraustið sem maður fær, og vin- áttan. Sá sem hefur einu sinni upp- lifað þetta, vill ekki missa það. Fyrir nú utan það að maður heldur lengur í barnið í sjálfum sér. Það er mikið atriði, því eins og sagt er: „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska,“ og ég vil segja, „í anda.“ Ég reyni að lifa svo skemmtilega að ég geti dáið lifandi, því eins og einhver góður maður sagði, þá er ekki synd að deyja, en það er synd að lifa ekki.“ VATNALILJUR Á SJÓNUM Örn Ingi myndlistarmenn _ sem læsa að sér. Gilið er dautt. Ég nánast grátbað bæjaryfirvöld að bíða með að selja húsin og leyfa mér og öðrum að sanna nýja hluti. En það stóð aldr- ei til að hlusta. Það var þegar búið að ákveða að selja þessum tveimur mönnum húsin. Ég vil taka það fram að ég stóð ekki einn að þessu, heldur var mik- ill fjöldi foreldra með mér. En það var ekki hlustað." ðm Ingi sýnii í Hafnarborg „EF VIÐ lítum á ferli okkar, þá förum við í gegnum marga heima á einum degi og í draumum okkar og hugsun förum við líka í gegn- um marga heima,“ segir Örn Ingi, myndlistarmaður, sem í dag opn- ar sýningu í Hafnarborg. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslita- myndir, pastelmyndir, skúlptúrar og tvær stuttar kvikmyndir. Mynd- efnið er allt mögulegt, I islensku landslagi eru kynjadýr og skepn- ur, álfar og tröll, erlendir ættbálkar, vatnaliljur á sjónum, allt eins og draumur sem fer sínar eigin leiðir og hefur ekki samhengi nema þú gerir þér grein fyrir að tilveran er samhengislaus; í senn skyld og óskyld sjálfri sér; stikkfrí frá stöðluðu gildismati. Mig langar ekkert til að vera stórbrotinn, hátíð- legur og einhæfur lista- maður. Mér fínnst það jafnast á við að fá eyðniveiruna,“ segir Örn Ingi.„Mér finnst alltaf skelfilegt að fara á myndlistarsýningu og sjá þ_ar eina mynd í fimmtíu eintökum. Ég hugsa alltaf: Mikið óskaplega hlýtur manneskjan að vera. ánægð með þessa mynd — afhveiju er hún svona dýr.“ En þetta er ægilegt hugmynda- flæði. „Já, ég hef stundum verið keypt- ur sem hugbúnaður á milli bæja.“ Ha? „Já, ég er oft fenginn til að vinna að hátíðarhöldum eða sjá um þema- vinnu hjá skólum. Ég hef einstaka unun af því að dæla út hugmynd- um. Ef ég er beðinn um fimmtíu, kem ég helst með 150. Þegar mað- ur kastar fram hugmynd í vinnu- hópi verður maður að finna út hvað fær hljómgrunn. Þetta er eins skemmtilegt og að setja niður eina kartöflu og fá kannsku fímm til tíu í staðinn." En vatnaliljur á sjónum? „Ég fékk þá hugmynd, eins og svo margar aðrar. Ég hrökk upp af svefni við þá hugsun að það ættu að vera vatnaliljur á sjónum. Ég var að undirbúa hátíðarhöld úti á landi og næsta skrefið var að ná í krossvið, saga hann út eins og vatnaliljublöð, fara síðan til sjó- mannanna og biðja þá að gefa mér vatnabelgi — og strá vatnaliljunum á sjóinn. Sumar af þessum myndum eru af atburðum sem hafa gerst; afmælisveislu á Hvammstanga og brúðkaupi sem ég stóð að í sumar. Ég sæki hugmyndimar í það hvernig við iifum, á hverju við byggjum menningu okkar og svo framvegis. Mér fínnst gaman að vinna að myndlist á þennan hátt. Það verður eins og líkamsrækt; stundum fer maður fetið, stundum tekur maður heljarstökk. Og það er allt hægt. Það held ég að ég hafi mest lært af því að kenna fólki myndlist. Með því að sjá hvað fólk getur ekki gert, en verður að gera; með því að vera dómari og hjálpa því áfram, hvetja það og benda á leiðir. Það hefur verið mér mjög mikilvægt að hreyf- ast inni í þeim ramma myndlistar- innar. Stundum verð ég lafhræddur við þetta allt saman. Það kemur stund- um fyrir að mér finnst ég ekki ráða við það sem ég ætla mér. Það er eins og að lenda í lifsháska. Maður sem lendir í lífsháska bregst við, kemst af og verður hræddur á eft- ir. Og það er frekar að ég verði hræddur við að hafa gert eitthvað verk, eftir að ég hef gert það, en að ég verði hræddur á meðan ég vinn við það.