Morgunblaðið - 25.02.1992, Page 1

Morgunblaðið - 25.02.1992, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fHávgtmtttafrifc 1992 KNATTSPYRNA Markvörður skoraði með skalla Sá fáséði atburður gerðist á ítal- íu á sunnudaginn að mark- vörður Cremonese, Michelangelo Rampulla, skoraði mark með skalla og tryggði félagi sínu jafntefli, 1:1, gegn Atalanta þegar tvær mín. voru komnar yfir venjulegan leik- tíma. Rampulla brunaði fram þegar aukaspyrna var tekin og skallaði knöttinn í netið. Hann er fyrsti markvörðurinn í ítölsku 1. deildar- keppninni til að skora mark. Erlenda knatt- spyrnan / B9 HANDBOLTI Dökkt útlit hjá Val Ekkert nema kraftaverk get- ur tryggt íslandsmeistur- um Vals rétt til að leika í úrslita- keppninni í 1. deild, eftir að Eyjamenn lögðu Stjörnumenn að velli, 26:20, í Vestmannaeyj- um í gærkvöldi. Valsmenn eru fjórum stigum á eftir ÍBV og Stjörnunni, en eiga tvo leiki til góða á Stjörnuna. ÍBV, sem á einn leik til góða, er með 27 mörk í plús, en Stjarn- an, sem hefur lokið keppni, er með 21 mark í plús. Valsmenn eru með sex mörk í mínus, þann- ig að þeir þurfa að vinna leiki sína gegn UBK, heima, og Sel- fossi, úti, með 28 marka mun til að komast upp fyrir Stjörn- una. Ef Valsmenn ná ekki Stjörn- unni kemur það í hlutverk Stjömumanna að leika gegn FH í úrslitakeppninni, en enn er óljóst hvernig raðast niður á hinar þijár viðureignimar í úrslitakeppninni. Llrslit / BIO Staðan / B10 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR BLAÐ B adidas • •• annaö ekki Landsliðið til Dubayy Landsliðið í knattspyrnu heldur til Sameinuðu arabískufur- stadæmana og leika landsleik gegn þeim í Dubayy við Persaflóa á mánudaginn. Þá mun liðið leika æfingaleik í ferðinni - gegn 21 árs_ landsliði. Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari, valdi í gær þá leikmenn sem fara í ferðina. Þeir eru: Birkir Kristinsson, Fram, Friðrik Frið- riksson, ÍBV, markverðir, Einar Páll Tómasson, Val, Atli Helga- son, Víkingi; Ólafur Kristjánsson, FH, Þormóður Egilsson, KR, Baldur Bjarnason, Fram, Baldur Bragason, Val, Kristinn R. Jóns- son, Fram, Arnar Grétarsson, UBK, Rúnar Kristinsson, KR, Valur Valsson, UBK, Andri Mar- teinsson, FH, Tómas Ingi Tómas- son, ÍBV, Grétar Einarsson, FH og Atli Einarsson, Víkingi. JUDO Morgunblaðifi/KGA Brons hjá Sigurði í Edinborg Sigurður Bergmann hlaut brons- verðlaun á opna skoska meist- aramótinu í júdó, sem fór fram í Edinborg um helgina. Sigurður keppti við Japanann Yamasaki í þungavikt og lagði hann á ippon. Sigurður, sein hefur tryggt sér 66 punkta á alþjóðlegum mótum, þarf nú aðeins fjóra punkta til að tryggja sér farseðilinn á ÓL í Barcelona. Halldór Hafsteinsson, Ármanni, keppti um brons í -86 kg flokki og Vernharður Þorleifsson, KA, keppti um brons í -95 kg flokki, en þeir töpuðu báðir sínum glímum. Bjarni Á. Friðriksson keppti ekki á mótinu, en hann stefnir að þátt- töku í nokkrum sterkum mótum fram að Ólympíuleikunum í Barcelona; því opna tékkneska eftir rúmar tvær vik- ur, opna hollenska, opna breska, Norðurlandamótinu hér heima í apríl, Evrópumótinu í París í maí, og svo hugsanlega móti í Frakklandi í júní. FH-ingar fagna FH-ingar fögnuðu bik- armeistaratitii í hand- knattleik í Laugardals- höllinni - í fyrsta sinn í fimmtán ár. Á mynd- inni eru Gunnar Bein- teinsson, Þorgils Ótt- ar Mathiesen og Sig- urður Sveinsson. Sjá B6, B7. ALBERTVILLE: ÁRAIMGURIMORÐMANIMA KEMUR EKKIÁ ÓVART / B2,B3,B4,B5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.