“ En nú býrð þú á Akureyri og kemur með þessa gríðarlega stóru sýningu hingað suður. „Já, það er undarlegt að koma suður með sýningu. Hér er allt að gerast. Þetta er eins og að mæta á skyggnilýsingu. Fólk hefur ekki orku til að sjá allt og velur því oft það sem það þekkir, en ég ákvað að láta reyna á það. Maður getur ekki bara verið fyrir norðan og sagt: Ég er myndlistarmaður, en biðjið mig ekki að sanna það.“ Við erum svo langt á eftir í þessum efnum á Akureyri, þótt þar sé gott að búa. En hugsunarhátturinn þar er allt öðruvísi en hér. Þar tíðkast til dæm- is ekki að menn komi í heimsóknir á vinnustofur. Þannig að þegar ég set upp sýningu, hefur enginn ann- ar en ég séð þær. Þar af leiðandi eru þær mjög persónulegar, meira eins og hluti af mér, heldur en að þetta sé sköpun sem kemur mér ekkert við. Þær verða allar til í undirmeðvitundinni og draumnum og ég afneita tímanum. Þetta er eins og vísindaskáldsaga: Ekkert kemur rétt út.“ En nú hefur þú unnið við ýmis- legt annað, til dæmis útvarp og sjónvarp, leikhús, kennslu og eins og þú segir, alls konar hátíðahöld og uppákomur um allt Norðurland. „Já, ég hef gaman af að opna glugga. Og það hefur verið stór- skemmtilegt að vinna í kaupstöðum og kauptúnum á Norðurlandi. Á þá vínnu hefur aldrei borið skugga ... ... Þessvegna er líka svo sárt að mæta þeim aðgerðum sem átt hafa sér stað á Akureyri, eins og þar býr mikið af frábæru fólki — en það eru hinir sem ráða.“ Ertu að tala um slagsmálin út af Listagili? „Já.“ Ura hvað snérist málið? „Ég sá Listagil alltaf fyrir mér sem fleirtölu; það er að þarna væru allar listgreinarnar saman komnar undir einu þaki. Þarna gæti mann- lífið blómstrað og margir aðilar komið saman í andlegum pottrétti. Ég sá fyrir mér alla aldurshópa, ekki síst börn og unglinga, sem fengju að fæðast inn í gilið og þroska skynjun sína og sköpun þar. Þessi hugmynd er dáin, því fimm af sex húsum hafa verið lögð undir myndlist og hliðrgreinar hennar. Þau hafa verið látin í hendurnar á atvinnulistamönnum. Ég vildi að hinn almenni bæjarbúi gæti átt þess kost að taka þátt í áhugaleik- listarstarfi og ég vildi opna mynd- listarvinnu fyrir fjölskylduna, vinna með þema um helgar, jafnvel setja upp leiksýningar sem þarf ekki að sýna nema einu sinni. Setja þær upp með því sem til er, svo þær þurfi ekki að borga sig: Sýningar sem kosta ekki heilt einbýlishús, vegna þéss að sýning sem kostar einbýlishús býður óttanum heim. Ég sá fyrir mér samvinnu listgrein- anna; leikara talsetja skúlptúr fyrir myndlistarmann og myndlistar- mann gera leikmynd fyrir leikarann og rithöfund til að búa ti! kaffihúsa- verk fyrir leikhópinn, og svo fram- vegis. Þessi hugmynd hefur verið drepin. Það er búið að eyðileggja húsið sem hentaði okkur til þessar- ar starfsemi. Þegar hugmyndir komu á móti að leggja húsin í hendumar á at- vinnulistamönnum, sagði ég „það er enginn áhugi fyrir svona mikilli myndlist á Akureyri. Þeir sem kaupa vinnustofu í þessu húsi borga hana ekki með myndsköpun.“ Það selur nefnilega 'enginn starfandi myndlistarmaður á Akureyri mynd þar. Þeir fá kannski að hanna eina og eina listskreytingu. En skólastjóri Myndlistarskólans á Akureyri er alltaf til ráðuneytis um svona mál og hann hafði engan áhuga á því að gilið yrði staður þar sem ijölskyldurnar gætu komið saman og átt skemmtilegar stundir. Hann er líka til ráðuneytis um myndskreytingar. Það fær enginn að skreyta sem er honum ekki þókn- anlegur. Meira að segja konan hans, sem hefur ekki fengist við mynd- list, var fengin til að vefa verk til að skreyta heilsugæslustöðina. Ég flutti með Norðurljósin, leik- hóp bama og unglinga, út úr Smjör- líkisgerðinni og nú eru þar tveir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.